Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 130
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hann, ómetanlegar heimildir fyrir slíkar rannsóknir á seinni tímum. Sagn- fræðingar hafa sýnt þessu rannsóknarsviði nokkurn áhuga og hafa ýmsar greinar birst um staðbundnar rannsóknir af þessu tagi. Ritaðar heimildir ná þó ekki allt aftur til upphafs byggðar í landinu og eru þar að auki brotakenndar framan af, eins og glöggt kemur fram í rannsókn Sveinbjarn- ar. Það er þar sem framlag Sigurðar Þórarinssonar á sviði gjóskulagafræði hefur komið að svo miklu gagni. Aðferð hans byggist á því að nota svoköll- uð leiðarlög gosösku í jarðvegi til að tímasetja rústir með. Virðist þessi að- ferð ákaflega hentug til að kanna byggðaleifar á stóru svæði, þar sem heppileg gjóskulög í þeim tilgangi er að finna, með tiltölulega litlu erfiði, eða eins og Sigurður segir sjálfur í grein um rannsóknir byggðaleifa í af- dölum á Norðurlandi, þar sem þessum aðferðum var beitt: „Það þarf í sumum tilvikum ekki að grafa nema eina smáholu, sem krefst minna en hálfrar stundar vinnu, til þess að komast að því hvort tóft er eldri en t.d. 1104 eða 1362.7,1 A rannsóknarsvæði Sveinbjarnar var það hið svonefnda H-1158 lag, gjóska sem talin er hafa myndast í Heklugosi árið 1158, sem að mestum notum kom til að gera fljótlega könnun á aldri byggðaleifanna. Auk Sig- urðar kom til samstarfs Guðrún Larsen jarðfræðingur, nemandi hans og arftaki í gjóskulagarannsóknum, og gerði nákvæma úttekt á öllum gjósku- lögunum á svæðinu.2 Aldursákvörðun gjóskulaganna er byggð á efna- greiningu (sem segir til um upprunastað), útreikningum byggðum á þykknunarhraða jarðvegs og rituðum heimildum, aðallega annálum sem geta um eldgos. Einnig voru gerðar tvær geislakolsaldursgreiningar (C-14) á kolum úr gólfskán tveggja rústa sem þaktar höfðu verið af H-1158 gjóskulaginu. Var aldur beggja hærri en gjóskufallsártalið. Rit Sveinbjarnar ber þess sterk merki að það er sagnfræðingur sem skrif- ar. Kemur þetta bæði fram í því mikla rými sem heimildarýni fær í ritinu, og ekki síður í lýsingu höfundar á því hvað fornleifar og rannsóknir þeirra séu, það er að nútímafornleifafræði sé „skilgetið afkvæmi nýrrar þekkingar og landvinninga á sviði náttúruvísinda og sagnfræði" (bls. 7). Virðist þessi lýsing einum um of bundin þeim þáttum sem eru aðaluppistaða þeirrar rannsóknar sem hér um ræðir, en alveg sleppt að hafa með í lýsingunni þann þátt fornleifarannsókna sem á ensku nefnist material culture, eða rann- sókn mannvistarleifa sem slíkra. Túlkun þeirra er oft það eina sem forn- leifafræðingurinn hefur að byggja á, t.d. þegar um er að ræða fornleifar frá forsögulegum tíma, þar sem ritaðar heimildir skortir algerlega. Byrjað er á að gera nákvæma úttekt á ritheimildum um byggð á rann- sóknarsvæðinu, og m.a. farið út í fræðilegar vangaveltur um aldur, upp- runa og tengsl heimildanna. Niðurstaða þessarar úttektar verður sú að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.