Lögberg - 05.11.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.11.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1914. 3 Gestur Þýzkalands_ keisara. Húsmunir voru trébekkur og stór járnpottur meö ketkássu í, sem var oröin köld, svo aö grá tólgarskán lá yfir réttinum. En nóg var af fólkinu fyrir, í saman- buröi viö stærS hússins og and- rúmsloft. Meöfram veggjunum stóöu í hálminum átján fangar, tveir belgiskir riddarar og átján franskir, þrír þeirra úr Afríku, meö rauöar húfur og meö poka- lega óhreina dúka um neöri hluta likamans, í buxna staö. Þeir litu út fyrir aö vera mjög syfjaöir og þreyttir og óþvegnir voru þeir. Á aöra hliö voru fáir fangar, blaöamaöur frá Brusser, málari úr Bandaríkjunum, myndasmiöur belgiskur, mjög 'hræddur um líf sitt. Sá fjóröi var kolsvartur; hann haföi stýrt vagni þeirra fé- laga og veriö tekinn höndum ásamt þeim; negri sá var fæddur í Afríku, en alinn upp á strætum Chicago borgar og var aö sjá al- veg ókriöinn og hughraustur, hvaö sem að hendi bæri. Þeir höföu haft myndavél meö sér og merki hins rauöa kross á vagninum, án þess aö fá leyfi þar til, og voru handteknir og jafnvel grunaöir. Þeim haföi liöiö fullvel nema Bandaríkja manninum; hann haföi oröiö viðskila viö hina og lent x höndum fyrirliöa, senx lék hann svo grátt, aö þaö er efni í frásögn út af fyrir sig. Viö urðum að dúsa í þessari prísund í hálfa klukkustund og er það sú lengsta, sem yfir mig hefir komiö um mina daga. Hermaöur stóö viö dymar meö byssu og reiddan flein og annar sfóö viö gluggann, sem var brotinn, sömu- leiöis meö byssu og flein. Hópar af dátum komu aö þessum glugga viö og viö og gláptu á sýningar gripina inni fyrir, og meö því aö þeir tóku okkur fyrir enska spæj- ara, þá þótti þeim eins merkilegt aö skoöa okkur og hina frönsku hermenn í pokabrókunum. v A endanum kom hinn háværi fyrirliöi þjótandi inn og afsakaði meöferöina á okkur, kvaöst aldrei hafa til þess ætlast, aö viö yröum settir í prísund. Hann bauð okk- ur aö koma út meö sér, meö því aö upp væri stytt. Þegar okkur var stungið inn, stóöu tvö ensk reiöhjól sem við áttum, viö götu- stéttina; þau voru horfin, þegar viö komum út, og hafa ekki sést aftur til þessa dags. Viö tókum nú til að sitja á tré- bekknum á nýjan leik, þangað til okkur kom í hug, aö minna mundi bera á okkur ef viö sætum inni í næsta veitinga'húsi, og fórum þar inn. í sama bili var Mittendorfer þar kominn og meö honum yfir- dáti meö höndina í fatli, og skyldi sá fylgja okkur, vera leikbróöir okkar, ef svo mætti segja, og jafnframt var hermaöur meö byssu og sverö kominn fyrir hurð- ina, og öörum, vopnuöum á líka lund, skaut upp fyrir utan glugg- ann. Af þessum og öðrum kennimerkjum fanst okkur erfitt aö gera greinarmun á því, hvort við værum gestir hins þýzka hers eöa fangar. Þaö heföi tekiö sling- an reikningsmann að finna út þann mismun, svo smár var hann. Allan þennan dag til kvelds héngum viö í inni þessu, okkur var færöur matur, dátabrauð og vín úr kjallara prinsins, en í kveldskattinn höföum viö hart súkkulaði, sem viö lögðum sjálfir til. Heimilis- fólkiö var digur húsráöandi af Flæmingja kyni, sem ekki réöi húsum, heldur hans afarskörulega og gildlega húsfreyja, móöir henn- ar og systir, visinn og fáráöur aumingi, sem var svo hrædd, þeg- ar þýzku dátarnir gengu um, alö hún skalf svo aö kjúkurnar slógust í veggina; hún haiöi mist vitið af hræöslu, þegar hún var barn. Dátamir sáu hvaö hrædd hún var viö þá og reyndu að vera góöir við hana. Undir náttmál kom húsfreyja meö dáta í hælunum og báni þeir svo sem hálft tonn af fiðursæng- um og á þeim sváfum við andfætis á gólfinu í veitingahúsinu, við fimm og landi okkar, málramn og ann- ar til, sem fluttir voru til okkar úr prísundinni. Þeir sögöu loftið þar oröiö svo fúlt, að þeim hafi legiö viö köfnun. Þrír dátar voru settir til aö vera í veitingastofunni meö okkur og skiftust þeir þannig á, aö einn sat á stól meö byssu sina á hnjánum og vakti meðan hinir hrutu svo aö dyr og gluggar skulfu. Þéir voru rosknir aö aldri, en yfirdátinn, sem var kom- ungur, talaði til þeirra í fööurleg- um tón og mælti þannig að skiln- aöi: “Nú, nú, bömin góö, látiö nú fara sæmilega um ykkur. Þiö megiö drekka hvaö sem þiö viljið, en ef nokkur af ykkur veröur fullur, þá skal eg með ánægju sjá til þess, aö sá fái frá sjo ára tugt- húsvist við þrælkunarvinnu.” Fyr- ir þetta þökkuöu þeir honum ein- um munni. Næsta morgun hélt Mittendorf- er áfram að lofa þvi aö bifreiöin skyldi koma, sú sem okkur haföi heitiö veriö á hverri klukkustund daginn áöur. Sá piltur þykir mér trúlegt aö gengiö hafi i skóla hjá Japönum, sem þykir réttara að hrúga einni augljósri skröksögu á aðra ofan, þangaö til alt hrynur af sjálfu sér, heldur en að segja óþægilega frétt einsog hún er.” Dagurinn leiö svo aö þeir félagar urðu aö sitja þar sem þeir voru komnir og höföu litla dægrastytt- ing. “Rétt fyrir hádegiö sáum við hvar stóreflis vagn kom, full- ur af sárum mönnum, þýzkum. Sá sem stýröi vagninum hafði spelkur um fótlegginn, aftan á sátu tveir, annar með reifað höfuö, ‘hinn meö hönd í fatli, héldu þó á byssum, aðr- ir sem stærri höföu sárin, lágu á dýnum í vagninum. Ef þýzkir hermenn eru ekki svo mikið særö- ir, aö ófærir séu til allra 'hluta, þá em þeir notaðir til einhvers. Ekk- ert er látið ónotaö, ekkert fer í súginn hjá herstjóminni þýzku, þaö þykist eg fullkomlega skilja. Dátarnir á götunum hrópa glaölega til þeirra særöu, en þeir svara meö því aö syngja “Die Wacht am Rhein” meö veikum rómi. Nokkru síöar heyröum viö mik- ið uppistand og hávaða úti fyrir. Við sáum út um gluggann hvar nálægt fjörutíu enskir fangar komu og vopnaðir menn alt í kringum 'hópinn. Þeir ensku voru hermannlegir á velli, en mjög dap- urlegir virtust þeir. Þýzkir dátar þyrptust að þeim til aö skoða þá, en ekki köstuöu þeir aö þeim háö- glósum né skætingi. Um sama leyti var hleypt inn til okkar frönskum fyrirliða, komungum, liölega þrítugum. Hann bar sig vel, en þreytulegur og harmsfullur var hann á svipinn. Okkur var bannað aö tala viö hann, og ekki mátti hann ávarpa okkur. Súpu- skál var borin fyrir hann, einsog okkur, hann rétt smakkaði á henni, hallaði sér út af, meö handlegginn undir vanganum og steinsofnaöi. Yfirdátinn þýzki sagöi okkur aö þessi franski fyrirliði heföi horft á múg sinn falla viö hliöina á sér. Skömmu síðar var hann vakinn og honum boðiö til borðhalds meö þýzkum fyrirliöa á ráðhúsi borg- arinnar. í sama mund heyröum viö á tal tveggJa þýzkra fyrirliöa, og sagö- ist annar eiga annríkt, því aö hann þyrfti aö láta skjóta tvo af borgar- mönnum, áöur en svo dimt yrði, aö ekki sæist til þess. Þá segir hinn að hann hafi orðiö aö stjóma aftöku tveggja þann sama morgun. Þáö vora hjón, hann sjötíu og fjögra, hún sjötíu og tveggja. Þeim var gefið aö sök, að þau heföu gefið hermönnum eitraðan sykur í kaffi. “Þú hefir víst frétt þaö ?” sagöi annar. “Já, eitthvaö heyröi eg um það”, svaraöi hinn, og þarmeö var þaö búiö. Eftir þriggja vikna hemaö láta allir sér litlu skifta eins sorglegan atburö og þennan. Allir af okkur, bæöi áhorfendur og bardagamenn hafa séö svo margt hryllilegt, aö einn hroöa viöburöur til bítur ekki á okkur. Ahrif stríðsins á hugarfar- iö get eg ekki gert ljósara en meö þessum oröum.” Þeir félagar voru aö lokunum settir á jámbrautarlest, sem flutti þá, ásamt föngum og særöum mönnum, ekki til Brussel, heldur til Aachen á Þýzkalandi og lýkur þar frásögn þessari aö sinni. Frá Bellingham, Wash. Stundum sjást kvartanir um þaö i vestur-íslenzku blöðunum, aö þau hafi lítiö í fréttum að segja úr sum- um þeim stöðum, þar sem íslending- ar eiga bólfestu. Er þá vanalega eitthvaö bætt úr því í það skiftiö, jafnframt kvörtuninni, því auövitaö er þetta ekki blöðunum aö kenna, heldur gáleysi og pennaleti þeirra, er þar búa. Ekki mundi þaö þá tiltökumál, þótt kvörtun í svipaða átt sæist héöan, því hrein undantekning er þaö, aö bær- inn Bellingham, Wash., sjáist nefnd- ur á nafn í íslenzku blöðunum, og mun orsökin sú sama, svo og hitt, að hér séu Islendingar svo fáir—skifti ekki hundraða tali. Það er nú um hálft annað ár síð- an eg flutti hingað frá North Da- kota. Þykist eg hafa tekið eftir því, aö íslenzkir feröamenn úr austrinu, er vestur leita til aö sjá Ströndina, hafa aö sjálfsögöu stanzaö mest í borgunum Seattle, Victoria og Van- couver, en oröið þó oftast að fara sem leið lá gegn um hina smærri staöi, og þá líka til Bellingham; ekki hafa þeir samt stigiö af lestinni hér til daglangrar eöa hálfs dags dvalar, aö líkindum fyrir þá hugmynd, aö hér væri svo sem enga Islendinga aö hitta, sem eins og áöur er sagt, eru tiltölulega fáir, i samanburði viö tölu þeirra á öðrum stööum. Þó munu þeir jafn-sannir íslendingar seni aðrir, og mundu ekki siöur en aðrir gleðjast af aö fá aö sjá is- lenzka feröamenn. Það kemur fyrir, aö viö lesum strandferðásögu landanna úr austr- inu “eftir dúk og disk”; og er það alt, sem viö höfum af þeim að segja. Þótt Bellingham á hinn bóginn geti ekki mælt sig viö hinar stærri borg- ir, hvað snertir mannfjölda og um- mál, þá getur hún þaö kannske aö einhverju öðru leyti, út af því að hafa nú í seinni tíð hepnast að sníöa sér stakk eftir vexti. En hvaö stað- hætti og náttúrlega fjölbreytni snert- ir, þá er víst tiltölulega eins mikils viröi fyrir ferðamenn aö litast um í Bellingham og umhverfinu eins og annars staðar á Ströndinni. Bærinn, sem vitanlega snýr mót vestri, er brekkubær og liggur sem skeifa utan um allstóran vog, sem aðallega kallast höfn; þaö er góð höfn meö tilbúinni skipakví og bryggjum báöum megin og vöruhús- um. Meö sjó fram mun bærinn um 5 mílur frá suðri til norðurs, um 2— 3 mílur upp í landið. Ibúar teljast nokkuð yfir 30,000. Samgöngufæri eru allmikil: 4 jámbrautir liggja um hann og hafa stnar stöövar; svo og strætavagnalínur um allan bæinn. Býsna mikiö er hér af steinlögðum strætum, og þær umbætur í hröðu á- framhaldi. Byggingar eru myndar- legar, þótt ekki séu afar stórar; skal þessara getiö: Ráöhús og þinghús, bankar og heildsöluhús í fleirtölu; verkveitandi verkstæöi: 5 sögunar- mylnur stórar, 3 fiskiverkunarhús— eitt þeirra hiö stærsta á Ströndinni, hefir mörg skip smá og stór í förum til aö flytja fiskinn út um heiminn; rétt núna sendi það eitt til N. York með 100,000 kassa af laxi—■; gufu- véla, steinlíms og rtiúrsteins verk- stæöi, svo og hveitimölunarmylna. Auk alls þessa er hér ýms iðnaður í smærri stíl. Skólar lægri og æðri eru hér 12; sá 13. er kennaraskóli, er hefir nú að sögn um 1,000 nem- endur, og er búist viö aö þurfi aö stækka hann sem fyrst; ein stór skólabygging er nú í smtðum úr steini; kirkjur eru hér margar og heyrandi til ýmsum flokkum; þá eru hér og mörg leikhús, tveir “parks” og hergagnaskáli. Feröa og flutn- ingsfæri ýmiskonar, er ganga fyrir gasolínkrafti, fara hér um bæinn og umhverfið. Eru þau notuö til alls- konar .flutninga og feröalaga, en hross eru mikið minna notuö hér, þó nokkur séu. Samgöngur á sjó eru og greiðar mjög, bæöi til fólks og vöruflutninga. Skip ganga tvisvar á dag milli Bellingham og Seattle, og auk þess fer dragbátur á milli þrisv- ar í viku, sem dregur eftir sér stóra “pramma” er á eru vöruflutninga- vagnar. Sjaldan lítur maöur svo til sjávar, aö ekki séu smærri og stærri snekkjur fram og aftur um höfnina, sem er um 5—6 mílur á hvern veg og frá bænum sýnist innilukt af eyjum, er fyrir framan hana liggja; á eyjum þeim er töluverð mann- abygö. Svo sem áöur er á vikið, liggur bærinn um töluverðar brekk- ur; er því víöa í bænum útsýni hiö fegursta. Tvö vötn, annað í norö- austur frá bænum, hitt í suöaustur, bak við hæðirnar, leggja bænum til alt vatn, sem leitt er meö ptpum inn í hverja byggingu og hvert hús; út viö annað þetta vatn er sögunar- mylnu og ýmislegur iönaöur. Hvernig mun þá háttaö hag og afkomu bæjarins? Um þaö verö eg fáorður, því til þess brestur þekking. Þaö mætti ef til vill hugsa sér fólk- iö í fjórum flokkum. 1 fyrsta flokki teljast þeir, sem lifa bara til að njóta lífsins og alls þess, sem þaö hefir bezt á boðstólum,—ríka fólkiö. í öörum flokki eru þeir, sem lifa fyr- irhafnarlitlu lífi, aö ööru leyti en þvt sem útheimtist til umsjónar á eigin heintilum og viöhaldi þeirra—Iþeir, sem ekki mega ríkir kallast og held- ur ekki fátækir. Til þriöja flokks- ins tel eg þá, er stunda daglauna- vinnu og Iifa á því ásamt skylduliði sínu; eiga sumir þeirra heimili stn, en aðrir leigja sér vistarverur eftir þvt sem kringumstæður leyfa, — og frekar má víst telja meölimi þessa flokks fremur fátæka en ríka, þótt vel komist af margir hverjir. Þá er í hinum fjóröa flokki verkalýöurinn heimilislausi, sem gengur aö fæöi síntt og húsnæöi hjá öörum og borg- ar fyrir þaö; tæpast mun sá fjóröi flokkur vanalega stærri en sá er næst áöur var talinn, frekar minni, en vafalaust lang fátækasti flokkur- inn. Loks, hvernig mun afkoma land- anna sérstaklega? Ekki er annað að sjá, en að hún sé nokkurn veginn góö, og allir munu Islendingar hér eiga íbúöarhús stn, og sumir mynd- arleg heimili. Flestir stunda þeir daglaunavinnu meira eöa minna og hafa góða gát á tímanum. Einn stendur aö matvöruverzlun, M. Goodman frá Pembina, N.D.; annar stundar húsasmíöi, Vigfús Vopni; hinir stunda ýmsa algenga vinnu; margir hafa kú og fugla til búbóta. Á engum heyrist, aö hann langp burtu héöan; hafa þó sumir dvaliö víöar á Ströndinni. Nýlega bættist hér viö einn landinn, P. Gtslason bóndi frá Alberta; var hann noröur The Empire Sash & Door Co. ------------- Limited ■ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Abyrgst að kaupendur séu ánægðir KOL og VIDUR ALBERT G0UGH SUPPLY C0. ‘Vu.TÍISi"* Skjót afgreiðsla. Lægsta verð. TALSIMI: M. 1246 viö Blaine í sumar. Um 5 mílur út frá bænum er Mari- etta, dálítiö þorp; er þar pósthús, skóli, matvörubúö og mjólkurbú. Þar dvelja þó nokkrir Islendingar, er stunda því nær eingöngu búskap á fleiri og færri ekrum, og farnast þar vel. Hvaö íslenzkt félags og samkvæm- islif snertir, þá hefir það aö sjálf- sögöu lítið verið að undanförnu og er enn, sökum fámennisins og dreif- ingarinnar um bæinn. Samt mynd- aðist nú næstl. vor dálítiö lestrarfé- lag, er gengur undir nafninu “Kári”; markmið þess er að viðhalda ís- lenzku máli og þjóðemi, svo mjög sem kraftar Ieyfa. Heldur þaö fund mánaðarlega. Auk fyrirliggjandi félagsmála hefir hver fundur dálitla skemtiskrá, svo sem söng. upplestur og tölur. Ekkert orð má heyrast á fundum nema íslenzkt. Þegar svo fundur er úti, er sezt að kaffi- drykkju, og ber þá margt á góma aö tslenzkum hætti. Félagiö telur rúma 40 meðlimi; þó nokkrir standa enn fyrir utan. Um 200 eintök af ísl. bókum hefir það nú allareiöu eigpi- ast; mun þetta eftir vonum er vænta tná af barni á fyrsta árinu. Árla 2. Ágúst næstl. varö “Kára” litið út af haug sínum; sér hann þá skara mikinn af glaðlegu og mynd- arlegpi fólki prúöbúnu; skilur brátt, aö þessir fríöu flokkar muni vera aö halda hátíö. Manndóm og göfug- mensku sér hann i svip fólks þessa, og fýsist aö slást i förina. Brejjður hann þegar viö og heitir á alt íslenzkt fólk í Bellingham aö draga út eins og aörir, til skemtunar og upplyft- ingar anda og lífi, — draga út til frægöar og frama og leggja skemtan þeirri til alt það bezta, er íslendings eöli hans ætti í eigu sinni. Brugöust allir vel viö; var fariö á bifreiðum út til samlandanna í Marietta. Vel var þar á móti tekiö, og gengiö aö tilreiddum laufskála í skauti náttúr- unnar; geröi “Kári” grein fyrir heimsókn sinni; kvaöst ekki vera kominn þar í liðsbón til eftirmála Njálsbrennu—en samt í liðsbón til aö lifa þar einn háíslenzkan dag, og meö hugsun og krafti að leggja einn lítinn stein í þjóöminningardags- bygging Austur og Vestur Islend- inga. Fortíðin ætti tilkall til þess fyrir kjarkinn og frægðina, og nú- tíðin heimtaði þaö til eflingar og viöhalds menningar og manndóms hins umliðna, og þaö væri bein skylda aö helga feðrum og fööur- landi einn dag á ári meö hátíðarhaldi og taka undir með bræörum og systr- um austan hafs og vestan; og ýmis- legt fleira mælti “Kári.” Var þá sezt aö borðum og var þar fram reitt allskonar sælgæti. Hélt þá skemtiskrá dagsins áfram. meö því að sungin voru íslenzk ættjaröar- ljóö og þjóðsöngvar, og ræöur flutt- ar; þá var tekið á móti sem heið- ursgestum þeim Gunnari á Hlíðar- enda, Agli Skallagrímssyni, Njáli og Bergþóru, Höskuldi Hvítanesgoöa, Þorgeiri Ljósvetningagoöa, Halli af Síöu, Gizuri og Hjalta og fleirum mætum mönnum fornaldarinnar, er sómi þótti aö vera. Fóru svo fram íþróttir, svo sem glímur og aflraunir á kaöli og kefli, kapphlaup og höfr- ungshlaup o. fl. Tókst þaö alt eftir vonum; fólkiö var glaðlegt og geröi sitt bezta til. Um 100 fslendingar voru viðstaddir; en nokkrir bundnir vinnubrögöum, er langt áttu að, gátu ekki komið. Þá er kvöldaöi sneru allir ánægöir til heimila sinna, ósk- andi hverir öörum gæfu og gengis, í von um, aö geta gert enn þá betur hiö næsta sinn. Var skilnaöarskálin drukkin í kaffi og allir sungu: “ó fögur er vor fósturjörð, um fríöa sumardaga”, o.s.frv. Aö þvi leyti, sem þetta greinar- korn er lýsing, ætlast eg til aö engu sé of-lýst; aö hinu leytinu sjálfsagt mörgu ólýst eöa sem betur mætti frá sagt vera. Læt eg samt hér við sitja aö svo stöddu, og vildi aö lesendur virtu á viðeigandi hátt. Geta mætti þess, er hér skeöi 16. Sept. síðastl., aö miljónamæringur hér, Laraby aö nafni, burtkallaöist snögglega; ók hann heimleiðis þaö kvöld á bifreið sinni, komst trauö- lega inn i hús sitt og var þegar ör- endur, af hjartabilun. Var það aö sjálfsögöu námennum hans svipleg- ur atburöur og sennilega valdandi breytingum; var hann um 70 ára aö aldri, en hraustlegur og þrekmaöur aö sjá og líklegur til langra lifdaga. Eiguir hans eru taldar um 4 milj. dollara virði. Ráöstafanir ýmsar til þjóöþrifa hefir hann veriö aö gera aö undanförnu, og mætti til dæmis nefna þaö, aö síðastl. vor lét kona hans reisa í skemtigarði suöurbæjar- ins stóra og vandaða byggingu, meö öllum viðeigandi þægindum nútím- ans, sem gjöf, er skyldi öllum opin til hvíldar og skemtunar, er þangaö vildu leita frá hita og þunga dags- ins; gaf þá maður hennar listigarö- inum sjö ekrur lands. Þar næst gaf Mrs. Laraby “Kristl. félagi ungra kvenna” fyrirhugaöa byggingu meö Ióö nálægt miöju bæjar, er kosta mætti um 40,000 dollara; mun bygg- ing sú þegar í smíðum. Sagt er aö Mr. Laraby hafi gert ráöstafanir til aö koma upp hæli fyrir uppgjafa her- menn, hér sunnan viö bæinn, og ann- aö fyrir ekkjur hermanna,—sem þó er ef til vill aö eins ráöagerö. Gef- ið er honum þaö orö, aö ávalt hafi hann veriö hlyntur flestum velferö- armálum mannfélagsins og léö þeim liö sitt, en sérstaklega þó látiö kirkjumála stofnanir af skiftalitlar; er honum kannske nú bezt unt sann- mælis? Lifað hefir hann lífi sínu einföldu og viöburöalitlu. Átti nú heima í allstóru steinhúsi inni í bæn- um en var í undirbúningi aö byggja sér heimili á fallegri hæö sunnan viö bæinrv En þá kom kalliö til hans og lagöi honum til annaö heimili og aöra framtíö. tEftirskilur hann ekkju og nokkur börn hálf-vaxin, en ekki munaðarlaus. Bellingham, Wash., 24. Okt. 1914. /. Benediktsson. Eins og fiskur. Neöansjávar bátar hafa reynst illir úlfar í hjörö óvinanna í þessu stríöi. Fregnir berast stööugt um þaö, að neðansjávar bátar hafi sökt skipum. Þegar herskipi er sökt á þennan hátt, ferst venjulega mikill fjöldi manna. Þeir sem atlögunni stýra eru aftur á móti sárfáir og aö mestu leyti ó- hultir fyrir árásum óvinanna. Neö- ansjávar bátarnir eru launráöa áhöld sem notuð eru til að svíkjast að mót- stööumönnunum; þess vegna reynast þeir svo vel, þar sem unt er að koma þeim viö. Þaö er sagt, aö til sé einn neðan- sjávarbátur, sem gæti komist yfir Atlanzhafiö án þess aö stansa á leiðinni. Þessir bátar eru venjulega nálægt 150 feta langir; þeir fara ná- lægt 11 mílum á klukkustund, þegar þeir eru ofansjávar, en hálfu minna þegar þeir eru undir yfirboröi vatns. Þeir geta verið meira en heilan sól- arhring í kafi. Þaö er sagt, aö Thomas A. Edison hafi fundið upp neöansjávar bát sem er enn þá hættulegri en þeir, sem áöur hafa þekst, ef hann reynist eins vel og Edison býst viö. Þessi bátur á aö vera þannig geröur, aö hann geti verið eins lengi í kafi og verkast vill. í þessum bát verða áhöld, sem mjög likjast tálknum fiskanna. Hing- aö til hefir veizt erfitt aö veita nægi- lega miklu súrefni niður í bátana til þess að menn gætu haldist þar við til lengdar undir yfirboröi vatnsins. Edison hefir athugaö nákvæmlega líf fiskanna í þessu augnamiöi og tek- iö þá til fyrirmyndar; þykist hann nú hafa leyst gátuna. Tálknin á bátnum eiga aö draga súrefni úr sjónum. Edison hefir unniö aö þessu alt síöastliöiö ár og nú kvað þess ekki langt aö bíða aö báturinn veröi tilbúinn. Talsími: Garry 2156 P. O. Box 3172 Horni Sherbrooke St. og WiIIiam Ave. M || 1 prentsmiðju vorri er alskonar prentun vel af hendi leyát. Þar fást umslög, reikningshöfuð, nafnspjöld.bréfahausar, verðskrár og bækur, o.s.frv. Vér höfum vélar af nýjustu gerð og öll áhöld til að vinna hverskonar prentstörf fljótt og vel. €J Verð sanngjarnt. <J Ef þér þurfið að láta prenta eitthvað, þá komið til vor. Columbia Press, Limitd Book and Commertiml Printers JOHN J. VOPNI, RáðsmaBur. WINNIPEG, Manitoba MENN ÖSKAST TTL AÐ LiÆRA HANDVERK 1 HEMPHIIJ/S “IiEIÐANDI AMERÍSKA RAKARA-SKÓLA” Dærlð rakaraiðn; þurfiB ekki nema tvo mánuCi til n&msins; ðkeypls ft- höld. Mörg hundruB eldri nemenda vorra hafa nú ágætar stöBur eSa hafa stofnaB verzlanir sj&lflr. Vér vitum af mörgum stöBum, þar sem gott er aS byrja & þessari iBn, og getum hjálp- aS ySur til þess. Feikna eftirspum eftir rökurum. iÆerið aS fara meB bifreiSir og gas Traktora. A8 eins fáar vikur til náms. Nemendam kent U1 hlttar aS fara meS og gera viB bifreiBir, Trucks, Gas Tractors og allskonar vélar. Vér búum yBur undir og hj&lpum ySur aS ná I góSar stöSur vlS viSgerSlr, vagn- stjóm, umsjón véla, sölu eSa sýnlngu þeirra. Fagur verSlisU sendur ókeypis eða gefinn ef um er beölð. HEMPHHJj’S BARBER COI.I.EGK 220 Pacific Ave., Winnipeg, Man. Otibú i Regina, Sask., og Fort William, Ont. — ASur: Moler Barber College HempliilTs School of Gasoline Engineering, Main St., Winnlpeg, Man.. — ÁSur: Chicago School of Gasoline Engineering. * i Döniur! — LæriS aS setja upp hár og fægja fingur. örfáar vikur til náms. KomlS og fáiS ókeypis skrautlegan verSlista 1 HemphUi’s School of Ladies’ Hair Dressing, 485 Main St., Winnipeg, Man. $30.25 í sambandi við Islandsferðir Lágt fargjald og far útvegað með öllum Gufuskipalínum. WINNIPEG STEAMSHIP AGENCY 4-61 Main Street Phone Main S326 Winnipec, Man. Hvaðanœfa. —JárnbrautarJest var á ferð undir hamrahlíð í Colorado; bjarg hrundi úr hlíðinni og kom á einn vagninn, mölvaði bæöi þak og veggi, þó úr stáli væru, drap þrjár manneskjur og meiddi fjórtán af rúmum fimtíu er í vagninum voru, og þykir ganga kraftaverki næst, aö ekki varö meiri mannskaÖL —Nefnd sú, er til þess var sett i Saskatchewan, hefir keypt 1147 hesta af 1500, sem fylkið gefur Bret- Iandi til stríðsins. Hestar þessir eru nú komnir á leiö til sjávar. —Hjá verksmiðjum í Bandaríkj- um, er slíka smíði stunda, hefir Bretastjórn pantaö 50,000 börur til aö bera sára menn af vigvelli. Þús- und börur eru sendar þaðan í hverri viku. —Kona höföaöi mál til skilnaðar viö bónda sinn, italskan greifa, er hún giftist í fyrra meö stóru státi í New York. Brúöurin haföi sjö um fertugt þegar hún giftist eftir því sem hún sjálf sagði, og var mikið eldri en brúöguminn og að því skapi auðugri. Hún gaf bóndanum þá skilnaöarsök, aö hann væri þjófur, og aö stjórn Frakklands vildi ná honum til hegningar fyrir brot gegn þjófabálki hegningarlaganna í því landi. —Prinsinn af Teck, sá er viö landstjórastöðu tekur hér í landi eftir hertogann af Connaught, er korninn til vígvallar og fékk áverka meö því móti, aö maður steig af hesti og rak hælinn framan í prins- inn svo fast, aö hann fékk glóðarauga á báöum augum. —í einni borg í Louisiana gekk vel þektur borgari af vitinu eftir lang- varandi heilsuleysi, gekk í svefnher- bergi þar sem þrjú böm hans sváfu, kyrkti tvö þeirra, átta ára stúlku og sveinbarn, og fanst reikandi um götumar á náttklæöunum, þegar fólk kom á fætur. IVTARKET ffQJEL '<7iC sölutorgiö og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. —Þýzkur spæjari slóst í för meö liðinu frá Indlandi, klæddur eins og Hindúi, og komst alla leiö til Mar- seilles, en þar komst upp um hann og er hann síðan úr sögunni. —Nálægt Portage la Prairie fór maður um farinn veg á “mótorhjóli”, þegar kú skaut upp fyrir framan hann. Maöurinn rendi á kúna og fótbraut hana, en sjálfur liggur hann meö óráöi á spítala, alla tíö síðan. —Þegar bandamenn héldu undan suöur eftir Frakklandi, brendu þeir allar brýr aö baki sér. Þýzkur ridd- araflokkur, er einna fremstur var aö reka flóttann, kúgaöi ferjukarl til að ferja sig yfir ána Oise. Þeg- ar kom á miðja ána, hvolfdi karl Ixátnum og fórust þar riddarar og hestar þeirra og ferjumaöur sjálfur. Stúlkur finnast öðru hvoru i liði Frakka. í flokki særðra hermanna, sem nýlega kom til París, var ein, ung og lagleg. Hún haföi veriö á hergöngum og boriö byssu og bagga yfir þrjátíu mílna leiö á degi hverj- um og barizt eins og aörir, þegar til þess þurfti aö taka. Sár sín haföi hún borið rétt eins vel og hver her- maður annar, og kvaöst þegar mundu fara til bardaga á ný, þegar sár hennar væru gróin. —í París heimsótti móöir son sinn er á spítala lá í sárum, en svo ern var hann og hraustlegur. aö móðir hans inti hann eftir, hvort hann vildi ekki fara á fætur og koma út að ganga. Þegar hún ítrekaöi þessa áskorun, hvíslaöi pilturinn aö henni, aö hann heföi mist báða fætur og annan handlegginn. Var þá þeirri mála- leitan lokiö.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.