Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 36

Skírnir - 01.08.1912, Page 36
226 Jörgen Pétur Havstein. kaupstaðarferðum á vetrum, rainka kaupstaðarskuldir og takmarka óþarfakaup). Þetta hvetur amtmaður alla góða menn í umdæmi sínu til að efla með samtökum og félagsskap, eða með öðrum orðum, hvetur þá til að koma á samtökum með sér, er lúti að framförum í búnaðar- og sveitarhag. Skor- aði hann fastlega á hreppstjóra alla að gangast fyrir því með aðstoð sóknarprestsins og beztu manna annara, að stofnað væri félag innan hreppsins til að vinna að þessu; gætu síðan hreppsbúar sjálfir samið félagslög sín, eftir því sem til hagaði í hreppnum. Þegar svo væri búið að semja félagslög fyrir alla hreppana í hverri sýslu, ætlaðist hann til og kvaðst mundu gera ráðstöfun til þess, að hlutaðeigandi sýslumaður í fyrsta skifti boðaði menn, tvo til fjóra, úr hverju hreppsfélagi til sýslufundar. Þar skyldu félagslög hreppanna endurskoðuð og umbætt, svo að samhljóðan fengist sem mest í öllum greinum, og síðan samin alls- herjar félagslög fyrir gjörvalla sýsluna og kosin sýslunefnd. Síðan skyldi sýslufundurinn gera uppástungu um samband milli allra sýslufélaganna í amtinu. Á sýslufundi, sem hald- ast ætti á hverju vori, skyldu að öðru leyti fram koma skýrslur um búnaðarhag og hætti í hverjum hreppi og umræður fara fram um búnaðarmál og slík efni. Gat hann þess að endingu, að í áformi væri að stofna fyrirmyndarbú í Húnavatnssýslu, og ef það fyrirtæki bæri heillavænleg- an árangur, mundi koma til umræðu á sýslufundum síðar meir, hvort eigi væri tiltækilegt að stofna þess konar bú í öðrum sýslum. Lítið mun hafa orðið úr framkvæmdum á þessu öllu saman er til kom, og var það eflaust mest að kenna for- gönguleysi embættismanna annars vegar og áhugaleysi og tómlæti almennings hins vegar, enda hefir það hvorttveggja lengstum verið örðugur þröskuldur á vegiallra framkvæmda hér á landi. En umburðarbréfið ber þess ljósastan vott- inn, að Havstein amtmaður var langt á undan tímanum einnig í þessu efni. Það er einmitt þessi hugmynd, sem liggur til grundvallar fyrir samvinnufélagsskap þeim, er

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.