Heimskringla


Heimskringla - 30.07.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 30.07.1914, Qupperneq 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1914. Ljósakveikjarinn EÐA Gerti og Truman Flint. Eftir MARIA SUSANNA CUMMINGS. FYRSTl KAPiTULI. Ljós í myrkri. Það var komið undir kveld í bænum. Úti á landinu myndi vera nokkurnveginn bjart svo sem hálfa kl.- stund, en í götunum var orðið dimt. A dyraþröskuldi Iélegs kofa sat lítið stúlkubarn og starði eftirvæntandi augum upp eftir götunni. Þröskuld- urinn, sem hún sat á, var svo lágur og svo nálægt gangstéttinni, að beru fæturnar hennar hvíldu á köldu steinunum. Það var nóvember-kveld og lítilfjörlegt snjófall hafði gjört göturnar ennþá óþokkalegri en þær áður voru. I jöldi fólks gekk framhjá, en enginn veitti litlu stulkunni eftirtekt, því engin manneskja í heiminum skeytti neitt um hana. Hún var i lélegum og Ijótum fötum og útlit hennar veiklulegt. Augu hennar voru f*8 fogur’ en svo stór í samanburði við horaða andlitið hennar, að þau óprýddu hana fremur en pryddu. Ef móðir hennar hefði lifað, þá hefði henni þótt vænt um þessi augu. Að minsta kosti tíu sinnum á hyerjum degi var vesalings stúlkunni sagt, að hún væri Ijotasta og óskikkanlegasta barnið í heiminum. Enginn elskaði hana og hún elskaði engan. Enginn reyndi að gleðja hana eða skifta sér af þvi, hvernig henni leið. Hún hafði ánægju af þvi, að bíða gamla manns- ins, sem kveikti á strætis-ljóskerinu fyrir framan hús- íð, er hun atti heima í, — svo glöð yfir þvi, að sjá hið geislaruh ljós blakta fyrir vindinum, og þegar hann gekk hart upp stigann og kveikti Ijósið, þá varð alt svo fallegt í kringum hana, og þá var líka sem birti í huga þessa einmana barns. Og enda þótt Ijósakveik- arinn virtist ekki veita henni eftirtekt, né tala við nana, fanst henni samt að hann vseri vinur sinn. Gerti , hrópaði hranaleg rödd inni í húsinu, “ertu búin að sækja mjólkina?” Barnið svaraði engu, en stóð upp og hljóp yfir fyrir húshornið í felur. “Nú, hvað er orðið af stelp- unni?” sagði konan, sem talað hafði um leið og hún kom út í dyrnar. Drengur, sem gekk framhjá og áleit Gertie vera vondan anda, hló hátt og benti á hornið; gekk svo leiðar sinnar, leit við og sagði við sjálfan sig: “Já, nú fær hún það”. Gerti var dregin út úr felustað sínum og fékk snoppyng fyrir hið ljóta útlit sitt, og annan fyrir ó- þægð sína, því hún gretti sig framan í Nan Grant; og svo var hún rekin af síað eftir mjólkinni. Hún flýtti sér eftir megni, því hún var hrædd um að ljósakveikjarinn yrði kominn og farinn, þegar hún kæmi aftur. Þegar hún kom aftur, var ljósakveikjar- inn að ganga upp stigann til að kveikja, og var henni það mikið ánægjuefni. Hún nam staðar við neðri enda stigans og var svo glöð yfir að sjá ljósið, að hún veitti því ekki eftirtekt að hann kom ofan, og þar af leiðandi rak hann sig á hana, svo hún datt. “Heyrðu, barnið mitt, hvernig orsakaðist þetta?” sagði hann og laut niður um leið til að hjálpa henni á fætur. Hún var staðin upp á einu augnabliki. Hún var vön við hrindingar og högg, svo að lítilfjörlegar skeinur stóð henni á sama um. En — mjólkin var eyðilögð. “Nei, þetta er slæmt. Hvað ætli mamma segi?” Þegar hann leit í andlit hennar, varð honum að orði: “Nei, þetta er undarlegt andlit; alveg einsog á svartálfi”. En þeg- ar hann sá, hve hnuggin hún starði á mjólkina, sem helst hafði niður, sagði hann vingjarnlega: “Hertu upp hugann, litla trippið mitt. Vertu ekki hrædd, þó hún rífist dálítið. Eg skal gefa þér nokkuð á morgun, sem eg veit þér líkar, þú ert svo einmanaleg. Ef kerl- ingin ilskast út af þessu, segðu henni þá, að eg hafi hrint þér. — Hefirðu ekki meitt þig? Hvað varstu að gjöra við stigann minn?” “Eg var að horfa á þig kveikja”, sagði Gerti, “og eg hefi ekki meitt mig minstu ögn; en mér þykir slæmt, að hafa helt niður mjólkinni”. Á þessu augnabliki kom Nan Grant út í dyrnar og sá, hvað skeð hafði. Hún tók barnið, barði það og skahimaði og dró það það inn i húsið. Ljósakveikj- arinn reyndi að stilla til friðar, en hún skelti hurðinni aftur rétt við andlit hans. Gerti var hegnt voðalega hart og neitað um vanalegu brauðmolana sína. Svo var hún lokuð inni í þakherberginu til að dvelja þar um nóttina. Vesalings litla stúlkan. Móðir hennar var dáin fyrir fimm árum, og eftir það hafði hún verið liðin þarna, ekki af því að Ben Grant hafði beðið konu sina um það við burtför sína — hann var búinn að vera svo lengi burtu, að enginn bjóst við að hann kæmi aftur — heldur af því, að Nan hafði sínar eigin ástæður; og enda þótt hún skoðaði Gerti, sem stórkostlega þján- ingu, vildi hún ekki reyna að koma henni fyrir hjá öðrum. Þegar Gerti vissi, að hún var lokuð inni í þessu dimma herbergi — hún var bæði hrædd og hataði myrkrið — stappaði hún á gólfið og orgaði af öllu megni; reyndi að brjóta hurðina og kallaði: “Eg hata þig, Nan Grant; ganíla Nan Grant, eg hata þig”. Þegar enginn kom til hennar, varð hún rólegri, lagð- ist niður á harða bólið og faldi andlitið í höndum sín- um og grét, — grét ensog hjarta hennar ætlaði að springa,— grét þangað til hún gat ekki meira. Smátt og smátt kyrðist hún, tók hendurnar frá andlitinu og nuggaði þeim saman af ákafa og leit upp í litla glugg- ann. Ekkert tungl sá hún; en hún sá bjarta stjörnu, sem stráði geislum sínum svo vingjarnlega til hennar. Henni fanst hún aldrei hafa séð neitt svo inndælt. Hún hafði oft verið úti og séð stjörnubjartan himin og veitt stjörnum þeim nákvæma eftirtekt; en þessi ein- mana, bjarta stjarna virtist segja við hana: “Gerti, Gerti, vesalings litla Gertie”. — Henni virtist hún eins og vingjarnlegt andlit, sem hún hefði einhverntíma séð eða dreymt um. Alt í einu spurði hún sjálfa sig: “Hver hefir kveikt á henni? Einhver hefir gjört það. Einhver góður maður hefir gjört það. En hvernig gat hann komist svona hátt upp?” — Meðan hún var að furða sig á hver hefði kveikt á stjörnunni, sofnaði hún. Vesalings litla, óupplýsta, myrkri hulda sál. Hver á að fræða þig? Þú ert guðs barn, litla stúlka. Krist- ur dó fyrir þig. Vill hann ekki senda einhvern mann eða engil til að kveikja ljósið, sem aldrei sloknar, sem lýsir um alla eilífð? Um morguninn vaknaði Gerti ekki einsog þau börn, sem vakin eru með glaðri raust eða móðurkossi, sem hafa liprar og vingjarnlegar hendur til að klæða þau í fötin, og vita, að góður morgunverður bíður þeirra. Gerti heyrði ruddalegar raddir niðri. Sonur húsmóðurinnar og tveir aðrir menn, sem áttu þar heima, voru komnir til að neyta morgunverðar og eina tækifærið fyrir Gerti til að fá nokkuð að borða, var að vera til staðar, þegar þeir höfðu lokið máltíð sinni og ná í eitthvað af leifunum, ef Nan var svo góðviljuð að fleygja þeim til hennar. Hún læddíst ofan stigann, beið þangað til þeir voru farnir og þaut svo inn. Hún var ekki boðin velkomin. Nan sagði henni að leggja niður þenna ólundarsvip, borða morgun- verð, — ef hún vildi— vera ekki á vegi fyrir sér og koma ekki of nálægt eldinum, þar sem hún væri að vinna annars skyldi hún fá harðari hegningu en þá, sem hún hafði fengið i gærkveldi. Gerti bjóst ekki við betri viðtökum og var mjög glöð yfir þvi, að fá ofurlítið af þessum lélega mat; gleypti hann með mik- illi græðgi, tók svo húfu sína og fór í rifna yfirhöfn, sem móðir hennar hafði gefið henni, og hljóp út. Bak við hús Nan Grants var stórt opið svæði, sem notað var til að geyma i kola- og viðarforða. Hins vegar við það var bryggjan og höfnin með óhreinu vatni. Gerti gat fundið marga leikfélaga á þessum stað, og stundum gjörði hún það líka, þvi öll börnin, piltar og stúlkur, voru jafn óhrein og illa búin eins og hún sjálf; en ekki oft, því þau höfðu komið sér saman um, að vera á móti henni. Fátæk og voluð einsog þau voru, vissu þau að Gerti var enn meira vanrækt og misþyrmt. Þau höfðu oft séð henni hegnt og daglega heyrt hana sneypta fyrir það, hve ljót og óskikkanleg hún væri og að hún hefði enga heimild til að vera á nokkurs manns heimili. Þar af leiðandi álitu þau sig æðri verur en hana, og fyrir- litu hina litlu og yfirgefnu veru. Þetta hefði nú má- ske ekki átt sér stað, ef Gerti hefði oftar verið með þeim og verið vingjarnleg við þau; en meðan móðir hennar lifði, hafði hún forðast að láta Gerti uingang- ast þess konar börn; og svo var eitthvað í eðli henn- ar, sem gjörði það að verkum, að hún hafði viðbjóð á hinum dýrslegu leikjum þeirra. Hún umgekst þau þvi sjaldan, og það var að eins með háðsyrðum sín- um, sem þau særðu tilfinningar hennar. Enginn einn þorði að reyna afl sitt við hana; bráðlynd, ill- virk og hrekkvís einsog hún var, hafði hún bakað sér fyrirlitningu og hatur. Einu sinni hafði heill hópur komið sér saman um, að móðga hana, en Nan Grant kom til þeirra í sömu svifum og ein af stúlkunum kastaði skónum hennar Gerti út í höfnina. Ljtla stúlkan fékk vel útilátna snoppunga og hinir krakk arnir voru reknir á flótta. Eftir þetta hafði Gerti aldrei samstæða skó. 1 eitt skifti að minsta kosti hafði Nan þó gjört henni greiða, og börnin létu hana í friði. Það var á sólbjörtum en köldum degi, sem Gerti leitaði skjóls í borðahlaða nálægt bryggjunni. Hún hafði oft leitað þangað áður og það var eini staðurinn þar sem hún gat verið ótrufluð. Þarna sat þetta einmanalega barn og hugsaði um sorgir sínar, þján- ingar og ljóta útlit. Stundum grét hún timunum saman. Við og við lá betur á henni og þótti þá gam an að horfa á sjómennina, sem unnu á skipum sín um eða réru litlum bátum fram og aftur. Sólskinið var hlýtt og yndislegt og raddir mannanna svo glað legar, að Gerti litla gleymdi alveg sorgum sinum. En það var áliðið sumars og sjómennirnir sigldu skipum sínum til annara hafna. Um nokkra daga hafði verið kalt og hvast, svo Gerti hafði haldið sig inni, en nú leitaði hún í skjól sitt, og sér til ánægju fann hún, að sólskinið hafði þurkað borðin, svo vel, að þau verndu fætur hennar. Hugsanir hennar þutu til og frá, unz þær að síðustu dvöldu við hið vin- gjarnlega augntillit og rödd ljósakveikjarans. Nú fyrst kom henni til hugar, að hann hafði lofað, að færa henni eitthvað, þegar hann kæmi næst. Hún gat varla ímyndað sér, að hann myndi eftir þessu loforði sínu, og þó — hann var svo hryggur, þegar hún datt. HvaS ætlaði hann að gefa henni? ó, að það yrði skór. — Hann hefir máske ekki séð, að hún var ber- fætt. Gerti ásetti sér, að sækja mjólkina nógu tím- anlega, til þess að hún gæti verið til staðar, þegar hann kæmi að kveikja ljósið. Dagurinn var langur, en loks kom kveldið og með því Truman Flint. Það var nafn ljósakveikjarans. Gerti var til staðar og gætti þess vel, að Nan Grant sæi hana ekki. Tru var seint á ferð þetta kveld, og þurfti að flýta sér. Hann hafði að eins tima til að tala nokkur orð við Gerti, en það voru orð, sem lýstu góðum og tryggum hugs- unarhætti. Hann lagi stóru, sótugu hendina sína á höfuð hennar og sagði það hryggja sig, að hún varð fyrir baga, og bætti svo við: “Það var veruleg skömm; hún verðskuldaði ekki hegningu. Ogaltþetta af því, að ofurlítið af mjólk heltist niður, sem var óhapp, en ekki illvirki. En”, sagði hann ennfremur um leið og hann stakk hendinni niður í einn stóra vasann, “hér er lítil skepna, sem eg lofaði þér. — Gættu hennar vel. Vertu ekki slæm við hana, og ef hún líkist mömmu sinni, verðið þið góðir vinir áður langt líður. Vertu sæl, litla stúlkan mín”. Svo lagði hann stigann á bak sér og staulaðist af stað, en Gerti stóð eftir með litinn kattarunga í höndunum. Gerti varð svo hissa á því, að hafa lifandi ketling milli handa sinna, svo ólíkt því, sem hún hafði búist við, að hún vissi ekki, hvað hún átti að gjöra við hann. Þar í nágrenninu voru margir kettir, en þeir voru allir einsog hún, — hræddir og illa með þá far- ið. Hún hafði oft kent í brjósti um þá, en aldrei dirfst að bera neinn heim, þar eð hún vissi, að sér sjálfri var ekki unnað fæðis og skjóls og þá liklega ekki heldur eftirlætisgoðum sínum. Fyrsta hugsun hennar var, að fleygja ketlingnum og lofa honum að fara hvert sem hann vildi. En meðan hún stóð þann- ig efandi, fór hann að biðja fyrir sig á sinn hátt. Hann var utan við sig eftir hina löngu ferð í vasa Trus og skreið nú eftir handlegg hennar upp að hálsinum; þar settist hann og virtist biðja hana að annast sig. Gerti gleymdi alveg ilsku Nan Grants, tók ketlinginn og þrýsti honum að hjarta sínu, og ásetti sér að elska hann og fæða hann, án þess Nan Grant fengi að sjá hann. Það er ekki unt að lýsa því með orðum, hve vænt henni þótti um ketlinginn. Bráðlyndi hennar hafði hingað til komið í Ijós i ljótum orðum, þrjózku og hatri. En í sál hennar var lind ástar og viðkvæmni, sem að eins beið eftir tækifæri til að geta runnið. Persaland. (Niðurlag) En Shahinn fór stöðugt hnign- andi að heilsu og var krónprinsinn Muhamad Ali Mirza kallaður frá Tabriz, og það var hann, sem skrif- aði undir stjórnarskrána 30. des. 1906, og 19. janúar 1907 tók hann við völdum, því að þá var Shahinn dáinn, og hafði þó áður skrifað undir stjórnarskrána. Meðan hinn nýi Shah var krón- prins hafði hann stutt hreyfingu stjórnbótarmanna, en nú, þegar hann var shah eður keisari orðinn, þá var honum meinilla við stjórn- arbótina og alla þá, sem hana studdu. Frelsisvinir og umbótamenn kall- ast þar “Majlis”, og nú vildi hinn nýi keisari helzt ekki sjá þá. Endurbætur þær, sem þeir héldu fram, voru þessar: 1. Að forðast að taka ný lán hjá Englandi og Rússlandi. 2. Að ákveða tekjur keisarans, til þess að koma í veg fyrir óþarfa eyðslu og takmarkalausan aust- ur á þessuin litlu tekjum rikisins. 3. Að koma á fót þjóðbanka, sem væri alveg óháður enskum og rússneskum bönkum. 4. Að afnema ósið þann, að leigja út hin ýmsu fylki til hæstbjóð- anda, einsog áður hafði gjört verið. En meðan það var gjört, var landið pínt og rúið svo að fádæmum sætti. 5. Að losna við hina útlendu toll- embættismenn, — einkuin þó Mr. Naus, sein öllum var illa við. Þeir fengu leyfið til þess að setja bankann á stofn 1. febr. 1907, og 10. febr. sama ár var keisari neyddur til þess, að láta Naus fara, og smátt og smátt fengu þeir komið fram öll- um sínuin kröfum. En þjóðbankinn féll af framangreindum ástæðum; keisari vildi seilast í budduna, og ríkir menn vildu ekki styðja bank- ann. Nú fór fregnin um þessa nýju stjórn sem hvalsaga um landið. En svo fór það að kvisast um borgir og bæi og hjá hjarðmannaflokkum og fjallabúum, að eiginlega væri nú enginn keisari lengur, og þá fóru fjallabúarnir að halda, að hver og einn mætti lifa sem hann lysti, og ræningjarnir og þjófarnir fóru að hafa sig á kreik um alt landið, og nú voru menn rændir í hópatali á al- faravegum á hverjum einasta degi ársins. Það þóttist hver og einn vera keisari þá. Fylkisstjórarnir áttu reyndar að hefta þetta hver í sinu fylki, en þeir höfðu enga hermenn og enga peninga til að borga þeim, eða kaupa vopn fyrir, og svo varð þá þetta yndislega og góða land paradis þjófanna og ræningjanna, eitt af beztu löndum heimsins, sem hefir kannske verið ein af hinum fyrstu vöggum mannkynsins. Og vissulega voru þar ríki stofnuð, borgir bygðar, lög samin, skólar stofnaðir — löngu fyrir daga Nóo gamla. Konungatal þeirra nær langt aftur fyrir Adam. — Og nú, þegar þeir í fyrsta sinni fóru að berjast fyrir borgaralegum réttindum og borgaralegu frelsi og umbótum á stjórnarfari, — þá varð landið um tíma að minsta kosti, — að sann- kölluðu ræningjabæli. Innanrikis vandræðin fóru ein- Iægt vaxandi. Rússar höfðu styrkt keisara með peningum i baráttu hans við uinbótamennina, og þeir gátu ekki þolað, að það gengi svona til þar. Það eyðilagði verzlun rúss- neskra kaupmanna í landinu og lífi Þeirra var sí og æ hætta búin, og sögðust þeir neyðast til þess að sker ast í leikinn, ef ekki væri bráðlega að gjört. Tyrkir sendu herlið til norðvesturhéraðanna í fjöllunum Urmiya og sveitanna þar i kring, og tóku jafnvel sum af héruðum þessum og slógu eign sinni á. Ein- lægt varð peningaskorturinn meiri og meiri, og enginn var herinn, og þessir fáu hermenn, sem til voru, höfðu ekki fengið neina borgun í marga mánuði, og skattarnir voru ekki greiddir. Þjóðbankinn var fallilnn, og lánið, sem þeir fengu lof- orð um hjá Þjóðverjum, fór alveg út um þúfur. Eina vonin um, að geta fengið peninga, var sú, að fá nú enn lán frá Rússlandi, og það reyndi hinn nýi ráðgjafi keisarans og var vel á veg kominn með það, er hann var skotinn af gömlum kunningja, en seinna fjandmanni sínum, Abbas Aga. Tók þá Rússa-vinur einn að sér, að mynda nýtt ráðaneyti, og voru í því hirðinenn keisara og leigutó}. Þegar keisarinn kom til ríkis hafði hann svarið það á kóraninum, að halda uppi stjórnarskránni; en það er sitt hvað að sverja eiða og halda þá. Þann 15. desember sauð upp úr pottinum. Ráðgjafarnir voru búnir að segja af sér, en keisari kallaði þá alla á fund í höll sinni. Og þar lét hann taka fastan forsætisráðherr- ann, Nazir id Mulk, og hefði víst iila farið fyrir honum, ef ekki hefði brezki sendiherrann komið til sög- unnar, gengið í milli og fengið hann lausan látinn. Fór hann svo þegar úr landi til Norðurálfunnar. Nú hófst opinber styrjöld á móti umbótainönnunum, er nefnast þar Majlis, einsog áður er sagt. Alt var í uppnámi i borginni Teheran, og voru þar herlög látin gilda. En þetta stóð ekki nema nokkra daga. Fólkið varði þinghúsið. Hermenn keisarans voru ekki annað en ill- þýði og ruslaralýður. Þinghúsinu gátu þeir ekki náð, en þeir óðu yfir Gyðinga-bæinn og rændu hann og rupluðu. Loks var þó keisarinn til þess neyddur, að láta undan, og reka frá sér ráðgjafa sina, sem mestu Lokaráðin höfðu ráðið hon- um. Flótti keisara. Árið 1908 vissu menn ekki fyrri en keisari var flúinn burtu úr höfuð borg sinni, og varð mönnum bilt við. Hann safnaði þá að sér öllum hermönnum og kósökkum sem hann gat, og lét handtaka fjölda af hinum helztu mönnuin og hélt þeiin í járnum og vildi ekki lausa láta. Var rússneskur maður, ofursti Liak- hoff, gjörður yfirhöfðingi her- mannanna. Var honum svo skipað, að láta alþýðu alla leggja niður vopn sín, og honum fól keisari að finna um- bótamennina, sem með 10,000 manns héldu þinghúsinu og muster- inu, og skyldi hann hóta þeim öllu illu, og að skotið myndi á þá með fallbyssum, ef þeir skildust ekki að og létu af hendi hús þessi. En nú þutu allir upp til handa og fóta, og vopnuðust menn öllum þeim vopnum, sem til voru. Búðun- um og gistihöllunuin var lokað; upp- hlaup voru hafin um alla borgina og fóru nú sakir að verða skugga- legar fyrir keisara. En frá Tabriz kom þá riddarasveit, undir for- ustu Rashid ul Mulk og Sattar Khan, til þess að hjálpa umbótamönnun- um, sem vildu halda uppi stjórnar- skránni. Þann 23. júni kom Liakhoff of- ursti með hersveit manna og skip- aði þeim utan um þinghúsið ' með fallbyssum, og fóru þeir brátt að skjóta á þinghúsið og musterið, er þar var rétt við. Alt til þessa höfðu þjóðvalds- sinnar ekki hleypt úr byssu, því að þeir vonuðu einlægt, að málin semdust með friði. En nú tóku þeir að skjóta á móti og þögnuðu þá margar fallbyssur keisarasinna. En svo fóru þeir að skjóta á þá járna- rusli úr fallbyssunum og gjörðu þeim harðar hriðir kúlna, sem þinghúsið vörðu. Féll þá fjöldi þeirra, þvi að þeir stóðu í þéttum hnöppum, og i 6 klukkustundir stóð hún látlaust þessi hríð. Var þá þinghúsið og musterið alt brotið og í rústum. Og aldrei hafa menn orðið þess vísari, hvað margir menn féllu i slag þessum. En fjöldi var tekinn og í járn settur og mjög margir af formönnum þjóðveldis- sinna voru af lifi teknir, — flestir þeirra kyrktir. (Framhald á 7. síSu) EINA ÍSLENZKA HOÐABOÐIN I WINNIPEG Kaupa og verzla meS húðir, geerur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengum. Líka með ull og Se«eca Roots, m.fl. Borgar hæðsta verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co... Phone Garry 2590..236 King St., Winnipeg KOMIÐ OG VERZLIÐ VIÐ OSS ÞEGAR ÞÉR ÞURFIÐ Builders Harðvöru Finishing Harðvöru Mál Olía Construction Harðvöru Smíðatól og Handyðnar Verkfœrum Varnish Sýnis herbergi vor eru hin best búin í allri borginni svo þér eigið sem hægaet með að velja. Aikenhead Clark Hardware Co.Ltd. Wholesale and Retail Hardware Merchants BOYD BUILDING c^d“n PHONES MAIN 7150-1 MANITOBA. Mjög vaxandi athygli er þessu íylki nú veitt al ný- komendum, sem fiytja til bú- festu í Vestur-Canada. þ#tta sýna skýrslur akuri yrkju og innflutninga deildar fylkisins og skýrslur innan-f ríkisdeildar ríkisins. Skýrslur frá járnbrautaféi lögunum sýna einnig,- aö margir flytja nú á áður 6-» tekin lönd með fram braut- um þeirra. Sannleikurinn er, að yfir- burðir Manitoba eru einlægt að ná víBtækari viöurkenn* ingu. Hin ágætu lönd lylkisins, óviöjafnanlegar járnbrauta< samgöngur, nálægö þess vi8 beztu markaöi, þess ágsetu mentaskilyröi og lækkandi flutningskostnaöur — eru hin eölilegu aödráttaröfl, *em ár, lega hvetja mikinn fjölda fólks til aÖ setjast aö hér I fylkinu ; og þegar fólkiö sezt aö á búlöndum, þá aukast og þroskast aÖrir atvinnui vegir í tilsvarandi hlutföllum SkrifiÖ kunningjum yÖar — segiö þeim aö taka sér bóllestn I Happasæln Manitoba. Skrifiö eftir frekari upplýsingum til a JOS. BXJRKE, Industrial Bureau, Winnipeg, Manitoba. JAS. IIARTNE Y, 77 York Slreet, Toronto, Ontario. J. F. TENNANT. Qretna, Manitoba. W. W. UNSWORTII, Emerson, Manitoba; S. A. BEDFORD, Deputy Minnister of Agriculiare, Winnipeg, Mcmitoba, I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.