Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 3
3 , það hefir garðurinn hlutast sundur og Auðunshóll orðið frálaus. Þær götur eru nú grónar. «Hóllinn» er efri endi garðlagsins; en við efri hlið hans er tóft, aflangt-ferhyrnd, sem heflr haft dyr á vesturendannm og litur helzt út fyrir að hafa verið fjár- rjett. Er «hóllinn» hafður fyrir annan hliðvegg hennar, en hún er yngri og rýrlegri en hann. En nærri má geta, að þá er hún var byggð hefir «hóllinn» enn verið með sínu upprunalcga lagi sem garður. Nú er hann mjög síginn, og er að eins lítill bali. Ásmundarnúpur. 3. p. 3. k. «Ásmundur nam út frá Helga- vatni um Þingeyrasveit ok bjó undir Gnúpi». «Þingeyrasveit» mun sú byggð sem nú er kölluð «Þingið». Bær Ásmundar hefir staðið uppi 1 heiðardalnum undir núpnum, sem yztur er á Víði- dalsfjalli. Þar hefir í langa tíð enginn bær verid, en að eins sel. Nú er þar aptur gerður bær og kallaður Ásmundar&of. II. Vatnsdœla. [Sigurður Vigfússon férnfræðingur hefir áður rannsakað sðgu- staði i Vatnsdælu, og kann jeg fáu einu þar við að bæta eða gjör að segjaj. Þórdísarholt. kap. 15. «Ok er þeir kvamu at Vatnsdalsá... fæddi Vigdis meybarn, hon var Þórdís kölluð. Ingimundur mælti: «Hjer skal Þórdisarholt heita .... Þórdísarlækr fellr vestan í miðju vatni* (eldri útg. «vestan í Smiðjuvatni*). Þórdísarholt hefir nú týnt nafni sínu; en Þórdísarlækur kemur vestan af háls- inum fyrir sunnan Vatnsdalshóla og rennur í «Flóðið», sem nú er kallað. Upp með læknum er lítið holt, sem mun vera Þór- dísarholt. Sagt er, að þar sem «Flóðið» er nú, hafi áður verið vötn og hafi hið vestra, sem lækurinn rann i, heitið Smiðjuvatn, en að þau hafi orðið að einu vatni af því, að skriða, sem fjeil á Bjarnastaði 1720, hafi stiflað ána. Flóðið fer minnkandi af aur- burði úr Vatnsdalsá. Sama er að segja um Urðarvatn, sem nú er lítil seftjörn, en var hyldjúpt í minni gamalla manna. Verið getur að HeJgavatn hafi líka minnkað af sömu orsök. Þormóðs- lækur, sem Landn. getur um að fjell úr vatninu í ána, virðist eptir sambandinu hljóta að vera afrás Helgavatns, en ekki ein- hvers annars vatns fyrir vestan ána, sem nú sje horfið. Þessi lækur og Fosslækur munu vera nefndir sem takmörk á land- námi Ingimundar að utan. [Það er auðsjáanleg ritvilla i Árbók 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.