Tíminn - 27.08.1874, Side 3

Tíminn - 27.08.1874, Side 3
59 stað með landshöfðingja og fjölmennri sveit, til Geysis og Pingvalla, gekk förin greiðlega, því veður var hið bezta, en eigi vildi Geysir vera svo gestrisinn að láta konung sjá valnsstaf sinn hinn fagra, er hann sendir endrum og sinnum í lopt upp. faðan kom konungur aptur á þingvöll að kveldi hins 6. og gisti að þingvöllum nóttina yfir f tjaldi sínu, er stóð vestan undir kirkjunni á tingvallatúni, daginn eptir kl. 1 reið hann þaðan niður til Reyjavíkur. Pingvallafundurinn sem ákveðinn var af «þjóðvinafjelagsstjórninni», var settur kl. 12 mið- vikudaginn 5. ágúst af Ilalldóri Iír. Friðrikssyni, er seinna var kosinn fundarstjóri. Var þar sam- ankominn múgur og margmenni úr nálægum sveit- um og kosnir menn úr öllum fjarlægustu hjeruð- um landsins, fjölmennast var úr Reykjavík af meiri háttar sem minni körlura og konum og úr Árnessýslu. Fjöldi tjalda voru þar reist, er töld- ust alls 65. Hin helztu voru auk konungstjalda: «f>jóðhátíðartjald íslendinga 1874», er Sigfús Ey- mundarson hafði fagurlega útbúið, með einu tjaldi sitt við hvorn enda þess; þá «hlutafjelagstjald» Reykvíkinga, þá «stúdenta», þá «handiðnamanna» öll með merkisstöngum; þá Rangæinga, þá Borg- firðinga, Englendinga og svo ýmissa annara. Fyrir veitingum stóð þar gestgjafi N. Jörgensen ásamt E. Zoéga og 3 aðrir er veittu kaffi og lítið eitt af vínföngum. Hin helztu verkefni fundarins er kom saman nokkrum sinnum 5. og 6. ágúst var, að semja ávarp til konungs og færa honum þá hann kæmi á þingvöll; þar næst: að senda 12 menn af bændaflokki til móts við konung og fylgj- ast með honum á Þingvöll, og þá jafnframt um viðtökur hans á |>ingvelli, ásarat því að bjóða honum til morgunverðar föstudaginn kl. 10 f. m.; svo var rætt um gufuskipsferðir kring um landið, þá um stofnun alþýðuskóla er sira Þórarinn próf. á Görðum bar npp, þá um að stofna fjelag til að efla atvinnuvegi landsins og landbúnað, þá um «þjóðvinafjelagið», að það hlutaðist til um að hr. Jóni Sigurðssyni riddara yrði veitt viss fjárupphæð árlega með 1600 rd., og samið væri þakklætisávarp til hans fyrir alla hans frelsisbaráttu föðurlands- ins vegna, þá um 300 rd. styrk handa Sigfúsi Ey~ mundarsyni, fyrir umsvif hans á Þingvöllum, og þá um merki íslands, að af nema þorskinn og setja val í staðinn m. fl. Fimmtudaginn 6. s. m. kl. 5 e. m. var þjóS- hátíðin á Þingvöllum sett af forseta fundarins, í ræðustól þeim er settur var á flötinni með hraun- inu norðanvert við Öxará og fossinn, þar sem f>ingvallafundir hafa áður verið haldnir, voru þar sett merki Dana, Svia, Norðmanna, Englendinga, Þjóðverja og Ameríkumanna. Voru þar sungin kvæði, af Jónasi og söngflokk hans, og endurtók Almannagjá sönginn með jötnalegum hljómi. Stigu þá ýmsir í ræðustólinn og hjeldu tölur fyrir ýms- nm minnum; Jón alþingism. á Gantlöndum hjelt töluna næst forseta og minntist þess í fám orðum, hvers nú væri að minnast á þessari 10 aldahátíð íslands, og hvað á daga þess hefði drifið, þar á eptir slúdentar þeir er sendir voru upp hingað frá stúd. fjelaginu f Noregi: Birgir Kildal, Kristópher Jan- son, Nordal Rólfsen, og Gústav Storm, þá Arpi stúdent frá Uppsölurn og bókavörður Eiríltur Magnússon m. fl. Var svo fundinum slitið og beðið konungs komu frá Geysi, er að bar að miðaptni, sem áður er sagt. Þá konungur reið á Þingvöll með fylgd sinni, og þeim 12 bændum er sendir voru móts við hann. — En «Öxará glumdi, gjáin tók undir, heilsaði riðnum hölum á þing, skínandi sat á Skjaldbreiðartindi, vættur, og fána veifði í hring»; •—safnaðistmanngrúinn í tvær raðir suður eptir völlunum til beggja hliða við veginn, nam konungur þar staðar, og gekk þá H. Kr. Friðriksson fram fyrir konung og bað hann vel- kominn í nafni samkomunnar og allra íslendinga á þenna fræga frelsisvöll feðra vorra, er minning hins markverðasta væri bundin við. Svaraði kon- ungur aptur með blíðum orðum og þakkaði fyrir allar hinar góðu viðtökur er honum væru veittar á þessum stað, og öðrum síðan hann hafði stígið fæti á land þetta, þá hollustu og trúföstu hjörtu er ís- lendingar bæru til sín. Að því búnu, flutti söng- fjelagið frá Reykjavík konungi 1. og síðasta er-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.