Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 3
• K. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1918 S Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. “Já — bíðið þér við. Móðir þessa litla drengs dó í Palace Street. Hver var hún? Hvert var nafn hennar ? ’ ’ “Það veit eg ekki; eg vildi gefa rnikið fyrir að vita það.’’ Lafði Jana varð hnuggin. Attihver hindr- anin á fætur annari að loka leið liennar ? “Eg bið yður að dylja ekkert fyrir mér,’’ sagði Jana kvíðandi. “Geti eg ekki komist að neinni niðurstöðu í þessu efni sjálf, verð eg að fá hjálp lögreglunnar. Þektuð þér nokkru sinni nafn þessarar ungu konu, fyrir eða eftir gift- inguna?” “Eg þekti það áður en hún giftist — að minsta kosti það nafn sem hún bar, þegar liún var kenslukona hjá Lortons. I>að var ungfrú Beaucamp.” “Og mín elskaða systir,” sagði Jana, sem nú slepti ölluin efa. ‘ ‘Hverjum giftist hún? ’’ Frú Smith rétti hendi sína fram. “Eg vildi fórna þessari til að fá að vita það.” “Látið þér mig sjá barnið,” sagði Jana. Litli drengurinn lá uppi á loftinu í nátt- kjólnum sínum. Hendur lians láu við hlið hans, og geraníumkvistum var stráð í kringum liann. “Honum þótti svo vænt um blóm, meðan liann lifði,” sagði frú Smith. “Sérstaklega geraníur. Það þótti móður hans líka. ’ ’ Jana laut niður, tárfeldi og kysti litla and- IitifS. “Eg gjörði það ekki á meðan hann lifði,” sagði hún. ‘ ‘ Hvers vegna sögðuð þér mér ekki um daginn, hverrar balrn liann var?” “Nei, lafði, hvers vegna sögðuð þér mér ekki, hver móðir hans var ? — Hvernig gat eg vitað að hún var nokkurs virði fyrir lafðirnar, ( 'hesney? Eg þekti hana aðeins sem kenslu- konu.” “Þér voruð rtióður lians mjög 'hlynt,” sagði Jana, um leið og hún sagði henni ágrip af æfi- sögu Clarice. “Eg held eg liafi ekki verið neinum jafn hlynt,” sagði frú Smith. “Þó þekti eg hana ekkilengi.” “Þá bið eg yður, þessarar vinsemdar vegna að segja mér alt sem þér getið um liana.” “Þér hefðuð getað fengið að vita alt, sem eg veit, fyrir löngu síðan, lafði, ef eg hefði vitað hvað hún var fyrir yður. Eg þekti hana fyrst hjá Lortons í Gloucester Terrace. Frlí Lorton cg eg, erum bræðradætur; hún reynir nú raun- ar að látast vera heldri kona, búa ríkmannlega o. s. frv.; en hún verður aldrei lieldri kona, hve inikið sem hún reynir. Yið áttum heima í kaup- stað; faðir hennar var bakari og minn hafði greiðasölu. Ilún áleit brauðgjörðarhúsið tign- ara en greiðasöluliúsið, og bar höfuðið allhátt. Hún giftist — góðri giftingu — manni frá Lon- don, en eg var heima í mörg ár án þess að gift- nst. Svo dóu foreldrar mínir, og alt sern þau áttu varð, mitt. Að sumu leyti af sparsemi og að sumu leyti með því að geta selt greiðasölu- húsið, var eg orðin svo efnuð að fá hálft ahnað hundrað pund í tekjur árlega. Nú kom röðin að mér. Georg Smith, sem oft hafði komið til okkar, sagði við mig að við skyldum rugla reit- tim okkar saman; með lians árlegu launum, sem voru jafnmikil og tekjur mínar, höfðum við þrjú hundruð punda tekjur á ári, og okkur gæti því liðið vel. Hann var liðlega fertugur og mjög viðfeldinn maður. Við giftum okkur því og settumst að í London, þar sem liúsbóndi hans hafði verzlun, og maðurinn minn var verzlunar- erindreki. Eg gat ekki lireykt mér eins og auð- mannakonur, og gjörði það heldur ekki, og lifði sparsaml'ega eins og úður; það líkaði ekki frú Lorton, svo að hún forðaðist mig; en þegar hún veiktist litlu síðar, þá varð hún fegin að fá mig til að stunda sig. Þá var það að eg kyntist ungfrú Beaucamp, sem mér fanst vera hin indælasta stúlka, er eg liafði séð, og því oftar eg sá hana, því.betur leizt mér á hana. Hún var heldri stúlka, á því var enginn efi; hún hafði ekki þenna drembilega svip eins og frú Lorton en talaði vingjarnlega við fólk, eins og sína jafn- ingja. Eg var þar einn mánuð, því maðurinn minn var á ferðalagi; og þegar eg fór lofaði ungfrú Beaucamp að heimsækja mig í Islington, þar sem við áttum lieima. Hún kom líka og sagði mér, að hún væri farn frá Lortons. af því hinn stóri, ruddalegi sonur hefði sótt svo fast eftir sér, og kvaðst nú vera hjá West. Eftir það sá eg hana ekki í marga mánuði, þangað til — eg held Jiað hafi verið í september næsta ár, og þá kom hún til að spyrja, hvort eg gætÞvísað ?>ér á leigu herbergi. Eg varð auðvitað hissa, og hún sagðist ætla að trúa mér fyrir því leynd- ar máli, að hún væri gift. Eg spurði hvers- vegna það va>ri leyndarmál; lnin hló og sagði að Jiað væru tvær ástæður; önnur sú, að maður hennar vildi ekki og gæti ekki sagt föður sínum frá því, sökum peningaspursmáls, sem ekki \æri búið að semja um á vingjarnlegan hátt; og hin, að hún ga'ti ekki sagt fjölskyldu sinni frá því, af því hún væri tiginborin og drambsöm og mundi segja að eg hefði gjört sér vanvirðu með þessu vali. Maður sinn, sagði hún, vinnur fyr- i r sér með einhverri iðn, og þegar hann væri bú- inn að ná þeim efnum, að hann gaiti látið henni bða vel, ætluðu þau að opinbera hjónabandið ón Jiess að skeyta um nokkuð annað.” “Hvað sagðist hún heita?” spurði Jana. “Það vildi hún ekki segja, lafði. Þegar eg spurði hana að því, sagði hún, að það væri bezt að það væri dulið, einkum af því að eg stæði í sambandi við Lortons í Glöucester Terrace; ef það fengi að vita það, nnindi það berast til Wests, en það mætti ekki eiga sér stað. Eg spurði svo hvað eg ætti að kalla hana; liún hló aftur, og sagði að eg mætti kalla sig ungfrú Beaucamp; húif var ekki Iirædd um að eg mundi misskilja stöðu sína. Hún yfirgaf aldrei mitt hús eftir það, fvr en hún fór til South Wen- nock. ’ ’ “Yfirgaf það aldrei?” ‘ ‘ Eg á við, ekki til að búa annarstaðar. Hús okkar var gott, og eg sagði henni að samkomu- herbergi okkar og svefnherbergi á sama gólfi, væri henni velkomið; en hún vildi borga fyrir sig, og vinnukonan mín þjónaði henni. t des- ember fæddist litla barnið mitt, það eina sem eg Fiefi eignast, og hún, g'óða stúlkan, var vön að sitja hjá mér, og —” “Kom maðurinn Iiennar aldrei að heim- sækja hana?” spurði Jana undrandi. “Hann kom ekki í eitt einasta skiftiu mitt hús. Af einstökum orðum — sem hún stund- um talaði ósjólfrátt — skildist mér að hann væri farinn úr London og Iiefði sezt að í sveitajiorpi. Hann kom stundum til London, því leyndi hún alls ekki, og þá fór hún út og var einn eða tvo daga í burtu. En aldrei fékk eg að vita hvar hún dvaldi.” ; ‘ ‘ Hver vár áritanin ó bréfum hennar frá honum?” spurði Jana. “Hún var vön að sækja bréfin sín á Isling- ton pósthúsið. Einu sinni var hún of vesöl til að fara og sendi vinnukonuna. Eg sá bréfið í hendi hennar þegar Fiún kom inn, áritaiiin var C. C.” “Til Clarice Cráne,” Fiugsaði Jana. “Þegar leið að marzmánuði árið eftir varð hún óróleg; hún bjóst við að ala barn í maí, og lienni líkaði ekki að liggja veik svo langt frá - • manni sínum. Hún sagðist ætla að fara þang- að, sem hann ætti heima, Iivort sem honurn líkaði Jiað eða ekki. Hann vildi að hún kæmi ekki þangað — það sagði hún mér; og eg reyndi að telja hana af því að fara. Um þetta levti dó barnið mitt, mér til sárrar sorgar, af því eg vissi líka að manninum mínum vrði það sár missir. Ungfrú Beaucamp lofaði mér að eg skyldi fá hennar barn; og lafði, eg hugsaði til þess loforðs eins og hungraður maður um mat, því mér Jiótti vænt um börn. ’ ’ “Fór hún þá?” “Hún fór. Það var ekki mögulegt að koma í veg fyrir það; hún fór að morgni þess lO.marz, þá var föstudagur, eg man það svo vel. Daginn eftir var eg að skemta mér úti ásamt vinum mín- um, og þegar eg kom heim um kvöldið beið mín bréf frá ungfrú Beaueamp; í því bað hún mig að koma til sín í Soutli Wennoek, Jiar sem hún lægi veik. Eg fór með kvöldlestinni; og þegar eg kom til hennar, var barnið fætt — það minsta barn, sem eg hefi nokkuru sinni séð. Eg ásak- aði hana fyrir að hafa stofnað lífi sínu í hættu, eg gat ekki við því gjört, því þegar hún kom til South W.ennock var maður hennar ekki heima.” “Ekki heimd?” sagði Jana. “Svo sagði hún. Af orðum hennar áleit eg að hann væri læknir, en þó er eg ekki viss um J>að. Eg fór burt með barnið þetta sama kvöld; því ógæfan vildi að maður minn kæmi veikur beim á mánudagsmorguninn. Hún bað mig að lóta sljíra barnið og láta það heita Lewis — sem eg hélt að væri nafn föður þess. Eg leyfði mér að bæta við nafninu Georg, sem maður minn hét. ’ ’ “Vissuð þér að hún kallaði sig Crane?” spurði lafði Jana; “Hún sagði mér í bréfinu sínu að eg skyldi spyrja eftir sér undir því nafni. Þegar eg kom til South Wennock, spurði eg hana hvort þetta væri hennar rétta nafn; hún hló og sagði, að maður að nafni Craue liefði oft komið til Wests, sem hún hefði haft mikinn viðbjóð á, og til að stríða sér hefði Tom West og maðurinn sinn kallað sig frú Crane. Hun sagði að sér hefði aldrei dottið í hug að Jmrfa nafn í South Wen- nock, fyr en hún var nærri komin þangað, og þá datt henni þetta nafn Cfane í hug; það gæti dug- að sér eins vel og hvert annað nafn, þangað til hún mætti opinbera hið rétta, sem liún mundi bráðum geta. Eg sagði að liún liefði átt að nefna sig sínu rétta nafni og vera hjá manni sín- um óður en barnið fæddist. Hún sagði að það hefði látið sig gjöra, ef barnið hefði ekki fæðst fyrir tímann. Hún sagði að eg mætti ekki skrifa sér fyr en eg væri búin að fá b^éf frá henni. Lafði, eg tók barnið með mér, og liefi síðan aldrei heyrt, hvorki gott néilt, frá henni.” Aldrei?” ' “Nei, aldrei; maðurinn minn lá lengi veik- ur, og seinna fluttum við til Paisley þar sem liann fékk góða stöðu. Nokkurir vinir okkar settust að í húsi okkar í Islington og notuðu húsmunina, og þar skildi eg eftir bréf, sem sagði hvert við værum farin, og utanáskriftin var til frú Crane, fyrverandi ungfrú Beauiamp. Það yar aldrei sótt.” “Og þér skrifuðuð aldrei til South Wenn- ock,” sagði Jana. I “Nei, eg gjörði það ekki. Eg viðurkenni að eg' var eigingjörn; okkur hjónunum þótti vænt um barnið og vorum lu-wdd um að missa það, að hún mundi vilja fá það. Auk þess hélt cg að það kynni að ama henni, að senda henni bréf, og eg vissi hvorki hennar rétta nafn né heimilisf ang. ” “En hvað hugsuðuð þér um þögn hennar.— um að hún yfirgaf barnið?” “Við héldum að hún væri annaðhvort far- iu til Ameríku með manni sínum, eða, þér fyrir- gefið, að hún væri ekki gift og hikaði við að biðja um barnið. Eg hélt það nú ekki, en maður minn var á þeirri skoðun.” Janaþagði. “Þegar maðurinn minn dó, síðastliðið vor, seldi eg alt og fór hingað, að sumu leyti til að heyra eittlivað um frú Crane, og að sumu leyti til að vita hvort andrúmsloftið hér mundi ekki hressa drenginn. Eg gleymi aldrei þeirri stundu, þegar eg heyrði að frú Cráne var dáin.” Jana hugsaði með sér að hún gæti aldrei gieymt því kveldi, þegar hún fékk að vita að frú Crane var Clarice Chesney. “Það sem eg ekki skil er, að aldrei hefir heyrst neitt um mann hennar,” sagði frú Smith. ‘ * Það er hugsanlegt að hann hafi verið sá mað- ur, sem sást í stigaganginum ”. “Það vcit eg ekki”, sagði Jana með hryll- ingi. ‘ ‘ Síðan þér byrjuðuð að tala, þá hefir lifn- að lijá mér grunur; svo voðalegur grunur, að eg þori ekki að gera mér grein fyrir honum”. Hún var hjá frú Smith og talaði við liana Jiangað til fór að dimma, J)á gekk hún heim. IX. KAPITULL Frásögn Judithar. í húsi lafði Jönu sat Friðrik Grey hjá Lucy Chesney í rökkrinu um vetrarkveld. Flutning- urinn fró húsi Carltons þenna dag, sýndist eng- an baga hafa gert lienni; hún sýndist vera orð- in hressari, og þó Judith væri hvað eftir annað að minna liana á, að hún ætti að fara til lierberg- is síns og hvíla sig, þá var Lucy samt kyr hjá Friðrik. Þetta var kveðju lieimsókn Friðriks, því hann átti að fara til London daginn eftir. Iiucy hafði sagt honum eitthvað, svo hann varð reið- úr og' ákafur. Tilfellið vár að Jana, í skelfing sinni og sorg yfir því, að hin framliðna frú Crane var Clarice Chesney, hafði sagt að afleiðingin af þesari uppgötvan gæti orðið til þess, að fyrir- byggja hina áformuðu giftingu. Lucy várð lirvgg yfir þessu og Friðrik reiður. “ Af hvaða óstæðu?” hrópaði hann, sem var fremur bráðlyndur. “Jana álítur að Jiað sé ekki viðeigandi að við giftum okkur, ef þau misgrip sem deyddu Claricu, vær að kenna Sir Stephen Grey — með ivfið, eins og þú veizt.” • “Jana hlýtur að vera orðin gamalær”, sagði liann reiður. “Sir Stephen hefir aldrei gert þessi misgrip. Lucy, elskan mín, vertu ró- iég, ekkert skilur okkur að nú”. Tárin runnu niður kinnar Lucy. Að gifta sig gagnstætt vilja Jönu, var óhugsandi, því Jana var ákveðin, þegar hún vildi eitthvað. Með- an á þessu stóð kom Jana inn, og Friðrik sagði henni sína meiningu hiklaust. Judith, sem kom inn til að taka á móti yfirhöfn húsmóður sinnar, stóð hissa og hluttakandi. Hún fylgdi Friðrik og Lucy að málum. Friðrik sá ekki Judith. “Ó, lafði, það væri ekki rétt að skilja þau nú. A sá saklausi að líða fyrir hinn seka?” “Hinn seka,” sagði Jana hugsandi. “ Hvernig getum við vitað hver sekur er?” Judith stóð Jiögul; svipur hennar lýsti á- kafa og jafnvel efa. Hún leit á Jönu og svo á Friðrik Grey; að því búnu fleygði hún liattinum, sem hún hélt á, og lyfti upp höndum sínum. “Eg vil tala,” sagði liun. “Eg vil skýra Lrá því, sem eg veit. Síðan í gærkvöldi hefi eg sagt við sjálfa mig, að eg ætti að gjöra það; og eg vildi að eg hefði gjört það fyrir fleiri árum síðan.” Þau litu undrandi á liana. Hvað gekk að hinni rólegu, róðsettu Judith? “Lafði, þér spyrjið hver hafi verið sekur —hvernig maður geti vitað það? Eg held eg viti hver jíað var; eg held það liafi verið herra Carlton. Eg hefíii næstum getað sannað það þá.” “Ó, Judith!” hrópaði Friðrik Grey ásah- andi, meðan Jana studdi hönöd undir kinn, og Lucy horfði í kringrtm sig og hugsaði um það undrandi, hvort þau væru öll búin að missa vit- ið. ‘ ‘ Og þú hefir öll þessi ár látið gruninn hvíla á föður mínum! ’ ’ “Eg þórði ekki^ að tala,” svaraði Judith. ‘ ■ Eg, b'tils verð vinmíkona á móti tignum manni — Carlton var þá í góðu áliti hér. Enginn hefði trúað mér. Auk þess var eg ekki viss um, þrátt fvrir grun minn, að hann væri sekur. Eg hélt að þetta gætu verið misgrip. Og eg var hrædd um að skoðanir manna mundu snúast á móti mér og eg álitin sek.” En nú fann Juditli að hún varð að tala. Hún tók sér stöðu við vegginn. Lítil birta var í herberginu frá eldinum í ofninum. Lucy sat á legubekknum. Lafði Jana huldi andlit sitt með hendinni, og Friðrik Grey studdi olnbogan- nm á arinhylluna. “Eg vil ekki vera kærandi Carltons,” sagði hún. “Nei, lafði, eg vil aðeins segja frá því, sem eg sá, og láta aðra dæma. Sú ímyndun mín, að hann sé sekur, getur verið misskilningur. Eg — eg býst við að verða að bvrja á byrjuninni?” “Þér verðið að byrja á byrjuninni, og halda áfram til endans,” sagði Friðrik í skipandi róm. “Það ætla eg líka að gjöra,” sagði Judith. “Sunnudagskvöldið, þegar vesalings konan lá veik hjá ekkjunni Gould, fór eg þangað milli klukkan átta og níu til að óska henni góðrar næt- ur. Eg hafði sárar tilfinningar í andlitinu og J>ráði að fara að hátta. Ekkjan og hjúkrunar- konan nevttu kvöldverðar í eldhúsinu; eg sá þær um leið og eg gekk fram hjá glugganum, og eg hljóp luivaðalaust upp stigann án þess að trufla þær. Eg hafði ekkert ljós og sá að myrk- ur var í svefnherberginu; en það var bjart tungl- skin þetta kvöld. Eg ávarpaði fru Crane, en hún svaf og svaraði því ekki, eg settist við rúm- ið bak við blæjurnar og huldi andlit mitt í hönd- unum fáeinar mínútur. Þá var hringt bjöllunni við götudyrnar, og eg lieyrði frú Gould ljúka upp og fylgja ókunnum manni upp stigann. Eg hélt að það væri Stephen Grey, en þegar þau komu inn í dagstofuna, heyrði eg frú Gould kalla hann Carlton. Ilún fór ofan aftur, en hann kom inn í herbergið Ijóslaus. Koma hans vakti frú Crane; því eg heyrði hana hreyfa sig, og hann nálgaðist riimið. “Clarice,” sagði hann. “Clarice, hvers vegna varst þú svo óforsjál, svo heimsk að koma til South Wennock?” “Ó, Lewis, mér þykir svo vænt. um að þú ert kominn aftur,” svraraði hún með glöðum, ástúðlegum róm, sem mig furðaði mikið. “Yertu ekki reið- ur við mig, við getum geymt leyndarmál okkár, Húðir, Ull og.... LODSKINN £f þú óskar eftir fljótrí afgreiðslu og hæsta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, Gœrur og Seneca Rœtur Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og imáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R . Q DADIMQniM 157 RUPERT AVENUE og . ö. Ivv/DInOv/li, 150-2 PACIFIC AVE. East WINNIPEG, MAN. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir'* Cor. Logan Ave. oé Main Street, Winnipeé IOHSKINN UiYudur, Vei£imeiimi og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PKERCE & CO. (Mest-i skinnxkaupmenn í Caueda) 213 PACIPIC AVENUE..............WINNIPEG, MAN. Ha sta verð borgað fyrlr Gærur Húðir, Seneca rætur. SEN!»I« OSS SKINNAVÖRC VBAR. : KOL! !!!Hi!!!Hl!!!H!!H":!H;m!l!!M!!IW!IB!JJjj —KOL!: ■ Talsími Garry 2620 ID. D. Wood & Sons, Ltd.: 7 É Félagið sem hefir góðann ■ | eldivið ágœta afgreiðslu I OFFICE og JTARDS: R03S AVE., Horni ARLINGTON STR. ■ M j| ■ Reglubundin afgreiðsla. ■ Abyrgst að menn verði ánægðir, 1 VIÐUR-------------------------------VIÐUR J íiiim.miB:,■■.■'■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■ Verzlu-'.arfundur Norðurlauda 1917 Verzlunarfundur Noröurlanda var haldinn í Stockhólmi þann 14. og 15. september f. á. Fór fundurinn fram í hátíöasal efrimálstofu Ríkisdagsins. Höföu fulltrúastofnanir v'erziunar- stéttarinnar í hverju Landi fyrir sig kosiö sérstaka fulltrúa til þess atS mæta á fundinum. Danir og Norö- I menn sendu hvorir um sig 25 fulltrúa á fundinn. en fyrir hönd Svía mættu 23 fulltrúar. Fundarstjóri var kos- inn bankastjóri Wallenberg frá Stock- hólmi, en vara-fundarstjórar Alf Bjercke stórkaupmaöur frá Krist- janíu og bankastjóri C. C. Clausen frá Kaupmannahöfn. Fyrstá máliö á dagskrá varyow- vinna tnilli NorSurlanda í verslun og viSskiftum. Inngangsfyrirlestra um málið héldu þeir prófessorarnir Heck- scher (sæn.skur), Morgenstieme (nosk ur) og þjóöþingsmaöur Schovelin .fdanskurj. Voru allir ræöumennirn- ir sammála um þaö að mjög æskilegt væri að nánari samvinna í atvinnu- málum ætti sér staö milli landanna. Prófessor Morgenstieme lét í ljós, að þar sem aöeins væru ófullkomin gögn fyrir hendi, þá vildi hann aö eigi væri fariö lengra en að rannsaka hvaöa fyrirkofnulag yröi hepplegast á vænt- anlegri samv'irmu og sambandi. Hann benti á hina afarmiklu þýðingu, sem það mundi hafa fyrir iðnaö Noröur- landa, að hann fengi sameiginlegan markað, meö um 11 milj. manns fþ- e. samanlögö búatala Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar). Hann áleit ennfremur, aö ef ekki yröi úr beinu tollasambandi, ]>á mundu núverandi verzlunarsarrtningar ríkjanna valda; erfiðleikum. Prófessor Heckscher var hlyntur tollaívilnunuim tnilli land- anna, en áleit að hvert riki fyrir sig yröi aö búa þannig um sig, aö ]>aö gæti hagaö verzlun sinni eftir vild. Þjóoþmgsmaður Schovelin áleit toila- samband bráönauösynlegt. ' Hann gjörði ráö fyrir aö eftir ófriöinn ' mundi alt Bretaveldi mynda rrteö sér tollasamband, og ráöstafanir i svip- aöa átt mundi veröa ofan á hjá miö- veldunum. Þess vegna væri um aö gjöra fyrir Norðttrlönd aö standa fast saman, en ekki eyöa kröftunum í ó- þarfa innbyrðis samkepni. Út af mál- inu var sarmþykt ályktun á þessa leið; “Meö þaö fyrir augum, hvílíka erfiö- leika og hættur framtiðin kann aö bera i skauti sínu fyrir v'erziun og við- skifti Norðurlanda, þá er þaö álit verzlunarfundarins, aö það sé einkar áríöandi, aö stjórnarvöld landanna láti fram fara rannsókn á því, hvaöa leiöir eru færar til J>ess, meö innbyrð- is samvinnu, aö styrkja verzlttnarað- stööu landanna út á viö. Þaö er enn- fremur álit fundarins, að jafnhlða því aö safnaö sé og nnniö úr skýrsl- um ttm innbyröis verzlunarviðskifti Noröurlanda, á sama liátt og áöur hefir veriö gjört, skuli einnig, meö þetta fyrir auguni, fara fram ítarleg rannsókn í hverju landi fyrir sig. Viö rannsókn þessa 'ber fyrst og frenist aö notfæra sér þá praktísku sér]>ekkingu á sviöi viðskiftalifsins, er náð veröur til. Undir árangrinum af rannsóknum ]>essum er það kotnið. hverjar frekari aðgjörðir veröa í málinu.” Annaö mál á dagskrá var aukitt samciginleg 1 'óggj'óf fyrir Norðurlönd á sviði verslunarréttarins. t fundar- ályktun þeirri er gjörö var tim máliö, var sérstaklega bent á, aö æskileg væri sameiginleg endurskoðun á sjólögun- um, eimkttm í því skyni aö kontiö sé á hentugum reglum um ábyrgö á flutn- ingsvörttm. Þriöja mál á dagskrá var J)að, hvort Norðurlönd ættu, i löggjöf sintti un) einkaleyfi til atvinnureksturs, að veita hvort ööru ívilnantr. í ftttidar- ályktun ttm málið var nteöal annars tekiö frant aö æskilegt væri, ]>egar um stórfyrirtæki er aö ræöa og nægilegt fé til þess fæst eigi innan lands, að þá sé reynt að ná sem mestit fénu innati Noröurlanda. Fjórða mál á dagsikrá var endur- ^koöttn á myntasambandi Norður- laiida. Unt þaö niál ttrött allmiklar umræÖitr, og í ályktun sinni lét fund- ttrinn þaö álit i ljós aö myntasam- bandiö heföi veriö til mikils gagns fyrir Norðurlönd og aö ]>aö bæri framvegis aö bvggja á sama grund- velli. Ákveöjð var aö næsti fulltrúafund- ur skvldi haldinn í Kauomannahöfn, en fundartiminn Var ekki fastákveö- inn. Verzlunartiðindi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.