Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 7

Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA 25. DESEMBER 1!*02. i Reinier, fjallið mitt frfða, í fagurri kveldgeisla ró, liorfir of heimana vfða hulin með drift hvítum snjó. Að sjá þig við himinn heiða, ó, hvað það lfkist draum, í grá-skýja beltinu breiða bryddu með gyltum saum. Thorst. M. Borgfjörð. íSólset ur Sit ég og horfi’ á nær sólin til viðar sígur í vestri og kvöldroðinn deyr. Hugsa eg þá svona, hreint öllu miðar í heimÍDum áfram, unz sést ekki meir. Man ég þá eftir að morgni komanda meður vermandi geislana þrátt. sólin kemur fram sigri hrósanda, svift hefur nóttina gjörvöllum mátt. Lít ég á grösin og liljuna frfða litfögur blómin og kornöxin smá, visna og deyja þá vetrar-óblíða vefur sig utan um hvert þeirra strá. Svo þegar aftur sumarið kernur, sólin vermir grundir og b/, grösin rísa upp yngd, enn fremur, íklædd skrautinu sínu á ný. Hinn eilífi kraftur á jörð og yfir öllu stjórnar og gefur sitt fas. Maðurinn fæðist, maðurinn lifir, maðurin fölnar og deyr eins og gras. Alt eins og grösin endurlffs kraftur upp vekur svo þau vaxa á nf. Maðurinn slna mynd tekur aftur máske á jörðinni—hver veit af því. S. MVrdal Jólaajöf Rupert’s, Eftir: Bret Harte. Það var jólatíð í Kalifomia.— regnið féll og grasið spratt. Við og við brauzt sólin gegnum ský- flókana og stormskýin og heimsótti skrælnuðu hœðirnar með undra- krafti sínum. Dauðinn og upjtris- an runnu saman í .eitt, og fagnandi lffið ruddi sér braut fram og upp úr gini eyðingarinnar. Jafnvel stormurinn, sem sópaði dauðu blöð- unum til jarðar, færði nýgróníf bruminu, er tók sæti þeirra, fœðu. Þögn snjóarins átti sér hvorki stund né stað. Akrarnir lifnuðu við. Yfir þá fór plógskeri búandans. Plógförin komu undir eins á eftir skorum þeim, sem síðasta rigning- hafði búið til. Ef til vill var þetta orsökin til þess, að sígrænu jóla- jurtirnar, sem skreyttu dagstofuna, tóku á sig annarlegan svij) og vóru dularfullar amlstæður rósauua. er sáust óglögt gegnum gluggana, um leið og suðvestanvindurinn lagði mjúk andlit þeirra að rúðunum. Læknirinn dró stól sinn nær eld- inum, leit blfðlega en þó einarðlega á glókollana, sem vóru f hálfhring umhverfis liann, um leið og hann sagði: “Nú verður það að vera greinilegur samningur, áður en ég byrja sögu mína, að eigi sé tekið fram í fyrir mér með hlægilegum spurningum. Við fyrstu spurn- inguna hætti ég sfigunni. Við aðra spurninguna tel ég það skyldu mína að láta hvert ykkar t.aka jnn einn skamt af laxerolíu. Ef ein- hver drengjanna hreyfir handleggi eða fætur, þá vill hann láta skera þessa limi af sér. Eg hefi tekið verkfærin mfn með mér. Og ög læt aldrei skemtanir tefja mig frá embættisstiirfum mfnum. Gangið þið að samningum þessum?” “Já,” hrópuðu sex barnaraddir. Engu sfður fylgdu þó sex lágröma spurningar hrópi þessu. “Þögn! Bob, niður með fætuma og hættu að glamra með sverðinu. Flora skal sitja við hlið mér, eins og dálftil hefðarfrú. og vera fyrir- mynd hinna barnanna. Fung Tang má vera inni, ef hann langar til þess,. Dragið lftið eitt nfður f lampanum. Svona. Þetta er nœgi- leg birta, til þess að eldurinn sýn- ist bjartari og logið á jólakertun- um skærara. Þögn, livert og eitt! Ef einhver drengjanna brýtur miindlu <>ða smjattar á rúsfnunum, þá verður hann rekinn út.” Alt varð þiigult og hljótt. Bob lagði sverðið varlega frá sér og •strauk hœgt og hugsandi annan fótlegg sinn. Flora lagaði tilgerð- arlega vasann á litlu svuntunni sinni, lagði annan handlegginn um hálsinn á lœkninum og lét dragast fast að hlið hans. Fung Tang, litli heiðni léttadrengurinn, sem við þ< ‘tta tækifæri fékk leyfi til að vera við jólagleðina f dagstofunni, virti samkvæmið fyrir sér með blfðu og spekingslegu brosi. A arinhellunni stóð mjög vel vaxin hjarðkona, eirleit á hörund, og hélt uppi klukku. Að eins hljótt tif klukkunnar rauf jólafriðinn í lier- berginu,—frið, sem ilmurinn af sf- grænu jólajurtunum, nýjum leik- föngum, sedmsöskjum, lfmi og gljákvoðu læsti sig um í svo full- kominni, samstiltri einingu, að því verður eigi með orðum lýst. “Fyrir hér um bil fjórum árum,” tók læknirinn til máls, “sótti ég nokkra fyrirlestra f bæ einum. Einn háskólakennarinn. skemtileg- ur og vingjarnlegur maður —þótt hann væri all rótgróinn f raunhæf- um hugmyndum— bauð mér heim til sín aðfangadagskvöldið. Eg varð miög glaður við heimboðið, því mig langaði til að sjá einn af sonum hans, sem var sagður að vera mjög mikilhæfur og gáfaður piltur, þ('» lmnn væri að eins tólf ára gamall. Ég þori ekki að segja ykkur frá þvf, hve margar latínsk- ar vfsur litli drengurinn kunni, eða hve margar enskar vfsur hann liafði sjálfur ort. I fyrstalagi mundu þið vilja láta mig hafa þær yflr, og í öðru lagi er ég ekki fær að dæma um latínskan eða enskan skáldskap, En þeir, sem þóttust færir um það, sögðu, að skáldskapur drengsins væri furðu- verk. ()g allir spáðu honum glæsi- legustu framtfð. Allir nema faðir hans. Hann hristi ávalt hfifuðið efablandinn. þegar minst var á þetta, því hann var, eins og ég hefi sagt, ykkur. framkvæmdarmaður og gaf sig að eins við því, sem var raunhæft og staðreynt. Samkvæmið um kvíildið var skemtilegt. Þar vóru öll börnin úr nágrenninu. Og meðal þeirra var þessi sonur háskólakennarans, Rupert að nafni. — Hann varlág- vaxinn og grannvaxinn piltur, hér um bil á hæð við Bobby þarna, og eins smáfríður og smágerður eins og Flora hérna við hliðina á mér. Faðir hans sagði, að liann væri óhraustur að heilsu. Sjaldan hljóp hann og lék sér með öðrum drengj- um. Hann kaus heldur að vera heima, liggja í bókum og yrkja vfsur sínar. Þar var jólatré lfkt þessu héma. Yið hlóum og skröfuðum saman, meðan nöfn þeirra barna, sem áttu gjafir á trénu, vóru kölluð upp. Öll vórum við kát og ánægð. Alt í einu hrópaði eitt barnið með undrun og kæti: “Hér er noklaið handa Rupert; og hvað haldið þið að það sé?” Við gátum öll einhvers til. “Skrifborð;” “kvæði Miltons;” “gullpenni;” “orðabók í rfmfræði.” “Nei, livað er það?” “Bumba!” “Hvað þá?” spurðum við öll. “Bumba! Nafn Ruperts er á henni.” Þetta var alveg rétt. Bumban var allstór, ný, gljáandi og látúns- búin. A pappfrsmiða, sem fylgdi henni, var ritað: “handa Rupert.” Auðvitað hlóum við öll og þótti mesta skemtun að þessu. “Þú sér, að þú átt að gera hávaða í heimin- um, Rupert!,” sagði einn. “Hér er bókfell handa skáldinu,” sagði annar. “Sfðasta skáldverk Rupert’s f rauðskinsbandi,” sagði þriðji. “ Láttu okkur heyra gott sönglag, Rupert,,’ sagði fjórði o. s. frv. En Rupert. virtist vera svo mikil skap- raun að þessu, að hann gat ekkert sagt. Hann. skifti litum og beit á vörina. Loksins setti að honum ákafan grát, um leið og hann fór út úr herberginu. Þeir, sem höfðu hent gaman að honum fyrirurðu sig. Ogallir t(iku nú að spyrja, hver liefði komið með bumbuna. En það vissi enginn, eða ef ein- hverjir víssji það, þá þögðu þeir sakir meðaumkunar þeirrar. er óvænt viðkvæmni drengsins hafði vakið. Jafnvel vimmhjúin vóru kölluð inn í stofuna og spurð að þessu. En ekkert þeirra hafði minstu hugmynd um, hvaðan bumban kom. En þó var eitt allra kynlegast: Allir lýstu yfir þvf, að enginn þeirra hefði séð bnmbuna hanga á trénu fyr en sama augna- blikið, og hún var tekin af þvf. Hvað ég sjálfur ætla! já. ég hefi mfna skoðun fyrir mig. En engar spurningar. Ykkur nægir að vita, að Rupert kom ekki aftur niður f stofuna um kvöldið, og gestirnir fóru brátt allirheim til sín. Ég hafði nærri þvf gleymt öllu þessu, þvf uppreistin hófst næsta vor og ög var settur lœknir við eina af nýju hersveitunum. Á leið minni til ófriðarstöðvanna varð ég að fara gegnum bœ þann, sem háskólakennarinn bjó f, og þar hitti ég hann. Fyrsta spurning mfn var um Rupert. Háskólakenn- arinn hristi höfuðið dapur f bragði og sagði: “Hann er ekki heil- brigður. Honum hefir hnignað sfðan á jólunum, þegar þér sáuð hann. Mjög kynlegur sjúknaður,” bætti hann við, um leið og hann gaf sjúknaðinum langt latfnsk nafn.— “Mjög kynlegur sjúknaður. En komi þér heim til mfn og sjáið hann sjálfur,” l>að hann innilega, "Það getur orðið honum til afþrey- ingarog haít góð áhrif á hann.” Samkvæmt þessu gekk ég heim í hús liáskólakennarans og fann Rupert. Hann lá á legubekk, og koddum var vafið í kringum hann. Umhverfis liann láu bækur á vfð og dreif. Og það virtist vera kyn- leg andstæða, að bumban, sem ég sagði ykkur frá. liékk á nagla beint yfir höfði hans. Hann var magur í andliti og kinnfiskasoginn. Rauð- ir blettir vóru á báðum kinnum hans. Og augun vóru björt og galopin, Hann gladdist við að sjá mig. Þegar hann heyrði livern- ig stóð á ferðum mínum, þá spurði hann þúsund spurningum um ó- friðinn. Ég hugsaði, að ég hefði alveg leitt huga hans frá hugar- burði og draumórum, er koma af vanheilsu, en alt í einu greip hann hönd mína og dró mig að ser. “Lækni,” hvfslaði hann mjög lágt, “þér hlægið ekki að mér, þótt ég segi yðurnokkuð?” “Nei, vissulega ekki.” sagðj ég. “Munið þör bumbuna?,” sagði hann og benti um leið á ljómandi leikfangið, sem hékk á veggnum. “þér vitið og, hvernig ég fékk hana. Fáeinum vikum eftir jólin lá ég einu sinni hálfsofandi hérna, og bumban liékk á veggnum. En alt f einu heyrði ég að hún var slegin. fyrst lágt og seint sfðar ttjótar og hærra, þangað til hljóð hennar fylti húsið. Um miðja nóttina heyrði ég aftur til hennar. Eg þorði ekki að segje nokkrum manni frá þessu, en ég hef heyrt til hennar á hverri nóttu sfðan.” Hann þagnaði og leit smeikum augum framan f mig. “Stundum,” hélt hann áfram, “er leikið hægt og blítt stundum liátt á bumbuna. Ed ávalt vex bumbuslátturinn, þangað til hann verður svo hár og sterkur, að ég hefi búist við að sjá menn koma inn til mfn og spyrja, livað um væri að vera. Enögheld, læknir—ég held,” endurtók hann hægt og leit kvfðafullum augum framan í mig, “að enginn heyri þetta nema ég sjálfur.” Eg hélt það einnig. En ég spurði bann, hvort hann hefði lieyrt þetta nema á næturþeli. “Einu sinni eða tvisvar að degi til,” svaraði hann, “þegar ég hefi verið að lesa eða skrifa. Þá hefir bumban látið mjög hátt, eins og hún væri reið og reyndi á þenna hátt að draga athygli mfna frá bókurium.” Eg leit framan f hann og lagði hönd mfna á lffæð hans. Augu hans vórvi mjög björt og lífæðin sló dálftið óreglulega og fljótt. Eg reyndi að skýra þetta fyrir honum: Hann væri mjiig taugaveikur. Og skilningarvit hans, eins og flestra taugaveikra manna, væru mjög næm. Bumbuslátturinn f eyrum hans, þegar hann læsi eða kæmist f geðshræringu eða væri þreyttur á nóttunni, væri lífæðasláttur. Hann ’ hlustaði á mig með döpru vantrúar- brosi, en þakkaði mér orð mfn. Litlu sfðar kvaddi ég hann. I stiganum mætti ég háskólakennar- anum. Eg sagði honum skoðun mfna á máli þessu. — já, það skiftir engu, hver liún var, “Hann þarf að fá hreint og heil- næmt loft og lireyfingu,” sagði há- skólakennarinn, “og reyna lffið eins og það er f raun og veru.” Háskólakennarinn var ekki vondur maður, en hann var dálftið órór f skapi og óþolinmóðuro g hélt—- eins og dugnaðarmönnmn oft hætt- ir við að lialda—, að það, sem hann skildi eigi, væri annaðhvort heimska eða ósómi. Samdægurs fór ég burt úr ba:n- um. Æsingar og áhyggjur á vfg- vellinum og í sjúkrahúsum lötn mig alveg gleyma Rúpert litla. Ekki heldur heyrðl ég hans getið, iangað til ég einu sinni hitti í hernum gamlan skólabróður minn, sem þekti háskólakennarann. Hann sagði mér. að Rupert hefði orðið alveg vitskertur. I einu æðiskast- inu hefði hann komist burt úr húsinu og aldrei fundist sfðan. Menn væru hræddir um að hann hefði dottið í ána og druknað. Mér féllst mikið um þetta f fyrstu, eins og þið getið gertykkur í lmgar- lund. En hvað um það, ég sá dag- lega jafnhryllilega og jafnskelfi- ega atburði og hafði lítinn tfma til að syrgja veslings Rupert litla. Eigi ifingu eftir, að ög fékk fregn þessa, háðum við hræðilega orustu. Ovinirnir réðust að óvörum á eina herdeild vora og ráku hana á flótta með miklu mannfalli. Eg var sendur frá hersveit minni til vfg- vallarins til þess að hjálpa læknun- um f herdeild þeirri, sem hafði beðið ósigur. Þvf þeir höfðu meira að gera, en þeir gátu komist yfir. Þegar ég kom til hlöðunnar, sem hafði verið gerð að sjúkrahúsi um stundarsakir, tók ég undir eins til starfa.” “Ójæja, Bob,” sagði læknirinn hugsandi, um leið og hann tók bjarta sverðið úr höndum Bobs, er varð hálfhræddur, og hélt þvf fyrir framan hann með mestu alvöru, uþessi fallegu leikffing benda á ljótan og grimman veru- leika.” “Eg sneri mér að háum og þrek- vöxnum manni frá Vermont,” hélt læknirinn áfram seint og hægt, um leið og hann með sverðskeiðunum dró upp mynd á ábreiðunni, “sein var illa særður á báðum lærum. En hann hóf upp hendurnar og bað mig að hjálpa fyrst öðrum, sem fremur þyrfti á hjálp að halda en hann. Eg gaf f fyrstu engan gaum að bæn hans, þvf þesskonar ósín- gimi var almenn f hernum, en hann hélt áfram: “í guðs bœnum, lækn- ir. yfirgefðu mig hér; bumbuslagi, drengur úr herdeild vorri barn að aldri er kominn í dauðann, ef hann er ekki þegar dauður. Farið fyrst til hans. Hann liggur þarna hinumegin. Hann frelsaði meir en eitt Iff. Hann gætti skyldu sinnar f morgun, þegar allir urðu óttaslegnir, og bjargaði heiðri her- deildarinnar.” Látbragð manns- ins hafði enn þá meiri áhrif á mig en orð hans. Og vesllngs menn- irnir. sem láu 'sœrðir umhverfis mig, staðfestu orð hans. Sakir þess flýtti ég mér þangað, sem bumbuslaginn lá og bumban við lilið hans. Eg leit snfiggvast fram- an f hann,— og já, Bob~ já, bfirnin mfn bumbuslaginn var Rupert. Embættisbróðir minnhefði vissu- lega ekki þurft að setja krftar- kross á óhefluðu borðin, sem Rup- era lá á, til þess að sýna að hann var í greipum dauðans. Hvorki þurfti að halda á spásagnarorð- um mannsins frá Yermont eða raka þeim, er lfmdi dökku lokk- ana við föla ennið, til þess að benda á, að allri von var lokið. Eg nefndi nafn hans. Hann opn- aði augun mér sýndist þau vera orðin stærri við nýju sýnina, sem var tekin að vaka fyrir honum og þ(*kti mig. “Koma yð;ir gleð- ur mig,” hvfslaði hann, “en ég held. að þér getið ekk(>rt hjálpað mér.” Eg gat ekki sagt honum ósatt. Eg gat ekkert sagt. Ég tók að eins í hendina á lionum, en hann hélt áfram: “En þér gerið svo vel að heim- sækja fiiður minn og biðja hann að fyrirgefa mér. Ég en enginn annar er ámælisverður. Langur tfmi leið, áður en ég skildi í þessu: Sakir hvers fékk ég bumbuna aðfangadagskvöldið, sak- ir hvers kallaði hún á mig á hverri nóttu og hvað sagði hún. Nú veit ég orsökina. Verkið er unnið og ég er ánægður. Segið föður mfnum, að alt hafi farið vel. Eg hefði orðið honum að eins til raunar og vandræða, en rödd f brjósti mfnu segir mér að eg hafi farið réttan veg.” Hann lá kyr eitt augnablik. Síð- an greip hann hönd mfna og sagði: “Þei— þei!” Ég hlustaði en lieyrði ekkert nema stunur, sem særðu sjúklingarnir umhverfis mig reyndu að halda niðri í sér. “Bumban,” sagði hann lágt. “Heyrið þér það ekki? Bumban kallar á mig.” Hann rétti handlegginn þangað, eins og hann vildi taka hana f faðm sör. “Hlustið.” liélt liann áfram. “Morgunbumban kallar til brott- farar. Þarna eru hersveitirnar settar í raðir. Sjáið þér ekki sól- arljósið leiftra eftir langri röð byssustingjanna. Andlit hermann- anna ljóma,—þeir h(>ijsa með byss- unum. Þarna kemur foringinn, Andlitið get ég eigi séð, þvf dýrð- arljómi er um höfuð hans. Hann sér mig, liann brosir. Það er---” Og með nafn á vörunum, nafn, sem hann fyrir löngu hafði lært að nefna, rétti hann sig á óhefluðu borðunum og lá grafkyr. Stigunni er lokið. Engar spurn- ingar nú. Það skiftir engu, hvað varð um bumbuna. Hver er að skæla? Sér er nú hvað, hvar eru lyfjaöskjurnar mínar?”' Lauslega þýtt af Hafsteini Péturssyni. Kensla í g'amalli norrænu. Eftir: VILHJALM STEFANSSON. Einatt sfðan stjórnarnefnd há- skólaráðsins í Grand Forks í Norð- ur Dakota samþykti að setja kenslu i norrænum fræðum á kensluskrá sfna, liafa bæði kennarar og náms- sveinar skólans fundið til þess, að skortur á norrænum bókum hér vestra, standi kenslunni fyrir þrif- um. Fé það, sem skólanefndin liefir yfir að ráða hefir reynzt oflítið til þt'ss að mögulegt hafi verið að koma þar á fót hæfilega st.óru safni af scandinaviskum bókum, til þess að kenslan f málum og bókment- um þessara landa geti verið svo fullkomin sem þessum háskóla liæfir að gera liana. Utgjaldaliðir háskólans hafa verið svo margir og miklir, að stjórnarráðið hefir ekki séð sör fært, að fullkomna svo bókasafn skólans að ]>að nægði til að veita fullkomna kenslu f þessum sérstöku námsgreinum. Aðal- áherslan hefir að þessum tfma ver- ið á það lögð að fá allar þœr bæk- ur, sem sérstaklega lúta að ensku máli og bókmentum. og þeim öðr- um námsgreinum, sem kendar eru f sambandi við það. og að auka við tölu þeirra bóka með hverju ári, eftir því sem aðsóknin að skólan- um eykst og þarfir hans fjölga. Á hinn bóginn er rétt að taka það fram, að með tilliti til efna- hags skólans, ]>á liefir stjórnar- ráðinu hepnast mjög svo vel að velja safninu úrval bóka, og auka það svo að það er nú viðurkent að vera langbezta bókasafnið. sem til er í öllu Norður Dakota rfki. En eins og sagt hefir verið. þá hafa framkvæmdir, í þvf að koma á fót safni af hæfilegum skandi- naviskum bókum, ekki verið eins öflugar og æskilegt hefði verið, svo að það má heita að skólinn eigi enn þá lítið meira en fyrsta vfsir til slfks bókasafns. Einn af fjár- haldsmönnum skólans varði fyrir 3 árum $100 til kaupa á norskum bókum, og með þvf skilyrði að jafnri upphæð, sem liafast skyldi samari með prívat samskotum, skyldi einnig varið til sama fyrir- tækis. Þetta fé liafðist fljótt sam- an meðal nokkurra Scandinav.i. sem flestir búa í Grand Forks, og mestu af þvf hefir verið varið til kaupa norskra og svenskra fræði- bóka, svo nú er vísir fenginn fyrir safni þessara landa bóka. En öðru máli gegnir. þvf miður, hvað snertir gamlar norrænar eða íslenzkar bækur. Þvf þótt íslenzk- an, og hún ein, sé frá málfræðis- og bókmentalegu sjónarmiði skoð- að, móðir allra nútfðar scandinav- isku málanna og bókmenta þeirra, þá á þessi háskóli enn þá ekki svo mikið sem eina einustu fslenzka bók eða bæklfcig 1 bókasafni sínu. Bæði kennarar og nemendur J' Scandinavian-deildinni hafa h'rigi fundið sárt til þessa skort.s. En ekkert spor heflr verið stigið fyr en nú, til að bæta úr þessu. Nú- verandi yfirkennari i þessari deild, prófessor Tingelstad, er, auk þess sem hann er merkur fræðimaður í almennum mentagreinum, einnig ákafur vinur fslenzkra bókmenta. Hann fann til þess hve ómögulegt >að er að veita fullkomna kenslu í máli þessu án hæfilegra bóka. Og fyrir skömmu stakk hann upp á >ví við nokkra nemendur skólans, íslenzka og afkomendur íslend- inga, að nauðsyn væri á því að myndað væri íslenzkt bókasafn í sambandi við skólann, og að rétt væri að koma á fót formlegum und- irbúningi til framkvæmda f þessa átt. Þessu var svo vel tekið að seint í Nóvember síðastl. var félag myndað til þess að hafa fram- tvæmdir í þessu nauðsynjamáli. Nafn félagsins er: “ ÍSLENZKA HaSKÓLAFÉLAGIÐ í Norður Dakota.” Meðlimatala þessa félags er bundin , ið þá, sem nú ganga, eða gengið hafa, á þenna liáskóla, og aðrir islenzkir háskólanemendur geta einnig orðið meðlimir f fé- laginu. Einnig geta kennarar og með- limir, í scandinavisku deild skólans, orðið meðlimir fél., og heiðurs- meðlimir geta þeir orðið, sem ekki teljast til framangreindra flokka. Embættismenn félagsins eru: Barði G. Skúlason, forseti; H. A. Berg- mann, vara forseti; Franklin Thordarson, skrifari og féhirðir. í framkvæmdarnefnd félagsins eru: S. G. Skúlason og G. S. Gríms- son. I bókanefnd félagsins eru: Prof. Tingelstad, forseti, og J. G, Johnson. Þetta ér eiginlegt starfsfélag; þess eina mark og mið er að hafa saman peningasjóð til þess að kaupa fyrir liann íslenzkar bækur. Stefnuskrá félagsins tekur fram að allar íslenzkar bækur o. s. frv. skuli, jafnskjótt sem þær eru keyptar, verða eign Norður Dakota ríkis, og skulu geymdar f bóka- safni rfkisháskólans um allan ó- kominn tfma. Til þess að koma husísjón fél. f starfslega framkvæmd, ætlar það með hæfilegum hjálparmeðulum að reyna að glæða áhuga Islendinga f Norður Dakota á nauðsyn þessa málefnis. Það er talið líklegt að þetta verði létt verk, og liggja til þess þrjár ástæður: Virðing Is- lendinga fyrir máli þeirra og bók mentum; námfýsi þeirra og menta- fýsn; og trygð þeirra við menta- stofnanir rfkisins. og sérstaklega við rfkisháskólann, Tilgangur fölagsins má ekki skiljast svo, að liann miði að nokkru leyti til þess að draga úr. eða stemma stigu fyrir, innlimun Isl. í hið amerikanska þjóðfélag. Ekkert getur verið fjærri liugsun framkvæmdarnefndarinnar en það. Þvert á móti er það sannfæring hennar að einstaklingurinn nái hærra takmarki með því að gerast hérlendur borgari, með öllunv þeim kostum, sem þvf eru samfara, lield- ur en nieð þvf að halda uppi ná- tengdaböndum við nokkra útlenda þjóð eða rfki. Með (>ðrum orðum, þeir sjá ljóslega að fullkomin sam- blöndun við hinn amerikanska þjóðlfkama, eru óumflýjanleg for- lög allra útleiulra þjóðflokka, sem koma til þessa lands. Þetta er hið eiginlega framvaxtarhögmál. Það lögmál er ósveiganlegt og verkanir þess eru tilhagsmuna fyrir alla, sem hlut eiga að máli. En viðurkenn- ing |>cssa sannleika, rýrir f engu álit Jx'irra á eða virðing fyrir bók-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.