Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 17
17 urmyndir (eða bandrúnir?) og er meira en */» al. bil á milli þeirra. Þær líkjast þessum myndum: ? i Þessa varð að geta hjer, þó það komi sögunni eigi við. VIII. Heiðarvígasaga. »SaxalœJcr« kap. 1. . . . Ok ríðit svá, unz þér komit at SaxalœJc, hann fellr yr Vestrhópsvatni ok ofan undir Dalsá«. Ur Vesturhópsvatni rennur eigi nema einn lækur. Hann rennur í Viðidalsd. Hjer er nafn hennar stytt, og að eins nefnd Dalsá. Hann er á leiðinni þá er riðið er úr Ásbjarnarnesi hjá Borg og til Miðfjarðar, svo eigi er um að villast. Raunar lítur helzt svo út, eftir sögunni, sem lækurinn sje á leiðinni milli Ásbjarnarness og Borgar. En það kemur til af því, að sagan er þar, eins og viðar, nokkuð óskipulega sögð, og getur þess fyr, sem síðar átti að geta. Þannig á frásögnin um komu Barða til Borgar að standa á undan frásögninni um ferð þeirra Þuríðar yfir lækinn. Eigi er lækurinn meiri en svo, að vel mátti Þuriður bjarga sjer sjálf úr honum, en hlaut að vökna svo mjög, að trautt gat hún farið lengra burt; enda fóru þeir fjelagar með hest hennar frá henni, meðan hún »gruflaði af læknum*. — En nafn lækjarins er ekki »Saxalækur«, heldur FaxalœJcur, og mun afskrifari hafa mislesið nafnið. Gnúpsdalur. kap. 1. »Gistingarstað hefi ek yðr fengið í Gnúpsdal er þér skuluð hafa. Njáll heitir búandi, er þér skuluð í nótt gista at«. Hjer er eins óg í Kormakssögu, að eigi er tek- ið tram, hvort Gnúpsdalur er einn bær, eða þar eru fleiri bæir. Ef til vill bendir það þó heldur til hins síðara, að þá er Þórar- inn hefir visað þeim Barða til gistingar í Gnúpsdal, vísar hann þeim sjerstaklega til bónda »er Njáll heitir*. Þess hefði eigi þurft, ef þar hefði eigi verið fleiri bændur. — í Stóra-Núps landi fyrir vestan ána, spðlkorn inn í dalnum er eyðibýli nefnt Njál- staðir. Liggur nærri að ætla, að þar hafi verið bær Njáls, þess er þeir Barði gistu hjá. Þangað fór jeg og Hjörtur Lindal bóndi á Núpi með mjer; leituðum við að rústum Njálstaða, en gátum eigi fundið þær, svo við værum vissir um það. Á einum stað þótti okkur samt líta út fyrir að gamlar rústir væri; enda mundi þar einna líklegast bæjarstæði á því svæði sem um gat verið að ræða. 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.