Heimskringla - 24.12.1952, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.12.1952, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DES. 1952 Alúðar jóla og nýársóskir til íslendinga nær og fjær, og þökk fyrir árið liðna. LIMITED Löggilt 11. apríl 1909 Taka á móti korni, senda korn og flytja út Megi hið nýja færa öllum frið, auðnu og allsnægtir. B. R. McGibbon Umboðsmaður—Gimli, Man Aðalskrifstofa títibú MONTREAL TORONTO CALGARY REGINA 704 Mclntyre Building 80 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur MANITOBA WINMPEG “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti” Phone 926 764 INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR! til allra vorra vina og viöskiítamanna GIMLI THEATRE GIMLI, MANITOBA Harry Greenberg, Mgr. INNILEGAR til allra vorra vina og viðskiftamanna G. H. THORKELSSON Jeweller GIMLI, MAN CENTRE ST. near Third Ave, INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR! til allra vorra vina og viðskiftamanna CENTRAL BAKERY GIMLI PHONE 24 MANITOBA ( Greenberg’s ) GIMLI TRANSFER FAST FREIGHT AND EXPRESS TO AND FROM WINNIPEG ★ SPECIALIZED FURNITURE MOVERS * Gimli Ph. 20 Riverton Ph. 322 Winnipeg Ph. 93-0111 INNILEGAR GIMLI FUNERAL HOME Phon •Phone Day and Night Ambulance Service Bruce Laxdal (Licensed Embalmer) INNILEGAR JÓLA- og NÝÁRSÓSKIR til allra vina og viðskiftamanna ARNASON MOTORS AND ELECTRIC GIMLI, MANITOBA Phone 13 KRISTUR, LEIÐTOGINN MIKLI Eftir E. V. Debs Það skiftir minstu máli hvort Kristur var fæddur í Nasaret eða Betlehem. Frásögunum ber ekki saman, en það gerir ekki mikið til. En hinsvegar er það mikils- varðandi atriði að hann skyldi fæðast í fjósi og það, að fyrsta vaggan hans skyldi vera jata. Um þá staðreynd er vissulega ekki mikill efí, og það eitt heimilar hann í verkalýðs-flokk heims- ins. Ef foreldrar hans hefðu ekki tilheyrt þeirri stétt, en verið segjum bankarar, verzlunar-fólk, lögmenn, skriftlærðir prédikarar eða annarskonar sníkju-tegund, þá hefði hann ekki í fyrsta sinn séð ljós dagsins frá strá-beðju innanum ösnur og önnur heim- ilis-dýr. En, var Jesús virkilega af guð- legum uppruna tilkominn í heim mn? Já, á sama hátt og öll önn- ur börn, sem fæðst hafa. Tilvera hans var kraftaverk, eins og til- vera ails mannkynsins í sann- leika er. Ritningarsagan um ein- getnaðinn er dásamleg og heill- andi munnmælasögn, en s'ízt und ursamlegri en uppruni og fæð- ing allra annara barna. Guðseðli Krists var ekki fólg- ið í því, að hann væri “ómensk- ari” en aðrir menn, heldur miklu fremur í hinu gagnstæða. Menska hans var á hæsta stigi, og guðdómur persónuleikans birtist einmitt í því að sannast hrein og fullkomin sálræn og skyni-gædd mannvera. Annálar frá samtíð hans og sögur seinni alda eru fullar af mótsögnum og kynjasögum um eðli hans og athæfi, og klókir kennimenn hafa ósjaldan af- skræmt hann ýmislega í þénustu eigin hagsmuna, með því þannig að veita fáfróðum og leiðitöm- um skurðgoða-dýrkendum fót- festu hjátrúar sinnar og blindni. Og þó er í verunni alls engin ó- rjúfanleg hula utanum persónu- leik og líf Jesu Krists. Hann var ekki aðeins táknræn, en tilveru- laus, trúarsmíð, heldur maður með holdi og blóði, gæddur óvið- jafnanlegum fullkomleik og guð- legri helgun, eins og Bouck White og aðrir hafa svo ótví- ræðilega sannað. í meðvitund minni er Kristur eins verulegur, eins áhrifaríkur og eilífur í sögunni, eins og til dæmis John Brown, Abraham I-nicoln og Karl Marx. Þrátt fyr ir allar tilraunir sem gerðar hafa verið að afvatna hann og eyði- leggja, sem gerhyglis-frömuð og uppreistarmann, um nær 2,000 ára bil, er hann í dag hinn áhrifa mesti siðavaldur heimsins. Hin óvirka tilraun valdhaf- anna, um tuttugu alda skeið, með rangfærslum og fölsun að gera Krist að guð-inniblásnum friðflytjanda og sefara hinna undirokuðu, í stað þess að vera höfuð uppreistarandinn og sáð- maður hinna félagslegu svifti- bylja mannkynsins—hin óvirka tilraun að saurga nafn, hugsjónir og fórnar-feril Krists með þvi að misnota minningu hans í þágu mammons og máttarvalds, þess valds, sem myrti hann 1 köldu blóði, ber vitni um hans óvið- jafnanlegu snilli og eilífleik hans meðfæddu köllunar. Ekkert er vitað um uppvaxtar- ár hans og þroskaferil annað en það, að hann fór 12 ára gamall með fc-reldrum sínum til Jerúsal em og setti lærifeður lýðsins á stampinn með spurningum sín. um. Enginn veit með vissu um efnisþráð spurninganna, en með hliðsjón af hinni fátæklegu stöðu hans í lífinu, þar sem hann stóð í fyrsta sinni andspænis prakt og ríkidæmi borgarinnar, og í ljósi þess sem siíðar birtist í framkomu hans, þurfum við ekki að vera í efa um eðli þeirra spurn inga, er hann lagði fyrir hina makráðu kennimenn í muster- inu. Utan þessa eina fyrirbrigðis getur sagan lítið um Krist fyr tn hann er orðinn rúmlega þrít- ugur og tekinn að kenna og efna til þeirrar byltingar hugarfars og athafna, sem hann hafði dreymt um og skipulagt í brenn- andi hugsjónum ungdómsáranna. Hann tilheyrði verkamanna-stétt inni og var henni trúr til hins s'íðasta blóðdropa líkama síns. Hann atyrti og ákærði hina ríku arSránsmerm þjóSfél eins miklum ákafa og hann elsk- aði og fann til með hinum fá- tæku og ánauðugu þrælum þeirra. “Orð rmn beinast ekki jafnt til allra; eg veit hverja eg hefi kjörið”, var hin stéttræna yfir- lýsing hans til lærisveinanna, sem allir voru óbreyttir verka- menn—ekki einn einasti heiðurs- maður né herra þeirra á meðal. Nei, ekki einn! Það var verka- manna-hreyfing og bylting henni til lífs og sigurs, sem hann var að beita sér fyrir. “Nýtt boðorð flyt eg yður:— það, að þér elskið hvor annan; að eins og eg hef elskað yður, svo einnig skuluð þér elska hvor annan.” Þetta var þungamiðja allra boðorða hans og kenninga— elskið hvor annan, verið bræður, látið hið sama ganga yfir alla, standið saman, þér, sem í hlekkj- um erfiðið landeyðum og þræla- höfðingjum til fjár og frama, og þér skuluð ávinna yð.ur frels- ið og fyllra líf! Þessi orð Krists voru ekki töl- uð til fariseanna, fésýslumann- anna og hinna skriftlærðu, held- ur til hinna tötrum-klæddu, þrælkuðu og fyrirlitnu meðlima hans eigin alslausu og vansælu vinnu-stéttar. Það var áskorun um samhug og samstarf stéttar- bræðranna, heildinni til fram- gangs og endurlausnar. Mörgum öldum seinna batt Karl Marx áskorunina í stefnu- skrá sína, og nú í dag stendur hún í eldlegum stöfum sem ein- kunnar-orð heims-byltingarinn- ar: Verkamenn allra landa, sam- einist! Þið hafið engu að tapa r.ema hlekkjunum. Veröldin stendur ykkur til boða.” Á hinum stutta starfs-æfiferli Krists, frá því að hann byrjaði að ýfa lýðinn til kendar um af- stöðu sína, þangað til hann var THINK ON YOUR FEET NOT O F THEM! SHOES Þér munuð fagna þeim hamingjudegi, er þér breytið um og notið HEALTH-SPOT Svo yður líði þægilega, látið okkar reyndu menn máta á yður HEALTH-SPOT SHOES. Innilcgar hátíðaóskir til allra vina og viðskiftamanna MACDONALD 492-494 MAIN STREET . . . Just South of the City waTT SHOE STORE LTD.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.