Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 74

Skírnir - 01.12.1908, Side 74
362 Ritdómar. saman. Bóndi trúir þeim manni fráleitt fyrir dóttur sinni. A hinu ber samt roeira, að hann trúir honum ekki fyrir jörðinni. Kona hans gengur í lið með dóttur sinni, þegar á herðii. Bóndi sér, að hann fær ekki sínu rnáli framgengt. Hann hefir aldrei látið undan á æfinni. Og hann getur það ekki nú. Hann fer inn í rústirnar, kippir stoðinni undan baðstofuþakinu, verður uudir því og tynir lífinu. Þetta er í stuttu máli s a g a n í ritinu. Ekki leynir það sér, að höf. er ungur og hefir enn ekki náð fullu valdi á efni sínu. Hann sýnir alt vinnufólkið á bænum. Þeir menn eru lítið einkendir. En þeir eru látnir segja sumt af því, sem allra skáldlegast er í ritinu, Hér fara á eftir fáeitt dæmi: — Það var eins og eg væri að rista í lifandi skepnu — það var eins og eg væri að flá lifandi hold. — — Og risturnar frá því í fyrra voru eins og ljót ör, segir einu vinnumaðurinn um torfristu í landskjálfta. — Og eins og jörðin skalf — hún hafði ekka — gráturinn er ■erfiður gömlum. segir annar vinnttmaðurinn. — Við seinustu stóru landskjálftana kom sprunga, sem var margar mílur á lengd; eg sá hana sjálf; það lagði upp úr henni heita gufuna. Jörðin dró andann með opnum munninum. — — Vitið þið hvers vegna vetrarsnjórinn fyllir ekki gjóturnar? Hafið þið nokkurn tíma séð svo stórar snjóflyksur, að þær festist í munn- unum; það er jörðin, sem blæs á móti snjónum; hún býr til gildrur fyrir mennina. Jörðin er mannæta, segir kerliugin á bænum. Þetta er afburða-vel að orði kveðið. Eti af því að lesandi veit svo lítið um þessa menn, annað en að þeit geta talað svona, þá komast ummælin ekki í samband við neitt hugsanalíf, sem honum. er kunnugt um. Þau verða líkust gimsteinum, sem vantar um- gjörðina. Aðalgalli ritsins er samt í mítmm augum sá, að lesandi fær svo lítið að kynnast grasafræðingnum. Er nokkttð réttmætt. í þeirri óbeit, sem bóndi hefir á honum? Eru tvær menningarstefnur þar að reka sig hvor á aðra? Eða gagnstæðar lífsskoðanir? Þeim spurningum er engu svarað. Lesandi er jafn-ókunnugur manninum, þegar leiknum er lokið, eins og þegar maðurinn er fyrst nefndur. Og samræðurnar eru ekki hvarvetna sem eðlilegastar. Hugsana- sambandið er sumstaðar furðu laust. Eg bendi t. d. á bls. 64. Sveinungi (bóndinn) spyr Jórunr.i (konu síua), hvort hún geti ekki sofið. — Nei, eg get ekki sofið, segir Jórunn. — Þá segir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.