Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 78
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Aðferðir við athuganir Annar og þriðji kafli Odda tölu benda til þess að upphafsmaður tölunn- ar hafi gert sjálfstæðar athuganir á sólargangi. Efni þriðja kaflans er auk- inheldur á þann veg að athuganirnar hljóta að hafa verið gerðar á svipaðri breiddargráðu og Oddi bjó samkvæmt því sem áður var tilfært úr Stjörnu- Odda draumi. Því leitar sú spurning á hugann, hvernig maður á slóðum Odda í tíma og rúmi muni hafa borið sig að við athuganir af þessu tagi. Annar kafli Odda tölu fjallar um breytingar á sólarhæð yfir árið. Oddi hefur verið dável í sveit settur til að kljást við þennan vanda. Þar eð sólin fer aldrei mjög hátt á loft á norðurslóð er auðveldara að fylgjast með breyt- ingum á hæð hennar þar en á suðlægari slóðum. Best mundi vera að gera slíkar athuganir á stað þar sem fjallahringur er tiltölulega fjarlægur en kennileiti við sjónarrönd ná sem næst allan hringinn. Slíkir staðir eru þó ekki á hverju strái enda má bjargast við minna. Þannig hefur fjallahring- urinn, til dæmis í Múla eða í Flatey, getað gefið Stjörnu-Odda náttúrlegan mælikvarða svipaðan og Þorsteinn surtur fyrirrennari hans hafði í Snæ- fellsnesfjallgarðinum.21 Hann hefur ekki þurft að halda sig eingöngu við hádegishæð sólar heldur hefur hann einnig getað nýtt sér athuganir á sól kringum sólaruppkomu og sólsetur, því að þar koma breytingar á mið- baugsbreidd sólar einnig skýrt fram. Ef svipast er um frá Múla kemur í ljós að útsýn til sjóndeildarhrings er þar allgóð á norðurhluta hans og hentug til að fylgjast til að mynda með dögun og dagsetri, sólaruppkomu og sólarlagi á sumrin. Má geta þess til gamans að í hlíðinni rétt við bæinn eru nú sléttar klappir sem hefðu hentað afar vel sem athugunarstaður. Frá bæjarstæðinu sjálfu er útsýn hins vegar ekki eins góð til suðurs því að bærinn stendur framan í fjallsrana sem teygist til norðurs og er hallinn í hlíðinni í stærðarþrepinu 5°. Hins vegar þarf aðeins að fara nokkur hundruð metra til vesturs til að útsýn opnist til suðurs inn í Reykjadal. Þar eru meira að segja hraunhólar með skjólgóðum hvilftum í toppinn sem gætu vel hentað til að gera kerfisbundnar athuganir á gangi sólar miðað við fjallahring á vetrum þegar sól er lágt á lofti og í suðurátt. En Stjörnu-Oddi hefur ekki síður átt þess góðan kost að fylgjast með stjörnum og sól í Flatey þegar Þórður húsbóndi hans sendi hann þangað „á vit fiska". I Flatey er sjóndeildarhringurinn víður en þó með kennileit- um. Fjöllin báðum megin Flateyjardals eru ákjósanlegur mælikvarði um allt sem gerist lágt á himni kringum suður (sjá mynd 1) en önnur kennileiti 23. Þorsteinn Vilhjálmsson, 1989,93-94; sami höf., 1990,20-22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.