Lögberg - 21.02.1895, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.02.1895, Blaðsíða 8
8 LOGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1815. UR BÆNUM GRENDINNI. Veðurblíða hefur verið hjer mikil fyrirfarandi daga r>g í fyrra kveld var jafnvel rigning dálitla stund. Hon. Mr. Greenway, stjórnarfor- maðurinn, heíur enn ekki getað kom- ið á f>ingið sökum vanheilsu. Mr. Arni Friðriksson hefur legið rftmfastur af gigt nokkra daga undan- farið, og verið allþungt haldinn. Mrs Katrín Laxdal, kona Mr. Sigurðar Laxdals, er nylátin í Argyle- nylendunni. Mr. Sigurður Jónsson og Mr. Sig- urbjörn Jónsson úr Breiðuvík í Nýja íslandi heilsuðu upp á oss í gær. C. P. R. fjelagið hefur enn af nýju fækkað verkamönnum sínum hjer í bænum. Deir sein senda oss borgun fyrir f>mnan yfirstandandi 8. árg. Lögbergs fyrir pann 28. f>. m. fá sögu í kaup- bæti. íslenzk.i leikflokkurinn hjer í bænum ætlar innan skamms að fara að leika „Hermannaglettur“ til arðs fyrir fátækrasjóð sunndagsskólanefnd- arinnar. Heimskringla segir Únítarasöfn- uð myndaðan í West Selkirk og pessa menn í stjórn safnaðarins: Baldvin Helgason, Guðm. Finnsson, St. J. Scheving, Einar Gíslason og Jón Baldvinsson. t>jóðverji einn, Miller að nafni, hefur nýlega verið myrtur rjett hjá Pembina, að pví er haldið er af öðr- um £>jóðverja, sem Dill heitir, og átt hefur vingott við konu hins myrta manns. Maður sá er fyrir nokkru mis- þirmdi Mr. t>oist. Jóhannessyni að Hallsson, hefur verið dæmdur til 30 daga fangelsis. t>. J. er batnað, eða að minnsta kosti er hann á batavegi, að f>ví er sunnanblöðin segja. Munið eptir að kaupa sem fyrst ísl. almanakið fyrir petta ár. Upp- lagið er rjett að protum komið. Seudið 10 cent ásamt addressu yðar og skrifið utan á: Almanak, Box 368, Winnipeg. — 3 almanök fáið pjer fyrir 25 cent. Tveir Nýja íslands kaupmennirn- ir, Mr. St. Sigurðsson og Mr. Eggert Oliver, eru hjer pessa dagana. Mr. Oliver segir, að töluverðu af kornteg- undum muni verða sáð umhverfis Gimli með vorinu. Fylkisstjórnin ætlar að leggja til túbercúlín, tæringarmeðalið, sem I)r. Koch fanu upp, til pess að reyna, hverjar kýr hjer í bænum hafa túbor- cúlosis, svo að unnt verði að uppræta pann sjúkdóm úr gripum pessa bæjar Sagt er, að von sje á nokkrum Ottawaráðherrunum hinorað vestur o inuan skamms, til pess að halda ræð- ur yfir mönnum í Manitoba og Terrí- tóríunum, og sannfæra pá uin ágæti apturhaldsstefnui.nar. Akveðið er að Winnipegsýning- in verði haldin í sumar frá 15. til 19. júlí. AUmikið tal var um að færa hana til haustsius, ineð pví að sumum pótti pað hentugra; en eptir að vilja almennings hifði verið leitað í pvl cfni, varð petta niðurstaðan. A laugardaginn var ljezt hjer I bænum úr taugaveiki Páll Pálason, 10 ára gamall fóstursonur Mr. og Mrs. G. Ólafssonará William Ave., óvenju- Jega efnilegt og skemmtilegt barn, Jarðarförin fór fram á sunnudaginn frá húsi fósturforeldranna, og hjelt sjera Jón Bjarnason húskveðju. Vjer leyfum os3 að bendi á aug- lýsingu A. Cbevrier, eiganda Bláu Búðarinnar “The Blue Store”, á öðr- um stað bjer I blaðinu. t>að er vtst óhætt að fullyrða r.ð Mr. Chevrier hef- ur keypt pessar vörur fyrir lítið verð og að hann getur pví selt pær með mjög lágu verði. t>eir sem pví purfa að fá sjer loðhúfur eða hvað helzt ann- að af pesskonar vörutegund ættu að nota petta tækifæri, pví að vörurnar eru að mestu leyti alveg óskemmdar. í smágreinum viðvíkjandi ping- setningunni er meðal annars komizt svo að orði I Free Press 15. p. m.: „Lopt blaðamannanna naut nú I fyrsta sinni pess he’ðurs, að par var rit- stjóri elzta íslenzka Winnipegblaðs- ins, að blaðinu Free Press undan- teknu. Blaðið er „Sameiningin“, málgagn íslenzku lútersku kirkjunn- ar I Manitoba og Norðvesturlandinu, og ritstjórinn er sjera Jón Bjarna- son. Mr. Bjarnason hefur líka veitt söfnuði sír.um forstöðu miklu lengur en nokkur annar prestur hjer, að Ven. Archdeacoi FortÍD, prestinum við kirkju heilagrar prenningar, einum undanteknum. Auk pess starfs, sem pegar er nefnt, er hann I peirri virð- ingarstöðu, að vera fois?ti kirkjufje- lags síns I Manitoba ng Norðvestur- landinu, par með talin Minnesota og Dakota“. Frá Norður-Grænlandi. Framh. frá 1. bls. pvl fleiri og sterkari norðurljós sjáist. En pví er ekki svo varið. Að pví er snertir ve3turhelming hnattarins, ligg- ur pað belti, par sem mest sjest af norðurljósum milli 50. og 70- breidd- argráðu, og I vetrarbúðum okkar, sem voru mjög nærri 78. breiddargráðunni, nutum við mjög sjaldan peirrar á- nægju, að sjá verulega skær norður- ljós. £>ar á móti höfðum við aðra huggun á hinutn löngu vetrarnóttum. og pað var tunglið, sem var stöðugt eina 6—7 daga á himinhvolfinu, peg- ar pað var komið upp á annað borð, og breiddi pá töfradýrð yfir eyðilega útsýuið. t>. 14. febr. heilsuðum við aptur dagsljósinu, og stuttu síðar voru keyptir slðustu sleðahundarnir fyrir ferð pá sem fyrir höndum var. Eski- móarnir höfðu petta ár gnægð hunda, svo að okkur veitti ljett að fá um 30 góð dýr, og urðu par með akdýr Pearys meira en 70. í byrjuninni á marz var allur útbúningurinn fluttur upp að jökulröndinni, og svo var byrjað á ferðinni. Næstu vikurnar var örðugur tími. Ofsastormar voru næ3tum pví stöðugt og auk pess var kuldinn svo mikill, að marga kól svo mikið á útlimina, að peir urðu að hætta við ferðina. Hundarnir fækk- uðu skyndilega, pví að peir sýktust og uppgáfust, vegna pess að oflltið var um pá hirt, sem kom af pví voða- veðri, sem við hrepptum, og í byrjun aprílmánaðar var tæpur helmingur peirra lifandi. Peary varð pví um síðir að hætta að hugsa til að halda áfram, eptir að hafa komizt að eins hjer um bil finimta part af leiðinni til norðausturstrandarinnar á Grænlandi, sem við Peary komum3t að 1892. Aprílrnánuð notaði jeg til pess að fara sleðaferðir til strandanna með fram Melvilleflóanum, sem mig hafði lengi langað til að koma til, og áður hafa ekki verið rannsakaðar. Eski- mói einn, tryggur vinur minn, var með mjer. Þetta var eina langferðin, sem farin var petta árið, og hún var að mörgu leyti farin á svo sjaldgæfan máta, og leiddi af sjer svo pýðingar- miklar landfræðis-uppgötvanir, að jafnvel alpýðu mannna kann að pykja nokkurs um vert að lesa nokkuð ná- kvæma lysing af henni. Undirbúningur sá sem jeg hafði undir ferðalagið, var af mörgum á- stæðum lítill og einfaldur. Að pví er ketforða minn snerti, pá varð jeg að treysta á pað er mjer kynni »ð jnn- hendast. á veiðum á leiðinni. A engu reið pvl meira fyrir mig en að útvega mjer góðan veiðimann fyrir fylgdar- mann, og liann fjekk jeg, pegar jeg fjekk Kolotengva. Jeg fjekk til láns og til kaups fyrir ýmsa muni 8 hunda. Við Kolo- tengva bjuggum til sleðann stuttu áður en við lögðum af stað, og var hann með Eskimóa-lagi með fílabejni undir meiðunum. Morguninn 6. apríl vorum við að öllu ferðbúnir, og pó að veðrið væri nokkuð ískyggiíegt, himininn skýjum hulinn, og veðrið svo milt (17 gr. C.), að pað spáði illu, pá lögðum við af stað, pegar fram á daginn leið. Milli svörtu, næstum pvl pverhnyptu fjalla- veggjanna úti I firðinum hjekk pokan pykk og blygrá, og innar, nær vetr- arbúðum okkar, straukst harðneskju- legur norðaustan vindur ofan eptir berum hæðunumog út á (sinn. £>ann dag fórum við alls 102 kílómetra og komumst um kveldið til Eskimóa- byggðar einnar, og fengum að vera par um nóttina. Sá staður hjet Ol- oschynni, og voru par 5 snjópakktir steinkofar, og annars var ekki búið I fleirum en tveimur peirra. Þar hittum við einn af hinum nafnkenndari bjarndyraveiðimönnum, fllefldan mann, sem einmitt var ny- kominn úr bjarndyraveiðiferð, sem hann hafði farið suður 1 landið. Birn- irnir höfðu leikið hann grátt-þetta ár, pví að tvo af hinum vel vöndu hund- um hans höfðu peir drepið, og sjálfur hafði hann verið nærri pvl að fá sömu útreiðina, enda bar handleggurinn á honum vitni um pað. Hann var allur sundurtættnr, en gamlar selskinns- bætur voru nú bundnar um hann. Hin göfuga læknislist stendur á mjög lágu stigi meðal pessa fólks, en svo hjálpar náttúran peim llka péim mun betur einmitt I pessu efni, og læknar sár og beinbrot, sem annast pyrfti mjög vandlega heima, ef pau ættu að geta læknazt. Alla nóttina voru tvær gamlar, ástúðlegar kerlingar að sauma handa mjer nyja selskinnssokka, pví að pær vildu ekki rneð nokkru móti, að jeg færi I langferð með gömlu stígvjelin, sem jeg hafði á fótunum, enda voru tærnar farnar að gera sig líklegar til að fara út um pau. Fyrir pá vinnu gaf jeg peim einn gaffal; upphaflega höfðu verið I honum 4 tennur, en nú voru ekki nema tvær orðnar eptir; og svo gaf jeg peim líka 35 eldspytur. Daginn eptir komum við í aðra byggð, og var par tekið ástúðlega móti okkur. Yið settumst að I húsi elzta veiðimannsins, sem lijet Terri- kotti. Maðurinn var heldur fyrirmann- legur, svo fyrirmannlegur, sem maður I bjarnarskinnsbuxum og með myndarlegt andlit getur ver- ið. Hjá honum vorum við tepptir næsta dag vegna poku, og 9. apríl hjeldum við aptur áfram ferð okkar, og reistum okkur um kveldið ofurlít- inn, laglegan steinkofa mitl I háum snjóskafli. Menn kynnu að hafa gam- an af pví að líta inn I kofann, eptir að troðið liefur verið með lausum snjó upp I allar rifur I veggjum og paki, og kveikt hefur verið á lömpunum. Gömul kona, sem ásamt manni sínum hafði slegizt I fylgd með okkur um morguninn, eldar matinn að mestu leyti, og til pess að komast að raun um, hvort tevatnið sje orðið heitt, stingur hún við og við allri hendinni ofan I löginn, sem annars er ekki sem hreinastur. Jeg var nú nokkurn veg- inn búinn að venja mig við pessa elda- mennsku, en pegar hún hafði í fyrsta sinni kveldinu áður mælt hitann 1 jottinum á pennan kænlega hátt, pá var ekki laust við að jeg sprytti á fæt- ur I rjettlátri reiði, og syndi henni fram á, hvað petta væri dónalegt. Aptar I kofanuin eru breidd nokkur skinn, og á peim sitjum við hinir prír kofabúarnir eða liggjum. Niðurl. næst. Aftaka generalanna í Kína. Það virðist orðið sjálfsagtí Kína, að hálshöggva hvern general, eða flesta peirra, scm bíða ósigur fyrir Eldsvoda - - - Sala. VJER HÖFUM KEVPT ALLAN LGÐ- SKINNAVARNINGINN AF J. A. ROGERS & OO. OG SELJUM HANN MEÐ GJAFVERÐI í TIIE BLBE STOBE Merki: Bla Stjarna. 434 MAIN STREET. WINNIPEG paö hefur verið rifantli verzlun hjá okkur slðan viS byrjuSum að selja jiessar vörur, og satl að segja höfum við selt helmingi meira þessa siðustu (jóra tlaga en við áttum von á, I n það er annars ekki að furða á því, því að fólk kann vel að nreta aðra einssolu og þetta er ♦♦♦♦ Allir vita að þessar vörur eru góðar, því að J. A. ROGERS & CO. höfðu aldrei annað en vantlaða vöru. ♦♦♦♦♦♦ Maður hefur 75 per cent ágóða á j>ví að kaupa sjer loðhúfur, loðkápur eða hvað hclzt annað af þessum vörum. ♦♦♦♦♦♦ Við höfum Ijómandi fallegar moffur úr selskinni, I’ersian lamb, og fimmtíu (50) öðrum teguntl uni, sem við seljum fyrir það verð, sem við getum fengið fyrir það. ♦♦♦♦♦♦ Við bjóðum allar þessar vörur fyrir svo framúrskarancli lágt verð að |>ær hljóta að ganga út untl- ir öllum kringumstæðum, og satt að segja ganga |cer þegar út. ♦♦♦♦♦♦ pvillkt tækif.eri til þess að fá loðskinnavöru fyrir lflið verð, mun ekki gefast aptur. MUNID EPTIR The Blue Store. Merki: Bla Stjarna, - 434 MA/N STREET, WINNIPEG. A. CHEVRIER. Japansmönnum, og mörgum hefur pótt sú ráðstöfun keisarans í meira lagi kynleg. En eptir pví sem Lund- únablaðinu Times er riiað, hefur ótt- inn við að missa höfuðið haft góð á- hrlf á kínversku yfirforingjana. Fyr- ir bragðið er nú farið að borga liðs- mönnunum og láta pá hafa mat. En eptir pvl sem pessu blaði er ritað, hefur meðferðin á liðstnönnunum, að pví er borgun og mat snertir, verið i meira lagi bágborin. í grein um her- stjórnina kínversku er frá henni skyrt á pessa leið: „Kínversku yfirforingjarnir eru I raun og veru ekkert annað en „oon- traktorar“. Eins og borgaralegu em- bættismennirnir kaupa peir einbætti sín,eins og menn setja afgangs-fje sitt I hin og önnur gróðafyrirtæki. Yfir- foringinn fær ákveðna upphæð frá stjórninni, og fyrir hana á hann að leggja til svo og svo marga liðsmenn ásamt herbúðum. Gróði hans er ekki takmarkaður af öðru en samvizku hans; hann getur breytt liðsmanna- listanum og haft af liðsmönnunum eins og bonum póknast. Eptir bar- dagann við Fing-Yang höfðu margir liðsmenn ekki fengið neina borgun um prjá, fjóra, og jafnvel fimm mán- uðui. Sumir yfirforingjarnir vonuð- ust blátt áfram eptir pví, að menn peirra yrðu drepnir, svo peir pyrftu ekki að hafa fyrir pví að borga peim. lllræmdasti syndarinn I pessu efni er general Wei, sem hafði yfirstjórn við Ping Yang. (Hann var slðar háls- höggvinn.) Hann hafði að eins hálfa tölu peirra manna, sem liann ljet borga sjer fyrir, og liðsmenn hans voru mest burðarmenn, sem teknir höfðu verið I stað strokinna liðs- manna. Þessir burðarmcnn kærðu sig vitanlega ekkert um, hvernig allt gekk, og hugsuðu að eins um að fá sínu eigin lífi borgið. En svo hafði Wei líka borgað laglega upphæð til nokkurra manna, sem mikið áttu und- ir sjer, fyrir embætti sitt. Þessum og pvílíkum yfirforingjum pykir pvl ekkert að pví, pó að liðsmennirnir strjúki. En auðvitað eru undantekn- ingar frá reglunni; sumir foringjar eru hraustir og drottinhollir, og hafa' hrausta og drottinholla menn undir Stjórn sinni, pvl að mennirnir eru eðlilega líkir leiðtogum slnum.“ Fbá Sukbidan f Okigon er oss ritað á pessa leið um tlðarfarið: Tlðin hefur verið í vetur allt öðruvísi en í fyrra vetur, ekki svipað pví eins miklar úrkomur, en aptur kaldara. Þó hef jeg engan morgun sjeð hitamælirinn standa neðar en 26 gc. yfir zero, og ekKÍ hefur snjór legið á jörð meira en 8—10 daga að öllu samanlögðu. Seinni part des- embermánaðar og framaa af janúar var fremur ónotalegt tíðarfar, kulda- rigningar, bleytuhrlðar og norðaustan golur nokkuð opt, en framan af vetr- inum var bezta tíð, og nú einar prjár v'kur hefur aldrei rignt eða hríðað, opt verið bjela á morgnana, en sól og sumar, pegar komið hefur fram á daginn. Við búumst varla við lang- vinnum rigningum hjer eptir. Leiðrjettiiig til Heims- kringlu. Herra ritstjóri!— í Heims- kringlu 25. f. m. stendur grein með fyrirsögn: „Duluth deilan'4 og með pví ritstjóri pess blaðs hefur fært svo úr lagi niðurlag greinarinnar og ekk i fengizt til að liafa handritið óbreytt, pá vil jeg hjermeð mælast til að pjer, herra ritstjóri, lofið mjer að leiðrjetta petta I yðar heiðraða blaði. Hin um- rædda grein var pannig orðuð í hand- ritinu: ,,Að sögn peirra manna er skrif- að hafa undir tilboð pað, sem prentað er I grein Páls Bergssonar, hefurhann afbakað pað 1 rithætti og gcrt úr pví afskræmi eitt; er pað vel gerð mynd af Páli sjálfum, pað vita allir sem pekkja hann og hafa kynnzt honum á einhvern hátt og er llklegt að petta auki álit lians og vinsæld meðal landa“. Duluth I Febrúarmán. 1395. Sigfús Magnússon. SÖNN ♦♦♦ KJÖBKAVP ♦♦♦ Agætis kvennmanna tlóka Slippcrs... .50 ccnts “ Bedroom “ ....25 “ Barna flóka Skór..................ig •• Langir ksrlm. arctic ullar sokkar.50 “ Sterkir karlmanna yfirskór.....$1.25 “ A. G. MORGAN 412 Main St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.