Tíminn - 27.08.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1874, Blaðsíða 4
60 indið af kvæði því eða «minni» er sira Matthías Jochumsson hafði ort til að heilsa hans hátign með þá hann kæmi á Þingvöll, og fór það fram með mestu snilld, síðan var hrópað: Lengi lifl kon- ungur vor Iíristján hinn IX. með ótal fagnaðar- ópuin. Eplir það reið konungur með fylgd sinni að tjöldum sínum í í’ingvallatúni og þar dvaldi hann um nóttina. Daginn eptir á föstudaginn 7. s. m. kl. 10, kom konungur með hirð sinni og helztu embættismönnum landsins, norður á vellina, og staðnæmdist þar norðan til við Öxará snnnauvert við tjöldin, var þá eins tilhagað og kveldinu áður, að fólkið stóð í tveimur röðum fyrir framan tjöldin, nam þar konungur staðar; gekk þá fram Jón Sigurðsson alþingism. á Gautl. ásamt Gr. Thom- sen, sira St. Thórarensen og Torfa Einarssyni til að veita honurn viðtöku, og ávörpuðu hann nokkr- um orðum, um leið og honum var afhent ávarp fundarins, er Grímur Thomsen las þar upp á ís- lenzku. Mælti þá konungur nokkrum orðnm, til þeirra, og að því loknu var lostið upp fagnaðar- ópi. Að því búnu hjelt konungur áfram norður eptir völlunum milli fylkingjanna, heilsaði ástúð- lega til beggja hliða og varpaði orðum á ymsa er næstir voru, og staðnæmdist loksins með fylgd hans og fundarmönnum á þjóðhátíðarstaðnum, gagnvart ræðustólnum er þar var settur. Það var hátíðleg stund á stöðvum þeim, inn- an hinna helgu hraun-vebanda, sem lífæð þjóðar- innar er runninfrá, og margs að minnast um liðn- ar aldir; saga íslands í ýmsum rnyndum á öllum öldum afmáluð sem á spjaldi gat þá staðið opin fyrir öllum þingheimi, þar sem konungur var til staðar ásamt þeim frjálsborna lýð er þar var sam- an kominn að fagna honum, — þeim einasta kon- ungi er stígið hefur á land þetta, þar sem innbúar þess hafa geymt og ritað sögu norðurlanda, og hina eldgömlu tungu, er fluttist til norðurlanda fráaustur- heimi, og loksins hingað fyrir 10 öldumsíðan, og þjóðin hefir geymt undir tungurótum sínum þrátt fyrir biltingar tímanna. Enginn hefir því stað- ið með köldu blóði á þessari stundu, á þessum afskekkta og þögula bletti heimslífsins, er hann í huga leiddi sjer það sem hjer er sagt. ^að er merkisdagur hinnar nýju sögu. Þegar konungur var genginn upp að ræðu- stólnum, skipaði þingheimur sjer í hvirfing um hverfis hann. Voru þá lesnar upp ýmsar kveðju- sendingar. Af hendi hinna dönsku stúdenta og fornfræðafjelagsins, Karl Andersen; af hendi Fær- eyinga, kapt. Bærentsen; af hendi Svía, aðmíráll Lagerkrantz; af hendi Amerikumanna, Eiríkur Magnússon. Að því búnu gekk konungur til og frá um vellina og upp á gjáarbarminn hjá fossinum, þar sem hann kemur niður úr Almannagjá, og fannst honum mikið til hinnar stórkostlegu náttúru — því »gat ei nema guð og eldur, gjört svo dýrð- legt furðuverk» — síðan gekk konungur niður til hins veglega tjaldstaðar, þar sem honum var boðið til morgunverðar ásamt landsmönnum er vildu taka þátt í honum. Stóð þá hinu fyrrnefndi söng- flokkur, við þjóðhátíðartjalddyrnar þá konungur skyldi innganga, og söng þá margraddað minni konungs í heild sinni: »Stíg heilum fæti á helg- an völl« o. s. frv. Að söngnum loknum, gekk konungur til söngfjelagsins, og ávarpaði höfund og kennara þess, Jónas Helgason, nokkrum fögr- um orðum og jafnframt þakkaði fjelaginu fyrir hinn fagra söng. Síðan kallaði konungur skáldið Matthías Jochumsson fyrir sig, og þakkaði hon- um fyrir hin fögru kvæði. Eptir það settist kon- ungur að morgunverði með hirð sinni og öðrum iandsmönnum er tóku þátt í honum, og voru borðgestir um 160, stóð veizlan til kl. 12 með góðri skemmtun og hljóðfæraslætti og ýmsum minnum er flutt voru af nokkrum mönnum, Grími Thomsen, J. Guðmundssyni, Eiríki Magnússyni og fl. er konungur þakkaði fyrir með fögrum orð- um, og mælti um leið, að krónprinzinum og börn- um hans yrði kennd íslenzk tunga. Eptir það skemmtu menn sjer á vellinum, en konungur gekk milli fundarmanua horfði á glimur og lauk kveðju sinni á þingheim. Eptir það hvarf hann heim til tjalda sinna, og bjóst til brottferðar, og fór alfari af þingvelli kl. 1. Fylgdi honum þingheimur all-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.