Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 24
GÍSLI GESTSSON HVALBEINSSPJALD MEÐ KROSS- FESTINGARMYND Fyrir nokkru kom Emil Ásgeirsson, bóndi í Gröf í Hrunamanna- hreppi, í Þjóðminjasafnið; þar tók hann upp úr föggum sínum óvenjulegan hlut. Það var fornlegt hvalbeinsspjald, slétt á bakhlið, en að framan var skorin á það krossfestingarmynd. Myndin er lágt upphleypt, álíka og brúnir spjaldsins, sem mynda ramma um hana. Spjaldið er að hæð 22 sm, breidd efst 15 sm og neðst 16 sm, þykkt 0,7 sm — 1,2 sm, ekki mjög nákvæmt skorið. Ramminn er tvístrik- aður, og koma þá fram þrjár rendur, og er miðröndin breiðust. Minnir þetta dálítið á blindþrykkingu á bókarspjaldi. Gat hefir verið í gegnum miðjan rannnann efst, eflaust til að hengja spjaldið á nagla, en nú er þar komið skarð vegna slits. Ekki er unnt að sj á hvort gatið hefir verið á spjaldinu frá upphafi. Á spjaldinu er upphleypt krossmark, og er krossinn ekki alveg á því miðju, og auk þess hall- ast hann lítið eitt. Armar krossins eru 1,1 sm—1,3 sm á breidd. Þver- álmurnar eru mislangar, hin hægri1 4,7 sm, en hin vinstri 5,2 sm. Álman ofan þvertrés er aðeins 2,4 sm löng, en stofn trésins neðan þverálmu er 13,3 sm hár. Á krossinum er Kristsmynd, og ber Kristur þyrnikórónu og einfalt lendaklæði, borða, sem leggst á misvíxl framan á líkamanum. Fætur eru samhliða, en þó liggur hægri il á vinstri rist og eru fætur negldir á krosstréð með einum nagla. Kristur er með stuttklippt hökuskegg, rakaður í kringum munninn; hann ber ekki geislabaug. Sitt til hvorr- ar hliðar við krossinn standa María og Jóhannes. Þau eru bæði með geislabauga, í skósíðum klæðum með miklum, en dálítið stirðlegum fellingum. María stendur til hægri handar Kristi. Yzt klæða er hún í skikkju, sem virðist vera með áfastri hettu og er skikkjan tekin saman undir höku. Undir skikkjunni sést kyrtill, en þó er þetta óljóst og renna klæðin nokkuð saman á myndinni. María virðist vera með bera arma, hún leggur hendur saman á brjósti. Jóhannes er líkt klæddur og María, en fellingarnar í klæðum hans eru einfaldari. 1 Hér er hægri og vinstri notað eins og í skjaldarmerkjafræði, eða miðað við Kristsmyndina, hægri hönd Krists er þá negld á hægri arm krossins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.