Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 34

Skírnir - 01.04.1905, Page 34
130 Egill Skallagrímsson. í mynd, sem tekin er beint út úr hversdagslífinu: Það er langt niilli bæja öðlinganna, og það er ekki auðskeft hvers manns spjót. — Sem dæmi þess hvernig Egill getur lýst andlegum athöfnum með líkingu úr íslenzku sveita- M, skal eg taka niðurlag Arinbjarnarkviðu, sem oft er vitnað til: „Yask árvakr, bark orð saman með málþjóns morginverkum. Hlóðk lofköst, þanns lengi stendr óbrotgjarn í bragartúni11. Hér er í rauninni mynd af bóndanum, sem fer snemma á fætur og hamast að taka saman, bera í stakka osfrv. En gegnurn blæju líkingarinnar eygjum vér annað og æðra starf, vér sjáum skáldið yrkja ódauðlegt kvæði um vin sinn. Og er ekki þetta traustasta einkenni hins sanna skálds, að geta notað hið hversdagslega og algenga sent lifandi tákn og boðbera nýrra og óvæntra hugsana? Eg sagði í byrjun, að í ljóðum Egils heyrðum vér hjarta hans slá. Það heyrurn vér hvergi eins vel og í Sonatorreki. Þar kemur hin ríka tilfinn- ing Egils, hin djúpa sorg, frarn með afli og tign, og þar sjáum vér hvað skáldskapurinn er Agli, að hann er insti strengurinn í sál hans, sá strengurinn sem ómar lengst og kemur honum í sátt við tilveruna og guð, þegar hann er kominn á fremsta stig örvæntingarinnar. Sagan lýsir tildrögum kvæðisins ógleymanlega. Víkingurinn, sem áður var ósigrandi, lætur hugfallast. »Hver ván er, at ek muna lifa vilja við harm þenna«, segir hann. Alla æfi hefur hann haldið hlut sínum við hvern sem var að skifta, því hann heíur jafnan getað hefnt sín, rekið harma sinna og haldið þannig uppi jöfnuði í viðskiftum sínum við aðra. En svo koma náttúruöflin og ræna hann. Við þeim má hann ekki. Sjúkdómur tekur einn son hans, sjórinn annan. Hann litast um og finst hann vera ein- mana. Honum finst hann standa einn, eins og helbarin

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.