Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 31
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI 31 endnu rigtig nok, paa de 2de overblevne Stykker, baade Som- hullene, og de Indtrykninger, som Beslaget har giort. Men hvor kunde nu dette skee, da Hovedet var ikke meere til ? Jo! foran- forte Levninger giore Sagen begribelig; thi de ere ikke andet, end en stor Cocos-Nod. Dette Slags Nodder have været rare i Norden i de Tiider, og maaske ubekiendte for de fleeste. Al- muen fik og ikke Lov til at undersoge, eller noie betragte Helg- enes Levninger"29. Þegar hér var komið sögu er sýnilegt að lærleggurinn er ekki lengur í skríninu, og kemur það heim við það sem hér er skráð að ofan. Hins vegar eru í því tvö brot úr kókoshnot, sem einhver virðist hafa sagt þeim félögum að talin væru brot úr höfuðkúpu Þorláks biskups. Án þess að tala nánar um hæðnisorð Ferðabókarinnar í þessu sambandi skal hér frá því skýrt, hvernig þetta mál virðist vera vaxið. Til var í Skálholti kirkjugripur, sem nefndur var Þorlákskúpa. Svo segir í afhendingarskránni frá 1674: „Þorláks kúpa loklaus". Þetta hefur vafalítið verið einhvers konar bolli eða bikar kenndur við Þorlák eins og svo margt annað í Skálholti, og orðið „kúpa“ á þarna ekkert skylt við hauskúpu. Það hafa menn þó farið að ímynda sér síðar meir. I afhendingarskrá frá 1785 er þessi bolli kallaður „den saakaldte Thorlaks Hjerneskal med noget Solvbeslag". Þarna sést þetta sama sem Eggert er að tala um, en reyndar kemur ekki fram í afhendingarbókum, hvort þessi kúpa eða bolli var gerður úr kókoshnot. Hins vegar voru til í Skálholti þrjár sJcumir, það er að segja hnotskurnir, sem einnig hafa allar verið bollar eða bikarar, eins og til dæmis hinn svokallaði Nikulásarbikar frá Odda (Þjms. 11009)30, sem gerður er úr kókoshnot. Þær voru allar orðnar skadd- aðar og reyndar ein alveg óbúin, þegar kom að uppboðinu milda í Skálholti, sem hér síðar getur, og hafa allar verið boðnar upp, ef að líkum lætur. Kókoshneturnar eða brotin sem Eggert Ólafsson sá og bersýnilega höfðu verið búin áður fyrr, standa á einhvern hátt í sambandi við Þorlákskúpu („Thorlaks Hjerneskal") eða þessar skurnir. Það virðist svo vera fræðimannleg ályktun hans, að þetta séu leifar af Þorlákshöfði Vilkins biskups, en þar hefur honum áreið- anlega skjátlazt eins og nú skal greina: I Lögmannsannál er sagt frá dauða Vilkins biskups árið 1405 og þá talið nokkuð af því sem hann hafði gert fyrir dómkirkju sína. Meðal annars segir svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.