Heimskringla - 22.10.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.10.1914, Blaðsíða 4
BUS 4 HEIMSKÍUfcGLA ; WINNÍPEG, 22. OKTÓBER 1M4, Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á taverjnm flmtudest. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Verta blatisins f Canada og Bandarikjunum $2.00 um ári 5 (fyrlrfram borgaÓ). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgað). Ailar borganir sendist r&Bs- manni blaðsins. Póst ctia banka ávlsanir stýlist til Ttae Vikln* Press, L.td, Rltstjóri RÖGNV. PÉTURSSON RátSsmatlur H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, Winoipeg BOl 3171. Talsimi GaiTy 4110 Hingað og ekki iengra Um aldamótin 1200 var prestur á Norðurlandi, er Guðmundur Arason hét. Hann var síðar ncfndur Guð- mundur góði, eða Gvendur góði Hann var prestur á Viðimýri í Skaga firði. Þá var Brandur Ssemundsson biskup á Hólum. Árið 1201 andaðist Brandur biskup. Um það lcyti var mestur böfðingi Norðurlands Koi- beinn Tumason. Kona Kolbcins hét Guðríður og voru þau bræðrabörn, hún og Gvendur góði.. Kolbeinn kom því til leiðar, að eftir dauða Brands var Guðmundur góði kosinn biskup. Þá var hin mesta víga- og ófriðaröld á lslandi, byrjun Sturl- unga aldarinnar, og þurfti því góða inní menn og hagsýna, að veita forstöðu opinberum málum, Guðmundur var hvorki góður né hagsýnn, þó hann væri kallaður “hinn góði”, en undirhyggjumaður hinn mesti, ágjarn og ágengur; sem næst trúlaus á alt það, er virkileg- ast er í kristnum sið, en barst mikið á með trú sína, svo að hann var tal- inn einn trúarsterkasti kennimaður þeirrar tíðar, og almcnningur hélt, að enginn væri guði geðþekkari maður en hann, þó hann væri hverj- um manni hvimleiður, og þvi var hann kallaður “hinn góði”. Hann var mjög vandlátur um íifn að manna, var óspar að setja menn i bann, banna þeim bjargráð og kyrkjugrið. Hann fór mikið með helga dóma, dýrðlinga-bein svoköll- uð, er hann tindi saman úr hesta- og hunda-hræjum, og koin óspart inn þeirri trú hjá mönnuin, þar sem hann íór um bæi, að með þeirq gæti hann gjört ýms stórmerki. Trúðu þvi margir Þó yoru nokkrix svoi efagjarnir, að þeirn þótf.i beinin, nokkuð dökk og óheilagleg; meðal þeirra var nefndur einn prestur, Steinn á Svínafelli. Attu þeir nokkr- ar deilur um það, og lét Guðmundur seinast fólk alt á Svinafelli Iykta af beininu. “Þá féliu all-margir á kné með Guðmundi biskup, en eftir það lét hann alla menn kyssa beinið. Þá kendu allir menn svo mikinn ilm af beininu, sem af hinu sætasta reyk- elsi, nema Steinn prestur. Hann kendi engan ilrp,” líkki var það trú- girui fólksins að þakka, að það kendi ilminn, heldur vantrú Steins, að hann fann ekki þann ilm, sem aðrir, Varð hann því að Iækka hroka sinn og taka fyrirgefning af Guð- mundi. Annað stórmerki gjorði Guðm. þar á Svínafelli, er bera þótti vott um heilagleik hans. Sagan um það er svo: “Kerling ein Já þar á Svína- felli, og svo komin að bana, að hún hafði þá 7 nætur rnállaus verið og engan inat bergt, og ekki hra:rt á sér nema framanverða fingur og tær; en þó skildist eigi önd við hana Enn þá hafði henni verið veitt öll þjónusta. Hon var góðmenni. Enn er Guðmundur prestur var brott búinn frá Svínafelli og kominn til hests síns, þá mælti hann: ‘Þat er satt’, segir hann, ‘at eg hefi eigi kysta kerlingu sæla inni ena sjúku. Þat skal eigi vera þó’. Þá gengur hann inn og alþýða inanna við honum Hann kemur i stufu ok at þar sem kerling liggur ok þó var hon þá nær andláti. Hann kysti hana ok mælti: ‘Vertu nú heil ok sæl, kerling mín, og mantu fara til guðs, ok berðu kveðju mína Maríu guðs móðir ok Mikjáli yfirengli, Jóhanne baptista, Petro ok Paulo, ólafi konungi, ok einkum Ambrosíó, vin minum’. þá svarar kerling svo hátt, at jafngerla hcyrðu þeir sem fyrir framan voru stufuna: “Jál” kvað kerling. Þat orð mælti hon síðast. Þá var miðdegi, en hon andaðisk at nóni þann sarna dag”. Guðmundur var kjörinn til biskups, og er ekki ótrúlegt, að sagan beri honum einhverntíma það vitni, að af hans völdum og ráðlagi hafi staf- að meira ilt en gott. Hann var orsök í dauða margra ágætra manna. Og þótt hann að lokum flæmdist frá stólnum og færi vergang, og i fylgi með honum hópar af körlum og kerlingum og öðru vergangsfólki, og eftir því sem þjóðsögnin segir, huhd- ffakki, — 'þá verðto aldrei tiil f«lU metið ógagn það, er hann oili með- al þjóðarinnar. Og þó, eftir að hann leið undir lok, á siðari öiduna, — mynduðust utan mn hann þjóðsagn- ir, er sýna vildn heilagleik feans, Meðal annara sagna er sagan am það, þegar bann vigði Drangey — Hann fór umhverfis eyjuna og stökti á hana vigðu vatni, un* hann kom að stað þar á eyjunni, er siðan heitir Heiðnabjarg, Þá kom toðin hönd fram úr bjarginu, og inni fyrir heyrðist sagt: “Nóg er farið, Gvend- ur bfckup; hingað og ekki iengra; einhversstaðar verða vondir að vera”. Saga þessi er einkennileg, eirisog margar þjóðsagnir vorar, er mála svo margt sögu- og sálareinkenni þjóðar vorrar, að á því verður ekki vilst. “Hingað og ekki lengra” er í sjálfu sér nóg cfni í margar feugieiðingar, ef vér vildum attroga 'þaS. Það vís- ar til svo margra b)«U og vekur ttpp þá vafaspurningu, fwrt það sé heppilegt hugsjónamið. Allar þjóðir eru að reyna að þoka sér áfram og upp á við, en það geng ur seint og lítið fyrir þeim, er á lágu menningarstigi standa, og þe.ss erviðara, þess neðar sem þær standa. Það er fyrst að nokkru skil ar áfram, þegar þær hafa lært sam- vinnuna, og þegai einstaklingarnir hafa lært að skoða sjálfa sig sem meðlimi þjóðarinnar, en ekki henni óviðkomandi og yfir hana hafna. Engar þjóðanna, sem í virkileg um skilningi eru sannmentaðar og á framfaraskeiði, setja sér einkunn- arorðin: “Hingað og ekki lengra' Flestar vilja halda sér að skipun Afrain og upp á við! Einn frægasti spekingur þessarai álfu sagði: “Líttu fram en ekki til baka líttu upp, en ekki niður, og réttu öðrum hjálparhönd”. En hvcrnig er þvi varið með oss? Vér áttum Guðinund góða. Eigum vér líka hrossbeina-dýrkun hans undirgefni hans undir skipanina “Hingað og ekki lengra”? Eigum vér ótta hans við Heiðnabjarg, og þor um ekki að hreyfa þar við neinu. strax og draugsrödd drynur á fjail- iriu og loðin höml teygir sig fr i úr klettaskorunni? Finnum vér iii og sæta angan af hrosshnútu, strax. og einhver fífl-leikarinn segir oss að krjúpá og kyssa, þvi þetta dýrðlingsbein? Þetía eru spurningar, sem menningur þyrfti að íhuga. Til eru inargir “Gvöndar góðu”, er fara með helga dóma almenningi auðtrúa ttil blekkingar. En svo eru lika ýmsir líkir Steini prcsti á Svínafelli, jafnvet þó þeirra heimamenp finuí ilmanina a/ hroRstieiniuu. þá fiiuui þeir það ekki. En hverja stefnuua vill þjó"í yor helga sér? Margir eru kallaðir, er ekki gott að vera í þeirra hópi? Kallaðir til hvers? — Hver veit það? Er ckki nóg að vera kallað Það hefir oft feeyrst, að hingað til lands hafi inenn fluzt tit að bæta kjör sin. Nú eru kjörin bætt, og hvað er þá næst? A að láta þar staðai numið—hing að og ckki lcngra? Að gjöra veg þjóðarinnar mikinn, er þar fyrir ut- an, eða hvað? lín láta smásálna-leík inn vera alt það, sem óska ber? Mikið verkefni er enn óunnið, þó kjörin séu hætt. Alriienningurinn ís- lenzki finnur til þess, en það er ekki ennþá nema i gcgnum svefninn; en vér treystum því að hann vakni íslendingar eiga að örfa svo skiln ingarvit sín, að þeir finni fýluna af hrossbeinum “Gvöndar góða”, hversu sem þcim cr sagt að bein þau séu helgur dÓmur. fslendingar geta, það er að segja hafa það til að bera, að geta orðið fullir jafnokar annara manna hcr. En til þcss að geta náð takmarkinu þurfa þeir að njóta styrktar og hjálpar hvcrs annars, — það er samvinnunnar. Og til þcss að sýna sig sem jafnoka, þurfa þeir að geta staðið á sömu stöðum, skipaö sama sess og aðrir i landinu. En þá hcfir stundum borið við, að þýtur i holti hóanda nær. Verið er að fara of langt. Ilingað og ekki lengra. Til hefir það borið, að samþjóðamenn- irnir hafa tekið fé þeim til höfuðs, er komast hafa viljað til öndvegis- ins, og þeir vcrið seldir til glötunar og þá auðvitað þjóðarsæmdin lika. Flökkulýðurinn lcggur í bæjar- flakk með Gvöndi góða. Fyrir spón og bita fást þeir til flcstra verka. En er það ekki of dýru verði kcypt, að láta þjóðarmctnaðinn fyrir það? Eigi eru allir á þvi máli, en margir skoða það svo sem æðst gæði og mestur metnaður í landsmáium, er bori að sætta sig við, sé sá, að taka við nokkrum hluta kosningasjóðs eins eða annars umsækjanda og fá að útbýta honum úr hnefa eftir geð- þekkni; og gildi þá sama fyrir hverj- um sé spilt eða bætt með því. Mörg- um finst, ef þeim hlotnast það happ, ai að þá séu þeir komnir í stöðu þá, er Pótiphar sálugi hélt á Egypta- landi. En umbodið, sem þcir fá, er umboð Gvöndar góða, að fara um sveitir rneð gulu rakkana, með stéttsB, iivers krefnr hón? Það vcrð- ur engínn óbariun biskup. Það verð- ur enginn heimsborgari, nema hann selji eitthvað í staðinn. Það hjálpar ekki, að vera að kreimta eða vila fyrir sér smávegis. “Láttu grön sija, sonur”, ef eitthvað óhreind er i drykknum. Mikið er lofíð sett upp á heims- borgara stéttina, og mikið er það biómað — forblómað, að gjörast eitt korn í grautarpotti, — kekkur í grautnum. Ot fyrir þá von, það tak- mark, haía þcir gefið lif sitt, mikilu mennirnir, sein dregið hafa frain lifíð á því, að fara með umboð ís- lendinga. Er lifað hafa á þvá, að selja þá fyrst inn í landið — sem kynbót — ómengað konungablóð — og svo einhverjum flokk. Heimsborgari, þjóðrækni, fyrir- gefið, ef það lætur í eyra einsog missögn. iá, vér státum af þv.í að með því að gjöi’ast hcM&sborgai;'r verðum vér meiri atkvæðairienn Velkomið «r hverjum að státa af því sem vill. Heimsborgara tignin er álika trlkomumikil einsog greifa- tignin hans Jeppa sáluga á Bjargi og álíka trygg og sönn. Það er greifa tignin, er brennivinið hans Jakobs skómakara býr txl úr vingulnum, en ekki aðalstignin, sem hann erfði frá föður sinuin og móður “Hingað og ekki Jengra.’ Gætum þá að, hvert hingað kom- ið er. — Hingað og ekki lengra er ■augsýniiegt í stefnu þeirri á meðai vor, sem er virðingarverðasta stefn- an enn sein komið er, — mentunar- viðieitninni hjá skólafólki voru, Tilgangurinn með að sækja skóla er að komast gegnum próf og ná í at vinnu. Ef menn láta þar staðar num ið og hverfa alveg i atvinnugrein inni, er markmiðið fjársöfnun. Og sannarlega ætti að keppa lengra en þangað. Segjum, að menn verði mæl ingamenn. Með því að rölta um landið og reka spitu ofan í jörðina hvaða stéttar-gróði er fenginn með þvi? Hvaða þjóðarvirðing? Ef sá, er rekur spiiuna ofan.í jörðina, er jafn mik.il spita í þjóðfélaginu einsog spítan, sem hann barði ofan í mold ina, hvaða tilgangi til þjóðhefðar er náð með þvi? Eða þó annar verði lögmaður og kaupi þá svo dýrt nafn bótina, að hann láti fyrir móSurmál sitt, og láti svo ekki meira til sin heyra meðal sinnar þjóðar? Hvaða sæmd er þjóðinni unnin með því? Skólaganga ætti ekki að lifa og hrær- ast i auðsleiiun einni. Það þarf að vaxa metnaður og áhugi fyrir fram förum þjóðarinnar í heild, og hjá þeim, sem tök hafa og þekkingu til — ást og tiltrú til allra samþjóðar- mannanna, til að léiðbeina þeim i -þyí yirkilega og sapna; efla rétt sýnj og réttvisi znjlli hárra og lágra Þc.ssir, sem svo ycl eru undirbúnir að þekkingu og kurteisi og fögrum listum, þeir ætíu að gjörast leiðbein endur meðbræðranna, forsvarsinenn þjóðfremdarinnar og þjóðarvirðing- arinnar, og kenna bæði innlcndum og útlendum og samlendum mönn um, að bera virðihgu fyrir þjóðar velsæminu norræna, er hér er að vaxa upp í framandi reit. En hvert erum vér komnir? Hingað og ekki lcngra. Vonandi þó ekki af því, að einhversstaðar verða vondir að vera Jöhann Sigurjónsson í enskum blöðum. um og köttum og þótt hann öðlaðist hrossbein í barmi og fá fólk til að þá fyrst heilagleika, er hann fór að, geta gefið sig sem bezt við bæjar-1 kyssa á það. En þjóðræknin, heimsborgara- Aineríska timaritið Literary Di gcst flytur 19. sept. sl. langa ritgjörð um lcikritaskáldið íslenzka Jóhann Sigurjónsson. Kemur það með rit dóma um hann úr útlcndum blöð- , aðallega franska blaðinu La Reuue, sem gefið er út í París. Fcr það um hann lofsamlegum orðum, og segir meðal annars: Einu sinni enn virðist einsog að Skandinavía hafi gefið heiminum leikrita-höfund, er mcð skáldlegri andagift og áhrifamiklum stýl dreg- ur fram myndir af baráttu inannlífs ins við hinar ytri ástæður. Að þcssu sinni er það ísland, sem eignast hef- ir þenna snilling, er margir eru farnir að jafna við þá Ibscn og Björnson og Strindberg. Ganga sum- ir áuk heldur lengra en það, og segja að vel geti svo farið, að Jóhann Sig urjónsson, seni enn er ekki ncma 34 ára að aldri, gcti komist fram fyrir þá þremcnningana. Frægasta lcikrit hr. Sigurjóns- sonar er Fjalla-Eyvindur, og hefir iví allstaðar verið tckið með hinni mestu vinsemd, ekki eingöngu í skandinavisku löndunum, þar sem >að hefir verið sýnt við helztu leik- húsin, heldur og lika i óðrum lönd- um. Var það Icikið við konunglega Icikhúsið í Munchen, og rétt áður en stríðið byrjaði var búið að undir- búa að sýna það í Vín, Hamborg, Bremen, Köln og Essen. Tekur blaðið þá upp ummæli La Revue eftir Leon Pineau, fjöllista- ráðs forseta í Clermont-Ferrand. — Gefur M. Pineau fyrst yfirlit yfir þrjú höfuðrit Jóhanns, og talar hann fýrst um leikritið Dr. Rung. Er það rit Jóhanns með öllu ókunnugt ís- lendingum hér, og setjum vér því hér það sein M. Pineau segir uin það “Eím þessa rits er mjög einffaJí- Það er leit eftir lyfi gegn tæringu. Leitar Dr. Rung eftir eilri, er drepið fái bakteriur þessa voða-sjúkdóms. Reynir hann þetta lyf sitt fyrst á hérum. En tilraunirnar gefast ekki vel og hann er ekki ánægður með þær. En eftir langar tilraunir álítur hann, að hann hafi fundið upp blóð- vatn, er með innspýtingu 5 likamann fái læknað þessa veiki. Hann útskýr- ir þetta fyrir vini sinum Otto Lock- en. “Otto: ‘Þú ætlar þó ekki að reyna þetta lyf á sjálfum þér?’ “Haraldur Rung: ‘Það er eina ráð- ið, til þess að komast að vissu um þáð. Eg heíi reynt það á dýrum. En Þau þola ekki nógu stóran skamt af eitrinu, svo hægt sé með vissu að segja um verkanir þess. En það er nauðsynlegt, ekld eingöngu að verk- anirnar séu varanlegar, heldur lika sterkar. Maðurinn þolir mikið stærri skamt af eitrinu en önnur dýr. Eg ætla þvi að spýta tæringarefni í handlegginn á mér og taka svo inn eitrið í vaxandi skömtum, þangað til eg hefi náð tilgangi minum með inn- tökunum’. , Otto er ungt skáld fullur af gleði og lífsnautna-löngun, og er hrifinn af dýrð og fegurð hins efnislega heims; auðsjáanlcg mótsetning við Dr. Harald Rung, nútima visinda- manninn, er um alla aðra hluti fram leitar sannleikans og þess að frelsa mannkynið frá böli þess og nauð- um. Vilda systir Ottos er kærasta Haraldar, og gjörir hún alt, sem hún getur til þess að aftra honum frá að taka eitrið; en árangurslaust. Er hún sér, að engar bænir tjá, ásetor hún sér að yfirgefa hann ekki. “Haraldur setur svo tæríngar- vökvann i handlegginn á sér og tek- ur inn eiturskamtana. En um sein- an finnur hann, að skamtarnir eru skáidlegt og meistaralega með það farið. Undir jöklum Islands loga eld- fjöllin. Halla friðþægir fyrir glæp sinn, að brjóta bág við öll mannleg lög og réttt, með sinum hræðilega dauðdaga. Hlutföllin haldast rétt, nákvæmlega rétL læikurínn er ekk- ert likingamál, engin þokukend sýn, ekkert hneykslana-slúður, — ekkert nema hreinasta og fegursta skáld- skaparlist. Ekki orða-skáldskapur, ekki orðskrúð og rósamál, eða nakið og snautt likingarnál, heldur skap- andi skáldskapur, er búið hefir til mannlcgar verur úr sögupersönun- um, með holdi og blóði, einsog sjálfa oss, en sem skáldið hefir blás- ið i lifandi anda úr djúpi sinnar eig- in sálar”. Hrös einsog þetta, i útiendum rit- ura, um verk þessa unga íslendings ætti að vera öllum Isíendingum eink- ar kærkomið, vegna þess, að þó það sé mikið, verður ekki með sanni sagt að það sé ömaklegt. Og frægð íslendinga 5 útlöndum boðar þjóð- inni firægð út um heiminn. ekki nógu kraftmiklir til að yfir- stíga veikina. Byriar hann sér þá bana með því að hann spýtir ákaf- lega banvænu eitri i vínber, etur þau og gefur Vildu líka, og deyja þau þannig bæði. Að hann skyldi gefa heitmey sinni þau líka, án þess að segja henni írá banvæoinu, sem fólst í berjunum, hafa sumir álitið, að kæmi illa heim við drenglyndi og eðallyndi Harald- ar. FJn Pineau segir, að það þurfi ekki að vera. Höfundurinn gjöri ekki söguhctjuna yfirnáttúrlega veru; en þetta sýni hina eðlilegu sálarástríðu, er þoli ekki skilnað- inn. Afli þctta leikritínu skáldlegs gildis og tilfinninga dýptar. “Þó komi þessi hlið betur i Ijós, segir M. Pineau í Bóndanum á Hraani. t riti þessu er máluð hin eldforna barátta milli ástarinnar á eftiriætisbarninu, og ástarinnar til ættaróðalsins. Sveinungi bóndi og Jóruhu kona ha«s eiga eina dóttur barna, Ljótunni, er þau vilja gifta gætnúm en gáfnatregum bóndasyni þar 5 sveitinni. Bóndason þessi er valmenni að manndygðum, og þau treysta honum til að taka við jörð- inni. En Ljótunn hefir bundið huga og trygðir við fcrðalang, ungan jarð fræðing, sem hefir verið þar á flakki um sveitina. “Fyrsti þátíur ritsins lýsir heim- ilisbragnum, er sýnir sátt og sam- lyndi ríkjandi ineðal allra á Hrauni. Fin er næsti þáttur byrjar, er heimil issælan öll horfin. Jarðskjálfti um nóttina hafði rekið fólk út úr bæn- um og út á túnið. Bærinn er hálffall- inn og svo eru fjárhús líka. Leiðir tjón þetta í Ijós trygð þá og ást, sem Sveinungi ber til ættaróðalsins. Nú vill hann sízt yfirgefa bústaði sina og feðra sinna, Eyðileggingin og skaðinn hálfsturla hann, svo að við sjálft liggur, að hann forinæli guði, er öllu þessu ræðar, og ónýtir þann- ig á svipstundu æfistarf barna sinna. Og að annar jarðskjálftakippur full- komnaði foreyðsluverkið er honum nóg harmsefni til dauða. Kcmur þar vel í Ijós, hvc fast hann er bundinn við jörðina og honum ómögulcgt að horfa upp á fólk sitt flytja þaðan burtu. Skýrir þessi þáttur barátt- una milli föður og dóttur, er manns- efni það, er dóttirin hafði sér sjálf valið, afsegir að setjast að á jörð- inni. Er þá um föður eða elskhuga að velja. Vclur dóttirin unnustann. Hefði það gengið nær lífi Svein- unga, ef ekki hefði Jórunn hús- freyja fundið miðlun mála. Hún unni dóttur sinni ög vildi ekki að hún væri gefin nauðug. Eru það lcikslok, að hún bcndir manni sín- um á, að þó tengdasonurinn ekki vilji hirða um jörðina, sé ckki ör- vænt ncma dóttursonurinn hyggi aftur upp hið forna býli. “Því oft er dóttursonur móðurföður lik- ari, en föður”, segir hún, “og veiztq )að engu sfður en eg”. Blíðkast Sveinungi við þessar fortölur og læt- ur undan þeim mæðgum. Fer M. Pincau því næst út í ná- kvæma lýsingu af Fjalla-Eyvindi.— Er hann hefir skýrt efni ritsins, seg- ir hann að skáldið hafi auðgað bók- mentir heinisins með þessum ís- lenzku myndum, sem dregnar séu af sveitalífinu, með svo mcistaralcga frtimlegum dráttum. Lýkur hann máli sínu um Jóhann mcð þessum orðum: “Fjalla-Ey- vindi hefir allstaðar vcrið tekið með dyni og dálæti, þar scm hann Ihefir vcrið sýndur, Efnið er bæði; Nýjar bæknr. eftir 8vo., K OLBEINSLA G, gamanrima Stephán G. Stephánsson, pp. 36. Winnipeg, Viking Press, Ltd., 19U Höfundurinn þarf engrar við- kynníngar með, eigi heldur ineð- mælingar. Sá mcðal fslendinga, sem ekki kannast við Stephán G. nú orð- ið, raun ötrúlega lesa linur þessar. Þarf því ekki höfundarins meira að geta. En ffyrir þá, sem hann þekkja, er það futl sönnun i þess, að rit þetta er eigulegt, þó eigi sé stærra, og fult af spakmælum og viti. Við- ast er það líka svo ljóst, að þeim sem skilur mælt raál, er eigi ofvaxið að skilja það. Þó ónauðsynlegt ætti að vara, að taka þetta fram, er þó enn á stöku stöðum það fásinni endur- tckið, að Stephán G. Stephánsson kveði svo dult, að lítt fróðum mönn- um sé með öllu ofvaxið, að vita hvað hann sé að fara. Vill sá upp- vakningur seint hverfa úr sögu, er komið var á ról hér fyrr á árum, er skoðana-fælnin gjörði sem mest vart við sig í ritdómurn vor á meðal. Kvæðaflokkur þcssi er eitt mcð því betra, er Slephán hefir kveðið, Notar hann þjóðsöguna gömlu um viðureign þeirra Kolbeins jökla- skálds og Kölska, er þeir voru látn- ir kveðast á og Kolbcinn setti sjálfan sig að veði, að hann gæti botnað, hvað sem Kölski kvæði upphafið að, En sagan gctur ekki um, vegná hvers þeir gjörðu þenna kaúpskap sín á milli; en Stephán fann samn- ings-atriðið af forneskju sinni, og um það snýst aðalcfni kva:ðisins. Samnings-atriðið er þetta, að Kölski, sem ávalt cr um það að hugsa, að færa út riki sitt og hefir gjört nýja uppgötvun. Til þess að gcta veitt þjóðirnar i net sitt, verð- ur hann fyrst að afmenna þær og skrílmenna. Þessu verður eigi svo þægilega við komið, nema með því, að niða þær af tungunni. Þá álítur hann, að alt verði hægra um vik, Gota og Hellena (Grikki) slysaði hann með latínu; en grunlaust er honum þö ekki, nema vopn það geti snúist i höndurn sér og orðið að mcini, þvi "mannvititf i henni ofmikið er, þeir álpast á það kannskc seinná IHa segir honum hugur fyrir um Siðabótina, vegna þess að “i kyrkjuna þýzkuna Lúther gat teitt ið leiðasta i allri hans villur Nú hugsast honum að veiða ís- lendinga, níða þá af málinu og ætl- ar að fá þcim dönsku í staðipn. En til þcss að geta það, verður hann að yfirstíga skáldin íslenzku, en helzt þeirra var Kolbeinn. Leggur Kölski þvi á hólm við hann. Þessar ráðagjörðir segir Kölski kcrlingu sinni, sem er að fara á safn- aðarfund, því þau eru bæði i sann- trúar söfnuði, Kölski og kerling hans. En frá gifting Kölska grcina Iika þjóðsögur íslendinga. Leggur hann þvi af stað til Kol- bcinsstaða. En fátt gott hefst af fjandakomu, og þarf hann fyrst að gjóra Kolbeini þann grikk að drepa fyrir honurn beztu ána. Býður Kol- beinn honum inn, hélt að þetta væri einhvcr, sem nú væri kominn til þcss að fá sig til að kveða crfiljóð! Takast mcð þeim samningar og er kvæðastefnan háð út í Draugaskeri. Eiga þeir að kvcða upphaf og niður- lag á víxl og skifta um eftir sjávar- föllurn. Byrjar Kölski og reynir að kvcða óheill yfir land og lýð. En Kolbcinn botnar og “færir alt til betra vegar”. En svo skiftir um; á nú Kölski að botna, og fer nú Kol- bcinn að sjá sitt óvænna og fær ekki varið óbænum fjanda; þangað til að Kolbeinn reynir sinn eigin hátt — Kolbeinslag. Þenna hátt þekkir Kölski ckki og stendur nú á svörum og er þá Kolbeini vcittur sigurinn, "Því að skrattinn og ófrelsið eru helzt jöfn i óleikni á háltunum nýju". í síðasta stefjamáli kvæðaflokks- ins hindur höf. nafn sitt. Ef lesnir eru niður fyrstí stafur liverrar línu, koma orðin: “Slebbi frá Seli”; en svo var höfundurinn kallaður aff Ieikbræðrum hans, á drcngjaárunn þeirra, er hann átti heima í “Viði- mýrarseli” í Skagafirði. Innanum allan kvæðaílokkinn er Mandað meinlegri glettni. Aftur kennir alvörunar, þar sem skáldið stendur að baki Kolbeins, að styðja hann í viðureigninni, svo ekki verðs giftu lands og þjóðar i hel komið. Verða þá mörg vísuorðin að spak- mælum og fá eigi annað en fest í minni þess, sem les. Má fyrst tína til þessi Kölskaráð: Snýkjum þjóðum fremri frá Frægum ræðu-sniðum------------ Hvellum gómi yrkjum af Innan tómum huga.---------- fíilíft tjón úr yfirsjón Eldri lýða smíðurn--------- Gcrum lit að list en vitið ekki-t ómenskunni á sig trúa Og þeim bezt sem naprast tjúga.—t Farga hæði frelsi og “æru" Fyrir “prís" á sauðargæru”. Þá eru aftur orð Kolbeins, en aff öðru tagi: Ragri þjóð við röskvan óð Renni blóð til skyldu. —------ Fagna að vanda að fjari grand Fyrir handan sérhvert strand.—t Skynjum að i orðsins list Alda-sátir tifa. ------ Og þá er ekki sízt visan — Kolbeint- lagið sjálft — er Kölski féll á: Ef er gálaust af að má Eins manns blóð úr lífsins sjóð, Hvað mun þá að hyggja á Heillar þjóðar erfiljóð? Hve létt og lipurt er farið með ervið- ustu hættina, má marka á vísu þess- ari (bls. 25): Hróður er spunninn hclmings- langur Hér af munnunum — Byrjar unnar undirgangur Inn á grunnunum. Um tildrög til kvæðis þessa segir skáldið í bréfi: Gæftirnar eru þannig, að oft verða að liggja árar í bát, og sa,tt að segja, mér finst það sé öllu hæfilcgast. Eg meiddi mig ögn, varð að sitja inni nokkra daga, svo eg notaði þann tima til að skafa upp og skrifa-----það sem eg kalla Kolbeinslag. Síðan eg las sögurnar um Kolbein, hefir mér oft hugsast a efni væri í honum. Hann var auð- vitað ekki neitt skreyti-skáld, djöfla- trúaður og forneskju Karl; en minn- ingarnar um hann sýna, hve áhrifa- mikill hann var. Og satt að segja, eins ógeðsleg einsog mér finst djöfla- trúin í keningu, ber eg samt virð- ingu fyrir mönnunum og þjóðinni þeirri, sem hafði svo sterka trú á skáldskapnom, að þeir treysta sér að ganga í greipar þess, sem þeir vissu og trúðu verst vera með kveð- skapinn einann að vopni. “— --------Svo væri það nú helzt við mitt hæfi, að mæla fyrir 300 ára erfi rímnaskáldsins og fjanda-fæl- anna, meðan hinir frægja minningu Hallgrims Péturssonar, sáhnaskálds- ins og svartsýnis-mannsins. Þeir stóðu uppi um líkt leyti”. Ritið er í sarna broti og ljóðmæla- safn skáldsins, prentað á góðan pappír og innheft í sterkri kápu, og kostar ein 25c. Ættu sem flestir að eignast það og lesa. Sökum Evrópu-stríðsins verður því að líkindum ekki komið heim til útsölu; en upplagið er ekki stærra en svo, að íslendingar hér vestra œttu að geta keypt það upp. Allur arður af sölunni gengur til skálds- ins sjálfs. Ef það seldist upp, myndi andvirðið nægja fyrir fargjaldi heim til fslands. — Væri það ekki vel við cigundi, að gefa honum kost á að kosta ferð sína sjálfur á þcnna hátt, nota Kolbcinslag að áralagi yfir “ís- lands ála”, sem honum eru óvæðir orðnir á sjötugs aldri? ¥ v v FÍFLAR, 1. hefti. Smásögur, frum- samdar og þýddar. Útgef. Þor steinn Þ. Þorsteinsson. Kostn- aðarm. Þorstcinn Oddson. 8vo. pp. 64. ólafur S. Thorgeirsson prentari. W’peg 191 Rit þetta er safn af smásögum eft- ir ýms útlend skáld, í þýðingum eft- ir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Þessar eru þýddu sögurnar: Óminnisdrykk- urinn, eftir Rudolph Bauinbach; Iðrunarfulli syndarinn, eftir Leö Tolstoý; Þegar bréfin brunnu, eftir Adam Dan; Leyndarmál málarans, eftir Olive Schreiner; Heimskinginn eftir Ivan Tourgeneff. — Þá eru 3 frumsamdar sögur: Friðarboginn. eftir Hjálmar Gíslason; Strcngur hjartans og Laun skáldsins, eftir út- gcfandann. Af eftirmálanum að dæma, er það ætlun útgefanda að halda áfram með þetta rit. Þar segir: “Það er áform þeirra, sem að úrgáfu Fífla stuðla, að láta þá cigi verða að biðukollum strax. f næsta hefti verður, ásarnt þýddurn og frumsömdum smásögum, byrjun á þjóðsagnaþáttum, er Þor- steinn Þorsteinsson frá Upsum i Svarfaðardal skrifaði upp á Giinli i Nýja fslandi, um það leyti sem hann var að verða blindur (1889)”. Um smásögusafn þetta er ekkert nema gotl að segja; enda er ekki far- ið eftir efninu, þýddu sögunum, til neinna viðvaninga. Allar munu þö

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.