Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 63

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 63
Úr austri og veatri. 36 T Eg hafði setið heilt kvöld við skriftir og Sæunn — sjaldan þessu vant — látið það afskiftalaust. Eg gat ekki sofnað þegar háttað var og lá hugsi fram á nótt. Svo heyrði eg að hún grét. Eg gerði alt, sem mér hugkvæmd- ist, til að hugga hana. En nú brá svo við, að grátur henn- ar espaðist æ því meir. Hver hin sérstaka ástæða var til þessa, í þetta sinn, veit eg ekki. Ef til vill hefir hún vonast eftir þakklæti fyrir að hafa friðað ritstarf mitt um kvöldið, og litið svo á — þegar þakklætið kom ekki — að nú væri hún búin að missa ást mína fyrir fult og alt; litið svo á, að ástar- hót mín kæmu ekki frá heilum huga og þau því orðið til þess eins að minna hana á það, sem hún hugði sig búna að missa. Ef til vill hefir þetta verið ástæðan. En eg veit það ekki; eg veit einungis að svona var það og að svóna fór margsinnis eftir þetta kvöld. Eina nótt dreymdi mig að eg væri staddur í hlíðinni framan við bæinn. Mér þótti í svefninum sem þar hefði verið skógur, þegar eg var í bernsku, og eg mundi glögt hvar stærstu hríslurnar höfðu verið og hve háar; mundi eða þóttist muna að þarna hefði eg setið oft og lengi og að þessar hríslur hefðu verið mér kærastar. En nú voru þær allar horfnar, og mig greip þungur og sár saknaðar- tregi yfir þessu, sem hafði verið og var ekki lengur. Þvi næst þótti mér Sæunn koma til mín og vera svo góð og innileg, að slík hafði hún aldrei verið fyrri. Eg varð svo feginn í svefninum að eg grét eins og barn. En skyndi- lega breyttist þetta alt, eins og oft verður í svefni, og eg varð þess var, að hún sótti fundi annars manns. — Síðan vaknaði eg. En þessa nótt skildi eg fyrst til fulls hvað Sæunn leið. Hún hafði í drauminum leitað á fund annars manns. Eg leitaði á fund hugsana, sem hún ekki skildi; inn í ríki, sem hún máske sárþráði að þekkja og gat ekki fylgt mér um — og sem hún að likindum hélt að eg vildi ekki sýna sér. Hún grét að vísu, þar, sem skelfing mín í svefninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.