Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 1x4 Biskupsvigsian á Ijölum og prestastefnan. Biskupsvígslan. »Heira a ð Hólum« hefir mátt sjá til mannaferðar á sunnudagsmorgun- inn var. Um 900 manns er talið, að hafi verið þar samankomið, en fullur þriðjungur þess mannsafnaðar komst ekki í kirkjuna. — Nafngreindir aðkomumenn eru þessir: *Arni Björnsson próf. á Sauðárkróki. *Arni Jóhannesson pr. í Grenivík. *Arni Jónsson próf. á Skútustöðum. Arni Kristjánsson bóndi á Finnaslöðum. ‘Arnór Arnason prestur í Hvammi. ‘Asmundur Gíslason prestur á Hálsi. Benedikt Hallgrímsson kennari á Eiðum. *Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði. *Björn Björnsson prestur í Laufási. Björn Jónsson hreppstj. á Veðramóti. 'Björn Jónsson prestur í Miklabæ. •Björn Stefánsson prestur á Tjörn. Dóróthea Guðmundsson frú á Ljósavatni. Einar Jónsson hreppstj. í Brimnesí. Gook trúboðí á Akureyri. *Guðbrandur Björnsson prestur í Viðvík. Guðrún Lárusdóttir frú í Rvík. *Hálfdán Guðjónsson próf. á Breiðabólsst. Halldór Hallgrímsson bóndi á Melum. Hallgr. Hallgrímsson hr.stj. á Rifkelsst. ‘Hallgr. Thorlacius prestur í Glaumbæ. HebaGeirsd. (Sæmundssonar) ungfrúá Ak. ‘Helgi Hjálmarsson presturá Grenjaðarst. Jóhann Jóhannesson kaupm. í Rvík. Jóhann Sigurðsson hrstj. Sævarlandi. Jóhannes F riðbjarnars.bóndi á Molastöðum. Jóhannes Jóhanness. sýslum. á Seyðisfirði. Jón Jónsson bóndi áBrúnastöðum fFljótum. Jón Jónatansson bóndi á Öngulsstöðum. Jón Konráðsson hrstj. í Bæ. *Jón Pálsson prestur á Höskuldsstöðum. ^Jónmundur Halldórsson prestur á Barði. Jósef Björnsson alþm. á Vatnsleysu. Klemens Jónsson landritari í Rvfk. Kristján Linnet cand. jur. í Rvík. Kristján Eldjárn Þórarinsson pr. á Tjörn. Ludvig Knudsen prestur á Bergstöðum. Magnús Jóhannsson læknir í Hofsós. Matthfas Eggertsson prestur f Grímsey. Matth. Jochumsson skáld á Akureyri. Matth. Þórðarson fornmenjav. í Rvík. Olafur Briem alþm. á Alfgeirsvöllum. *Ólafur Sæmundsson prestur í Hraungerði. Olsen prófessor í Kristjaníu. Páll V. Bjarnason sýslum. á Sauðárkróki. !i'Pálmi Þóroddsson prestur í Hofsós. Pétur Zóphóníasson ritstj. Rvfk. :|:Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli. Sigríður Lárusdóttir frú á Siglufirði. Sigríður Sæmundsson frú á Akureyri. Sigtryggur Jónsson kaupm. á Akureyri. :i!Sigurbjörn Á Gíslason guðfr. í Rvík. *Sigurður Guðmundsson prestur á Ljósav. Sigurður Ólafsson hr.stj. á Hellufandi. Sigurður Pálsson læknir á Sauðárkróki. Sigurður Sigfússon bóndi á Halldórsst. :fSigurður P. Sivertsen prestur á Hofi. *Sigurður Stefánsson prestur í Vigur. Sigurjón Jónsson læknir f Dalvík. Sigurjón Sigtryggss. bóndi í Stóru-Brekku. Solveig Pétursdóttir frú á Völlum. Stefán Jónsson bóndi á Múnkaþverá, LStefán Kristinsson prestur á Völlum. Stefán Stefánsson skólastj. á Akureyri. Theódór Jónsson prestur á Bægisá. Tryggvi Þórhallsson stud. theol., Rvík. Vilhjálmur Einarsson bóndi á Bakka. Þorkell Þorkelsson kennari á Akureyri. :i:Þorsteinn Briem prestur í Görðum. Sumar konur (frú Sigríður Lárusdóttir, frú Sigríður Sæmundsson og frú Solveig Pétursdóttir) voru í skautbúningi, og nokkrar voru á mötlum. * merkir þá, er einnig sátu prestastefnuna. | I kór sátu prestar að sunnanverðu, en að norðanverðu aðrir virðingamenn. Vígslan byrjaði á hádegi. Stýrði Bjarni prestur Þorsteinsson söngnum og fórst það vel úr hendi. Meðhjálparar voru þeir feðgar sr. Björn í Miklabæ og sr. Guðbrandur í Viðvík. Síra Sigfús Jónsson tónaði fyrir altari, en Árni próf. Björnsson lýsti vígslu. Vfgsluvottar voru prófastarnir úrHúna- vatnssýslu, Skagafjarðar- og Suður-Þing- eyarsýslu og síra Sigfús Jónsson. Vígslu- biskup Geir Sæmundsson prédikaði. Á eftir var altarisganga, og voru þeir til altaris biskuparnir báðir og prófast- arnir þrír, er vígsluvottar voru, síra Sig- urður Sivertsen og þeir feðgar Björn og Guðbrandur. Þrjár klukkustundir stóð athöfnin yfir. Að vfgslu lokinni flutti Matth. Joch- umsson kvæði, er hann hafði ort. Matthías Þórðarson flutti fyrirlestur um altaristöfluna í Hólakirkju, sem er merkasta altaristafla hér á landi, og biskupskápu Jóns Arasonar, var hún flutt norður og var Geir Sæmundsson vígður í henni.— Hún var send með »Vestu« og var vátrygð fyrir 5000 kr. og kemur aftur með iBotníu«, Prestastefnau hófst föstudaginn 8. þ. m. kl. 10 árd. með guðsþjónustugerð í Hólakirkju. Þórhall- ur biskup prédikaði og Iagði út af Mark. 4, 26—28. Kvæði var flutt í byrjun prestastefn- unnar, er ort hafði Valdimar Briem. Endurreisn Prestafélags Ilólastiftis. Hálfdan Guðjónsson hóf umræður um að endurreisa prestafélag Hólastiftis, og var það samþykt, og ákveðið, að halda fund að ári á Akureyri. Geir Sæmunds- son var kosinn formaður og Árni Björns- son varaformaður. Kirkjuþing. Sigurður Sivertsen flutti erindi um kirkjuþing. Eftir allmiklar umræður samþykti fund- urinn svohljóðandi rtlyktun: »l"'undurinn samþykkir sömu ályktun og gerð var á sfðustu prestastefnu um kirkjuþing og felur forseta sínum] að leit- ast við að fá stjórnina til þess að taka málið til flutnings á næsta þingi, en verði því eigi framgengt, þá felur fundurinn forseta sínum að bera málið beina leið fram fyrir þingið«. Súlmabókin. Sigurður Sivertsen flutti fyrirlestur um viðbæti við sálma- og kirkjusöngsbókina. — Eftir allmiklar umræður var samþykt þessi tillaga: »Fundurinn felur nefnd þeirri, er kos- in var í fyrra í þetta mál, að halda áfram starfi sínu og gefur henni leyfi til þess að bæta við sig í nefndina 2—4 mönn- um, er hún álítur vel hæfa til þess«, Kirkjulán. Svohljóðandi tillaga var samþykt: »Fundurinn felur biskupi að koma fram á næsta alþingi frumvarpi til laga, er tryggir rétt kirkjum þeim, er lán taka úr hinum almenna kirkjusjóði, gagnvart sókn- armönnum og eins þeim, er segja sig úr þjóðkirkjunni«. A eftir fundi sýndi Jósef Björnsson alþm. mönnum staðinn á Hólum, og hélt fyrirlestur um hann. Séra Bjarni Þor- steinsson á Siglufirði las upp lýsingu á Hólakirkju eftir Þorstein próf. Pétursson á Staðarbakka (d. 1785) og skýrslu um, hvernig gengið hefði með byggingu henn- ar, er dr. Jón Þorkelsson landskjalavörð- ur hafði samið. Á laugardaginn var prestastefnunni haldið áfram : Trúarlif. Björn Jónsson í Miklabæ flutti fyrir- lestur um trúarlífið fyr og nú og um nýu guðfræðina. A eftir urðu miklar um- ræður um þessi efni. Sigurbjörn Á. Gíslason flutti fyrirlest- ur um trúarefasemdir og trúarvillur. Barnafrœðsla. Amí Jónsson hóf umræður um það mál. Nefnd var kosin til að undirbúa það mál til fundar Prestafélags Hóla- stiftis og voru þeir kosnir í nefndina: Jónas Jónasson præp. hon. á Hrainagili með 13 atkv., Sig. Sivertsen með 11 at- kv. og Árni Björnsson með 5 atkv. Samþykt var að senda K. F. U. M. samúðarkveðju fyrir starfsemi sína. Þá er prestastefnunni var lokið, flutti Matthías Þórðarson fyrirlestur um altaris- töfluna á Hólum. Á eftir talaði Árni próf. Björnsson. A. J. Johnson Og Björn Jónsson. Fyrir skömmu réðst Lögrétta tölu- vert óhóflega á „rithöfundinn" A. J. Johnson, Islendinginn vestheimska. Árás þessi er ekki sem best til fundin. Maðurinn er ekki eins einsýnn á ís- lensk mál og Lögr. virðist halda. Hann er ekki blindur á kosti og ókosti ráðherra vors, „hins ráðsnjalla og þjóðholla afreksmanns", eins og blaði þeirra sonar hans farast orð um hann. 1 „Norðurlandi" hefir — þó að suma kunni að furða það — nýlega birst grein eftir A. J. Johnson. Greinin er í 26. tbl. 25. Júní þ. á. Þar segir meðal annars svo: Dóminn um ráðherravalið bygði eg — ekki hvað síst á framkomu og stefnufestu þessara tveggja manna (d: B. J. og Sk. Th.) um mörg undanfarin ár. Ekki dettur mér í hug að neitaþví að B. J. og„ísafold" hafi ekki (!) haft áhrif á íslandi, fyrirhvaðsem þau hafa beitt sér, en hinu held eg fram, að þau áhrif hafa ekki ætíð verið til góðs, — oft hafa þau líka verið það — og að B. J. hefir verið ærið reikull í stefnum í mikils- varðandi málum. Þarf ekki annað en lesa nokkra árg. af ísaf. til að sjá þetta. Eg vil benda á örfá dæmi. Ekki þarf lengra að leita, en í „ísaf.“ 7. júní 1907 (á að vera /<?o5), til að sjá, að hann er þd mjög ákafur með þvl að Danir fái part af botnvörpungasektun- um. Segir, að það sé ekki „vanvirðulaust" að við ísl. skulum hirða þær allar m. fl. Á síðasta þingi barðist hann fyrir þvl (sbr. alþt.), að Danir fengju ekkert af þess- um sektum. En nú alveg nýskeð lofar hann Dönum því, að þetta mál skuli verða tekið fyrir á næsta þingi, að nýu, og það alveg að ástæðulausu, því samkvæmt læðu Neergaards, fyrv. forsætisráðherra og fram- sögumanns fjárlaganna dönsku, „var eng- in ástceða fyrir konung að neita fjárlögun- um staðfestingar fyrir þetta“. En B. J. hefir haldið því fram, að hann hafi orðið að lofa þessu til þess að fá fjárlögin stað- fest. Slíkt er vitanlega fjarstæða. Um það leyti er H. Hafstein tók lánið hjá Dönum, var það hljóð í B. J., að það væri alt annað en heppilegt að taka lán hjá þeirri þjóð, og var það rétt mælt og viturlega. En hvað gerir hann svo sjálfur litlu síðar? Tekur miklu stærra lán hjá Dönum en H. H., og það verður ekki séð, að hann hafi leitað láns hjá nokkurri annari þjóð. Margar háðgreinar, og þær ágætlega samdar, hefir ísaf. flutt í rit- stjórnardálkum sínum á sfðustu árum um krossa- og titlahúmbugið, sem Hafstein lét rigna yfir réttláta og rangláta — flesta þó rangláta. .Utla hefði mátt, — að B. J. hefði haft — eftir því, sem hann hafði um þetta talað — svo mikla lítilsvirðingu fyrir þessu tildri, að hann veitti ekki einn ein- (W/a'jkross, þó hann gæti það. En hvað skeður? Fjóra krossaði hann á einum degi. Þetta er stefnuleysi hæstu tegundar. í „ísaf." 27. Maí 1908 er ritstj. (B. J.) að svara grein, er gamalær „þingmaður" hafði skrifað í „Lögr." um kostnaðinn við al- gerðan skilnað við Danmörku. Þessi „ísaf." grein, fer lofsamlegum orðum um skilnaðarhugmyndina, og leggur áherslu á, að skilnaðarinn verði ódýrari en konungs- samband m. fl. í forsetaförinni er skilnað- ur ekki orðinn annað en „hugarburður". Alt þetta ber vott um mjög óákveðna og reikula stefnu, — stefnuleysi. Þetta, — ásamt fleiru af líku tagi — hafði eg í huga, er eg dæmdi um ráðherravalið. Við verðum að krefjast þess af manninum,' sein settur er í æðsta cmbœtti landsins, að hann hafi staðið og standi við orð sín. Annars getum við ekki treyst honum.. Hann verður að hafa svo hlykkjalausan stjórnmálaferil að baki sér, að því er sefnufestu snertir, að hann þyldi að vera „krufinn lifandi". En það hefir B. J. ekki,. og það áttu þingmenn að vita, ekki síður en hver athugull maður, er lesið hefir nokkra árganga af „Isaf.“. 1 þeim má finna of mörg dæmi, lík þeim er hér voru tilfærð, — en eg sleppi að tilgreini fleiri í þetta sinn, geri það ekki nema eg verði neyddur til þess. — Aftur á móti verður ekki annað séð, á því er Sk. Th. hefir ritað og talað á þingi, en hann sé stefnu- fastur og í besta lagi einarður, hver sem í hlut á. Á þetta ber að líta, miklu frekar en hitt, hvort maðurinn hafði verið duglegur að berjast fyrir einu máli, eða fella annan mann. Hann gat þrátt fyrir það verið ó- hæfur til að taka við stjórnartaumunum. Hearst blaðamaðurinn mikli í New-York, sem er miljónamæringur, og á marga tugi stórblaða, víðsvegar um öll Bandaríkin, hefir að sjálfsögðu geysimikil áhrif; en í hvert sinn, er hann sækir um opinberar stöður, (borgarstj.emb., ríkisstjóra- eða þingkosningu) fellur hann við lítinn orð- stlr. Fólkið treystir honum ekki, af þvf það veit, að hann er ekki lengur að skifta um stefnu en hafa skyrtuskifti. Eg skrifa æfinlega með feitu letri í inn- tektadálk B. J. hvað hann barðist vel á. móti innlimunarfrv. eftir að hann hafði t • • áttað sig á að vera þeim meigm — en fleiri börðust vel en hann, og fleiri feldu H. H. en hann, og þar á meðal ekki hvað síst S. Th., sem skapaði stefnuna, sem Hafstein féll fyrir. Og þó Skúli gæti ekki barist frekar en hann gerði persónulega í sjálfum kosningabardaganum — og sem hann hefir lýst. yfir, að hafi stafað af veik- indum, — þá er það stórt spursmál til mín, hvor frekar hafi orsakað fa.ll H., hann- eða B. J- Hvar hefðum við staðið ef Sk. hefði sagt Já í nelndinni? Hann setti skarpan og ritfæran mann fyrir blaðið sitt, sem aldrei hikaði eitt augnablik, sem aldrei kom til hugar, að þakka nefndarmönnun- um 6 fyrir „hátt markmið" og „vasklega framgöngu". Nl. þykir eg viðhafa of mikið af illa rökstuddum fullyrðingum í grein minni. Eg bjóst því við, að eg mundi ekki reka mig á neitt sem væri sömu ættar. En heldur þykir mér ’sú „fullyrðing" hæpin, að B. J. hefði staðið við „hlið Sk. í nefnd- inni“ þó hann hefði átt þar sæti. Um þetta má náttúrlega þrátta, án þess að 1) Leturbr. allar gerðar af höf.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.