Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 20

Skírnir - 01.04.1905, Side 20
116 Nokkur orð um llfsaflið. lega fær um að ráða því, hve heitur hann er, þegar hann er heilbrigður. Það er kunnugt, að manneskjur geta lifað hvar á jörð sem er, bæði undir miðjarðarlínu og í heimskautalöndunum. Og þegar líkamshiti manna er mældur, er hann alstaðar svo líkur, að ekki munar heilu hitastigi (»gráðu«). Og það, þarf ekki langt að leita til að færa heim sanninn um það að líkami vor ráði hitastigi sínu. Þó okkur fæstum standi á sama, hvort það er brennandi hiti eða bitur kuldi, eins og sagt var um Hannibal, þá getum vér á vetrar- degi farið úr 20 stiga heitu herbergi út í 20 stiga frost án þess að það hafi nokkur áhrif, sem teljandi eru, á líkamshitann innvortis. Við miðlungshita og miðlungskulda höfum vér mjög öruggar varnir. Líkaminn stjórnar hitastigi sínu á tvennan hátt, bæði með þvi að tempra hitamyndun líkamans og hitaeyðslu hans. En auk þessarar ósjálfráðu temprunar höfum vér ýmsar sjálfráðar varnir, einkum móti kulda. Þeir sem lifa í kulda þurfa meira feitmeti, af því að í því er meira kolefni til að brenna en í öðrum matvælum, og reynslan sýnir, að menn haga mataræði sínu eftir þessu, þegar efni leyfa. Fötin halda á manni hita, valda þvi að minna eyðist af hita en án þeirra, og flestir klæðast þykkri föt- um í kulda en í hita. En ósjálfráðu varnirnar eru enn meira virði. I hita roðnar skinnið og svitnar. Það roðnar af því æðarnar í skinninu víkka án þess án þess vér ráðum við það. Þeg- ar þær víkka, streymir út í þær bióð innan úr innri hlut- um líkamans, og þegar það kemur þaðan, úr meiri hita, kólnar það á yfirboröi líkámans. Svitinn gufar upp, en hver sá vökvi, sem verður að gufu, eyðir um leið hita, og þeim mun meiri sem hann gufar skjótar upp, eins og auðveldlega má sannfæra sig um með því að hella nafta- dropum í lófa sér; maður flnnur þá töluverðan kulda. í kulda er skinnið hvítt af blóðleysi. Æðarnar í því kipr- ast saman, blóðið helzt inni i innri hlutum líkamans og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.