Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 2
I 2 HEIMSKRINÍtLA 25. DESEMBER lí)02. Ueiniskringla. PUBLISHBD B Y The Beimskringla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins i CanadaojrBandar $2.00 am árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaení Winnipeg e.ð eins teknar með afföllum. K. L. BaldwinMon, Kditor & Manager. Oifice : 219 McDermot Ave. P o. BOX 12»:«. Gleðileg jól. Með óskum árs og friðar, sendir útgáfunefnd Heimskringlu hér rrieð jólablað með myndum “íslenzkra lögfræðinga í Ameriku.” Þeir eru 10 að tölu. Vera rná að enn séu þrfr útlærðir íslenzkir lögfræð- ingar f Bandaríkjunum, sem blaðið flytur ekki myndir af og æfiágrip í þetta sinn; en ekki er það skuld útgefenda, sem gert hafa alt, sem í þeirra valdi hefir staðið til að út- vega sér myndir og æfiágrip allra íslenzkrii lögfræðinga vestan hafs. Á rnyndum þessum gefur lesend- uin að lfta þiinn flokk manna, sem sérstaklega hefir aflað sér þeirrar þekkingar, sem álíta má lykilinn að völdum og vegsemd f landinu, þegar þeim er réttilega beitt; og víst er friimtfðar vegsemd Islend- inga f Amerfku ekki lftillega kom- in undir þvf, hvernig þessir og aðr- ir mentamenn meðal þjóðflokks vors, beita liæfileikum sínum og mentalegri þekkingu í framtíðinni. En víst má vænta hins bezta f því efni af þessum mönnum. Æfiágrip þeirra sýna að allir hiifii þeir vcrið fátækra bændasynir, synir miinna. sem fyrir fáum árum fluttu hingað vestur gersiimlega eignalausir og með þeirrieinu sjáanlegri hugsun að leggjii með atorku og starfsemi traustan grundvöll undir framtíð barna sinna hér. Sumir þessara lögfræðinga hafa enda verið munaðiir- og umkomu- lausir einstæðingar er þeir komu h'r til lands. sem nieð stakri ástund- un og árvekni hafa aflað Sér fullkominnar lögfræðisþekkingar og háskólamentunar. Að þessir menn hafi þegar sýnt það og sannað iið hæfileikar þeirríi og dugriaður gefi von um heillavæn- legt framtíðarstarf til hagsmuna fyrir Vestur-Islendinga á komandi árum. þhrf ekki að efa. Þá er saga herra G. A. Dal- manns f þessu blaði í fylsta máta boðleg f hvert jólablað. Vér höf- um lesið ýmsar sögur í jólaútgáf- um blaða og tímarita f ár. og get- um ekki betur séð en að saga hra. Dalmanns lieri “eins og gull af eiri” af hinum öllum. Hún er þjóðernisleg að blæ, vel valin að efni, flytur heilsusamlegar og göfg andi kenningar, hugsunin er ljós og pennadrættimir skfrir og sterkir. Efnið, og það sem sagan kennir, gengur eins og leiftur gegnum hold og blóð lesandans, glæðir liinar beztu tilfinningar og göfgar hug- sjónalíf hvers heilbrigðs manns. Hitt annað efni blaðsins er eins gott og föng voru á að fá það. Nokkru minna er af kvæðum f þessu en síðasta jólablaði, þvf að skáldin hafa ýmsra orsaka vegna ekki átt kost á að senda oss þau f tæka tfð. en sú er handhæg hugg- un að lesendur fái sfðar að sjá þau verk þeirra, sem vér annars hefð- um kosið að geta flutt í þessu blaði. Annað eða meira þýðir ekki að segja um innihald þessa blaðs. Utgáfunefndin þakkar innilega öllum þeim, sem lagt hafa skerf í efni þess og innihald, og færir kaupendum og lesendum einlægar lukkuóskir sínar á þessum .jólum og öðrum komandi. Jólanóttin HJÁ NES-HJÓNUNUM. Sérstaklega skrifad fvrir jólablað Heirnskrinirlu 1902. ' Af: G. A. Dalmann. Gísli Bjarnarson hafði búið nær- felt fjörutfu ár á Nesi þegar saga vor byrjar. Hann var búhöldur mikill, hirtinn og sparsamur, en þó höfðinglyndur og drengur hinn bezti. Hann var því að makleg- leikum virtur og elskaður af iillum sem þektu hann. Gfsli var fremur íálátur, en gat þó verið skemtinn þegar þvf var að skifta, enda var maðurinn þaullesinn, og bar þvf góð kensl á sögu Norðurlanda og aldarfar sinnar tfðar. Nokkrir voru þeir, er álitu Gfsla bónda ein- kennilegan mann, en sérstaklega voru einkennilegheit hans í þvf innifalin að enginn virtist hafa neitt illt um hann að segja; en það kom sör illa í þeirri sv.eit og var svo leiðinlega frábrugðið sveitar- siðnum. Gfsli var hnfginn á hinn efri aldur. 8njór og kuldi sextíu ára höfðu eftir skilið hin þögulu en skíru för tfmans, hann var hvít- ur fyrir hærum og lotinn f herðum, en í barmi lians brann enn hin sama óslökkvandi þrá að vera sveit sinni fyrst og fremst og þar næst hinum íslenzka bændalýð til gagns og sóma; en samt var hann farinn að gefa sig, kjarkurinn var farinn að bila í hinu erfiða strfði fyrir til- verunni og baráttunni við hina ó- blíðu íslenzku náttúru. Yinir hans sögðu: “það er von að hon- um sé farið að hnigna, hann er raunamaður,” þeir vissu að í kyrkjugarðinum voru þrjú leiði er bændaöldungurinn hafði oft vökv- að með þögulum brennandi tárum. Undir einu þeirra hvfldi konan hans, sem verið hafði honum alt í öllu um þrjátfu ára sambúð, hin tvö leiðin voru leiði tveggja barna, er dáið höfðu um dagmál æfinnar og þess utan hvfldu tveir synir hans f sjónum, þeírdruknuðu báðir af sama skipinu, á bezta aldri, góðir og efnilegustu menn. Eini ást- vinurinn sem var eftirlifandi hjá Gfsla, í byrjun sögu vorrar. var ein dóttir, tuttugu og þriggja ára, er Guðrún hét, hún var frfð sýnum og að öllu leyti vel gefin til sálar og líkama, blíðlynd og góðlynd. Það var því eðlilegt að hinn aldur- hnigni og beygði faðir elskaði þetta ástúðlega barn af öllum þeim hita er hans kulnuðu tilfinningar gátu framleitt, með því lfka hún var honum eftirlát og sýndi það í hvfvetna að hún elskaði hann og virti; húri vlrtist hugsa um það, vakandi og sofandi, að gera houm lffið sem ánægjulegast, hin sfðustu orð hinnar deyjamli móður voru: “Vertu blið og eftirlát við föður þinn” og svo hafði hún ætlað að segja eftthvað meira en mátturinn þvarr—það voru seinustu orðin er hún talaði af rænu, en þau brendu sig inn f sál hinnar ungu og sak- lausu stúlku, hún gleymdi þeim aldrei. Guðrún Gfsladóttir var að alira dómi hinn bezti kvenkostur í hrepn- um, og þó vfðar væri leitað, þess utan var hún við góð efni, þvf eins og áður er sagt,. hún var eindbimi, en faðir hennar átti jörðina Nes, laglegt bú. var alveg skuldlaus, en átti, að kunnugra manna dómi, smá uppiiæðir hjá hinum og fiðr- um. Það vrr þvf í eðlilegu sam- ræmi við náttúrulögmálið og æfa- gamla siðvenju sveitarinnar að ungir menn leituðu til vináttu við Nesmæðginin; en samt liðu árin hvert af öðru, að ekkert gerðist, engin breyting varð á f Nesi. Það horfði til vandræða meðal sveita- skáldanna, þvf þar var margur hag- yrðingur, eins og raunar í allflest- um héruðum Islands, en sá var þó munurinn að f niörgum öðrum sveitum var fólk það er mest and- legt atgerfi sýndi í þvf að tala illa um saklaust fólk og ófrægja allra orð og gerðir, kallaðir slúður- berar eða ýmsum öðrum leið- inda nöfnum; en í sveit þeirri, sem vér höfum tekið til fhugunar var fólk lengra á veg komið f siðfágun og málfegurð. þar voru menn og konur sem fremstir stóðu í ill- mælgi og í því að búa til leiðinda sögur og ranglátar getsakir um saklaust fólk, hafðir f heiðri og sýnd sérstök virðing og velvild af sveitarstjórninni og ýmsum öðrum lieldri mönnum, og í daglegu tali kölluð sveitaskáld, til viðurkenn- ingar um þeirra markverðu hlut töku í ýmsum óþverramálum hreppsins og heimilislífsins. Sveitaskáldin voru f verulegum vandræðum með Guðrúnu á Nesi eins og föður hennar. Því giftist hún ekki? Var það mögulegt að hún þættist of góð öllum þeim pilt- um er henni stæðu til boða? Ein gömul kona talaði af mikilli anda- gift með hrífandi áhérzlum og bendingum. Hú sagðist vita fyrir vfst, að um fermingaraldur hefði þeim verið vel saman bláeyga stráknum á Hálsi, honum Helga, og Nes Gunnu. En svo var nú ekki eðlilegt að gamli Gísli gæfi eftir slíkan ráðahag. Þvf Helgi ætti ekkert. og væri af ódr&ttarfólki kominn, helzt í báðar ættir. Hún sagðist ekkert skilja í því fólki sem væri að hlaða hrósi á Helga þenna, auðvitað hefði hann unnið fyrir móður sinni sfðan hann var sextán ára gamall svo hún þyrfti ekki að fara á hreppinn, en flestir mundu nú raunar hafa gert það sama í líkum kringumstæðum, enda hefði nú nuirgur orðið til að hjálpa þvf hyski án reiknings. Nei hún sagðist ekki geta iáð Gísla það, þó hann fyrirbyði Gunnu að líta við öðrum eins náúnga, enda ekkert líkara en hann hefði gert það, hann læddist nú að blessaður þó sumir sveitungar hans álitu hann val- menni, en svo var nú farið að síga á seinnihlutan fyrir honum sauðn- um og þá gæti Nes Gunna tekið þann í hreiðrið til sín er henni lfk- aði, þvf ekki vantaði efnin á Nesi. Margar ræður af llkri tegund sú sem að framan er rituð voru haldn- ar af hinum smœrri sveitaskáldum eftir messu á helgidögum og <iðr- um mannfundum. En sem sagna- rifari getum vér ekki lengur dval- ið við það efni; þó oss sár langi til að draga skíra mynd af íslenzku sveitalítí, svo nákvæma að hinir eldri lesendur vorir hef'ðu þekt sveita braginn, en ætlunarverk vort er alt annað. Það eru að eins við- burðir úr lffi fárra einstaklinga sem oss er leyft að skrásetja. Sagna- gyðjan er ströng f kröfum sínum, hún leyfir oss að eins að rita það, sem hún vill og hefir þegar grafið á söguspjöld liðinna ára. Hún hirð- ir ekkert um tár vor eða bænir, vér höfum gengið á vald hennar og hún krefst hlýðni skilmálalaust. BXJSKAPURINN. Eimm ár eru liðin sfðan vér skildum við vina vorra á Nesi. Það hefir jafn- an verið sagt, að sveitalíf á Islandi væri breytingalftið, sem að öllum lfkindum er rétt ályktað. þ<*gar það er 1 >ori ð saman við stórborgalff annara þjóða, en samt hefir niikil breyting orðið á í Nesi. Bænda.öld- ungurinn er dáinn og Guðrún er gift kona og tveggja bama móðir, Fyrir fjóum og hálfu ári kom nýr niaður fram á leiksvið hinnar kyrlátu sveitar. Hann hét Olafur Einarsson, óblandaður Þingeying- ur, fríður, vel greindur og framúr- skarandi fyndinn og orðheppinn og yfir höfuð drengur hinn bezti. Þar við bættist að hann var sigld- ur, útlærður smiður. Eftir 2 mán- aða dvöl á kyrkjustaðnum var hann orðinn óskabam allrarsveitarinnar. Allir ungir menn reyndu að ná hans göngulagi; þeir leituðust við að fylgja lionum f klæðaburði, en þstð var flestum ervitt og suinum ómfigulegt, þvf föt hans voru öll sniðin og saumuð utanlands, og voru því laus við hinn þunglama- lega og smekklausa svip, er grúfði yfir allri fslenzkri klæðagerð þeirra tíma, Það hófust brátt miklir kærleikar milli Olafs smiðs og Guð rúnar á Nesi. Farand konur sögðu að hún Gnnna hefði ekki beðið til einkis, þvf aldrei hefðu tva*r jkt- sónur verið betur saman valdar.En gamli Gfsli talaði fátt. Hann vissi að Olafur var ekki frf við þanrr löst sem verið hefir lands og lýða 'tjón. Hann hafði oftar en einu sinni séð hann undir áhrifum vfns, og þess utan hafði hann þá skoðun, að Olaf vantaði þá iðni og ástundun, er honum virtist eina skilyrðið fyrir því að geta verið dugandi bóndi á Islandi. En svo sögðu vinir gamla mannsins honum, að Olafur hefði bergt af þeim vísdómslindum, sem streyma um hinn mentaða heim, en ná ekki til íslands, að viðmót hans og siðfágun bæri vott nm mentun af betra kyni, en svona al- ment væri þekt á voru norðlæga föðurlandi. Hvaða ályktun bænda öldungurinn hefir gert fyrir sjálf- um s<*r, veit enginn. því hann var maður dulur, en þó virtist vinum hans, að hann vera fremur daprari f brúðkaupi dóttur sinnar, en líkur voru til. En við einn eða fleiri af vinuin sfnum hafði hann getið þess, að hann væri ekki vel frískur Enda lagðist hann litlu seinna og dó eftir fárra vikna legu, og var lagður f hina liinstu hvílu við lilið hinnar ástúðlegu konu, er til hvíld ar hafði gengið á undan honum f gamla kyrkjugarðinum. Og marg ir voru þeir sem sögðu, að nú væri það skarð höggvið í bændaflokkinn, sem seint mundi fyllast, Og enn aðrir sögðu að gott væri að ganga til hvfldar að áfloknu vel-unnu dagsverki. Vér hefðum helzt óskað að mega breiða hinaógagnsæju gleymskunn ar blæju yfir hina einstaklingana, sem þegar hafa verið nefndir, en vér höfum heitið sögudfsinni trygð og hollustu og þau heiti viljum vér leitast við að efna eftir ýtrustu kröftum. Vér erum því, lesari góð- ur, neyddir til að fara með þig inn i hjónahúsið á Nesi. Húsið var í vesturenda baðstofunnar, með stór um stafnglugga móti vestri, er að mestu stóð opinn, svo geislar hinn- ar lækkandi Agústmánaðar-sólar streymdu óbnndnir inn í húsið, samfara ylm af þurkuðu heyi, er sætað var á túninu. Tvö rúm voru f húsinu, sitt undir hvorri hlið. I öðru þeirra svaf Ólafur og hraut ákaflega, og þá var klukkan tæp- lega sex, og þess utan sunnudags- kvöld. Andlitið sneri fram ogvar þrútið og rautt. Var húsbóndinn veikur, eða hvað? Nei, ekki eins og það orð er alment skilið; en hann var dauðadrukkinn. Til annarar hliðar við borð, sem stóð undir glugganum, var lagleg- ur hægindastólh I honum sat Guðrún Gísladóttir með sofandi ungbarn f kjöltunni. Hún starði á annað barn, sem var að Ieika s<r að barnaglingri á gólfinu. Hún var fölari og enn þá alvarlegri en hún hafði verið fyrir 5 árum og því er það, að oss sýndist hún feg- urri en nokkru sinni áður, og vér geturn ekki gert að þvf að virða hana fyrir oss mjög nákvæmlega. En það er eins og hún verði þess vör, þvf hún lítur til hins hrjót- andi ektamaka, um leið cjg angur- blftt andvarp steig frá hennar elsk andi hjarta. Það var eins og fín- gerður krampatitringur færi yfir rSjóstið og h<*rðarnar. Það leit «t fyrir að hana lirylti við sjóninni eða útlitinu á manninum, er hún unni hugástum- Henni hafði aldrei sýnst drykkjuskapurinn eins viðbjóðslegur og á þessu, augnabliki Hún skildi það nú, að þessi eini hræðilegi löstur bórida hennar var að eyðileggja þau fjármunalega og siðferðislega. Heimilið, sem faðir hennar hafði með elju og ástund- un bygt henni til hnnda, var óðum að tapa áliti og tiltrú hinna betri manna. Hún mintist þess, að á sfðari árum föður hennar hafði hann verið heimsóttur af beztu mönnum sveitarinnar og enda úr fjærliggjandi héruðum. Hún hafð haft marga ánægjustund af því að hlusta á þessa öldunga. Þeir töl- uðu um búskapog framfarir hins verklega heims. Enn fremur um hin andstæðu öfl, er heija strfð f heimi hugsananna, samfara vfs- indalegum rannsóknum og fram- þroskun þjóðanna. En nú komu þangað vart aðrir en ribbaldar og drykkjurútar. og það var sannar- lega enginn andlegur gróði f þvf að hlusta á þann félágsskap, því af vörum þeirra flutu varla nema hryllilegustu blótsyrði og viðbjóðs legustu sögur og kvæði úf hyldýpi spillingar inannkynsins. Hvílfk umskifti á að eins 5 árum. Hvað mun'du nástu 5 ár fela í skauti sfnu? Það fór grófari titringur yfir líkamann; brjóstið reis og féll af ihnvortis strfði, sem náði sér frairi í stórum táruiri, er duttu ofan á ábreiðuna, sem huldi litla barnið. Hún sá í anda að innan 5 ára yrðu þau komin á hreppinn, og þk aúðvitað smáð og fyrirlitin af íillilm. Jörðin þi-irra vay íiú veðsett og kaupstaðarskuldir fóru einlægt vaxandi.og búið einlægtað gangasaman, ogþó höfðu litlar sem engar umbætur verið gerðar sfðan þau tóku við búinu. Bóndi hennar hafði eytt 4 dögum f útreiðar og drykkjuskap, og nú var hann út- taugaður. Það mundi þvf taka tvo til þrjá daga fyrir hann að jafna sig, og þetta var um hábjargræðis- tímann, þegar hver dagur er bónd- anum svo dýrmætur. Hvað gat hún gert? Bóndi hennar var hinn ástúðlegasti maður. Hann var henni ætíð góður. Hún var sann- færð um að inst í sálu hans elsk- aði hann liana .og virti. En þvf gat hann þá ekki látið að orðum hennar og hætt við drykkjuskap- inn? Hún vissi það ekki, en reynslan var nú búin að kenna henni að <">11 hans loforð f þá átt voru sem á sand væru rituð; hin fyrsta freistirigagola, sem blés, hreyfði sandinn, og heitin hurfu eins og visnað blóm fyrir haust- vindi. Hún mundi það vel þegar hún gaf honum hðnd sina og hjarta, þá hét hann við alt það sem helgast er f mannssálinni, að bragða aldrei vfn. En það loforð entist að eins fáar vikur, þvf við útför föður hennar varð hann ölvaður. Hún var alveg hætt að finna að drykkjuskap lians, þvf hún áleit það þýðingarlaust, svo lengi sem þau væru f því bygðarlagi. Hún vissi að í sveitinni voru margir drykkjumenn miklu forhertari en maður hennar, er allir virtust hafa gengið f drykkjuskapar fóstbræðra lag. 11 ún skildi það svo, að bóndi hennar væri raunar yngsti með- limur Þessa bræðralags. Hún skyldi nú betur en nokkru sinni áður sannindin í gamla orðtækinu: “Lfkur sækir líkan heim“. Barnið vaknaði og opnaði augun himinblá og horfði með barnslegri einlægni í augu móður sinnar. Tárin byrjuðu aftur að renna, því henni flaug í hug annað gamalt orðtæki: “Syndir feðranna koma fram á börnunum“. En var það réttlátt? eða var það f nánu sam- ræmi við órjúfandi miskunarlaust náttúru lögmál? Hún gat enga fasta ályktun gert f því eíni, enda fór litla barnið að gráta, svo at- hygli hennar var bent að hinum móðurlegu störfum. VESTURFERÐIN. Nokkrum dögum sfðar en þeir viðburðir skeðu, sem skýrt er frá f síðasta kafla, var Guðrún ein heima með bömin, því alt fólkið var við hey- vinnu, það varsíðari hluta dags og börnin sváfu, Guðrún var eitthvað úti við. Hún sá einn af sveitung- um sínum rfða í hlaðið, utn leið og hann heilsar henni s<>gir Hariri: “Eg kom á bréfhirðingastaðinn og sá þetta brfef til þín og tók það með mfer, af því ég sá það var frá útlönd- um.” Guðrún tók við brfefinu, sem auðvitað var engin sferstök nýlunda, en er hún leit á utanáskriftina, flögraði léttur roði yfir andlit henn- ar, hún þekti rithönd Helga frá Hálsi, sem farið hafði til Amerfku fyrir fjórum árum, og varað mestu ef ekki öllu gleymdur henni, hvað gat hann verið að skrifa henni? Það var satt þeim kom vel saman þegar þau gengu til spurninga, má vera þau hafi dreymt sæla drauma á morgni æskunnar. eins og svo marga unglinga hefir dreymt, eitt er vfst, að bréfið vakti ýmsar end- urminningar frá æskuáranum, þeg- ar hún var áliyggjulaus, þegar framtfðin virtist liggja framundan henni eins og spegilfagur hafflöt- ur er engin andviðri ókyrra. Hvort Guðrún hefir dvalið langa eða skamma stuud við hinar sælu endurminningar hins liðna, veit enginn, en eitt var víst, að þegar hún kom til sjálfrar sín, var bréf- berinn horfinn. Hún fann til blygðunar yfir þvf að hafa ekki boðið manninum beina. En nú var komið sem komið var, hún gekk þvf til herbergis sfns, þar sem bíirnin sváfu áhyggjulaus og að henni sýndist yndisfögur. Hún braut upp bréfið og las það með athygli aftur og ujrp aftur, en af því það er að eins niðurlag bréfs- ing sern nokkra verulega þýðingu hefir fyrir frásögu vora, þá ritum vér það orðrétt, en sleppum fyrri parti þess, því hann var svo nákvæmlega líkur flestum þeim bréfum sem rituð eru til íslands héðan að vestan, dags daglega. “Eftir þriggia ára dvöl í þessari nýlendu hef ég sannfærst um að hér er björt framtíð fyrir hvern þann sem hefir heilsu og nennir að vinna. Letingjar hafa hing- að ekkert að gera. Fyrir þrem- ur árutn áttum við hjónin því sem nær ekkert annað en sam- eiginlegan vilja að bjarga okkur, og óbifandi trú á landinu og sjálfum okkur. Erfiði okkar hefir blessast langt fram yfir beztu von- ir. Eg er nybúinn að kaupa land er liggur fast við mitt land, mað- urinn, sem það átti var letingi og liafði enga trú á framtfð bygð- arinnar,svo nú er land mitt að stærð <320 ekrur, sem ég vildi ekki skifta að jöfnu við nokkra jörð er ég þekki á íslandi: Eg vildi þið kæmuð hingað, þvf enn er hér gnægð af ágœtu landi sem hægt er að fá fyrir ekkert, og svo gæti bóndi þinn haft vinnu hér hjá oss nær þvf árið um kring, því okkur vantar góð. an trésmið hér í nýlenduijni. Ég skal lofa þvf og lfka efna, að ef þið komið skal ég leiðbeina ykk- ut* alt sem ég get, þú og faðir þinn hjálpuðuð mér þegar ég átti bágt heima. Að endingu vil ég geta þess að mér virðist landar hér yfirleitt gæða fólk, friður og eining er hér á meðal vor, hver hjálpar öðrum með bróðurhug þegar á þarf að halda; og enn er einn aðalkostur, í það minsta að mínu áliti, hér er ekkert áfengi brúkað, þvf það er ekki selt f þvf kauptúni þar sem nýlendubúar reka verzlan sína.” Þegar Guðrún hefir lesið þetta niðurlag margsinnis brýtur hún bréfið saman ogsitur hreyfingarlaus, það er eins og vonarbjarma bregði fyrir á svip hennar, það var eins og hún hefði komist að einhverri ákveðinni stefnu; en Þá vaknaði annað barnið grátandi. Hún tek- ur upp bamið, kyssir það og segir eins og liún væri að tala við það: “Með guðs hjálp förum við til Ameríku á næsta vori. Eg er bú- in að skoða málið frá öllum hlið- um. Engar fortölur skulu koma mér til að breyta því áformi. Ég get verið stíf þegar því er að skifta og f þessu tilfelli skal ég aldrei undan láta—nei aldrei. LANDNÁMIÐ. Kæri lesari, ég skal ekki þreyta þig á öllu þvf vafstri og umsvifum, sem þvf er samfara að bregða búi, og koma hinum litlu fjármunUm í peninga, þegar flvtja skal til Amerfkn. Þér er ef til vill kunnugt um að landar vorir heima reyna alla mögulega vegi til að féfletta vesturfarann; það er eins og þeir álíti að um leið og meðbróðir þeirra hefir fastá- kveðið að flytja til Ameríku, þá hafi sá hinn sami sagt sig úr öllu mannlegu félagi og fyrirgert öllum kröfum til ráðvandlegra viðskifta. Má vera að rangt sé að lá löndum vorum heima þó þeir grípi hið sfð- asta tækifæri að féfletta vesalings vestnrfarann, því sú hugsjón virð- ist yfirskyggja allar aðrar liugsjón- ir vorra daga, að fá eitthvað fyrir ekkert, að uppskera það sem ann- ar sáði. Þeim hjónum gekk ferðin eins vel og hægt er að vonast eftir fyrir fátæka innflytjendur. Helgi Hin- riksson frá Hálsi var á járnbraut- arstöðvunum að taka á móti fom- vinum sfnum. Hann gekk nú undir nafninu H. Hall, af einskær- um brjóstgæðum við enskuinæl-’ andi menn sem gekk fremur illa að nefna Hinriksson; fyrsta veturinn, sein hann var hér vestra, kyntist hann fslenzkum unglingi, er geng- ið hafði einn vetur á barnaskóla og lært svo mikið 1 ensku að hann fékk sterkan viðbjóð á hinum fornu og lúalegu fslenzku nöfnum, svo bar hann f hjarta sfnu brennandi kærleik til enskumælandi manna að hann breytti auðvitað nafni sinu f enskt meiningarlaust gjálfur, og sýndi vini yorum Helga fram á það, að Hinriksson væri sama sem Hall, nema hvað Hall væri svo miklu fegurra og hefði þann óneit- anlega kost að Amerfkaninn gæti nefnt það án þ<*ss að stofna radd- færunum f voða. Helgi tók því

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.