Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 32

Skírnir - 01.12.1908, Side 32
320 Ofát. á Jótlandi. Kenningar hans hafa vakið mikla eftirtekt víðs vegar, og að maklegleikum hefir hann fengið mikla viðurkenningu fyrir þær bæði í Danmörku og annarstað- ar; vil eg því leitast við að gefa íslenzkri alþýðu dálítinn smekk af aðalatriðum í bókum þeim, sem hann hefir skrifað þessu aðlútandi1). Fyrst ber þó að geta þess, að amerískur læknir, pró- fessor Chittender við Yale háskólann, varð fyrri til en Hindhede að vekja máls á sömu kenningum og hann i bók sinni: Fysiological economy in nutrition, New York 1905. En tildrögin til þess að hann fór að gefa sig við þeim voru þau, er nú skal greina: Maður er nefndur Horace Fletscher, amerískur miljóna- eigandi. Hann hafði frá unga aldri lifað í »vellystingum praktuglega«, eins og mörgum auðmönnum er tamt; eink- um hafði hann verið matmaður mikill og matvandur og vanið sig á alls konar kræsingar. Afleiðingin af þessu varð sú, að þegar hann var rúmlega fertugur, var hann orðinn mesti istrumagi og heilsan farin að bila, svo að lífsábyrgðarfélög neituðu að vátryggja líf hans. Hann sá sér nú þann kost vænstan að breyta lifnaðarháttum sín- um til batnaðar. Hann fór því að lifa sparlega og boi’ð- aði ekki annað en fábreyttan mat, sem kostaði ekki meira en um 40 aura á dag. Hann hafnaði að mestu leyti kjöti og annarri kjarnfæðu, sem svo er kölluð, en lifði því nær eingöngu á jurtafæðu. Hann vandi sig á að tyggja matinn einstaklega vel, miklu betur en hann hafði áður verið vanur. Hann megraðist reyndar á stuttum tíma, svo að hann léttist um 36 pund; en hann hrestist daglega og varð ungur í annað sinn, því að kraftarnir jukust svo, að hann gat boðið tvítugum aflraunamönnum byrginn. Hann lét nú prófessor Chittender skoða sig og sannfærast um þá breytingu, sem á sér hefði orðið, og ári seinna skrifaði hann honum: »Mér fer stöðugt fram bæði að líkamlegu og andlegu atgervi. Eg finn langtum minna ') M. Hindhede: En Reform af vor Ernæring. 3. Udg. Ebh. 1906. — Sami: Ernæringsforsög. 3. Udg. Kbh. 1907.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.