Heimskringla - 18.11.1936, Page 1

Heimskringla - 18.11.1936, Page 1
LI. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 18. NÓV. 1936 NÚMER 7. HELZTU FRÉTTIR Madrid biður Breta að skerast í leikinn í fréttunum s. 1. mánudag ivar þess getið, að stjórnin í Madrid hefði sent mann í flug- vél til Bretlands, til þess að fá þá til að reyna að afstýra tþví, að íbúar Madrid-borgar verði strádrepnir með eiturgasi. — Stjórnin hefir getað stöðvað árásina á borgina, en hún ótt- ast, að uppreistarliðið taki til jþeirra ráða, að spúa eitri yfir borgina, ef þeim takist ekki að vinna hana á annan hátt. En í borginni eru um 1% miljón mianna. Yrði það ljóta hrann- morðið, ef til þeirra ráða skildi gripið af Franco foringja upp- reiste^rmanna. — Unjdirtektir Breta eru ekki kunnar. En sendisveinn Spánarstjórniar fór fram á, að Bretar sendu nú þegar menn til Madrid og mót- mæltu þessu ódæði. Sendisveinn Spánarstjórnar kveður stjórnina svo vopnum búna, að hún muni lengi geta haldið uppi vörn gegn árás upp- reistarmanna. (Síðan ofanskráð frétt var skrifuð, eru nú 3 dagar, en á málið hefir ekki frekar verið minst í blöðunum). Radiosalar mótmæla Um 25 menn, sem viðtækja- isölu reka í þessum bæ, gengu á fund fjármálanefndar bæjar- ráösins í Winnipeg s. 1. föstudag og kröfðust ,þess, að Oity Hvdro hætti við (það áform, að selja viðtæki. Þeir kváðu það ríöa einum þriðja alli a viðtækja^sala í bænum að íullu. Fjármála- nefndin hétþeim að hætta skildi við söluna. Að vísu verður n.ál- ið að koma fyrir bæjarráðsfund, en ]mr er líklegt talið að t'llaga íjármálanefndar n.r. það veröi saniþykt. Hitler kallaður “morðingi” Á miðum, sem límdir voru á hús og símastaura um alla borg- ina París s. 1. föstudag, af kom- múnistum, var Hitler kallaður “morðingi”. Miðinn var auglýsing um fund sem kommúnistar og sosí- alistar boðuðu til í mót.mæla skyni út af aftöku Edgar-Andre, Iþýzks kommunista, 6. nóv., sem miklum andmælum sætti í Frakklandi og á Englandi. Ekkja Andre var sagt, að tæki til máls á fundinum. Fimm menn myrtir Síöast liðinn laugdag voru 5 manns myrtir í þorpinu Tieland um 100 mílur norður af Edmon- ton. Fólk þetta sem var myrt, var Carl Nelson, eftirlitsmaður á járnbraut þar nyrðra, kona hans og þriggja ára barn. Enn- fremur tveir menn er við járn- brautarstarfið unnu hjá Carl Nelson. Karlmennirnir voru allir skotnir til bana, en konan og bamið slegin með byssuskaft- inu. Sá sem grunaður er um þetta ódæðisverk heitir Carl Sheit. — Hann á heima í þorpinu, en tap- aði formannsstöðunni við járn- brautareftirlitið eigi alls fyrir löngu, sem Carl Nelson hlaut. Síðari frétt hermir að Sheit hafi skotið sjálfan sig. fslendingur lendir í snjóflóði, en næst lifandi Frá Reykjavík á íslandi fluttu dagblöð þessa bæjar þá frétt 10 okt., að tveir menn sem í fjárleit hefðu verið á Bireiða- merkur Mountain (fjalli), (svo í fréttinni), hefðu orðið fyrir snjóflóði. Veltust þeir langar leiðir með snjóhlaupinu. Gat annar maðurinn bjargað sér, en hinn festist í jökulsprungu á fótunum og hékk höfuðið niður. Hafði þakið yfir sprunguna, svo maðurinn var þarna sem í helli. Var hans leitað og fanst loks eftir tvo daga. Leitarmenn rák- ust á hann af því að þeir heyrðu hann syngjandi niðri í sprung- unni í þessu ásigkomulagi. — Fréttin er hvorki svo greinileg að geta nafna mannanna, né aö gott sé að átta sig á hvar þetta hafi skeð. Að maðurinn hafi getað lifað í tvo daga hangaídi þannig á fótunum, er ósennilegt, þó ekki sé fyrir það takandi. Bretar gera samning við ftali Það virðist ekki mikið leggj- andi upp úr ósamkomulaginu, sem stundum hefir verið minst á að ríki milli Breta og ítala. Síð- ast liðinn fimtudag gerðu þessar þjóðir með sér nýjan viðskifta- samning. Eitt með öðru sem Bretar gera fyrir ítali, er að kalla sendiherra-sveitina sína heim frá Addis Ababa. í ræðu sem Baldwin hélt fyrir helgina, minnist hann á, að Bretar og ítalir væru algerlega sáttir og sammála um Miðjarð- arhafsmálið. Mussolini og blöð á ítalíu fagna þessu. Af þessu verður ekki annað séð en að Bretland sé hlyntari fascisma, en “rauðu hættunni”. Og að þessari sönnun feng- inni, sem í nýju samningunum felst um það, verður þá öll fram- koma Breta bæði í Blálands- stríðinu og uppreistarmálum Spánar skiljanlegri. Kolakaupum frá Rússlandi frestað King lofaði því hátíðlega að gera viðskiftasamning við Rúss- land um leið og stjórn hans væri sezt á laggirnar. Og þetta var efnt. Canada hefir gert við- skiftasamning við Rússland og var gert ráð fyrir með öðru að kaupa steinkol frá Rússlandi. Bretland var landið, sem við þetta tapaði, því rússnesku kol- in komu í staðinn fyrir kol frá Wales. En nú hafa Bretar mint King-stjómina á, að henni væri þá bezt að selja einnig hveiti sitt til Rússlands. Til þess að ekki hlytist ilt af þessari fljót- færni, hefir King lofað Bretum því, að tollurinn, sem Bennett- stjórnin lagði á kol frá Rúss- landi til þess að tryggja þessi viðskifti innan Bretaveldis, skuli vera sá sami og óbreyttur á kol- unum að minsta kosti í eitt ár. Kolakaup frá Rússlandi koma því ekki til sögunnar þetta árið. Frá Spáni Menn rekur líklega minni til, hve fréttir úr strídlinu mikla voru oft ósammála, og hve erfitt var að komast að sannleikanum um hvað í raun og veru var að gerast. Þessu er alveg eins farið með’fréttir af Spánar-uppreist- inni. Þær hafa verið svo “lit- aðar” af skoðunum manna, að þær hafa reynst mjög óáreiðan- legar. Það er auðséð nú, tað fréttir af sigrum uppreistar- ntanna hafa hlotið miklu betri byr í blöðum á Englandi, heldur en á Frakklandi. Og það er eft- ir enskum fregnstofum, sem blöð þessa lands hafa mjög far- ið. Það hefir kveðið svo mjög að því hvað fréttimar hafa verið j vera í þjónustu uppreistar- vilhallar uppreistarmönnum, að manna. , ástæða hefir verið til að fepyrja, j Tala hermanna stjórnarinnar hvort að Bretland og blöð þess | er í Madrid 50,000, og jafnmarg- 1 og um leið flest eða öll dagblöð j ir í öðrum borgum^. Tala upp- þessa lands, væri^ eindregið með ! reistiarmanna, þeirra sem um fascisma. Það er að vísu ekki j Madrid sitja, er 25,000 og ann- átt við, að unnið verði að því, J ars staðar á Spáni um 20,000. að koma honum á, heldur hitt, i Her uppreistarmanna er |því að þegar um tvent sé að velja, sé fascismi fýsilegri en t. d. kommúnismi. Eftir alt lýðræð- isglamurr blaða þessa lands, eru þau á móti lýðræðisstjórninni á meira en helmingi minni en stjórnarinnar.. í morgun var sagt að flug- skip uppreistarmanna ihefðu í jSpáni, en með uppreistar- j eina þrjá klukkutíma látið I mönnunum, sem eins og fascist- sprengjur dynja á borgina og ar, hafa þá trú, að vopnin eigi J 0llu með Iþví talverðum skemd- að skera úr því, e/i ekki þjóðar- um til og frá, en ekki miklu viljinn, hverjir með völd fara. ! manntjóni. Er það lúaleg bar- f3em ofurlitla sönnun fyrir daga aðferð, að læðast með slíkt þessu, þarf ekki annað en að að nóttu til að fólki, er engan minnast á fréttaburð blaðanna ,þátt á í ibardaganum og ekkert s. 1. viku. í byrjun vikunnar var ( er unnið með annað en að drepa sagt, að uppreistarmenn væru (eða meiða fáeina vopnlausa þegar að taka Madrid. Þrjá síð-1 menn, konur og börn og valda ari daga vikunnar, var aftur í | skemdum á húsum og öðrum þessar sigurfréttir hnýtt, að eignum. stjórnarliðið hefði staðið af sér áhlaupið, það hefði skbtið niður Frá Norður-Dakota sex flugskip uppreistarmanna j Rétt eftir að blaðið fór í press- og tekið nokkra menn fasta. Og una s. 1. miövikudag, bárust þó lesa mætti úr fréttinni, að frekari fréttir af kosningunum stjórnarherinn hefði unnið svo! í Norður-Dakota. í þeim er mikinn sigur, að uppreistarher- inn mun varla bíða þess bætur, þá samt byrjuðu fréttimar með að tína upp ímyndaða sigra upp- reistarhersins. í byrjun þessarar viku var sagc að uppreistarmenn væru búnir að taka hluta Madrid borgar. meðal annars getið, að í Bottin- eau sé Oscar Benson kosinn State Attorney, og Mr. Hall County Commissioner í Pem- bina County. Eins og skýrt var frá fyrir kosningarnar, hlaut 'Guðmundur S. Grímsson héraðsdómara-em- Þegar fram á miðvikudag kem-; bættið í 2 dómþinghá Norður- ur eru það taldar öfgar og; Dakota ríkis gagnróknarlaust. isagt að stjórnin á Spáni sé al- ráðandi í þessum borgar-hluta, sem uppreistarmenn áttu að vera seztir að í. Það mun aftur satt, að upp- reistarmenn hafi drepið með sprengjum, sem þeir köstuðu úr flugskipum yfir borgina um 150 manna, þar á meðal konur og börn. Þeir hafa með þessu unn- ið bæði mikið tjón og haft í ■frammi óguðlegt athæfi. En þegar til hins kemur, að þeir séu búnir að taka Madrid, er þar um vísvitandi lygjafréttaburð ræða. Ríkisstjóri í Norður-Dakota er William Langar, óháður. Stjómin á Spáni hefir til von- ar og varar flutt starfstofur sín- ar til Barcelona. Og þar er ver- ið að búast til öflugri varnar, heldur en nokkru sinni í Madrid. Jafnvel þó Madrid væri tekin, er sterkasta vígi istjórnarinnar ó- unnið eftir sem áður. Drengur, 25 ára gamall, frá Winnipeg, sem verið hefir í Mad- rid í tvo til þrjá mánuði, kom heim um ^íðustu 'helgi. Hann vann fýrir kvikmyndahús á Englandi að þvi að ná í myndir af bardögum uppreistarmanna og Spánar-stjómar. Alls fór hann 14 ferðir frá Englandi til Madrid. Hann fór ávalt í flug- vél; oft var skotið á hann á fluginu, þó ekki yrði að meini og gerðu báðir aðilar það jafnt, þangað til þeir vissu hver hann var. Og íþegar hann hafði kom- ist til Madrid, var honum vana- lega fagnað og hann fluttur í stjórnarbíl frá flugvellinum til gististaðarins. Þessi ungi Win- nipeg æfintýramaður, heitir Carl Ross. Við blaðamenn sem mættu honum á járnbrautárstöðinni í Winnipeg, lét Mr. Ross í ljós, að hann liti svo á, sem byltingar- menn mundu aldrei gefast upp. Þeir væru styrktir óaflátanlega af fáscistum. I gistihúsi einu í öðrum bæ en Madrid dvaldi hann tvo eða þrjá daga. . Á þessu sama gistihúsi voru 12 Úr bréfi frá Rochester í bréfi frá Dr. Ófeigi Ófeigs- syni til kunningja síns í Winni- peg, stendur frétt sú er hér fer á eftir: 9. nóv. 1936. Það sorglega slys vildi til s. 1. nótt að dr. Joseph G. Mayo sonur C. H. Mayo, sem er annar hinna heimsfrægu Mayo-bræðra, varð fyrir járnbrautarlest og beið ag bana af. Hann var að koma heim af andaveiðum, einsamall í bíl sínum, þegar slysið vildi til. Vegna ísingar iá jámbrautartein- unurn imun hann hafa mist stjórn á bílnum og tafist svo að jlestin, sem kom á fleygi-ferð rakst á hann (bílinn) og bar hann með sér hálfa aðra mílu. Þegar lestin stöðvaðist var Dr. Mayo örendur. Dr. Mayo var aðeins 34 ára gamall og er sár harmur kveðinn að ungri konu hans og tveim sonum þeirra. Eg vann í 16 mánuði í sömu deild og Dr. Mayo s. 1. sumar og lík- aði frábærilega vel við hann, enda var |hann Ihvers imanns hugljúfi. H. G. Wells sjötugur Hinn heimsfrægi rithöfundur H. G. Wells átti nýlega sjötugs- afmæli (13. okt.). Ekki alls fyrir löngu kom út æfisaga 'hans, sem er bæði fróðleg og skemtileg aflestrar. Lesendur fá glögga imynd af heimi smáborgarans — því um- hverfi, sem Wells ólst upp í . Móðir hans var herbergis- þerna og faðir hans garðyrkju- maður. Eitt sinn, er faðir hans hans var atvinnulaus, ákvaö hann að reyna fyrir sér á við- skiftasviðinu og opnaði litla búð. En hann reyndist lélegur verzlunarmaður og kona hans var léleg bústýra. Heimilið varð því fátækara og fátækara. — Wells átti tvo bræður og allir þrír voru Iþeir settir í vefnaðar- ítalskir flugmenn og 6 þjóð- j vörubúðir. Elsti bróðirinn gafst verskir. Hann sagði þá alla brátt upp á starfinu og tók að hjóla um landið og selja vasa- úr. Annar bróðirinn flutti til Suður-Ameríku. Þriðji ibróðir- inn reyndi einnig að verða hæf- ur maður í starfi sínu sem fata- sali, en alt kom fyrir ekki. Hann varð H. G. Wells. < Fjölskyldan var þannig’vön við mótlæti og erfiðleika. En þegar verst var í efni, rættist skyndilega úr fyrir Wells. Skóla stjóri einn veitti því athygli hve góðar námsgáfur hann hafði, og fékk því til leiðar komið, að Wells fékk smávægilegan styrk til framhaldsnáms. Síðan komst hann að Lundúna-háskóla. Wells lýsir námsárum sínum á skemtilegan hátt. Hann var ritaskuld bláfátækur, var skin- horaður og gekk í hreinustu tötrum. Fyrir félögum - sínum lék hann þá háðfugl og bylt- ingamann. Fyrst varð hann uppeldisfræð- ingur. En þá vildi honum það slys til, að annað nýrað bilaði í knattspyrnu. Einnig fékk hann lungnablæðing og óttaðist, að tæring mundi gera skjótan enda á líf sitt. Þegar heilsan batnaði tók hann að fást við kenslustörf. — Um þær mundir gekk hann að eiga frændkonu sína. Hún lét sig einu gilda áhugamál hans og hugsaði urn það eitt að kom- ast í efni. Hjónaband þeirra varð því ekki farsælt og skildu þau brátt. Þá komst Wells í kynni við kvenstúdent, sem hafði látið hrífast af hugsjón- um hans. Hún varð seinni kona hans. H. G. Wells var nú orðinn rit- höfundur og ikominn á sína réttu hillu. 'Honum hafði ekki orðið mikið ágengt sem vísinda- rnaður, en þegar hann fór að færa hugmyndaflug sitt í skáld- söguform, fékk hann óteljandi lesendur. Það streymdu til hans tilboð frá útgáfufyrirtækjum og blöðum. Hver skáldsagan fri hans hendi rak aðra og meðal þeirra, sem beztar fengu viðtök- urnar, má nefna: Tímavélina, Ósýnilega manninn, Eyju Mor- eans læknis o. fl. Á síðari ámm hefir Wells fengist mikið við sagnaritun, en á þá hlið strafsemi hans hafa verið lagðir misjafnir dómaJr. —Mbl. BÆJARKOSNINGARNAR Skrá yfir nöfn þeirra er sækja í bæjarkosningunum í Winni- peg, sem fara fram 27. nóv.: Borgarstjóraefni Mayor John Queen, agent Lt.-Col. R. H. Webb, broker A. W. Kilshaw, auctioneer Dr. F. E. Warriner, dentist Thomas O. Woods, Nature Cure Dietician Bæjarráðsmanna-efni Ward One H. C. Morrison, barrister George G. Bradley, broker R. V. Waltt, manager Ald. W. B. Lowe, printer R. A. Sara, electrical engineer Ald. E. D. Honeyman, barrister Ward Two Henry B. Scott, bread manf. Ald. Victor B. Anderson, printer Ald. James Simpkin, carpenter Ald. C. R. Smith, barrister E. Belledeau, painter & dec. Garnet Coulter, barrister John J. Daniel, painter John McNeil, machinist Ward Three Ald. Dan McLean, agent Ald. M. J. Forkin, trainman Ald. M. A. Gray, secretary Peter Woianski, social service worker D. M. Elcheshen, law student T. A. Jastremsky, agent Fred C. White, secretary Skólaráðsmanna-efni Ward One E. W. J. Hague, retired Mrs. Helen Hiebert, housewife Jack N. T. Bulman superintend- ent Ward Two Lawrence M. Van Kleek, fore- iman Henry B. Smith, electrician W. R. Milton, manager Aubrey Brock, salesman Adam Beck, clerk , Mrfe. Ethel Montgomery, house- wife Ward Three Meyer Aevrbach, barrister William Scraba, publicity coun- sillor Mrs. Alice Hunt, housewife William C. Ross, grocer Haile Selassie er nú, eftir því sem frézt hef- ir, í þann veginn að halda heim- leiðis til Abyssiníu. Vill hann setjast að í nýrri höfuðborg í vesturhluta Abyssiníu, sem sé undir vernd Þjóðabandalagsins. Norræni dagurinn Rvík. 27. okt. í dag er efnt til hátíðahalda um öll Norðurlönd. Dagurinn er helgaður kynningu og sam- vinnu Norðurlandaþjóíýanna. — Æðstu menn hverrar þjóðar á- varpa alla Norðurlandabúa og hvetja þá til aukins samstarfs og kynningar. Tilhögun norræna dagsins um öll Norðurlönd verður um margt með svipuðu sniði. Verður dags- ins minst í skólum, í útvarpi, með einstökum fyrirlestrum, söngskemtunum, veizluhöldum o. fl. Hér hefst dagskráin á því að kl. 8 árdegis endurvarpar út- varpsstöðin köflum úr ræðu, sem Berggrav biskup í Oslo flyt- ur. Þá verður útvarpað og end- urvarpað skólaútvarpi frá öll- um Norðuriöndum og er hverju landi ætlaðar 10 mín. Kl. 9 árdegis verður sam- koma í Nýja Bíó fyrir börn úr barnaskólunum. Verða þar sýndar skuggamyndir og skemt með hljómlist. Kl. 2 verður samkoma í Gamla Bíó fyrir æðri skóla. — Verða sýndar skuggamyndir, ræður fluttar o. fl. Kl. 17.30 verður endurvarpað ræðum, sem Kristján X. kon- ungur íslands og Danmerkur, (H:)|kon VII.( Noregrkonungur, Gustav V. Sviakonungur og Svinhufvud Finnlandsforseti flytja ræður í tilefni af degin- um. Er það í fyrsta sinn, sem Norðurlandabúum gefst kostur á að heyra þessa æðstu menn þjóðanna flytja ræður hvern eftir annan.—N. Dagbl. (Lýsing af deginum á Norð- urlöndum birtist síðar.) Átthagafræði Kenslukonan: Geturðu sagt mór, Karl litli, hver hefir skapað öll þessi fallegu tré, sem hérna eru í garðinum? Kari: — ? ? ? Niels litli: Það er ekki von, að hann geti svaraði þessu. — Hann er ekki úr þessu bygðar- lagi. S. S. Anderson frá Piney, var staddur í bænum s. 1. mánudag.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.