Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 53
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI 57 stálmatíma, áður en mjólk féll til þeirra. Kúalím þótti bezt úr fyrsta- kálfskvígum. Ending þess er óbrigðul og enginn sæll af að ætla að losa gamalt skrifað eða prentað blað úr þeim viðjum. Allt fram um aldamótin 1800 hittust dæmi þess, að bókbindarar skreyttu bækur með gröfnum bókaspennslum og skreyttu spjöld með drifnu látúni eða silfurvíravirki. Gott dæmi um hið síðarnefnda hitt- ist í verkum Brynjólfs Halldórssonar gullsmiðs og skurðmeistara, sonar Halldórs Brynjólfssonar biskups á Hólum. 1 byggðasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum er Vídalínspostilla frá Hellnatúni í Holt- um í ágætu bandi frá 1809. Á spennslum er auk ártals fangamark fyrsta eiganda: GÞD = Guðrún Þórðardóttir, en spj öldin eru skreytt drifnu látúni á hornum og miðju. Líklegt er, að þessi bók sé bundin í Rangárþingi. Óþekkt er nafn mannsins, sem veitti henni þennan veglega búnað. Verk hans er dæmi um ágæta alþýðulist, en dæmi um jafnoka nútíma bókbandsmeistara finnst hjá öðrum Rangæingi á 19. öld, Guðmundi Péturssyni bónda á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Guðmundur er einn þeirra mörgu snillinga frá horfnum tíma, sem segja má, að horfið hafi í gleymskunnar djúp. Hlutverk þessarar greinar er að leiða nokkur verk hans fram í dagsljósið og gera eig- endum verka hans auðið að tengja þau höfundarnafni, er auka mun verðmæti þeirra og sóma. 2 Völ er ágætra heimilda um ævi Guðmundar og verk hans. Bezta heimild um hann er að finna í „Ættartölubók herra Guðmundar Guð- mundssonar bókbindara á Eyrarbakka,“ sem „rituð er á Eyrarbakka í Apríl og Maí mánuðum 1890“ af Bjarna Guðmundssyni, er nefnd- ur var Ættartölu-Bjarni (1829—1893). Endar hún á greinargóðu „æfiágripi Guðmundar Péturssonar,“ sem vafalaust er samið að fyr- irsögn Guðmundar bókhaldara og bóksala, sonar hans. Guðmundur bóksali safnaði ljóðum föður síns og skráði saman í bók af alþekktri vandvirkni og alúð. Ber það handrit heitið: „Æfiágrip og Ljóðmæli Guðmundar bókbindara Péturssonar á Minna-Hofi 1812—1876.“ Handritið er frá 1902. Aftan við það eru þrykktir „nokkrir af stimplum þeim, sem Guðmundur Pétursson gróf í kopar,“ hin bezta staðfesting verka hans, sem völ er á. Myndir af flestum stimplunum fylgja þessari grein. Varðveitt eru bréf þau, er Guðmundur Pétursson skrifaði Frið- riki syni sínum, er hinn síðarnefndi var við bókbandsnám í Reykja-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.