Tíminn - 27.08.1874, Side 2

Tíminn - 27.08.1874, Side 2
58 gekk konungur ásamt hirð sinni upp í hús lands- höfðingja, þar sem hann hafði áðsetur sitt, en ( lærða skólanum borðaði hann miðdagsmat meðan hann dvaldi hjer. Um kveldið kl. 8 gekk Jónas járnsmiður Helgason með söngflokk sinn upp í garð landshöfðingjans, og nam staðar neðan við tröppurnar, og söng þar kvæði til konungs, er sira Matth. Jochumson hafði kveðið í þeim til- gangij og sem byrjar þannig: «Velkominn yflr ís- lands sæ» o. s. frv., ásamt tveim öðrum kvæðum er sungin voru, eptir tilmælum konungs; þakkaði konungur Jónasi Helgasyni og söngfjelaginu með mörgum fögrum orðum fyrir þá ánægju er söng- flokkurinn hefði sýnt honum. Þannig lyktaði við- taka konungs að þessu sinni. Þjóðhátíð Reykvíkínga var undirbúin af nefnd manna er til þess hafði verið kosin, og hafði hún valið Öskjuhlíð til samkomustaðar, rutt hana, sett þar danssvið og ræðustól ásamt nokkrum tjöldum; aðgöngumerki voru seld, með letri þessu á: 8 7 4 — ÍSLAND — 1 8 7 4. Dómkirkjan var prýdd að innanverðu með blómskrauti af þeim sömu er skreyttu bryggjuna, og öll uppljómuð af ljós- um; 3 messur voru fluttar ( kirkjunni sunnu- daginn 2. ágúst. Fyrsta messan hófst um morg- uninn kl. 8 er dómkirkjuprestur Hallgrímur Sveins- son flutti, þar næst flutti hámessuna biskup lands- ins, og var konungur þar viðstaddur ásamtValdi- mar syni sínum og annari sveit hans. Norðanvert við kirkjuna á Austurvelli stóðu margir hermenn af konungsskipunum í beinum röðum, upp á her- manna hátt, til að veita konungi lotningu, þegar hann gekk í kirkjuna. Mátti þar einnig heyra hljóðfæra- og bumbuslátt. Viðhöfn þessi var ítrekuð þegar konungur gekk úr kirkjunni að end- aðri messugjörð, (mátti þá sjá mann á Austur- velli). Auk konungs og hirðar hans gengu ótal margir til kirkju útlendir yfirmenn og herforingja- efni, admíráll Lagerkrantz, Svíar, Norðmenn, Eng- lendingar, Þjóðverjar og Ameríkumenn. Þriðju messuna flutti aptur dómkirkjupresturinn, er var á enda um kl. 2V2. Um kl. 3‘/2 safnaðist mann- fjöldinn er taka ætlaði þátt í þjóðhátíðinni á Öskju- hlíð saman á Austurvelli til göngu inn á þjóðhá- tíðarstaðinn1, er hófst þar kl. 4, stje bæjarfóget- inn L. Sveinbjörnssen fyrst í ræðnstólinn og lýsti yfir því með nokkrum orðum, að þjóðhátíð Reyk- víkinga væri sett, þar eptir stigu ýmsir í ræðustól- inu og hjeldu tölur fyrir ýmsum minnum, en söng- fjelag Jónasar söng kvæði, eptir hverja ræðu; alls voru kvæðin 8, og hafði sira M. Jochums- > sonorktþauöll, nema eitt, erSteingrímurThorstein- ! son orti. Eptir kl. 7 kom konungur á Öskjuhlíð i með sveit mikilli, landshöfðingja vorum og fleiri yfirmönnum, var þá lostið upp fagnaðarópi, en landfógeti Árni Thorsteinsson stje þá í ræðustól- inn og bað þá konung þangað velkominn í nafni fundarins, því ávarpi tók konungurinn blíðlega með alúðarorðum til sinna kæru og trúu íslend- inga. Einnig söng söngfjelagið við komu kon- ungs, hið fyrnefnda kvæði: «Velkominn yfir ís- lands sæ«. — Áður en konungur vor kom inn á Öskjuhlíð hafði hann miðdegisveizlu í skólanum, þangað hafði hann boðið embættismönnum vorum og yfirmönnum af herskipunum m. fl., og voru þar mörg minni drukkin, eitt af þeim var íslands og um leið og það var drukkið, tóku herskipin undir með 101 skoti. — Þnr menn af herskipinu «Fylla», höfðu undirbúið skot á öskjuhlíð, er ríða áttu af við komu konungs þangað, en þá vildi það syls til, að þegar þeir höfðu hleypt af nokkrum skotum, að hin næstu skot lustu áhendur tveggja þeirra, svo þeir misstu sína hver, og voru íiuttir til sjúkrahússins, og var daginn eptir tekin hin skotna hönd af báðum, á öðrum um olnboga en hinum um úlflið, og eru þeir nú á góðum bata- vegi. Reykjavíkurbúar hafa skotið saman handa þeim nokkrum hundruðum ríkisdala, auk þeirra er konungur gaf. Mátti segja að hátíð þessi væri blönduð sorg og gleði. — Eptir það var há- tíðinni haldið áfram með ræðum og söngvum fram að miðnætti. Munu þar hafa verið saman- komin rúm 1400 manna? Daginn eptir 3. ágúst kl. 1 fór konungur á 1) Báru þangab flestar konur og meyjar hinn íslenzka þ]óbbúniDg vorn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.