Lögberg - 02.12.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.12.1926, Blaðsíða 4
A*. 4 LÖGBERG FIMTTJDAJGINN, 2. DESEMBER 1926. Joðberg Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talsimart N*0527 o£ N»0328 JON J. BILDFELL, Editor (jtanátkrih til blaSsins: rnt PRES8, Ltd., Box 3173. Wrnilps*. Haq. Utanáskrih ritstjórans: (DiTOR LOCBtRC, Box 317* Wlnnlpag, Han. Tha “Liögbarg" la prlntad and publlahad by Tha Columbla Praaa, Limlted. ln tís Colunvbla ■ ufldlnc, (»1 Barpent Ave., Winnlpe*, Manltoba. Samveldisfundurinn í London. Þessi síðasti samveldisfundur í Lundúnum var að mörgu leyti merkilegur og er líklegur til að hafa víðtæk og varanleg áhrif í sambandi við afstöðu samveldanna til hrezka ríkisins. Eins og menn muna, þá reis spursmálið um afstöðu og afskifti landstjórans hrezka all- ákveðið í .sambandi við afskifti hans af þing- slitum hér í Canada síðastliðið sumar. Um þau afskifti þarf ekki að fara mörgum orðum hér, þau eru öllum landslýð í fersku minni. Og menn muna líka, að þjóðin reis upp á móti þeim og sýndi tvímælalaust, að hún áliti að land- stjórinn hefði engan rétt til að skifta sér af innbyrðismálum þjóðarinnar, því þau kæmu henni einni við. Það spursmál hllaut því að verða eitt af mörgum., sem samveldisfundurinn tæki til með- ferðar og réði fram úr, svo enginn vafi gæti leikið á því í framfíðinni, og það gerði hann, og niðurstaða sú, sem fundurinn komst að, er, frá voru sjóarmiði, í alla staði viðunanleg. Að vísu hefir samveldisfundurinn ekki lög- gjafarvald. En fundinn sátu umboðsmenn brezku stjórnarinnar og stjóma allra meðveld- anna, og mun því óhætt að slá því föstu, að nið- urstaða þeirra í öllum má.lum sé grundvöllur, sem hyggja megi á,, eða áttaviti, sem óhætt er að stýra eftir. Skýlaust komst fundurinn að þeirri niður- stöðu, að samveldin öll, og hvert þeirra út af fyrií sig, hefði óskertan fuillveldisrétt í öllum sínum málum, og fullvissaði samveldin einnig um það, að ef einhver lagaákvæði væri þeim rétti til fyrirstöðu, þá skyldu þau numin úr gilldi. Sem meinar það,, að þó að brezka þingið í orði kveðnu sé viðurkent sem æðsti valdhafi alríkisins, þá gilda engin lög, sem brezka þing- ið hefir samþykt, eða samþykkir hér eftir, í samlendum Breta,. nema þær sjálfar leiði þau í gildi á löggjafarþingum sínum. « Fram er tekið í ályktunum samveldafundar- ins, að hin ýmsu samveldi geti látið brezka rík- ið ráða meira eða minna um sérmál sín, en slík samráð verða að vera með fullu samþykki hlut- aðeigandi samveldis. Að því er ákvæði fundar- ins snertir Canada sérstaklega, má segja, að eftirfarandi séu frumdrættirnir. 1. Umboðsmaður konungsins brezka í Canada ber áhyrgð gagnvart konungimun aðeins, en verður ekki emhættismaður stjórnarinnar á Bretlandi. Hann meðtekur ekki neinar fyrir- skipanir frá henni, né veitir hann henni neinar upplýsingar, og getur Canadaþjóðin óefað ráð- ið kjöri þess manns, ef hún æskir þess. 2. Sambandið á milli hrezku stjórnarinnar og Canadastjórnar verður bygt á sambands- fyrirkomulagi annara þjóða hver til annara — sendisveita-samhandi, sem þjóðirnar mynda sín á milli. 3. Engin lög, sem lleidd hafa verið í gildi á Bretlandi, eða verða hér eftir leidd í gildi þar, geta öðlast gildi í Oanada nema að þau séu sam- þykt af löggjafarþingi canadisku þjóðarinnar. 4. Sérstök þátttaka Canada í alþ.jóðasam- bandinu hverfur, eða réttara sagt verður falin brezku stjórninni; og sama gildir’með 511 hin samveklin. j 5. Canada þjóðinni er veittur skýlaus rétt- ur til að annast öll sín utanríkismál. 6. Pingir samningar, sem gjörðir eru af brezku stjórninni, geta bundið Canadaþjóðina til sérstakrar ábyrgðar, Sama gildir með samninga, sem Canadastjórnin gerir., " 7. Canadaþjóðin er sjálfstæð gagnvart brezku þjóðinni. Þjóðþingið í Canada er í eðli sínu og anda sjálfvalda, og verður það innan skamms að nafni til líka. Canadaþjóðin er, sam- kvæmt yfirlýsingu fundarins, “autonomous eommunitv” (sjálfstætt veldi)k jafn rétthátt, og í engu tilliti óæðra en Bretland hið mikla. A þessu, sem hér er sagt, er ljóst, að grund- völlur sá, sem lagður hefir veriþ undir afstöðu samvelda Breta við Bretland sjálft, er skýr og glöggur^ svo ólíklegt er, að menn villist í af- stöðu sinni til þjóðanna, eins og átt hefir sér stað áður. Og að hann er líka svo frjáls og ær- legur. að samlendur Breta fá til fulls notið sín —vaxið oet þroskast eins og þeim er eðlilegast oar þær hafa þrótt og kringumstæður til, og svo á það að vera. Fána spursmálið íSuður-Afríku Undanfarandi höfum vér verið að lesa frétt- ir í blöðunum frá samveldisfundinum í Lund- únum, og fréttirnar hafa verið góðar. Bretar hafa verið þýðir og sanngjarnir í viðskiftum og sýnt forsætisráðherrum sam- lendg sinna virðingu og sóma í hvívetna. A fundi þessum hefir Hertzog, forsætisráð- herra Suður-Afríku setið og látið opinberlega í Ujós ánægju sína yfir úrslitum mála, og það virðist, að hann hafi lagt sinn skerf þar fram til einingar og samkomulags. En á meðan hann er að hjálpa til að leggja grundvöll, sem eining hrezka veldisins á að byggjast á, fyllir biturleiki beiskjunnar hjörtu manna heima fyrir. Innbvrðis samkomulagið í Suður-Afríku ^r alt annað en glæsilegt. Fólk er þar skift í tvo andstæða flokka,, og það sem skilur þá, er fána- málið. Hugsjón Cecil Rhodes var að sameina Suð- ur-Afríku hóruðin. Mynda -þar eina samfelda samlendu innan hrezka ríkisins. Þeirri sömu hugmynd hélt Botha hershöfðingi áfram og varð nokkuð ágengt. Þó hefir sú hugmynd aldrei getað orðið annað en á yfirborðinu. Hina innri eining fólksins sjálfs hefir ávalt skort, og aldrei meir en einmitt nú. Samhandslögin í Suður-Afríku komu í gildi árið 1910, sem sameina áttu Búana og hið ensku- mælandi fólk. Tveimur árum síðar, eða 1912, nevddist Botha til þess að vísa á bug einum af ráðherrum sínum fyrir aðstöðu hans gagnvart málum, er Bretland snertu. Maður sá var einn af meiriháttar bændum sambandsins, Hertzog hershöfðingi, senrnú er forsætis ráðherra Suð- ur-Afríku, og einn af þeim,, sem.samveldisfund- inn sátu í Lundúnum í haust. Burtrekstur Hertzog úr ráðuneyti Botha, varð till þess, að hann mvndaði hinn svonefnda Nationalflokk í Suður-Afríku, sem í rauninni er ekkert annað en Biíaflokkur. Það var tvent, sem gaf flokki þeim hyr á stjómmálasviðinu. Fyrst æsingaræður Hert- zog, sem, vöktu upp hjá Búunum beiskju út af stríðsmálum þeirra. Og í öðru lagi vom og fjöldamargir enskumælandi menn orðnir ó- ánægðir með stjórn Smuts, er lengi var húinn að fara með völdin. En aðal ástæðan var þó sú fyrnefnda og skifti hún fólkinu í tvo flokka, Englendingum eða enskumælandi fóttki, annars vegar, en Búunum hins vegar, sem hatast nú á ný. 1 fyrstu voru það margir af Evrópuþjóðar- mönnum, sem álitu að Nationalista flokkurinn í Suður-Afríku gæti komið góðu til leiðar og voru því hreyfingunni fylgjandi, og það er ein- mitt fyrir það fjdgi, að Hertzog tókst að efla sig eða sinn flokk svo, að hans flokkur varð mannflestur við síðustu kosniiigar, þó hann hafi ekki meiri hluta flokks atkvæða í þinginu. En þessir menn allir hafa nú hreytt mein- ingu sinni. Þeir sjá nú og skilja, að það gagn, sem sá flokkur hefði getað gjört, hefir snúist upp í ógagn. Mál það, sem fremur öllu öðru hefir opnað augu Evrópumannanna þar syðra, er hið svo- nefnda “fána-mál”. “Nationalista-flokkurinn setti í stefnuskrá sína ákvæði um það, að Suður-Afríka skyldi hafa sinn eigin fána. Þetta þótti mönnum eðli- legt og viðeigandi, að Suður-Afríka hefði, eins og aðrar samlendur Breta. Þegar svo að Hert- zog og flokkur hans fékk tækifæri á að fram- kvæma þetta, þá kom það í ljós, að fáninn, sem fyrir þeim vakti, var fáni, sem öll merki um brezku sambandi væri þurkuð út úr. Þetta þótti Evrópumönnum, og sérstaklega enskumælandi fólkþ óbrúklegt. Sögðu samt, að þeir skyldu ekki vera á móti því að Suður-Afríka hefði sinn eigin sérstaka fána O'g að hann væri gjörður á þann hátt, sem menn kæmu sér sam- a um. En það yrðu þá að vera tveir fánar, sem lögleiddir væru. Annar heimafáni, en hinn fáni út á við, og í honum yrði samband Suður-Afríku við hrezka ríkið að vera sýnt á einhvcrn hátt. Þessu neita Nationalistarnir og uppástanda, að þó fáni þeirra gefi ekki til kynna, eða sýni samband við brezka ríkið, þá meini þeir ekki með því aðskilnað, en því trúa hinir ekki. Mál Jætta er komið svo langt af hendi Nation- alista, að frumvarp verður lagt fyrir næsta þing þeirra, sem ákyeður, að þessi sérstaki fáni miðla málum. verði lögleiddur, og eru ófáanlegir til þess að Hver endalok mál þetta hefir, er ekki gott að segja. Vonandi að þau verði farsæl, en því miður eru þau ekki álitleg sem stendur, því tal- ið er víst, að ef til þess kemur að Suður-Afríka segi sig úr lögum við Breta, 'þá muni Natalbúar segja sig úr Suður-Afríku sambandinu. En vonandi kemur aldrei til þess. Samtal við Sócrates sem gæti hafa átt sér stað. Eðli frelsisins. Það er hvorki bundið við eitt né annað að öHu leyti. A meðal okkar eru margir dygðugir 'oorgarar, sem gæta þess, að frelsi þeirra nái ekki yfir takmörk ríkisins, eða æðri !Iaga. A míeðal vor eru líka margir, sem nota frels- ið til þess að varpa af sér öllum viðjum, sem þrám þeirra eru til fyrirstöðu. Þeir ætla, eins og þú sjálfur sagðir einu sinni að springa af frelsi. En eg Iteld, að tala þeirra fyrnefndu fari fjölgandi, og að við höfum ástæðu til að vonast eftir, að breytni ríkisborgaranna heri vitni von þeirra manna, sem hafa látið sig dreyma um alfrjálst ríkisfyrirkomulag, og láti hræðslu gagnrýnendanna sér til skammar verða. “Og hvernig hugsið þið ykkur að koma því í framkvæmd?” “Nú, sem stendur byggjum við von vora á mentuninni, og við trúum því líka, að trúar- brögð, réttilega skilin og samvizkusamlega rækt, séu lífæðar ríkisins.” “'Æfið þið sálirnar við músíh, og líkamann við leikfimi? Eða hverjar eru kensluaðferðir ykkar ? ’ ’ ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER “Við gerum mikið að líkamsæfingum, og út á líkamsfegurð æskulýðsins er ekki að setja. En um músík og heimspeki, og þau önnur fög, sem miða til þess að auka skilning og samræmi lífsins, er það að segja, að vér höfum skift á þeim og sönnunum,, sem snerta svo marga hluti og viðburði að sá vitrasti á meðal manna getur ekki fengið meira en nasasjón af. Eg hræðist og, að eins og þú sagðir, þá sækjumst vér meira eftir að vita hvað aðrir halda, heldur en að kom- ast að sannleikanum sjálfir. ” “En mér finst,” sagði hann, “að á sllíkri þekkingu sé ekki mikið að græða fyrir ríkissál- ina, þó hún gæti verið gagnleg í sambandi við ríkisvald og ríkisauð, ef að þið notið þekkingu ykkar, eins og þú hefir sagt til eigin hagsmuna í notkun og framleiðslu hluta.” “Satt að segja, Socrates, þá er það á því sviði, sem við skörum fram úr, og mörg orð, sem við brúkum, auk orðsins “frelsi”, mynd- ast í því andrúmsilofti. Því við tölum líka mik- ið um velgengi tækifæri, verkhæfni og vald. — Þetta, 'ef satt skal segja, eru orðin,, sem oftast eru á vörum nútíðarfólks, 'þó eg ætti ekki að gleyma orðinu Jijóðrækni.” “Þetta eru áhrifamikil og sterk orð,” sagði hann. “Þó eru þau langt frá því að vera full- komnustu orðin. Og hvað meinið þið svo virkilega með þeim!” “Eg held, að með orðinu ‘velgengni’ að við meinum falleg hús með falíegum húsmunum, allsnægtir, Jiægileg og hæg lífskjör, að geta ferðast dálítið og svo mikla vinnu og kaup, að enginn þurfi að vera hungraður eða kaldur.” “Eg hefi ekkert út á það að setja,” sagði hann, “þó eg sjálfur lifði án þess og margir af vinum mínum, sem manntækir virtust. En það ætti að vera, finst þér það ekki! að eins vegur, sem leiddi manninn, eða ríkið að því, Sem er æðra og fullkomnara.” “Jú, Socrates.” “Og hvert stefnir svo velgegnin með ykk- ur?” “Til sterkrar vonar um að hún haldist og ótta fyrir því, að hún muni þverra. Því það er eðli mannanua, að þeir láta ófúsir af hendi það, er þeir hafa vanist. ” “Það get eg og skilið. En er ekki hætta á því, að hún verði ykkur fyrirmynd, sem er ó- fullkomin og sem festir hugsun ykkar og sjón við lifnaðarfyrirkomulag í stað endi’loka lífs- ins, og þegar þið hafið eignast skrautleg hús og glæsilega húsmuni, minnist þess ekki, að hús- in eru að eins skýli á vegferðinni hér, og sökum þess að þið leggið aðal áherzluna á velgengn- ina, er þá ekki hætta á því, að þið metið hið fagra og góða að eins eftir því, sem það styður velgegnina, sem er að festa dýrið við það, sem meira er en það sjálft?” “Það getur vissulega komið fyrir og gerir, þó að efni vor séu notuð til þeirra hluta, sem þú sjálfur mundir líta á með v*elþóknun. Þú 'oygðir ekki Parþenon án peninga.” “Satt er það,” svaraði hann.. “Né heldur bygðum við það án fegurðarsmekks, sem var þáttur af lífi byggingameistara vorra og lista- manna, og við sjálfir sættum okkur við að búa í auðvirðilegum húsurn, ef að eins að borg vor væri krýnd með fegurðarhugsjónum ríkisins. Verður það sagt um ykkur?” , KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited OfTice: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Saga önnur bók annars árgangs kem- ur út um máðjan desember og verð- ur send til áskrifenda um hátíð- irnar. — Margir, sem vel eru læs- ir á íslenzku, nær sem fjær, hafa enn þá gleymt að panta ritið, og veita sér þá ánægju, að stytta sér stundir við lestur þess í skamm- deginu. Verðið er tveir dalir ár- gangurinn (tvær bækur). Með þessari bók (frá september byrjun til febrúar loka), eru tveir árgang- ar af Sögu komnir út. 1 þessari f jórðu bók verður margt til skemt- unar: íslenzkar skáldsögur óg æf- intýr. Þjóðsögur, munnmæli og smásögur. Kvæði, stökur og gam- anvísur. Nýjustu vísindi og upp- götvanir. Fróðleikur héðan og þaðan. Stuttar ritgerðir. Erlend- ar sögur og skrítlur. Smágreinar eftir valda höfunda, og margt fleira til gleði og gagns. . Það væri fallega gert af Vín- lendingum, ,að senda íslenzkum bræðrum sínum Sögu, heim til föðurlandsins. Fýri'rhafnarlaust væni að senda mér áskriftargjald- ið, og eg sendi svo bækurnar, þeim að kostnaðarlausu til kunningj- anna. Og til þess að sendingin glatist síður, skal eg enn fremur kaupa ábyrgð á hana, e f einn eða tveir árgangar eru keyptir í einu, og senda póstskírteinii ásamt kvittun til þess sem sendir. Styðjið íslenzkan iðnað vestan hafs með því að kaupa Sögu! Pantið Sögu fyrir jólin! Þorsteínn Þ. Þorsteinsson, 732 McGee St., Winnipeg Man. Skírnir tírœður. Skírnir er nýkotöinn út og er sérstök ástæða til þess að minnast hans nú vegna þess að þetta er hundraÖasti árgangur hans og er þetta iþví jafnframt nokkur merkis- atburður i sögu íslenzkrar bókaút- gáfu. Skirnir mun vera elsta tima- rit á Norðurlöndum og hefir á ýmsan hátt og merkilegan komið við sögu íslensks þjóðlifs síðustu aldar. Fyrirkomulag hans hefir ekki ávalt veriö hið sama og auð- vitað upp og ofan að gæðum ýmis- legt sem í honum hefir birst. En margir ritfærustu menn landsins og aðsópsmestil hafa verið viðriSnir ritstjórn hans eða skrifað eitthvað i hann og hefir landsmönnum með honum verið fluttur mijtill fróðleik- ur og margar frjósamar og skemti- legar hugsanir. Núverandi ritstjóri, Árni Pálsson bókavörður, hefir í afmælislheftið skrifað fróðlegt yfir- lit um útgáfusögu hans og myndir eru í því af flestum ritstjórunum. En af upptalning þeirra má sjá það nokkuð, að Skimir hefir haft góð- um mönnum á að skipa frá upphafi og eru þeir flestir þjóSkunnir menn. Fyrsti ritstjóri var Finnur Magn- ússon prófessor, sem áSur skrifaði Sagnablöð Bókmentafélagsins. ASr- ir ritstjórar hans hafa verið þessirr ÞórSur Jónasson, Baldvin Einars- son, (1830J, Konráð Gislason og Jónas Hallgrimsson (1836) Jón SigurSsson og Magnús Hákonar- son (1837) Brynólfur Pétursson, Jón Pétursson, Gunnlaugur Þórð- arson, Grímur Thomsen (1R46), Gisl^ Magnússon, Halldór Kr. EriSriksson, Jón GuSmundsson, Arnljótur Ólafsson, Sveinn Skúla- son, Guðbrandur Vigfússon, Eirík- ur Jónsson, Björn Jónsson, Guð- mundur Þorláksson, Jón Stefáns- son, Óláfur DavíSsson, Einar Hjör- leifsson, Jón Ólafsson, Þorsteinn Gislason, Guðm. Finnbogason, Björn Bjarnason og Ámi Pálsson. Framan af voru nær eingöngu erlendar fréttir í Skirni og-oftast vel skrifaSar og sæmilega glöggar. Hafa þær sjálfsagt verið til mikils' gagns og gamans í blaSaskortinuin sem þá var. Smámsaman var fariS að bæta við í Skirni ýmsu öðru efni, sem loks rak hiS upphaflega efnið alveg á dyr. Var þaS að nokkru leyti eSlileg afleiSing af auknum og bættum blaðakosti og má þó reyndar oft ennþá sakna er- lendu yfirlitanna úr Skírni. þvi flest blöðin gera of lítið aS*þvi að láta lesendurna fylgjast meS því sem erlendis gerist. Allskonar “fagrar bókmentir’ voru lengi efstar á baugi í Skimi, þó stundum harla ófagrar, eins og gengur. Annars hafa birst í honum margvislegar greinar. Á síð- ustu árum hefur hann komiS út í einu hefti árlega, og þaS orðið efni hans til góSs á ýmsan hátt. 1 þessu síðasta hefti eru ýmsar fróðlegar greinar, þó ekki verSi af þvi sagt nú. Þetta afmæli elsta íslenzka tima- ritsins gæti gefið ástæSu til ýmsra athuguna um íslenzk tímarit og blöð, sem í sjálfu sér væri ekki van- vörf á og hefir áður veriS vikiS að ýmsu sliku hér i Lögréttu. Blöð 0g tímarit hafa verið mikill og merkur þáttur í ísl. bókmentum og þjóSlifi og eru enn. í timarita-utgáfuna, í núverandi sniði, hleypur þó stund- (D.D.Wood&Sons | Hagnýting tækifœranna. “Ekki enn, og sízt fyllilega. Eftir því sem við skiljum, var það einn maður, sem fegurðar- ljóminn stóð frú í Aþenu, þar sem það eru margir á vorum tímum, sem prýða borgir sínar og eru einnig fúsir til að búa í litlum liúsum, ef bækur þeirra og listaverk fá að geymast í mar- marahöl'lum. Velgegni vor er ekki að öllu leyti holl fyrir sálarþroska vorn, samt njótum við hennar í ríkum mæli.” “En hvað segirðu mér um tækifærin?” “Eg verð að viðurkenna það, Socrates, að þau eru of mjög fólgin í tilraunum þeirra fá- tæku til að verða ríkir, og þeirra ríku til að verða enn ríkari. En þau eru líka vegir, sem menn geta gengið eftir að hrunni Jiekkingarinn- ar og sannrar auðlegðar. Við gerum okkur eng- an mannamun og við erum farin að glevma hvað orðið þræll þýðir. Við gjörum mikið til þess að halda þeim vegum opnum og gera þá breiða og skýra.” “Eikkert ríki getur unnið fegurra verk, að pndanteknu einu,” sagði hann. “Hvað er það?” “Að halda uppi fyrir augum borgaranna fyrirmynd, sem sýnir þeim hvernig að þeir eiga að fara með tækifærin, og tjá þeim mesta virðingu, er fara bezt með þau. Gjörið þið það?” “Eg er ekki viss um það, því þgð virðist að við höfum oft mestar mætur á þeim, sem fram- gjamir eru og nota tækifærin sér til auðs og virðingar, en við gleymum heldur ekki þeim,, sem framkvæmdasamir eru á sviði andans. Eg held, að dómi þeirra sem bezt skilyrði hafa til að dæma í ljósi fortíðar og nútíðar, heri saman um, að vér dáum þá mest, sem nota tækifærin á ’þann hátt, sem jafnvel þú, Socrates, mundir verða ánægðnr með.” (Framh.) selja allar beztu tegundir | KOLA tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard | Horni Rcss Avenue og Arlington Strœtis | Pantið frá oss til reynslu nú þegar. 5 Phone 87 308 = 3 símalínur § >llHI!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimilllHIHIIIIIIIIIIillllllllllllllllltllllllllllllK 111II11111111111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111= | KOL! KOL! KOL![ I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS I | DRUMHELLER - COKEHARD LÖMP | I Thos. Jackson Si Sons I | COAL—COKE—WOOD [ 1 370 Colony Street | | Eigið Talsímakerfi: 37 021 f I POCA STEAM SAUNDERS ALLSXONAR § I LUMP COAL CREEK YIDUR ...................IIIHIIIIIIIIHIHII.Hllll.. t J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.