Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 25. DESEMBER 1902. svölunnm er horfðu. offjin uð ánni; á hinum fapjra grasfleti milli húss- ins og árinnar var yngra fólkið að skemta sér með ýmsum saklausum unglingaleikjum. . Hjónin sátu þegjandi, þ.tð var ejns og hin ástúðlega kvfildkyrð hrifi fólkið, hinir deyjandi kvöldgeislar skulfu og titruðu í hylnum er, roðnaði og líktist bráðnu gulli sem grilti í hingað ög þangað gegnum lauf- þrungnar krónur trjánna. “Þetta er fagurt kviild,” sagði Helgi, (óns og út í bláinn; “já” svaraði Guðrún brosandi, og svo bætti hún við í alvarlegri róm "og hér er fagurt útsýni, rnér finst þessi blettur vera nær himninum en nokkur annar, ef svo mætti að orði komast, sem að öllum lfkindum kemur af því iið hér hefir mér betur liðið en annar- staðar.”. En Ólafur horfði á ung- lingahópinn og virtist í djúpum þönkum. “Hvað liggur þér á hjarta, kæri minn,” sagði Guðrún og lagði höndina ástúðlega á öxl bónda sfns. “Ég var að hugsa um það að ef hún Anna okkar hefði lifað, þá hefði hún nú verið tuttugu ára og borið af öllum þessum hóp,” svo varð þögn er enginn vildi rjúfa. En Ólafur tókaftur tfl máls í stillilegum róm: “Svo var þiið annað sem mér kom til hugar, nefnilega málshátturinn ‘eins dauði er annars líf,’ og [>au ódauðlegu sannindi sem þetta orðtækf liefir í sér fólgið, í f>að minsta í mínu til- felli, með dauða hennar byrjaði ég nýtt líf, lœrði þá fyrst að þekkja sjálfan mig og komst að þeirri nið- urstöðu að upp til þess tfma hefði ég verið stefnulaust mannleysi. Síðan hef ég leitast við að vera maður. Þið vinir mínir getið borið um það, hvernig þessi viðleitni mfn hefir tekist; ég legg mál mitt í gjörð.” Allir voru þegjandi litla stund og horfðu á hina sfðustu kvöldgeisla er tindruðu og dóu. Guðrún rauf þögnina. lagði hend- umar um hálsinn á manni sfnum um leið og hún sagði: “Þú hefir unnið frægan sigur, og ég er sann- færð um það að hún Anna okkar, sem lifir einhverstaðar á bak við kvöld-roðann, gleðst af f>vf hvað hann faðir hennar liefir þroskast í andlegum skilningi við það að yfir- stfga freistingamar. Lindin. Það var haust. Morgunsólin hafði sent geislabrot inn um gluggan, inn á löngu, mjóu glugga- kistuna, er lá inn úr veggnum. Það var eins og geislarnir væm að reyna að teygja sig sem mest þeir gætu innar og innar á kist- una og leita að einhverju inni- fyrir til að lýsa og verma. ”Þú ert þá ekki enn komin út í góða veðrið”, sagði gömul kona, er lá í rúminu rétt á móti glugg- anum f herberginu, við litla dótt- ur dóttir sína. ”Eg hélt þú værir komin út, ég heyrði þig ekki syngja eða neitt til þfn”. ”Nei, amma mfn, ég hef altaf verið að horfa á gluggann héma; fyrst f>eg- ar ég kom ofan var hann svo fros- inn að ég gat ekki séð út, fyrri en ég var búin að blása og þýða blett svo ég sæi hvort fuglarnir hefðu komið f moðið sem ég fleygði hérna út fyrir í gær. Þeir hafa ekkf komið, það er heldur ekkí von, það hefir verið svo kalt. Þegar ég blés á gluggann, fraus hann strax og ég hætti að blása. En sfðan sólin fór að skína á hann, sá ég koma dropa sem runnu niður eptir rúðunni rétt eins og tár. Er það af J>ví guð sendi sólina að f>au þorna, amma mfn”? ”Já, elskan mín, guð sendí sóiitia héma á gluggann til að f>ýða þetta frost, og geislar hennar eru þeim mun hlýrri en andinn þinn, að Jæssir dropar koma, som t* kallar táf. Bráðum verð- ur ffll hélan liorfin, ylgeislar sólar. innar sem er eitt af kærleika guðs, þýða héluna, og þerra tárin sem að sjálfsögðu koma við það að hún þyðnar”. ”Það hefir verið ósköp kalt f nótt, amma min, nú eru líklega öll blómin dáin, þau liafa ekki þolað þennan mikla kulda, elsku amnm, mér J>ykir svo fyrir ef þau em öll horfin”. ”Eg skal koma út með þér í dag; farðu ekki að gráta fyrri en þú sérð hvað blómunum lfður”. Og gamla konan strauk titrandi hendinni um vanga litlu stúlkunn- ar er brosandi kysti hana. ”Nú get ég komið út með þér litla vina”, sagði gamla konan, þeg- ar hún var búin að klæða sig, ”þessi kuldi hefir svo undarlega lagst í mig, að ég skuli ekki vera fyrr á fótum. Þessi morgun hefir verið býsna kaldur”. ”Já, amma mín, hélan er samt nlveg horfin. Sjáðu! Það er einsog öll jörðin sé að gráta. Er það af því hlómin eru dáin amma mín”? ”Nei, barn ið mitt. Jörðin grætur eins og glugginn áðan af ylgeislum sólar- innar. Klukkan var nú orðin tvö, jörðin var þornuð og gamla konan komin út í fagra haust-sólskinið. Litla stúlkan liafði stutt hana út og fengið köku og sykurmola f staðinn. Það var yndi ömmunnar, að gleðja sem optast munaðarlausa barnið, er hún unni svo heitt: litla stúlkan átti hvorki föður n<’É móður, hún liafði verið flutt til ömmu sinn- ar að eins fárra vikna gömul, fyrir tæpum 10 árum—heiðruðu, gömlu konunnar, er liún studdi nú út. ”Leiddu mig fram að lindinni elsk- an mfn, ég ætla að sitja hjá henni á meðan þú fer að vitja um blómin þín”. Svo gengu þær hægt fram lindargötuna. ”Osköp er égnú orðin þreytt, mér fanst ég valla ætla að kom- ast hingað, það er eins og f>etta kul hafi svo mikil álirif á mig, ég er nú líka eins og hvert ann- að strá, sem rétt er að falla. Eg er hrædd um, að ég f>oli ekki þennan vetur sem í hönd fer, J>ó blessuð sólin skfni á mig, þá er mér samt kalt”, Umleið og hún sagði þetta sá litla stúlkan nokkur tár falla niður fölu kinnamar á ömmu sinni. ”Eg þoli ekki að sjá þig gráta, amma min. Eg skal þurka tárin þfn, og þú mátt ekki tala um að þú munir ekki þola veturinn”. Og litla stúlkan lagði hendurnar um hálsinn á ömmu sinni og tárin hurfu af fölu kinnunum. “Gefðu mér að smakka á vatn inu þarna f lindinni“, sagði gamla konan, um leið og hún settist nið- ur og litla stúlkan setti eins f>étt saman hendurnar og hún gat, og jós svo upp vatninu og gaf ömrnu sinni. “Súptu úr þessum bolla, amma min, þó hann leki, ég skal sækja f>ér meira, ef þú vilt“, og hló um leið og hún rétti ömmu sinni. “Osköp er f>etta svalandi og gott. Oft hefir f>essi tæra lind svalað mér, en aldrei hefir mér fundist hún eins svalandi og nú; mér finst ég öll frfskast, eða er svona mikill kraftur, sem fylgir blessuðum höndunum þínum. Lofaðu mér að kyssa þær fyrir“, og sagði: “Hjá honum drakk ég lffs af lind, mitt lff er sjálfur hann“. Eftir litla stund kom litla stúlkan aftur með nokkur visin blóm f hendinni. “Sjáðu amma mfn, eins og ég vissi hafa öll bló„, in dáið f nótt“, og fíigur tár féllu niður á visin blómin. “Gráttu ekki elsku bam; blómin voru farin að fölna, af þvf haustið var komið, svo f>au f>oldu ekki meiri kulda, en f>ennan í nótt; þau föln- uðu að eins til að skrýðast aftur fegri búningi; það er ekki annað en það sem kuldin náði til, sem horfið er; rótin f>eirra lifir, og upp af henni rísa þau aftur með vor- inu, þegar guð sendir þeim sól- ina og döggina, vertu glöð, þú fær að sjá blómin þín aptur”. Seztu héma hjá mér, ég ætla að segja þ<-r nokkuð. Þegar þú varst farin að vitja um blómin, laut ég niður að lindinni og sá gráa hárið og hmkkótta andlitið á mér speigla sig í henni og f>að var eins og hún væri að segja við mig; Sjáðu hvað hrein og tær ég er. Ef þú hefðir verið eins hr(ún og ég er og átt eins traust hjarta og fjallið það arna, sem er hjarta mitt, þá hefðir þú ekki verið orðin til svona. Ég f>arf ekki að kvíða vetr- inum því ég frýs ekki þó hann blási. Ég skal svala þér, sendu til mín ef þig þyrstir ég svala öllum sem vilja fá svölun hjá mér, J>vf ég frýs aldrei”. ”,Ó tæra, svalandi lind, oj)t hefi ég fengið svölun hjá þér, en aldrei hefir þú svalað mér eins vel og nú. Hvað ert þú að op- inbera mér ég skil þig nú, þú ert að minna mig á J>ann er átti eins traust hjarta og þú. Ég kvfði n ú ekki Vertu sæl, blessuð svalandi lind! Eg sé- þig ekki aftur, lind kærleikans bíður mfn. 'frelsari mannanna, frelsisins lind’. Elskáða barn, þú þarft ekki að vera svona hrygg, ég hefi beðið lind kærleíkans an svala hjarta þfnu, og ef þú ætlar að falla, þá trúðu þvf, að armúr hans er nógu sterkur að styðia þig. Líttu á þessa lind sem alt þolir. Láttu hana vera þér fyrirmyiul. Það er fjallið sem ekki bifast, hjarta hennar. sem býr hana svona vel út”. "Styddu mig nú beim elskan mín”. Og gamla konan stóð á fætur, en var mjög óstyrk, og sagði um leið og hún gekk af stað; “Þá trú og þor vill þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reirinn brotua og rétt mér þina hönd”. Nú er <g gl ið. Eins og þú fær að sjá blómin þín með vorinu, fær þú að sjá mig aptur á vormorgni eilífðarinnar. Alt það er við höfum nú litið yfir í dag hefir minnt okkur á það. Nú erum við komnar heim, ég þarf nú að hvíla mig. Farðu að leika þér með hinum börnunum, látið ykkur koma vel saman og Htið rós gleðinnar og sakleysisins brosa við ykkur, en vilji hún skrælna eða blikna, færið hana þá að lind kærleikans sem bezt svalar henni”, Veturinn var liðinn. Vor- sólin dreifði fögru morgungeisl- unum yfir tún og engjar. 011 jörðin var nú klædd fögru sumar skrúði, blómin voru sem óðast að sprynga út, alt var svo dýrðlegt og fagurt út að líta. Við sama gluggan og um haustið sat litla stúlkan. Morgungeislarnir léku nú um rjóða vangana; nokkrir fiflar er vaxið hðfðu upp úr moðinu því um haustið, breiddu út fögru, gulu blöðin sín; döggin er svalaði þeim, glitraði létt og þýðlega f sólarljósinu um leið og hún féll niður. ”Ó, elsku, litlu ffflar, ég var rétt áðan að hugsa um að slfta ykkur upp og setja ykkur á leiðið hennnr ömmu minnar, um leið og ég kæmi til kyrkjunnar í dag, en ég get. ekki séð ykkur falla svo fljótt. Staiulið hér kyrr- ir og gleðjið mig”. Það var flest er vakti tilfinn- ingar þenna hátíðlega hvítasunnu- dag. Það var nýbúið að taka eið- inn af börnunum og byrjað að syngja .sálminn: ”Drottinn, þú drottinn vor hátign stór”. Eng- inn gáði að þvf þó ein lftil stúlka gengi út, enginn fylgdi henni, kraftur orðanna var betri til þess. Bak við kýrkjuna var nýlegt leiði, þar staðnæmdist hún og kraup niður yfirkomin af saknaðartilfinn- ingu. ”0, hjartans amma mfn! Ef þú hefðir nú lifað hjá mér, hvað ég hefði þá verið sœl. Þá hefðu ekki tárin infn fídlið svona ört f þessa mold”. Guð minn góður! Þú sem hefir skapað þau, og skilur hvað þau þýða. Láttu þann kraft er knýr þau svona ört fram, vekja hana sem hér er hulin, svo égfái að sjá hana aftur eins og eg hefi fengið að lfta litlu blómin. Hljómur kyrkju-klukkunnar þrengdi sér f gegnum hverja taug og tók með sér þungt andvarp er hvarf út í geiminn. D. íslenzkar bókmentir í Ameriku. Eftir: VILHJALM STEFANSSOX. Þó það sé áhuga og fróðleiks- mál fyrir oss Islendinga, þá er það engu að síður allörðugt verk, að tfna saman áreiðanlegar upplýs- ingar um það, hvar og að hve miklu leyti íslenzk tunga og bók- mentir eru viðurkend í skólum i Bandarfkjunum, Því miður hefir skortur á nægilegum tíma til þessa starfs hindrað mig frá, að geta afl- að mér allra þeirra upplýsinga um þetta efni, sem æskilesjt hefði verið og sem þess vegna gerir þessa rit- gerð ófullkomnari en hún ætti að vera. En vonandi er að einliver fái síðar aflað sér nákvæmari upp- lýsinga um þetta mál, scm hlýtur að vekja áhuga allra sannra Islend- inga og Isl. þjóðvina, og að hann þá riti um það nákvæmar en hér er gert, Ymsir frægir lærdómsmenn hafa, á sfðari hluta nftjándu aldar- innar stundað norræn fræði. En Sá maður, sem framar öllum öðrum á þfikk og heiður skilið fyrir starf- semi sína f þessa átt, og f því að gera umheiminum kunna frægð og ljóma íslenzkrar tungu og bók- menta, er: Prófessor Dr. Rasmus B. Anderson, núverandi ritstjóri Skandinava blaðsins ”America”, gefið út i bænum Madison í Wis- consin í Bandarfkjunum. Dr. Anderson útskrifaðist frá Luther College f Decorah f Iowa. Sfðar varð hann kennari í Albion-háskól- anum f Albion í Wiseonsin-ríkinu, 1869 varð hann kennari í skandina- viskum fræðum við Wisconsin-há- skólann og þvi embretti hélt hann þar til á stjómarárum Grover Cle- velands. Þá var hann gerður að sendiherra Bandaríkjanna til Dan- merkur. Dr. Anderson er höfund- ur og þýðari 83. bóka, á meðal hverra era: “Hin yngri Edda,” ‘Norsk Goðafræði,’ þar með sum af heldri kvæðum úrS æmundar-Eddu, “Víkingasögur Norðurlanda” og ‘Amerfka ekki fundin af Columbusi’ og “Vinkel Home’s Skandinavian Bókmentir.” Það er alment viðurkent, að kennzla f Skandinaviskum málum og bókmentum sé fullkomnust í Iowa-rfkis-háskólanum. Prófess- or George T. Flom er mikilhæfur og stórlærður maður sem hefir haft mikla æfingu f kennslu Norður- landamála og veitir nú kenslu þar á háskólanum f gamalli og ýngri norrænu, svensku og gamalli fs lenzku, og er sú kensla umfangs- meiri en á nokkram öðrum Banda- rfkja-háskóla. I öllum helztu há- skólum í austurfylkjunum, og þeim f Leland Stanford og Berkley-há- skólunum i Califomiu, er kenzlan í skandinavisku málunum, mál- fræðislegs eðlis. En í Vestur-fylkja háskólunum, svo sem f Wisconsin, er kenslan nálega eingöngu bók- mentaleg. I Iowa háskólanum er kenslan á hinn bóginn samsvar- andi, bæði málfræðilegs og bók- mentalegs eðlis og tekur yfir alla skandinaviska málfræði og bók- mentir. 7 kenslutímabil (courses) eru veitt í skandinavisku málunum og 3 kenslu tímabil í fslensku. Hið fyrsta er undirbúnings tfmabil. Þar er kend málfrœði og lestur f Gunnlögssögu Ormstungu og Frið- þjófssögu. Annað kenslu tímabil- ið les nemandinn Laxdælasögu, Völsúnga-sögu og Diðriks-sögu, á- samt með þeim öðrum sögum, sem tími leyfir að lesnar séu á tfmabil- inu. Þriðja kenslu tfmabilið eða 3. árskenslan grípur yfir nám eldri Eddu og í gömluin skáldskap yfir- leitt. Einnig er lesin Njáls saga og fleiri slfkar bækur, hvenær sem nemandinn óskar þess. Dr. Flom útskrifaðist frá Wisconsin-háskólanum og sfðar stundaði liann nám við Vanderbilt- háskólann um eins árs tíma, og síð- ar um tveggja ára tfma við Colum- bia-háskólann og náði þar Doctors- gráðu f heimspeki. Hann stund- aðieinnignáin hjá Dr. Finni Jóns- syni f Kaupmannahöfn, fór sfðan til háskólans f Leipsig á Þyzka- landi. Einnig dvaldi hann um tfma við brezka fomgripasafnið í Lundúnum, þar sem geymd eru sum elztu og dýrmætustu handrit á gamalli norrænu. Þ(>ssi maður hefir stjómað skandinavisku kensl- udeildinni í Iowa-háskólanum um 3. ára tfma. Kennarinn f fslenzku við rfkis-háskólann f Wisconsin er Professor Julius E. Olsen. Hann hefir einnig yfirkenslu í skandi navisku málunum þar. Prof. Olsen stundaði nám og útskrifaðist frá Wisconsin-háskólanum, og að loknu prófi 1880 var gerður kennari í þ/zku, þvf Próf. Anderson var þá kennari í Norðurlandamálum og bókmentum þar. En þegar hann fékk sendiherra-embœttið, undir Cleveland-stjórninni, var Prof. 01- sen valinn til að taka kennarastöðu hans við liáskólann og því embætti ] hefir hann haldið um 18 ára tfma,' fram á þennan dag. Prof. Olsen héfir lagt sérstaka rækt við nám ný-norskra bókmenta, en veitir að- eins 2. ára kenslu f fslensku. Sú kensla felst f málfræðisnámi og lestri nokkurra þjóðsagna, svo sem ”Gunnlögs-sögu Ormstungu” og ”Laxdæla-sögu”. Professor Carlson við háskólan í Minnesota er svenskur að þjóð- emi og stundaði nám við Uppsala- húskólann í Svíaríki og náði |>ar doctors gráðu f heimspeki. Hann liefir lagt mesta stund á sögu Þjóð- verja og Skandinava. Hann hefir verið kennari í skandinaviskum fræðum við Minnesota-háskólann um fjögra ára tfna. Hann leggur sérstaka áherzlu á svenskunám, en kennir þó jafnframt bæði norsku og íslenzku. En að eins eins árs kensla er veitt f íslenzku. Einn af mönnum þeim sem sérstaklega er virðingarverður fyrir starf sitt f þvf, að leiða athygli Am- erfkönsku þióðarinnar að Islandi, máli þess og bókinentum, er Pro- fessor W. H. Carpenter, sem nú er yfirkennari í þýzku við Colum- bia-háskólann í New-York borg. Fyrir 20 árum dvaldi Professor Carpenter sumarlangt á Islandi, og skömmu þar eptir samdi hann og gaf út málfrœði yfir nútfðar ís- lenzku, bók, sem þó hefir mætt all- miklum mótmælum og aðfinnslum frá ymsum fslenzkum fræðimönn- um en þó sérstaklega frá Dr. Birni Magnússyni Olsen, núver- andi rektor við latínuskólann f Reykjavfk. Árið 1880 liélt Prof. Carpenter fyrirlestra um íslenzkar sögur í John Hopkins liáskólanum f Baltimore, og næsta ár á eptfr var hann settur kennari f þýzku. svensku og norrænu við Cornell- háskólann f Utica N. Y. og 5 eða 6 árum síðar var hann settur aðstoð- ar-vfirkennari í þýzku við Colum- bia-háskólann og varð sfðar yfir- kennari f þeirri deild. eptir lát þá- verandi yfirkennara, hins fræga, norska lærdómsmanns og i ithöfund ar, Hjalmars Hjörts Boyesons, sem lengi var þýzkukennari þar. Pro- fessor Carp(>nter hefir mjög miklar mætur á íslenzkum bókmentnm, sérstaklega á sögunum, og þeirra helztar telur hann Brennu-Njáls- sögu. Á meðal liinna yngri, efnilegu fræðimanna, sem lagt hafa stund á norræn fræði og fslenzku, má nefna W. H. Schofield á Harvard- háskólanum 1 Cambridge, Mass. Hann stundaði um tfma nám f Kaupmannahöfn undir Dr. Finni Jónssyni og Jasperson og einnig í Kristianiu undir Professor Sophus Bugge Professor Schofield hefir mikið álit á hinum norska fræði- manni og hallast að skoðun hans, (að parti á móti Dr. Finni), að Eddu- kvæðin eigi upptök sfn á íslandi fremur en í Noregi. Hann hefir nýlega þýtt og gefið út f Lundún- um bók Dr. Bugge, um; ”Heim- kynni Eddu-kvæðanna”. Islcnzka hefir verið á kenslu- skrá háskólans f Norður-Dakota, um nokkurra ára tíma, en aldrei veralega kernl þar svo mör sé kunnugt, og skandinaviska deildin hefir um nokkur ár verið þar að eins viðauka deild við eðlisfræð- isdeildina. En kensla í norsku hefir fengist þar sfðustu 3 skóla- námsárin. En í sumar hefir Pro- fessor John Tingelstad, sem er mikill lærdóms- og hæfileikamaður, verið settur kennari yfir skandina- visku deildina, og má vænta þess, að sú deild taki miklum framförum undir lians stjóm, ]>ar sem nú er veitt þriggja ára kensla 1 norsku og íslenzku. Ekki heldur er nein ástæða til að efa, að Manitoba-háskólinn muni bráðlega komast í fremstu röð þeirra mentstofnana sem veita kenslu í íslenzku, þar sem sú deild er nú undir stjóm Professors Friðriks J. Bergmanns. Þar er nú veitt fullkomin kensla f skand- inaviskum bókmentum og í ís- lenzku á Wesley College, og er sá skóli að því leyti, eins og Professor Bergmann liefir réttilega tekið fram, sá eini háskóli í Amerfku, sem kennir nútfðar fslenzku. Það er gleðiefni fyrir hvem sannan Is- lending.að íslenzkan liefir verið sett á kensluskrá þessa mikla háskóla, og bœði Professor Bergmann og alt háskólaráðið verðskuldar virð- ingu og þakklæti Islendinga fyrir framkvæmdir sfnar f þessu máli. Sökum fjærveru minnar og ó- kunnugleika, get ég Því miður ekki ritað eins nákvæmlega um' kenslu á Manitoba-háskólanum, eins og ég vildi hafa getað og gera ætti, þvf að sá skóli ætti að krefja athyglis og liluttöku lsléndinga, framar <>llum öðrum skólum. En sú er bót í máli, að þetta atriði er þegar orðið Islendingum allvel kunnugt. Á meðal annara, sem hlynnt hafa að námi skandinaviskja mála, og fornfrœða f Ameríku, má nefna nokkra menn sem, þó þeir hafi ekki beinlfnis kennt íslenzku, hafa samt vakið athygli á henni. Þess- ir menn eru: Hinn látni Profess- or H. II. Boyesenfrá Columbia-há- skólanum, Professor Calvin H. Thomas f Columbia og David Starr Jordan, forseti Leland Stanford, Junior-háskólans í Palo Alto í California Á þessum skóla er tveergja ára kennsla f íslenzku veitt af Professor Júlfus Goebel, kenn- ara f þýzkudeild skólans. Til aukningar, eða sem yfirlit, við það sem að framan er ritað, set ég hér lista yfir þá háskóla í Ame- ríku, sem nú kenna og kennt hafa íslensku. Hún er samin eptir beztu þekkingu, en vera má’þó að mál vort sé kennt á ennþá fleiri skólum en hér era taldir: Þessir eru skólamir, ásamt með nöfnum þeirra manna er kenna ís- lenzku í þeim: Háskólar..............Kennarar. Columbia. W. H. Carpentar, H. H. Boyesen og Calvin Thomas Cornell .......W. H. Carpenter, Pennsylvania ... .M. D. Learned, Harvard............W, Schofield Yale.................Dr. Palmer, Johns Hopkins.... Henry Wood, Chicago, Dr. Schmidt—Wartem- burg. Minnesota. Dr. Breda og Dr. Carl- son, Wisconsin. Rasmus B. Anderson. Júlfus E. Olsen, Lealand. Stanford. Julius Goebel, Iowa..........George T. Flom. North Dakota ... John Tingelstad. Manitoba.. . Friðrik J. Bergmann, Aðrir háskólar sem íslenzka er kennd í; en sem ekki hafa fengist upplýsingar frá, eru: Wanderbilt-háskólinn, kennir gam- al fslenzku Michigan...........gamal íslenzku Illinois.......... gamal íslenzku California.........gamal íslenzku Brown............. gamal íslenzku Bryn Mawr..........ísl. goðafræði Nebraska-háskólinn kennir dönsku og norsku Smith College.. norska goðafræði New York .... (1856—62) norsku, Indiana, Daniel Starr Jordan kendi þar norskar bókmentir; þetta var fyrir nokkrum árum. Dr. Jor- dan var þá kennari f líffærafræði þar, Yassar, kennir norska goðafræði. Þess má að síðnstu geta, að Professor Bergmann á Wesley College-háskólanum f Winnipeg, er sá eini Islendingar sem kennir islenzku af iilluin Þeim fjölda manna sem kenna hana á arnerík, önskum skólum; þess ætti ekki að verða langt að bfða, að fleiri ís- lendingar kæmust að kennslu sinn- ar eigin tungu og bókmennta f háskólum þessa mikla meginlands. svo að þeir á þann hátt geti lagt sinn skerf til að útbreiða kennslu fslenzkra bókmenta i Amerfku. Haustvísur. Haustsins öldur hrolli með, hrista tjöldin skýja, föl að köldum banabeð, blóm á kvöldi flýja. Fagurt láðið fellir skraut, frftt sem áður gljáði, alt er háð á heimsins braut, himins náðar ráði. M. MARKÚSSON.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.