Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 22
246 Snorri Sturlnson. [Skírnir. bróðir hans á leitað« (Sturl. II, 28). Og fyrir vetursetu- manni sínum, Þorkeli rostungi frá Orkneyjum, lét Snorri taka mjöl úr útibúri, og lézt sjálfur vilja ráða lagi á. En Þorkell vildi ráða, hve dýrt hann seldi varning sinn. Varð af þessu fullur fjandskapur, eins og áður er frá sagt. Eftir að Þorkell hafði rekið árás Sturlu-sona af höndum sér, lét hann í haf, en varð afturreka og dvaldi hjá Sæmundi í Odda veturinn eftir. Snorri sendi þangað flugumenn þrjá saman, en ekki komu þeir neinu fram (Sturl. II, 28—30). Nokkru síðar átti Snorri þingdeilu litla við Magnús allsherjargoða og Sæmund í Odda. Hlaut Sæmundur að gera um málið, og líkaði Snorra illa. Og litlu eftir hóf hann deilu við Magnús um arf Jórunnar auðgu. Var hún í þingi með Magnúsi og ætlaði hann sér fé hennar, en Snorri sendi Starkað Snorrason suður á nes, og hafði hann sunnan með sér »þann mann, er Koðran hét, strák einn, og kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar, og tók hann það fémál af Koðranú (Sturi. II, 72). Sótti Snorri mál þetta með kappi mikiu og reið um vorið til alþingis með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Hafði hann sóma af málum þessum, þó að málaefni virðist hafa verið vafasöm. »Og í þess- um málum gekk virðing hans við mest hér á landi« (Sturl. II, 73). Það má kalla, að fram að utanför Snorra (1218) hafi ríki hans og álit verið í uppgangi, þrátt fyrir einstöku áföll. Sjálf Sturlungaöldin er enn ekki byrjuð, en þeir bræður, og þá einkum Sighvatur og Snorri, virðast vera á leiðinni að þoka Oddaverjum úr öndveginu. »Bræður þessir draga sig svo fram, að nær engir menn halda sig til fulls við þá« (Sturl. II, 71), segir Sæmundur í Odda eftir þingdeiluna við Snorra. Og sjálfur hefir Snorri ætl- að sér meira hlut en bræðrum sínum. Árið 1220 segir hann við Hákon konung, »að þá voru aðrir eigi meiri menn á Islandi en bræður haus, er Sæmund leið, en kall- aði þá mundu mjög eftir sínum orðum vikja, þá er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.