Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFELAGSINS um gröftinn. Var mér þetta verk óljúft, einkum vegna staðarvalsins, en fékk því þó ekki breytt. Þarna myndaðist eins og hóll í brekkunni, ofurlítið flatur að ofan. Þar sem bænahúsið hafði átt að standa, var á þessari flöt. Ég reyndi að haga greftrinum þannig, að sem minnst rask yrði á mannvirkjum, ef einhver væru, en þó var óhjákvæmilegt, að annar- hvor hliðarveggurinn lenti í gryfjustæðinu, eftir því sem manni virtist að jarðlagið benti til. Leit út fyrir að hústóftin hefði snúið í austur-vestur. Enda reyndist það rétt vera. Gryfjan var hring- mynduð, 3,35 m í þvermál. Hinn 3. október hófst gröfturinn, og kom brátt í ljós veggjahleðsla, sem var 0,35 m undir yfirborði jarðvegsins. Veggur þessi lá frá austri til vesturs og var norðantil við miðju, yfir þvera gryfjuna. Hleðslan var tvíhlaðin eða tvö- faldur veggur og um 1 m á þykkt og um 0,75 m hár. Allir voru steinar þessir vel tækir hraustum manni og auðsjáanlega valdir hleðslusteinar. Um breidd tóftarinnar veit ég ekki með vissu. Að vísu var grjót syðst í gryfjunni, en hvort það hefur verið brún suðurveggsins, veit ég ekki, en tel það ólíklegt. Lengd var heldur ekki mæld, aðeins hugsað um gryfjuna og ekkert grafið þar út fyrir. Undir norðurvegg, eða réttara sagt meðfram honum, fann ég beinagrind af manni. Þessi bein voru ekki mjög illa farin, og tókst mér vel að mæla lengd beinagrindarinnar. Var hún 1,69 m. Niður á bein þessi var 0,70 m frá yfirborði. Ég vildi þegar hætta öllum greftri þarna. Tilkynnti ég þá strax sýslumanni Norður-Múlasýslu frá beinafundinum, og hann tilkynnti þegar þáverandi þjóðminjaverði hið sama, en hann kvaðst þá ekki geta komið rannsókn við, a. m. k. ekki á næstunni. Einnig spurði ég prestinn okkar, hvað gera skyldi við bein þessi, og kvað hann rétt að leggja þau inn í veggina gryfjunnar. Eftir þessi málalok vildi húsbóndi minn að greftrinum væri haldið áfram. Næst kom ofurlítið urðarlag, sem ég hélt að vera myndi gamalt aurhlaup. Það var um 0,5 m á þykkt, eða dýpt. Rétt undir þessu urðarlagi komum við niður á mjög fúin bein. Reyndist okkur illmögulegt að mæla lengd þeirrar beinagrindar, þótt ég viti vel, að það muni hafa verið leikur einn fyrir fornfræðinga. Niður á þessi bein var röskur metri frá yfirborði eða um 1,30 m. Ég hygg að þessi beinagrind hafi verið af stórum manni. Höfuðkúpan 'klofn- aði við uppgröftinn, það lenti járnkarl á henni. Þó tókst mér að mæla hana að nokkru leyti. Var hún 0,30 m frá hnakka að ennis- beini. Vegna þess hve austarlega hún var í gryfjunni komumst við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.