Heimskringla - 22.10.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.10.1914, Blaðsíða 6
Bl.s. 6 HEIMSKRINGL4 WINNIPEG, 22. OKTÓBER 1914. i Ljósvörðurinn. mitt hvildi aftur litla höfuðið með silkimjúku hárlokk- unum, sem svo oft hafði hvílt þar áður. Við flugum nú til baka yfir land og sjó, og námum ekki staðar fyr en við sáum frjóvan blett, þar sem mér sýndist eg sjá litlu Gerti mína standa hjá nokkrum skuggarikum trjám. Þá flaug eg niður og lagði litla drenginn minn við fætur þína, og um leið og eg hrópaði upp nafn þitt vaknaði eg”. “Og nú, Gerti, er engin beiskja eftir í þeim bikar, sem eg á að tæma. Heiiagur engill hefir hjálpað mér. Mig langar nú ekki lengur ,til að sjá drenginn minn á þessari jörðu, því eg er sannfærð um, að burtför mín er í fullu samræmi við áform forsjónarinnar. Eg trúi því nú, að móðir Willies gæti ekki varðveitt hann frá freistingunum, ef hún lifði; en að andi þessarar moð- ur muni fá voldug áhrif, og við þá hugsun, að hún gætir hans og reynir að leiða hann eftir réttri leið, frá sínu himneska heimili, fær hann að líkindum betri vernd fyrir öllum hættum, heldur en þó hún dveldi hér á jörðunni. Og nú get eg með fullri alvöru sagt: Verði þinn en ekki minn vilji”. Frá þessari stundu og þangað til frú Sullivan dó, sem átti sér stað hér um bil mánuði siðar, var hún á- valt róleg og stilt. í bréfinu, sem hún lét skrifa Willie, og orðaði sjálf, lýsti hún sínu óbifanlega trausti á gæzku og vizku forsjónarinnar og skoraði á hann að rækja sömu auðmjúku ástina til hins almáttuga. Þegar Gerti var búin með bréfið og farin í skól- ann, opnaði fru Sullivan það aftur og skrifaði með veiku og skjálfandi hendinni sinni um velgjörninga Gerti við sig, — hve óeigingjörn hún væri, þolinmóð og ástúðleg. “Meðan þú geymir endurminninguna «m móður þina og afa í*hjarta þínu, máUu ekki gleyma að bera hið innilegasta þakklæti til stúlku, sem verð- skuldar það hrós, sem eg finn ekki orð til að lýsa”, skrifaði hún. Þrek frú Sullivan þverraði svo hægt, að dauði hennar kom Gerti alveg á óvænL 1 kyrð næturinnar, án annarar hjálpar en hin skelkaða Jana gat veitt, vakti hún hjá hinni elskuðu deyjandi konu. “Ertu hrædd við að sjá mig deyja?” spurði frú Sullivan hér um bil einni stundu áður en hún dó. Þegar Gerti sagðist alls ekki hræðast það, sagði hún: “Snúðu þér þá við og að mér, svo að kæra andlitið þitt verði það síðasta, sem eg sé á þessari jörðu”. Þetta var gjört, og skömmu siðar dró hún sinn síðasta andardrátt, með hendi sina hvílandi í hendi Gerti, og horfði á hana með óviðjafnanlega ástríkum svip í augum sínum. SEYTJANDl KAPtTULl Fleiri breytinqar. Reynsla og mótlæti þessara síðustu tíma hafði haft slæm áhrif á Gerti, og Jeremy Iæknir var hræddur um hana. Margir af vinum Gerti buðu henni að setjast að hjá sér, en hún afþakkaði öll tilboð. Áform hennar var, að setjast að í fæðisskóla, svo hún gæti verið eins óháð og unt væri. Frú Jeremy skoraði fastlega á hana, að setjast að hjá sér; og fyrst vildu hjónin ekki heyra neinar mótbárur. En þegar hún sagði þeim, að Gra- ham hefði haldið því fram, að hún gæti ekki lifað án annara hjálpar, og ætlaði nú að sýna honum og öðrum að hún gæti það, komu þau sér saman um, að hún skyldi vera hjá þeim um tíma meðan hún væri að hvíla sig, og setjast svo að í fæðisskóla. Kona sira Arnolds átti systur, sem var ekkja. Hún hafði stórt og viðfeldið herbergi, sem nú var tómt, og undir eins og Gerti var búin að koma öllu í gott horf, sem hún átti, flutti hún inn í það. Þegar Gerti kom inn í borðsalinn fyrsta kveldið, sem hún var hjá Warren, bjóst hún við að sjá aðeins ókunnug andlit; en henni voru það þægileg vonbrigðði, þegar hún kom auga á Fanny Bruce, sem var hjá frú Warren ineðan móðir hennar og bróðir voru á skemti- ferðum. Fanny var 12—13 ára og stundaði skólanám, og þar eð hún og Gerti höfðu veríð nábúar nokkur sumur, voru þær vel kunnugar. Fanny bar mikla virð- ingu fyrír Gerti og gladdist nú við þá von, að kynnast henni betur. Þegar hún sá Gerti horfa á sig með stóru, dökku augunum sínum, og vingjarnlegt bros á vörum hennar yfir því að sjá kunnugt andlit, dirfðist hún að ganga til hennar og bjóða henni sæti við borð- ið við hliðina á sér. Fanny Bruce var gædd góðum bæfileikum og hjartagóð stúlka, en hún var vanrækt af móður sinni, sem hugsaði aðeins um soninn, þann sama Ben, sem áður er getið. Henni hafði oft verið komið fyrir á fæð- isskóla meðan hin skemtigjarna móðir hennar og lati sonurinn eyddu tímum i ferðalag; en hún hafði ekki ávalt átt jafn viðfeldið heimili og nú. En henni fanst hún oft var mjög einmana og yfirgefin, og það olli henni hrygðar, þvi hún leit svo á, að enginn skeytti um sig. Gerti var ekki búin að vera lengi hjá frú Warren, þegar hún tók eftir því, að Fanny var éinsog ofaukið á heimilinu. Hún var nokkrum árum yngri en hinar stúlkurnar, sem borðuðu þar, þrjár ungar, skrautgjarn- ar stúlkur, sem ekki vildu láta svo lítið, að lofa henni að vera í sínum hóp; og frú Warren átti svo annrikt við heimilisstörfin, að hún gaf hcnni lítinn gaum. Þessi einmanalega tilvera hennar vakti meðaumkun hjá Gerti, sem sjálf var hrygg yfir einveru sinni og vina- missirnum, og enda þótt hún virti mikils kyrðina í viðfeldna herberginu sinu, lét hún samt Fanny koma oft upp til sín, sem henni þótu svo undur vænt um, að hún var þar oft lengi. Aprilmánuður var byrjaður, en engar fregnir hafði Gerti enn fengið frá Emily. Hún þráði innilega að mega opna huga sinn fyrir vinu sinni og segja henni frá allri sinni hrygð. Fyrst skrifaði Gerti henni mörg bréf, en nú vissi hÚD ekki áritan hennar, og eftir að frú SuIIivan dó, voru öll bréfaviðskifti milli hennar og hinna fjarverandi hætt. Eitt kveld sat hún við gluggann og hugsaði um sína góðu vini; þá var hún alt i einu beðin að koma ofan til síra Arnolds og önnu dóttur hans. Þegar þau höfðu talað saman stundarkorn, sneri ungfrú Arnold sér að henni og spurði, hvort hún hefði beyrt nýjustu nýung- ina. Nei, Gerti ha'fði ekki heyrt hana. Sér til stórrar undrunar fékk hún þá að heyra, að Graham væri ný- lega kvongaður ekkju nokkurri, sem heitið hefði frú Holbrook. Orsökin til þess, að Gerti hafði ekki heyrt þessa fregn, var sú, að bún hafði ejiki lesið blöð síð- ustu daganna og sjónleysi Emily bannaði henni að skrifa. Eftir þeirri Iýsingu, sem ungfrú Arnold gaf Gerti af þessari nýju konu, fékk hún ekki gott álit á henni. Hún skildi undir eins, að þetta hlaut að hafa mikla þýðingu fyrir Emily, og fann til innilegrar ineð- aumkunar með hinni biindu vinstúlku sinni. En þeg- ar stmtalið um Graham stóð sem hæst, kom hr. og frú Jeremy til þeirra. Læknirinn hélt á bréfi í hendinni með áritun Gerti, og um leið og hann rétti henni það, nuggaði hánn saman höndunum, leit á önnu Arnold og sagðí: “Nú fáum við nákvæmari fregnir um þessa miklu nýung, ungfrú Anna”. Þegar Gerti sá, að þau voru öll svo áfram um, að heyra efni bréfsins, opnaði hún það og las fljótlega. Bréfið var þrjár þéttskrifaðar síður frá frú Ellis og all-langt bréf frá Grahain. Þó Ger,ti væri hissa á því, að fá bréf frá manni, sem skildi við hana reiður i meira lagi, var löngun hennar eftir að heyra eitthvað um sina kæru Emily enn sterkari, og þess vegna tók hún bréf ráðskonunnar fyrst, þar eð hún bjóst við að það mundi færa sér hinar þráðu fregnir. Það hljóð- aði þannig: , “Kæra Gertit — Þar eð svo tnargir frd Boston voru viðstaddir brúðkaupið, býst eg við að þér hafið heyrt um það getið. Hann tók scr fyrir konu frú Holbrook, þá sömu, sem eg gal um í síðasta bréfi. Hún var á- kveðin i því að fá hann og fékk hann líka. Eg hika ekki við að s'egja, að hann hafi breytt flónskulega með þessari giftingu. Honum geðjast bezt að rólegu lífi, en nú er öll von um það horfin — vesalings manninum — Því hún elskar samkvæmislíf umfram alt. 1 Hav- ana elti hún Graham, hvar sem hann var; en þá var hann ekki einráðinn i, að giftast henni. Þegar við komum til New Orleans, þá var hún þar, og endirinh varð sá, að hún fékk vilja sinn og giftist honum. Emily tók þetta með ró og var hin alúðlegasta við ekkjuna. En, hamingjan góða, hvernig á Emily að geta þolað allan þann hávaða og málæði unga fólksins, sem um- kringir oss? Fyrir mitt leyti að segja, er eg þvi óvön og kann ftla við það. Nýja frúin er kurteis við mig núna, síðan hún náði takmarki sína. “En eg býst við yður furði á því, hvað orðið sé af okkur nána, Gerti, og verðið hissa á þvi að heyra, að við séum komin til Neiv York á heimleið. Vesalings Emily líður ekki vel. Eg meina ekki, að hún sé veik, en hún er mjög döpur og viðkvæm. Hún verður þreytt við alla áreynslu og orsökin mun vera hin nýja frú og allar bróðurdæturnar, ásamt öðrum óþægindum. En hún kvartar aldrei og enginn sér annað en hún sé á- nægð með giftingu föður síns; en glaðleg hefir hún aldrei verið á þessum vetri og útit hennar nú vekur hjá mér kvíða. Hún minnist oft á yður og er hnuggin yfir þvi, að fá ekkert bréf. En snúum okkur aftur að aðalatriðinu: Eg skal segja yður, að alt þetta fólk ætl- ar til Norðurálfunnar og Emily líka. Það mun vera hugmynd nýju frúarinar og nú er það fast ákveðið. Graham vill að eg fylgi þeim, en um slíkt er ekki að tala. Eg vil eins gjarnan láta hengja mig og að voga mér út á sjóinn aftur, og það sagði eg honum hréint og beint. Þess vegna hefir hann skrifað yður og biður yður að verða Emily samferða, og ef þér eruð ekki hræddar við sjóveiki, vona eg að þér samþykkið þessa beiðni hans, því það yrði leiðinlegt fyrir Emily, að verða að fá ókunnuga stúlku með sér;' en af því hún er blind, verður hún ávalt að hafa einhvern hjá sér. Eg held hana langi alls ekki til að ferðast, en hún vill ekki biðja föður sinn um að vera kyr, af því hann kynni þá að halda, að henni likaði ekki kona hans. Undir eins og þau eru farin, sem verður i lok april, kem eg heim aftur til að búa húsið í D. undir komu þeirra, áður en þau koma heim úr ferðinni. Eg skal nú skrifa eftirskrift til yðar frá Emily, og eg held eg hafi ekki meira að segja sjálf, annað en það, að við bíðum svars yðar með óþolinmæði, og eg endurtek það að eg vona að þér neitið ekki að fylgja Emily. Yðar með vinsemd, Sarah H. Ellis’’. Eftirskriftin var á þessa leið: “Eg þarf ekki að segja minni kæru Gerti, hve mjög eg hefi þráð, að hún væri hjá mér; hve mikið eg hefi hugsað um hana dag og nótt og beðið guð að styrkja hana í raunum hennar og sorgum. Bréfið, sem var skrifað rétt á eftir dauða Coopers, er það seinasta, sem eg hefi fengið, og þess vegna veit eg ekki, hvort frú Sullivan lifir enn. Skrifaðu mér strax, kæra barn, ef þú getur ekki komið. Faðir minn segir þér frá á- formum okkar og biður þig að koma með okkur til Norðurálfurmar. Það gleddi mig ósegjanlega, að min kæra Gerti færi með mér; en þú mátt enga skyldu van- rækja mín oegna. Eg treysti því, að þú munir sjálf ákveða hið skynsamlegasta um breytni þína. Þú hefir heyrt um giftingu föður míns; hún hefir orsakað mikl- ar breytingar fyrir okkur öll, en eg vona að hann verði gæfuríkur. Frú Graham á tvær bræðradætur, sem eru hjá okkur á hótelinu; þær eiga líka að verða okkur samferða, og eru, eftir því sem mér er sagt, mjög lag- legar stúlkur, einkum Bella Clinton, sem þú hefir scð í Boston fyrir fáum árum síðan. En frú Ellis er nú orðin mjög þreytt af að skrifa, og eg enda þvi þessar línur með þvi, að fullvissa mína kæru Gerti um ein- læga ást mína á henni. Þin Emily”. Það var með all-mikilli forvitni, að Gerti opnaði bréf Grahams. Hún hélt að honum myndi veila erfitt að snúa sér að henni, og var í vafa um, hvort hann mundi skrifa með skipandi orðum eða litillækka sig til að koma með afsakapir og skýringar. Bréfið hljóðaði þannig: "Ungfrú Gerti Flint! “Eg er giftur og hugsa mér að leggja af stað til útlanda þann 28. april; dóttir min fer með mér, en þar eð frú Ellis er hrædd við sjóferðir, finst mér eg vcra neyddur til að bera upp fyrir þér þá uppástungu, að þú komir til okkar i New York og fylgir okkur á ferðalaginu sem félagssystir Emily. Eg hefi ekki gleymt hinu vanþakkláta háttalagi þínu, þegar þú af- þakkaðir samskonar tilboð frá mér, og ekkert gæti feng- ið mig til að gefa þér tækifæri til slíkrar hegðunar aft- ur, nema sú innilega ósk, að gleðja dóttur mína; og auk þess vil eg sýna þeirri stúlku velvilja, sem hefir verið svo lengi á heimili mínu að eg ber hlýjan hug til hennar. Eg gef þér þess vegna tækifæri til að láta mig gleyma hinu slæma framferði þínu, með þvi að láta nú að óskum okkar; og ef þú samþykkir að koma aftur til okkar, skal eg sjá um, að þú getir haldið áfram að vera heldri stúlka. Þar eð við leggjum af stað i mánaðarlokin, er nauðsynlegt, að þú sérl komin hingað innan hálfs mánaðar, og ef þú vilt skrifa og segja, hvern dag þú kemur, þá skal eg taka á móti þér á bryggjunni. Þar eð frú Ellis þráir að komast sem fyrst til Boslon, vona eg þú komir eins fljótt og mögulegt er. Þar eð ferðin hingað er nokkuð kostnaðarsöm, legg eg hér með peningaupphæð, sem mætir þeim kostnaði fylli- lega, og ef þú ert. i skuldum, verðuqöu að segja mér upphæð þeirra, og skal eg sjá um borgun þeirra, áður en þú ferð frá Boston. I þeirri von, að þú sjáir nú skyldu þína, er mér ánægja að skrifa mig sem vin þinn. J. H. Graham". Gerti sat í nánd við lampa, sem kastaði birtu sinni á andlit hennar, er nú blóðroðnaði sökum særðrar sómatilfinningar, þegar hún var búin að lesa Grahams bréf. Jeremy læknir sá strax, að hún roðnaði, og und- ir eins og síra Arnold og dóttir hans voru farin, bað hana innilega um að fá að heyra innihaild bréfsins, því annars kynni hann að álíta það þúsund sinnum meira móðgandi en það væri i raun og veru. “Hann skrifar mér tillboð um að verða þeim sam- ferða til Norðurálfu”, sagði Gerti. “Er það svo?” sagði Jeremy læknir og blístraði hægt; “og bann heldur, að þér séuð nógu heimskar til að fara strax?” “Þig langar líklega til að fara, Gerti, er það ekki?” sagði frú Jeremy. “Það verður inndælt”. “Sveil” sagði læknirinn. “Hvaða inndæli getur verið i því fólgið, að flækjast með gömlum harðstjóra, blindri dóttur hans, imyndunargjarnri konu og kveif- arlegum frænkum? Það yrði þægileg staða fyrir Gerti eða hitt heldur, — þý allrar fjölskyldunnar”. “Ó, hr. Jeremy, þér gleymið Emily”, sagði Gerti. “Emily er raunar engill og vill aldrei gjöra nein- um á móti, allra sízt eftirlætisgoði sínu; en ef mér skjátlar ekki, verður henni all-erfitt að gæta réttar síns í þessari stækkuðu fjölskyldu föður síns”. “Því meiri nauðsyn er á, að einhver annist hana og verji hana fyrir öllum óþægindum”, sagði Gerti. “Þér ætlið þá að taka að yður að annast hana, — standa i virkisraufinni?” sagði læknirinn. “Eg hugsa mér að taka á móti tilboði Grahams”, svaraði Gerti, “og fara strax af stað til þess að fylgja Emily; en eg vona, að góða samkomulagið, sem nú virðist vera á milli hennar og hinna nýju heimilisfélaga breyti&t ekki”. “Það er þá áform yðar að fara”, sagði frú Jeremy. “Já”> svaraði Gerti, “ekkert annað en skylda mín gegn frú Sullivan og föður hennar kom mér til að yfir- gefa Emily. Nú hefi eg uppfylt þá skyldu, og þar eð get verið henni til gagns nú og hún vill fá mig, get eg ekki frestað því eitt augnablik. Eg sé lika á bréfi frú Ellis, að Emily er ekki ánægð, og til þess að gjöra hana ánægða, má eg ekkert vanrækja. Hugsið ,til þess, hve góð hún hefir verið mér”, frú Jeremy”. “Eg veit það”, sagði frú Jeremy, ‘og eg held líka að þér fáið ánægju af ferðinni, þrátt fyrir allar fugla- hræðurnar, sem maðurinn minn bregður á loft til að skelka yður. En samt sem áður fórnið þér miklu með því, að yfirgefa fallega herbergið yðar og þægilegu stöðuna, og skifta á því og ógeðslegu ferðalagi”. “Fórn”, sagði læknirinn. “Það er sú stærsta fórn, sem eg hefi nokkru sinni heyrt getið um. Það er ekki eingöngu að sieppa hinni góðu afkomu og fallegasta heimilinu, sem til er í Boston; en það er líka að ofur- selja hið óháða líf, sem hún er búin að tileinka sér og hefir varðveitt svo vel, að hún þiggur aldrei heimboð annara lengur en eina eða tvær vikur.” “Nei, læknir; það, sem eg gjöri fyrir Emily, getur aldrei verið fórn; það er mér aðeins stór ánægja”, sagði Gerti hlýlega. “Gerti hefir ávalt ánægju af að gjöra það sem er rétt”, sagði frú Jeremy. “Nei, nei”, sagði Gerti, “mér skjátlar oft; en í þessu tilfelli get eg ekki breytt á annan hátt. Hugs- unin um, að okkar kæra Emily yrði að hafa ókunn- uga stúlku hjá sér, mundi gjöra mig alvarlega hrygga. Við höfum í mörg ár borið sorgir og ánægju í félagi, óg þegar önnur þjáðist, gjörði hin það líka. Eg verð að fara til hennar, eg get ekki annað”. “Eg óska að þessi fórn verði metin einsog hún verðskuldar”, sagði Jeremy. “En eg er viss um, að Graham finst að hann gjöri yður þann mesta greiða, sem mögulegt er að gjöra, með því að taka yður til sin aftur. Máske hann breyti við yður sem förukerlingu; það er ekki í fyrsta sinni, sem hann hegðar sér þann- ig. Eg get ekki hugsað mér, hvað hefði getað knúð vesalings Fillip Armory til að snúa aftur”. Svo sagði hann með hærri röddu: “Hefir hann gjört nokkra afsökun fyrir breytni sinni við yður, i bréfinu;” “Eg held hann hafi ekki álitið það nauðsynlegt”, sagði Gerti. “Hann hefir ekki reynt að afsaka hið ruddalega framferði sitt? Nei, eg mátti vita það. Mér finst það minkun fyrir yður að vilja eiga á hættu að verða fyrir annari eins hegðan. En eg hefi ávalt heyrt, að kven- fólkið gleymdi sjálfu sér, þegar um vináttu væri að ræða, og nú trúi eg því. Gerti er ágæt vinstúlka. Við verðum að halda i vináttu hennar, kona, svo við get- um krafist greiðasemi hennar”. “Ef þér gjörið það nokkurntíma, þá er eg fús til að gjöra yður þann grciða, sem eg get”, svaraði Gerti. “Ef nokkur manneskja í heiminum er í skuld við mannfélagið, þá er það eg. Eg heyri menn kalla mann- kynið kalt, eigingjarnt og tilfinningarlaust; en það hef- ir ekki verið það við mig. Eg væri óþakklát, ef eg elskaði ekki mannkynið i heild sinni, og þá einkum þá, sem hafa sýnt mér eins mikla ást og nokkurt for- eldralaust barn hefir orðið fyrir”. Gerti bjó sig til ferðar, og áður en 14 dagar voru liðnir frá þvi að hún kvaddi vini sína, var frú Ellis komin til Boston og sagði ferð Gerti hafa gengið vel, og nokkrum dögum síðar fékk frú Jeremy bréf, er sagði, að leggja ætti af stað í ferðina að fáum dögum liðnum. Hún varð því fremur hissa, þegar hún að þrem dögum liðnum fékk annað bréf frá Gerti, sem var á þessa leið: “New York, 29. april. "Mín kæra frú Jeremyl “Þar eð ákveðið var, að við legðum af stað til Norðurálfunnar í gær, verðið þér að líkindum hissa af því að heyra, að við erum enn í New York, og enn meira yfir því, að ferðinni er frestað um óákveðinn tima. Fyrir tveim dögum fékk Graham eitt af gömlu gigtarköstunum sínum, og það var svo voðalegt, að lif hans var í hættu statt. Enda þótt hann sé skárri i dag og læknirinn sé óhræddur um lif hans, hefir hann þó sárar þrautir, svo um sjóferð tjáir ekki að hugsa að minsta kosti í nokkra mánuði enn. Hann þráir mjög að komast heim, og undir eins og hann er fær um að ferðast hröðum við okkur heim til D. Eg legg j hér innan i bréf til frú Ellis. Það eru leiðbeiningar 1 um ýmsar breytingar, sem Emily vill að séu gjörðar, og þar eð við vitum ekki áritun hennar, vona eg að þér gjörið svo vel að koma því til skila. Frú Graham og frænkur hennar hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um, að þvi er ferðina snertir; einkum er það stór sorg fyrir ungfrú Clinton, er bjóst við að finna föður sinn i París, sem verið hefir fjarverandi heimili sínu í lið- ugt ár. “Eg veit að yður grunar, að hvorki Emily né eg erum leiðar yfir þvi, að ekkert varð af ferðinni, sem við kviðum svo mjög mikið fyrir; og ef að veikindi ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKISOKKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉR KXNNIST ÞESSTJM SOKKUM Þeir hafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa manni veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauma sem hætt er við að rifni upp úr. Þeir fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað f þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika, að tísku fyrir yfirburði að efni og frá- gangi, algjörlega flckkleysi, og til að endast í sex mánuði gata lausir, annars er annað par sent í staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að borga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SILK HOSE með skrifaðri ábyrgð og af hvaða lit sem er, eða, þrjú pör af okkar Ladies’ Hose, annað- hvort svarta, brúna eða hvíta að liti með skrifaðri ábyrgð. LATTU EKKI BÍÐA—Þetta tilboð verður tekið til baka þegar verzlunarmaðurinn f þínu héraði fer að höndla þA Nafngreinið bæði lit og stærð. Tbe International Hosiery Co. 21 Bittner Street Oayton, Ohio, HKJL —Uppáhald Vesturlandsins E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. DOMINION BANK Ilornl \otrr Dime og Sherbrooke Str. HðtnltHtöll uppb...........S. 6,000,000 Varamjöttu r...............$. 7,000,0041 Allar elsnlr...............«78,000,000 Vér óskum eftlr vltSskiftum verz- lunarmanna og ábyrgumst atJ grefa þelm fullnægju. SparisjótSsdelId vor er sú stærsta s'em nokkur banki hef- ir i borginni. fbúendur þessa hluta borgarinnar ðska a8 skifta vib stofnun sem þeir vita aó er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjib spari lnnlegg fyrir sjálfa yfiur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONB GARRY 3450 ▼ í f 444-4-4-f ♦♦♦♦♦»♦ ♦♦♦♦♦♦♦-♦4-»-f4 Crescent í MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel i að nota meira af því Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. :: TALSIMI MAIN 1400 Kaupið Heimskringlu. I ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ om heimilisréttarlönd í Canada NorÖvestnrlandina. Hver, sem hefur fyrir fjölskyldu tfl sjá eöa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur tekið heimilisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandi f M&n- itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandl vertSur sjálfur aT5 koma & landskrifstofu stjórnarinnar, e9& tind- irskrifstofu hennar í því héraöi. Sam- kvæmt umboöi má land taka á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en eklcfl á undir skrtfstofum) meö vissum skU- yröum. SKYLDUR—Sex mánaöa ábáö of ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa með vissum skilyrðum innan 9 mílna frá heimills- réttarlandi sínu, á landi sem ekkl mr minna en 80 ekrur. 1 vissum hérööum getur góður oc efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjórðungi sectíónar meöfram landi sínu. Verö 83.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaða ábúð & hverju hinna næstu þrlggja ára efthr aö hann hefur unnið sér inn elgnar- bréf fyrlr heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktað 50 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsrétt&rbréf getur land- nemi fengiö um leið og hann tekmr heimilisréttarbréflð. en þó með vtssum skilyrðum. Landnemi sem eytt hefur helmllle- rétti sínum, getur fengið heimilisrétt- arland keypt i vissum héröðum. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuði af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús í landinu. sem er $300.00 virði. Færa má niður ekrutal, er ræktaat skal, sé Iandiö óslótt, skóg! vaxiö eða grýti^ Búþening má hafa & landlnu ( stað ræktunar undir vissum skilyrðum. BIÖÖ, sem flytja þessa auglýstngu leyfislaust fá enga borgun fyrlr.— W. W. CORY. Deputy Minister of the Interlor. I Hií sterkasta gjöreyðmgar lyf fjrrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fió, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Þeð eyðileggur eggin og llrfuna, ogkemur þannig í veg fyrir frekari óþægindi. Búið til af PARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 WINNIPEG Selt í öllum betri lyfjabúðum. mmiW é

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.