Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 15. Júlí 1910. M 29. gjörn jónsson. Bt'ot úr stjórnmála- og menningarsögu íslands. X. Yfirlit. Björn Jönsson er einn núlifandi manna, þeirra er einna lengst og svo að segja óslitið hefir »talað rneð« um flestöll lands- mál. Hann hefir stýrt blaði slðan ísafold varð til, 1874, og alt til þessa dags. Til þessa dags segjum vér, af því að það er opinber leyndardómur, að ísafold stýrir hann enn, þótt ekki sé hann talinn fyrir. Ritháttur hans þekkist svo vel, að enginn þarf að villast á því, hvað hann hefir skrifað og hvað aðrir hafa skrifað 1 blaðið, jafnvel þótt sumir menn hans séu nú farnir að bera við að stæla hann. Það er því svo farið um ritstjóra Isafoldar, Ólaf Björnsson og Björn Jónsson, föður hans, að Ólafur er talinn fyrir, en Björn stendur að baki honum og stýrir. Fyrir því er það alveg réttmætt, að taka með ísafold frá þeim tíma, er Björn hætti í orði kveðnu ritstjórn hennar, og til þessa dags, þegar lýsa skal hátterni B. J. i riti og stjórnmálaafskiftum. Ef segja skyldi upp dóm um blaðamensku B. J., þá yrði efni þess dóms í verulegum atriðum alveg gagnstætt dómum um flesta menn aðra. B. J. er oftast fremur spak- látur, umburðarlyndur og kurteis hin fyrri ár ritstjórnar sinnar og lengi fram eftir, þó að hann eigi við skoðana-andstæðinga sina. Hann velur þeim sjaldan — síst að fyrra bragði — ill eða ómakleg orð, veitir jafnvel ákveðnum andstæðingum sínum rúm í blaði sínu, gerir þeim ekki upp eigingjarnar eða óvirðulegar hvatir að öðru leyti o. s. frv. Ritháttur hans er óbrot- inn og einfaldur oftast nær, í samanburði við síðari ritsmíðar hans. Víðáttu-illmæli eru sjaldgæf ( samanburði við það, er síðar verður. Um 1895 bregður mjög til hins verra. Þótt hæpið sé að kenna E i n- ari Hjörleifssyni það alt, þá verð- ur því ekki neitao, að ísafold stórhrakar að mörgu leyti eftir að hann gerist með- ritstjóri hennar, en það varð hann ein- mitt 1895. En víst er um það, að þá missir hún marga hinna (yrri kosta sinna. Hún hættir að vera jafn látlaus, einföld og óbrotin. Rithátturinn verður tilgerðar- legur, bæði á þeim greinum, sem sýnilega eru eftir B. J., og eigi síður ritsmíðum Einars i blaðinu — og það, þótt Björn riti alveg óreiður og af engu kappi. Um- burðarlyndi víkur nú fyrir ofstæki því, sem ávalt siðan hefir loðað við ísafold gagnvart öllum og öllu, sem ekki var á sömu bók lært sem B. J. vildi vera láta. B. J. virðist að vísu altaf hafa haft sterka hneiging til trúrækni, en sú tilhneiging endar síðast í andatrúnni, sem Einar Hjör- leifsson prédikaði sýknt og heilagt 1905— 1909, og hafði nær drepið blað hans, Fjallkonuna, sem hann stýrði til áramóta 1906—1907, því að íslenskir blaðalesendur °g blaðakaupendur kunnu að meta hinar *v<sindalegu« rannsóknir »dularfullra fyrir- krigða«, samtál við framliðna, »krabba- memsl0eknjngar<( með andatrú o. s. frv. En fyrsti postuli alls þessa var Einar Hjörleifsson, sem alkunnugt er. Þessi trúræknisalda erti og egndi vitanlega sjálfan B. J. allra manna mest. Hann var og er örgeðja og geðríkur kapps- maður, tilfinningamaður allmikill, en ekki skapfastur né hugsandi og rökfastur að sama skápi. Einar Hjörleifsson hafði og undirbúið sendingu »andans« í huga B. J. rækilega og með allri þeirri lægni, sem honum er eiginleg, og svo var hann þá sem enn, að margir trúðu satt vera, það er hann sagði, því að svo kunni hann áð stilla orðum og látbragði, að ekki var hægðarleikur að rengja hann, þeim mönn- um, er annars var meinlaust eða vel til mannsins. Það ber og öllum saman um það, sem til þekkja, að E. H. hafi verið leiðandi andi í mjög mörgum athöfnum B. J. Og þótti mörgum sem hann mundi ekki hafa verið skapbætir B. J., frá almennu sjónartniði, þeim er vinir voru B. J. Sá er dæma vill athafnir B. J., hvort heldur er í blaðamensku eða annarstaðar, getur ekki hjá þvi komist, að lýsa E. H. að nokkru, því að það er ekki ofmælt, að hann beri siðferðilega ábyrgð á afturför B. J. í ýmsum greinum frá 1895 °g dl þessa dags — eða, að sumra skoðun, að hann eigi þakkirnar skilið fyrir umhreyt- ingar B. J. síðan 1895. Því næst er einkum einn annar maður, sem eigi á síður — og eflaust nii a ð a 11 r a d ó m i — óþökk skilið fyrir áhrif sín á Björn Jónsson. Þessi maður er dr. Valtýr Guðmundsson. í raun réttri má segja, að þeir E. H. og V. G. hafi bætt hver annan upp í þeirri starf- semi, að breyta skoðunum B. J. og öll- um manndómi. Valtýr Guðmundsson vakti upp hér á landi nýa stjórnmála- stefnu — valtýskuna — sem hiklaus var stórkostlegt misstig í stjórnmálaefnum, hvernig sem á er litið, enda heyrist nú enginn framar leggja henni liðsyrði. Val- tý tókst þó að vinna B. J. á sitt mál. — E. H. og V. G. hafa ýmislegt sameigið: lipurð og ljúfmensku í hversdagsfari, yfir- borðsþekkingu á mörgum málefnum, ná sér báðir einkar fljótt aftur, þó að þeir séu hraktir í orðum og röksemdum, eru venjulega vel stiltir, að minsta kosti á yfirborðinu, hvað sem á bjátar, eigi altaf kallaðir glöggmálir — og þó er Valtýr s t u n d u m óþarflega opinskár. Það er því engin furða, þó að slíkir menn mættu miklu til vegar koma um Björn Jónsson, sltkan tilfinninga- og skapólgumann. Sið- ari atburðir hafa þó sýnt það, að E. H. hefir náð miklu fastari tökum á B. J. Valtýr er nú, eins og allir vita, »fallinn engill«, sem hefir gersamlega mistnáð og hylli B. J. —og þar með E. H., enEinar Hjörleifsson er ennþá sami viskubrunnur og ágætismaður í hvívetna, sem hann var í hugskoti B. J. í öndverðu, þegar eftir að hin andlega blóðblöndun milli þeirra varð 1895. Þó var Valtýr víst fremur veitandi en þiggjandi um öll fjarframlög til flokksþarfa, en Einar aldrei veit- andi — af afsakanlegum ástæðum — og er því ekki fjárhagsástæðum til að dreifa, að svo fór um félag þeirra B. J., V. G. og E. H., sem raun er nú á orðin. Sjálfur er Björn Jónsson óskaplíkur þessum tveimur mönnum. Einmitt þess vegna hafa þeir haft svo mikla þýðingu — extrema se tangunt. Meðlægni sinni og ísmeygni áttu þeir svo auðvelt með að sannfæra hann um svo margt, sem öðrum mönnum hafði aldrei eða trauðla tekist, — og auk þess tók E. H. trúar- taugar B. J. í sína þjónustu. Hann var eins og æfður trúboði, tók þá hliðina, sem veikust er fyrir hjá flestum örlyndum, en ekki að sama skapi hugsandi mönn- um. Slíks var og von af Einari, að skáld- auga hans sæi þ a r þá leiðina, sem auð- veldast og heppilegast var að fara. Ynni hann þetta vígi, þá vissi hann, að borgin mátti vel verða unnin öll, Þá vissi hann líka, að hann var orðinn æðsti spámaður B. J. — og með tfmanum ef til vill eini spámaðurinn. Með þessu var Valtý líka ruddur vegur. Þegar los er komið á í eina átt, og þegar sá, sem því losi veldur og stýrir, gerist samverkamaður hins, er enn vill koma inn nýum áhrifum, þá er brautin líka rudd slíkum áhrifum. Það er alveg eins og þegar menn trúa fastlega á einhvern guð, þá eru líka siðferðiskenn- ingar þær og skoðanir, sem þeim guði eru eignaðar, góðar og gildar í alla staði, ávalt meðan slík guðstrú hallast ekki. Það verður líka óbifanleg trúarsetning, að allar kreddur þess guðs og spámanna hans séu alger og eilífur sannleiki. Þegar á þetta er litið, þá verður fullskiljanlegt, hvers vegna dr. Valtýr fær Björnjónsson á sitt mál. Agæti valtýskunnar verður B. J. trúarsetning, föst og óhagganleg, og hann berst fyrir henni á móti Benedisk- unni svo ótrauður og hlífðarlaus, sem hinn eldheitasti og ótrauðasti trúboði getur barist í þjónustu guðs síns. En það verður ekki bæði slept og haldið. 1902 kom nýtt atriði til sög- unnar. Það var A1 b i r t a n eða stjóru- lagabreyting sú, sem kend hefir verið við Alberti. Hún bauð meira en valtýskan, en lögfesti íslandsráðgjafa í ríkisráði Dana, að sumra manna skoðun. Þeir félagar, B. J., E. H. og V. G. sleptu þá valtýsk- unni, og þrumaði Björn nú um hríð móti hinum nýa og fáliðaða flokki, er nefndist Landvörn, og vildi ekki hafa rikisráðs- ákvæðið í stjórnarskránni. Eftir að ný stjórn var sest her í landi á laggirnar, sneru þeir við blaðinu og sáu nú margan »meinlegan þverbrest* ástjórnlögum lands- ins, er þeir töldu áður engu skifta. Á þetta eflaust rót sína að rekja til einhverra vonbrigða, er þeir félagar og flokkur þeirra hafði liðið, Þessi snöggu skifti B. J. er mjög auðvelt að skýra, þegar litið er til þess, sem á undan var gengið og nokkuð er á drepið að framan. Þess var ekki að vænta, að allir þeir boðar, er risið höfðu innan í Birni, mundu falla alt í einu. Vindstaðan var aðeins orðin önnur og móthverf þeirri, sem áður var. Valtýr og Einar höfðu enn bein áhrif á hann og lík sem fyrri. Þar að auki braust nú trúar- aldan fram í B. J. aföllum sínum krafti. Árin 1905—1909 hafði andatrúin alveg heillað huga hans, og, eins og vant er að vera, urðu þeir flestir »vargar í véum«, sem hófu andblástur móti þeirri trú. Stjórn- máladeilan blandaðist inn í, svo að nú | komst hitinn að suðumarki í huga B. J. Svo kom milliríkjanefndin 1907. Hún var að nokkru leyti afspringur alls þess ' gauragangs, sem á undan var farinn. Nú komu margir nýir liðir — og leiðtogar til sögunnar. Eftir að uppkastið var orðið heyrinkunnugt, féll V. G. úr náðinni hjá B. J. Því olli Einar Hjörleifsson þó ekki, heldur ýmsir aðrir, sem fyrstir eða einna fyrstir hófu baráttuna gegn Uppkastinu, þar á meðal Bjarni Jónsson frá Vogi, dr. Jón Þ o r k e 1 s s o n o. fl. Það var og sjálfsagt nauðsynlegt, að offra Valtý, því að á þinginu 1909 voru komnir ýmsir nýir andar í flokkinn, sem Valtýr var eigi þóknanlegur. Og það var happ sumum mönnum í flokknum, því að Val- týr hefði eflaust orðið allhættulegur keppi- nautur, ef hann hefði haldið áhrifum stn- um. En siðan hefir hann legið í póli- tisku dái. Þar fyrir mega menn nú ekki halda, að allar þær rúnir, sem dr. Valtýr hafði rist á meðvitund B. J. séu máðar út. Nei, því fer fjarri; andi V. G. lifir þar enn, og það er eins og áður er sagt, óhætt að þakka eða vanþakka honum óbeinlínis margt af því, sem B. J. hefir gert og er að gera. Löng sambúð og samhygð og innilegur átrúnaður á menn mótar svo skapsmuni og skoðanir manna, að áhrifin hverfa ekki á skömmum tíma, enda þótt sá, sem fyrir þeim hefir orðið, sé sér þeirra ekki framar meðvitandi. Þau eru uppeldi og vani, sem aldrei verð- ur fullkomlega upprættur. Eftir þessa fortíð er þá B. J. kominn upp í valdasessinn. Því verður ekki neitað, að hann hefir mörg ár og eigi litla lífsreynslu að baki sér. En sú Iífs- reynsla hefir ekki verið verið vel löguð til þess að gera hann að heppilegum stjórnanda. Hún hefir ekki verið löguð til að bæta meðfædda skapbresti, til að kenna honum að athuga málefni rólega og með þeirri víðsýni, sem landstjórnar- manni er nauðsynleg, til þess að innræta þá skapfestu, þrautseigju og sanngirni um menn og málefni, sem slikum manni er ómissandi. Landsstjóinarmenn mega ekki kasta steininum eða hnútunni, sem að þeim er varpað, á sama hátt sem blaða- maðurinn eða »agitatorinn«. Eftir þessar bráðabirgðarathugaseradir skal reynt að lýsa afskiftum B. J. af ein- stökum hinum helstu málum, rithætti hans, meðferð á mönnum, framsýni, sam- ræmi í orðum og athöfnum, heilræðum og spádómum, eftir því sem alt slikt birtist í æfistarfi hans hingað til, en aðal- heimildin er vitanlega Isaf., bæði fyr og nú. Slcii»af erðir: „Vestri" kom úr strandferð n. þ. m. og fór aftur í morgun. „Sterling“ kom frá útlöndum í fyrra- kvöld með fjölda farþega, Þar á meðal voru Vigfús Einarsson cand. jur., Júlíus Havsteen stud. jur., Rigmor Schutz heit- mey Jóns málfræðings Ófeigssonar, og giftust þau i gær, kona Björns Sigurðsson- ar bankastjóra og kona Bjarna frá Vogi, Sömul. hljóðfæraleikararnir Arthur Shat- tuck og Julius Foss o. fl. „Oce»na“, þýska skemtiferðaskip- ið, kom hingað á þriðjudagsmorguninn með um 270 farþega. Skipið fór aftur þá um kveldið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.