Heimskringla - 18.11.1936, Page 6

Heimskringla - 18.11.1936, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. NÓV. 1936 Heath langaði til að reka upp skellihlátur. Þegar vindstrokan kom inn í herbergið hafði Voyce gripið hendinni til höfuðsins, en hann varð of seinn — hárkollan, sem hann hafði á höfðinu, fauk af honum og sýndi nauðsköll- ótt höfuðið. “Með yðar leyfi.” Ian Heath, sem varla gat stjórnað kæt- inni, greip hárkolluna, sem fokið hafði að fót- um hans og rétti hana eigandanum, sem var alt annað en í essinu sínu. Augu mannsins leiftruðu af illsku. “Þakka yður fyrir,” hreytti hann út úr sér. Eftir tíu mínútur kom Hartsgill inn aftur. “Jæja, hvað segirðu um næsta nágrann- ann minn?” spurði hann. “Eg er hræddur um að eg geti ekki óskað þér til hamingju með hann. Eg veit ekki hvaða iðn hann sækir, en eg þori að ábyrgjast að hann hefir einhverntíma setið í svartholinu.” “I>ú ímyndar þér þó ekki að fangelsið hérna væri hin rétta vistarvera fyrir hann?” “Mér þætti það ekkert ósennilegt. Mér líst ekki á hann, en skyldi hann hafa þekt mig?” “í»ú íheldur þó ekki að öll veröldin sé í sorgarbúingi þín vegna?” í>ú gleymir því Jerry að flónið hann Dicky Standish birti myndina af mér í blaðinu í morgun. Jæja, látum það eiga sig og breyta um umtalsefni.” Maturinn var nú tilbúinn og að máltíðinni lokinni sátu þeir og reyktu pípur sínar og drukku viskí og sódavatn. Margt ihafði drifið á dagana síðan þeir sáust síðast og var því frá mörgu að segja. Alt í einu komst Heath að því, sem hann hafði lengi langað til að spjrrja. “Heyrðu, Jerry,” sagði hann. “Hvar á stúlkan heima, sem þú varst að segja mér af ? Hvað sagðirðu að hún héti? Cicelia Garrett, eða eitthvað því um líkt?” “Ha! ha!” sagði Hartgill og sneri svo fljótt höfðinu, að gleraugun féllu af nefinu á honum. Er það mögulegt að munkurinn og einsetumaðurinn, Ihinn flekklausi og skírlífi, sé fallinn í snörur kvenþjóðarinnar?” “í>egjuðu, asninn þinn! Má maður ekki spyrja meinlausrar spurningar án þess að 'þú finnir eitthvað hneykslanlegt á bak við hana?’ Hartgill varð dálítið alvarlegri. “Hefir þú nokkra sérstaka ástæðu til að spyrja um þessa sérstöku ungfrú, drengur minn?” spurði hann í breyttum róm. “Já.” Hartsgill starði á vin sinn. “Eg sé eftir að draga dár að þessu.” “Ó, það gerir ekkert til. Seztu niður, Jerry, og eg skal segja þér söguna. Þegar þú hefir heyrt hana, muntu skilja því eg spurði um þessa stúlku, sem |þú nefnir Cicelia Gar- rett.” Sagan tók ekki langan tíma. Þegar hún var búin gerðist Hartgill alvarlegur á svip. “Svona starfar hendingin,” sagði hann, “en eg er nærri viss um, að stúlkan, sem þú hittir í borginni er þessi Cicelia Garrett, sem eg þekki.” Heatih barði pípunni sinni við arinbrúnina. “Cicelia Garrett, sem þú þekkir?” “Jæja, jæja. Eg sagði þetta af því að eg hefi séð hana einu sinni og við erum nágrann- ar.” “Eg vona að hún búi ekki nálægt Voyce.” “Heiðarhöllin er eins og kalla mætti í topphorninu á þríhyrningi, og kofi Voyce er, eftir því sem hann sagði, í öðru horainu við grunnlínu hans.” Heatih var ekki ánægður. “Hvaða náungi er það? Hvað er hann að gera hér? Maður getur skilið í því að fæddur sérvitringur eins og þú, veljir sér bústað hér og búi aleinn úti á reginheiðum, en þessi fugl, hann Voyce. Hvað er hann að gera hér?” Hartsgill hristi höfuðið. “Eg veit hreint ekkert um þrælinn,” sagði hann. Eg hefi heyrt hann nefndan, en þetta er í annað sinni, sem eg sé hann og mér fellur hann ekki í geð eins og eg sagði þér í bænum.” Því næst töluðu þeil* um stúlkuna. Lýsing Hartsgill á útliti hennar var svo skýr, að Heath varð viss um, að þetta væri hin leyndardóms- fulla mær, sem hann hefði borið gæfu til að rétta hjálparhönd í Lundúnum. Eftir að hafa fleygt öðrum kubba í eldinn, hallaði Jerry sér aftur á bak í stólnum og sagði: “Eftir þvf sem eg hefi heyrt þá er höllin engin staður fyrir unga og álitlega stúlku.” “Og því ekki”, spurði HetJth ákafur. Hartsgill hikaði og leit á vin sinn. “Það er sagt að það sé reimt þar og draugurinn birtist í líki tröllaukinnar leður- blöku,” sagði hann og leit út eins og hann byggist við að fá snuprur fyrir fréttirnar. í nálægð Cicelia var viss um að sér hefði ekk skjátlast. Maðurinn, sem hún sá gegnum hinn sterka sjónauka, var Ian Heatá. Og þó Ihafði morgunblaðið flutt dánarfregn hans. Hvað þýddi þessi nýja gáta? Hún vissi það ekki, en henni var það nægilegt, eins og á stóð að vita þetta. Maðurinn, sem hún treysti til að hjálpa sér var í nálægð, vegna einhverrar dásamlegrar hendingar. Án þess að dvelja lengur yfir þessu íhugunarefni, þaut hún út úr herberginu, niður aðalstígann, hattlaus og yfir- hafnaralus, út í gegnum stóru eikardyraar. Hún ætlaði að tala við hann. Áður en hún gat komist lengra heyrði hún í mótorhjóli, sem var að fara af stað. Hún flýtti sér, en hinn hái garðmúr og belti ihárra trjáa vörauðu henni að sjá hæðina, og það var ekki fyr en hún kom út úr garðinum og upp á hæð eina, að hún sá sveitina umhverfis. Hún varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún sá tvo menn fara í burtu á mþtórhjóli og annar þeirra var áreiðanlega Ian Heath. Hún hróp- aði, en vindurinn drekti rödd hennar. Hún íhafði hlaupið alt hvað ffetur toguðu og loks féll hún til jarðar lafmóð og úrvinda. Hún fór að gráta. Hún grét hljótt og tárin svöluðu henni. Það var í fyrsta sinni, sem hún gaf til- finningum sínum þannig útrás. Augnablikin liðu og hún varð rólegri. Hugsunin færði henni þó huggunarfulla vissu, að Ian Heath væri lifandi, þrátt fyrir blaðafregnina, og að hann væri í nágrenninu og þá hlaut að vera rægt að finna hann. Eftir hádegið ætlaði hún að taka út ford ræfilinn, sem Níel notaði og kanna nágrennið. Það voru eitt eða tvö býli innan tíu mílna, og þar gat verið að hann dveldi. Og væri hann ekki þar, ætlaði hún að fara til næsta bæjar og spyrjast fyrir á hverju gistihúsi. Hún var nýstaðin upp með þeim ásetningi að fara heim, þegar maður kom í ljós fram undan runna rétt hjá henni. Þetta var Philip Voyce. Henni fanst koma hans ihafa þýðingu, en hann var ekki í vandræðum með skýring- una. “Eg var að reika um heiðina eins og eg er vanur,” sagði hann. “Þegar eg hafði komið Mr. Grinstead til skrifstofunnar, þá laðaði heið- in mig að vanda, þau áhrif urðu mér of sterk, svo að eg yfirgaf stkrifborðið til að reyna að höndla geðhrif útsýiíisins.” Hún efaði orð hans. “Því földuð þér yður á bak við þennan runna?” Hún var kafrjóð og augu hennar tindruðu. Philip Voyce laut höfði. “Þér eruð ósanngjamar við mig, Miss Gar- rett,” sagði hann. “Það er satt að eg faldi mig á bak við runnana, en það var ekki til þess að standa á hleri. Eg gerði það af hluttekningu við tilfinningar yðar — eg sá að þér voruð að gráta. Áður en hún gat hörfað, hafði hann nálgast hana. Hún sá hversu vöðvamir í and- liti hans hreyfðust og nasvængirnir skulfu: ihún sá lfka að enni hans var þakið í þunnri svitamóðu. “Eg get ekki með orðum lýst hve mjög Iþað fær á mig að sjá sorg yðar, Miss Garrett. Viljið þér segja mér orsökina og leyfa mér að hjálpa yður?” Hún hörfaði svo fljótt að hin útrétta hendi hans hrökk til hliðar. “Þér eruð síðasti maðurinn í heimi, sem eg mundi biðja um hjálp,” svaraði hún. Sannleikurinn var nú sagður og hún sá ekk- ert eftir því. Þvert á móti. Hún fann til Ihálf- gerðrar huggunar. Það var komið mál til að þessi maður, sem hún tortrygði svo mjög, fengi ákveðna viðvörun. Það gat verið að þá yrði endir á þessari hálfleyndu aðleitni, sem henni var svo andstyggileg. Voyc^ leit út eins og hún hefði sært hann á ný. ‘^Eg ætla ekki að segja neitt nema það, að þér eruð ranglátar í minn garð,” svaraði hann. “En sá tJmi kann að koma að þér yrðuð kannske fegnar------” Hún sneri svo fljótt í burtu áleiðis til húss ins að hann fékk ekki tíma til að mæla fleira. Pyrsti maðurinn, sem hún hitti var Niel, sem var að yfirlíta silfurborðbúnáð inni í borðstofunni. Þegar Ihann sá hana, fór hann hjá sér að venju og það kom henni til að loka dyrunum og ávarpa manhinn. “Niel,” mælti hún eg þarf að tala við yöur.” Hluturinn, sem hann hélt á skalf í höndum hans og andliið, sem ætíð var fölt varð græn- leitt. Það leit helst út fyrir að það ætlaði að líða yfir ihann. Hún eyddi engum orðum. “Niel, eg vil að þér segið mér sannleikann. Mér finst eg eigi heimtingu á að heyra hann. Hvernig stendur á hinni undarlegu framkomu yðar?” “Undarlegu framkomu — ungfrú?” — Þjónninn bar orðin fram á stangli. Eins og hann væri að reyna að jafna sig. Varir hans skulfu. “Það er ekki til neins fyrir yður að hafa undanbrögð, Niel. Altaf síðan eg kom hingað hefi eg tekið eftir því hve undarlegir þér eruð. Er Iþað mér að kenna. Líður yður eitthvaö illa?” “Það eru til menn í iþessum heim, sem ekki eru skapaðir til að vera hamingjusamir,” mælti hann í hikandi rómi. “Þetta er vitleysa! Allir eru skapaðir til að vera hamingjusamir, jafnvel á heimili eins og þessu. Getið þér ekki skilið það, Niel, að það sé þreytandi að sjá yður ganga um með þennan eymdarsvip á andlitinu, eins og þér byggjust við að deyja á hverri stundinni?” Þjónninn hélt hendinni um borðsröndina, og hún sá hvernig hnúarnir hvítnuðu. “Mér þykir það mjög slæmt, hafi eg valdið yður eða húsbóndanum mæðu. En dauðinn væri mér ekkert ihræðslu efni — þvert á móti ‘— hann væri mér velkominn.” “í stað þess að svara spumingu minni, villið þér mér sjónir,” mælti Cicelia snúðug- lega. “Þetta er ekkert nema heigulsskapur að tala svona. Þér hafið skyldur gagnvart kon- unni yðar.” Þjónninn svaraði því engu, en hengdi höf uðið. Hún var farin að þreytast á öllum þessum leyndardómum og þessi maður var ákveðinn í þvi að treysta henni ekki eins og hún hafði mælst til. Þótt hún kendi í brjósti um hann, varð hún að þrýsta betur að ihonum. “Niel,” mælti hún mjög skýrt. Hversvegna var hurðin, sem gengið er um til vinnustof- unnar ólæst í gærkveldi?” Varir mannsins bærðust. Hann virtist ætla að svara einhverju þegar áfjáð rödd tók af honum ómakið. “Segðu það ekki, James — segðu það ekki!” N Cicelia sneri sér við og sá Janet Niel standa í dyrunum; hún var skjálfandi af geðs- hræringu. “Hvað eruð þér að gera hér, Janet. Cicelia gekk reiðulega í áttina til hennar, en þjónn- inn varð fljótari. “Hálfvitinn þinn!” sagði hann við konu sína, “farðu aftur út í eldihúsið. Þau horfðust í augu og hlýtur það augnaráð að hafa verið konunni skiljanlegt, því að með lágu veini hörfaði hiún út úr dyrunum, eins og barinn hundur. Niel sjálfur stóð auðmjúkur frammi fyrir stúlkunni og sagði: “Konan mín er ekki iheil- brlgð — eins og þér hljótið að hafa veitt. eftirtekt. Hún hefir ekki verið frísk í nokkura tíma. Eg er áhyggjufullur um hana. Hún fær það sem þeir kalla sjónihverfingar. Henni líður mjög illa í morgun. Þér megið ekki taka neitt tillit til þess, sem hún sagði núna,” alvara' mannsins var næstum því átakanleg, en það jók einmitt á grunsemd Cicelíu. “Mér þykir það mjög slæmt ef konan yðar er lasin, Niel--” byrjaði hún, en í þeim svif- um opnaðist hurðin og Janet Niel kom þjót- andi inn, greip un^ báða handleggi ihennar og stamaði grátandi: “Hann ætlaði ekkert ilt að gera. Eg sver það! Ó, þetta er ekki honum að kenna — það er þessi illi gamli djöfull! En hvað eg vildi óska að hann væri dauður. — Eg skal, eg skal drepa hann sjálf!” Þegar Cicelia sneri sér til Niel og ætlaði að fá útskýringu á þessum orðum konu hans, sá hún hann falla í yfirlið. NáttvörSurinn Oft getur lítið atriði valdið miklu. Hefði, Jerry Hartsgill ekki mist uppihaldstöluna á buxunum sínum á því vissa augnabliki, mundi Ian Heath 'hafa stanzað lengur á hæðinni og hefði þá ekki hjá því farið að þau Cicelia hefðu fundist. En nú fór það---- “Þetta er skolli leiðinlegt, félagi, en eg er með buxumar á hælunum sagði Hartsgill með miklum örvæntingarrómi. Ian Heath hrökk upp eins og úr draumi. “Hvað um það?” ISkiIurðu það ekki, aulinn þinn, að þar sem eg hafði bara eina tölu eftir á buxunum að aftan og hún er slitin, Ihvernig fara muni? Þú hefir víst ekki spotta á þér eða neitt? Það var svo sem ekki hætt við því! Þá er bezt fyrir okkur að komast heim. En vel á minst þarna í húsinu yfir frá á stúlkan heima.” Þeir lögðu strax af stað og þessvegna náði Cicelia þeii?i ekki. Það var alt annað en þægilegt ferðalag, en þrátt fyrir það hugsaði Heath á meðan þeir óku. Honum datt í hug þegar hann sá húsið fyrst, að ganga upp að dyrunum og senda inn nafnið sitt, en nú þótti íhonum vænt um að hann hafði ekki verið svo ógætinn. Það mundi vera betra fyrir hann að skrifa henni bréf og segja henni hvar hann ætti heima, og spyrja hana að því hvort hann mætti heimsækja hana. Já, þann ákvað að ihafa þetta svona. Það var miklu réttara. Það gat verið, að þessi stúlka væri eigi stúlkan, sem hann hafði hjálpað í London, þótt lýsing- in kæmi heim. Hvort sem það var nú vegna hins raunalega missi buxnatölunnar eða vegna þess geðslags, sem ásækir það fólk, sem stund- ar sömu atvinnu og hartsgill. Þá var hann daufur þegar heim kom og þeir höfðu sezt að snæðingi, svo var og Heath. Til þess að f jörga | þá upp bað hann vin sinn að segja sér söguna I af leðurblökunni. “Það er auðvitað vitleysa, I en mig langar til að heyra öll atriði sögunnar. Hartsgill tróð tóbaki í pípuna sína með mesta þunglyndis svip. Á meðan á því stóð rifjaði Heath upp fyrir sér það sem hann hafði séð af höllinni þá um morguninn. Húsið stóð , niðri í dal og var inngirt af skuggalegum tpkm I á alla vegu. Vel gat húsið verið heimkynni i skuggalegra minninga eftir útlitinu að dæma. | Honum hafði virst það einmanalegt og óheim- | legt í sólskininu. Hvemig mundi það Iþá virð- j ast f myrkrinu? Það var hörmulegt að bugsa til þess, að nokkur viðkvæm og vel uppalin stúlka skyldi eiga þar heima. “Eg hefi sagt þér söguskollann einu sinni,” sagði Hartsgill. “Hvað gengur að Iþér? Þú ert eins og dutlungafull söngkona. Látum okkur heyra söguna!” Þar sem Jerry sá enga leið til að sleppa, sagði hann söguna á ný eins og gestgjafinn í þorpinu hafði sagt hana. “Þú hefir aldrei hitt þennan fugl?” spurði Heath. Hrollur fór um Hartsgill er hann svaraði spumingunni neitandi. Heath hló. “Þú trúir þessu þó áreiðanlega ekki? spurði hann. Vinur hans svaraði engu. “Svaraðu mér!” hrópaði Heath. “Trúirþú, eða trúir þú ekki þessari bábilju? Leðurblöku draugur! Hamingjan góða, hefir nokkur mað- ur heyrt aðra eins fjarstæðu?” En Hartsgill brosti ekki. Hann sýndi heldur enga gremju. “Allir hér í kring trúa þessu,” svaraði hann alvarlega, “og eg hefi vit- að til þess jafnvel ihér á Englandi að ýmislegt beri við, sem vísindamenn og aðrir slíkir fuglar fá ekki útskýrt. Og ef þú hefir ekkert á móti því, þá ætla eg ekkert um þetta að segja til eða frá. Eg ætla að láta þetta liggja milli hluta.” “Jæja,” svaraði Heath. “En segðu mér eitt. Hvenær birtist þessi vofa síðast, sem pú veist til?” Svarið gerði hann isvo fiorviða, að hann gleymdi að láta nokkura efa í Ijósi. “Eitthvað fyrir 10 nóttum síðan. Þetta sást þá greinilega og á sveimi yfir höllinni. “Hver sá það?” “Vinnumaður, sem Tómas heitir, sem var á ferð yfir heiðina. Hann varð svo hræddur að læknarair í þorpinu héjdu að Ihann yfði brjálaður.” “Vesalings greyið,” sagði Heath og mælti nú í öðrum tón. “En slíkum einfeldning gat. nú hæglega missýnst.” Hartsgill hristi höfuðið. “Nei,” svaraði hann ákveðinn. “Það er engin hætta á því að sveitamaður þessi, þó ein- feldningur sé, fari með rangt mál í þessum efnum; hann hefir eigi nógu þroskað ímynd- unarafl til annars, en að lýsa því, se,m hann sér og |það ættir Iþú að vita.” Og hvað segist þessi Tómás Ihafa séð?” “Risvaxna leðurblöku.” Alvaran sem fylgdi svarinu var svo mikil að hún ein mundi nægileg að hafa áhrif á á- heyrandann. Hann spurði fleiri spurainga, en einhvem- veginn leiddi Hartsgill hjá sér að svara þeim og neyddist hann því að láta talið falla niður. Að kveldverði loknum þennan dag sagði Hartsgill við vin sinn: “Eg er viss um að þú hefir veitt því eftirtekt að eg hefi verið stirð- lyndur í dag. Eg er ætíð iþannig þegar eg hefi fengið efni í kvæði. Eg velti því í ihuganum og brýt heilann um það allan daginn og er þá stirður í viðmóti, ekki í húsum hæfur. Mér þykir þetta leiðinlegt gamli félagi, en--” Heath hnypti i hann og sagði: “Haltu áfram með hetjuljóðið lagsmaður og fást þú ekki um mig. Og á meðan eg dvel hér, þá láttu mig ekki tefja fyrir þér eða fæla andann í burtu. Eftir því sem eg hefi heyrt er hann háll og afsleppur og verður að grípa hann þegar hann gefst. Hvar skrifar þú ljóð þín?” “Hérna við borðið. En eg verð að segja það, Heath, að þetta er vel gert af þér að taka þessu svona.” “Nei, hreint ekki. Halt þú áfram, eg fer í rúmið.” “Þú ert viss um að þér er sama?” “Auðvitað er mér sama. Ef þú ert enn að skrifa í fyrramálið þá skal eg hita teið og ef þú þarft fleiri vot handklæði þá láttu mig vita,” Er hann fór upp stigann, heyrði hann að skáldið settist við borðið, því næst heyrðist penni skrjáfa yfir pappír. . . Jerry var tekinn til starfa. Heath beið þangað til hálf tólf. Hartsgill var ekki ennþá kominn upp. Hann var auðsæi- lega að keppast við kvæðið. Hann ætlaði ejrki að trufla hann. . .

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.