Lögberg - 02.12.1926, Page 7

Lögberg - 02.12.1926, Page 7
U^GMKRG FIMTUDAGINM, 2. DESEMBER 1926. Bls. 7 ROBIN HOOD FLOUR ROBIN HOOD HVEITI-rajölið er reynt á hverjum klukkutíma á efna- fræðisstofu osr bak- aríi, í sambandi við hveitimylnuna, svo eigi bregðist að það sé eins gott og ver- ið getur áður en yður er fært það. Sjónleikur í Árborg. Sjónleikurinn “Tengdamamma”, lega, og minnir þá eldri á ösku- byljina á Islandi. — Aðsókn að leiknum var sæmileg. Hefði átt í fimm þáttum, eftir Kristínu Sig-iað vera betri. Leikendurnir, alt fúsdóttur, var leikinn í fundarsal] hæfileika fólk, hafa lagt sig fram Templara í Árborg að kvöldi þess 26. nóv. s.l. Leikurinn er talsvert efnismikill og spennandi. Á að sýna baráttu milli hins gamla og hins nýja tíma. Má segja, að höf- undinum takist það vel. Fer leik- urinn fram á íslenzku myndar- heimili í sveit. Á leiksviðinu ým- ist sýnd baðstofa eða stofa. Níu persónur eru á víxl á sjónarsvið- inu. Höfuðpersónan er Björg, ekkja og húsfreyja á Heiði. Hana leikur Mrs. Ingunn Fjeldsted. Ari sonur Bjargar, ungur búfræðing- ur, er leikinn af Arnþór Sigurðs- ^yni. Ásta, kona Ara, ung glæsi- mey, er uppalin hafði verið í Reykjavík; / hana leikur Mrs. Hólmfríður Daníelsson. Rósa, uppeldisdóttir Bjargar á Heiði; er hún leikin af Miss Guðrúnu Johnson. Þuru, gamla vinnukonu á Heiði, leikur Mrs. Þorbjörg Jón- asson. Svein, ungan vinnumann á Heiði, leikur I. Ingjaldsson. Jón, gamlan ráðsmann á heiði, leikur Bjarni A. Bjarnason. Hin- ar persónurnar eru: Signý á Mýri, málgefin roskin kona, sem leikin er af Mrs. Sigurlaugu Ólafsson, og séra Guðmundur, gamall sókn- arprestur, sem leikinn er af Jóh. B. Jóhannssyni. Yfirleitt má segja, að leikurinn hafi tekist mjög vel. Allir leik- endurnir gera vel og sumir þeirra ágætlega. Sum hlutverkin, eins 'Og gengur, betur löguð en önnur, að sýna leikara hæfileika þess er með fer. Leikurinn víða fjörugur og skemtilegur, auk þess sem drepið er á ýms efni, er teljast mega fróðleg og lærdómsrík. — Kvenfélagið, er stendur fyrir leiknum, eða það og leikendurnir til samans, hafa lagt í talsverðan kostnað með útbúnað. Búningar viðeigandi og laglegir. — Mann- dráps hriðarbylur, er kemur seint í leiknum, hepnast mjög greini- um að æfa sig og leysa hlutverk sín vel af hendi. Það hefir þeim tekist. Er áformað, að sýna leikinn aftur, á sama stað, 10. des. n. k. — (Fréttar. Lögb.) Athugasemd við æfiminning. í minningarorðum þeim, er eg skrifaði um Andrés sál. Reykdal, hafa slæðst inn þessar prentvill- ur: (1) Þar sem talað er um föð- ur Andrésar er sagt að hann væri listamaður, sem átti að vera lista smiður. (2) Um Rannveigu syst ur hins látna, er sagt að hún e i n sé á lífi. Á að vera: Mun Rann veig e n n vera á lífi. (3) í sam- bandi við aðal einkenni hins látna, samvizkusemi og trúmensku, er sagt að það, einkennið, hafi jafnt komið fram í störfum hans yfir- leitt og í félagsmálum. Orðið “og’ hefir fallið burt og skemmir setn inguna svo, að hún er naumast skiljanleg. (4) Um fyrirsögn grein- arinnar er það að segja, að hún er ekki eftir mig. Henni hefir verið bætt við. Eg setti enga fyrirsögn, nema nafn'hins látna manns. Á- leit það dygði. Fyrirsögn þá sem er, hefði mér ekki getað dottið í hug að nota. “Frumbýlingur” er sá, sem nýfarinn er að búa, en er ekki sama sem að vera frumherji, brautryðjandi eða landnámsmað- ur, eins og sumir ætla. — Líklega ætti eg nú ekki að vera með þess- ar aðfinslur. Þó þætti mér betra, ef Lögberg vill lofa þessu að sjást.—Jóh. B. Vér borgum nú C E N T S fyrir pundið, í Winnipeg, No. 1 unga, hreinsaða TURKEY HANA sem vigta yfir 15 pund. No. 1 Turk. 13—15 pd. 36c ” “ 11—13 pd. 34c “ 9—11 pd. 32c “ “ undir 9 pd 29c Gamliir hanar, öll vigt 25c No. 1 hreins. hænsni 23-30c No. 1 hreins. fowl 17-25c eftir vigt. Hæsta verð fyrir andir og gæsir. CRESCENT CREAMERY Company Utd. Wl NNIPE 6 Fyrir það, sem sent er til útibúanna í Yorkton, Swan River og Dauphin, borgum vér 3c. minna fyrir pundið til að standast kostnaðinn* við höndlun þess og send- |ing til Winnipeg. Sérstök tilkynning — Vér borgum 2c. meira fyrir rjómapundið síðan 26. nóv- 'Sendið hann tál þeirra stöðva vorra, sem næst yð- ur eru og fáið hátt verð og fljóta afgreiðslu. 30. nóv. 1926. Bók Miss Jackson. Ýmsir hér og þar um hinar dreyfðu bygðir íslendinga hafa lofað að taka nokkur eintök af bók minni til að selja. Eg væri þeim hinum sömu mjög þakklát, ef þeir vildu gera svo vel og tilkynna að- al útsölumanni mínum, Mr. S. K. Hall, 15 Asquith Apts., Winnipeg, hvað margar bækur þeir vilja taka að sér og það, sem allra fyrst. Enn eru mörg bygðarlög, þar sem eg ekki hefi neinn útsölumann. Eg vildi óska, að einhver vildi gefa sig fram í plássum þeim, sem engan umboðsmann hafa fyr- ir mig. Heppálegast væri, ef til vill.að þeir, sem taka að sér út- sölu þar sem ekki hefir verið safn- að áskrifendum, fengju eina bók sem sýnishorn og söfnuðu áskrif- endum; sparar það óþarfa bóka- sendingar uþp á óvissu. tEg er nýbúin að fá fyrsta ein- tak bókarinnar í mínar hendur. Eg finn mér skylt, að þakka prent- aranum, Birni Péturssyni, fyrir hans mikla og samvizkusamlega verk. Hann sá ekki einu sinni um prentun, sem vanalga gerist, heldur fór hann einnig nákvæm- lega yfir handritið, og þar sem hann er Dakota maður og gagn- kunnugur frá fyrstu tíð, hafði það ekki litla þýðingu. Mér dettur ' hug frásögn vinar mins K.N., er hann fór af stað að selja sína bók: Hann ferðaðist með lest, fór bæði gangandi og ríðandi, en enginn keypti bókipa nema einn maður, og hann var e n s k u r. Eg treysti nú ekki mik- ið upp á enskinn með mína bók, og svo eru kringumstæðurnar ekki svo, að eg geto farið gangandi, ríðandi eða með lest að selja skrudduna. Meðal annars sem beið mín, þegar eg kom heim, var þessi vísa frá K. N.: Kólnar veður, versnar tíð, Varla mönnum sinni, lórólegur einn eg bíð Eftir komu þinni.” Þar sem eg get ekki komið sjálf í íslenzku bygðirnar, sendi eg bókina. Þórstína Jackson, 531 W. 122nd St., New York. VONA BORGIR. Hátt upp við stjörnurnar borgin bar með blikandi múrana háa, sem barni í reifum mér vaggað var af vonum í djúpinu bláa. Og vonirnar báru mig nær og nær og næst sá eg gullskreyttu hliðin, en svo báru nornir mig fjær og fjær, eg fann þá að æskan var liðin. Þá færast skuggarnir nær og nær — en nóttin fyr burt með sorgir — og æskumanns draumarnir færast fjær, með fallandi tálvona borgir. E. Isfeld. Vonbrigði. öldu niður harma hljóms hótar bitrum kvíða, þungt er á skerjum skapadóms skipbrot vonar líða. Sólsetur. Grund á mjalla glæsta hér geisla falla rúnir, er að halla eygló sér undir fjallabrúnir. Ástavísa. Fjörgar æðar, eyðist tál, æðstu gæða neytum, ef að bræðum sál við sál í Sjafnar glæðum heitum. Þungur vandi þykja má þrotnum lífs að degi, starfi andans öllu þá eigum stand reikning á. Job. DÁN ARFREGN. Þriðjudaginn, 5. okt., andaðist, að heimili sínu í Seattle, Wash., Mrs. Kristrún Valgerður Sumar- liðason, eiginkona Sumarliða Branz Sumarliðasonar.- Banamein hennar var “lupus erythematosis disseminatus” og var sjúkdóms- stríðið hart og langt. Kristrún sáluga var fædd að Geirastöðum í Hróarstungu í N.- Múla-sýslu á íslandi 3. okt. 1884. Foreldrar hennar voru þau hjón- in, Sigurður Einarsson og Guðrún Hildur Oddsdóttir. Ung misti hún móður sína og fór þá víst, skömmu eftir það, í fóstur til hjónanna Björns Einarssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur að Kór- eksstöðum í Hjaltastaðaþinghá, c.g hjá þeim ólst hún upp, Nokkurn tíma áður en hún fór af íslandi, var hún á heimili þeirra hjónanna, Arthur Gooks trúboða og konu hans, á Akureyri. Varð hún þar fyrir sterkum kristilegum vakningar-áhrifum, og bar hún þess vott ávalt síðan. Árið 1914 kom hún frá íslandi til Winnipeg, en 1918 kom hún þaðan til Seattle og átti heima hjá frænku sinni, Miss Helgu Hall- dórson. Hún vann að saumum og var ætíð sérstaklega iðjusöm, hátt- prúð og reglusöm. Hinn 20. sept. 1920 giftist hún eftirlifandi manni sínum og áttu þau hjónin ávalt heima í Seattle. Hún var biluð á heilsu síðast- liðin þrjú ár og líklegast lengur, en mikið veik var hún, ekki sízt með köflum, frá því í júlí í sumar. Undir það síðasta tók hún út mikl- ar kvalir. Alt hugsanlegt var gjört, sérfræðinga leitað og marg- víslegar tilraunir gjörðar, til að grafast fyrir rætur sjúkdómsins, og yfirbuga hann, en alt dró að því eina. Mrs. Sumarliðason var gædd á- gætum hæfileikum til likama og sálar. Hún var sérstaklega fríð kona, með bjart andlit, hreinan svip, meðalhæð, samsvaraði sér vel í vexti. HUgsunin var sér- kennilega skýr og sterk, skoðan- irnar áveðnar og fastar, kristin trú hennar alvarleg og einlæg. Biblíufróð var hún langt fram yf- ir það sem alment gjörist. Hún hafði mjög viðkunnanlega söng- rödd, og hið mesta yndi af söng. Hún var enn fremur laglega hag- mælt. Hún var snillingur í ýmsu verki. Hússtarf sitt leysti hún af hendi með smekkvísi og frá- bærri vandvirkni, og fanst henni, að hún tæpast ynni það nokkurn tíma nógu vel. Hún lagði hina mestu rækt við heimili sitt. Mikil eftirsjá er að þessari mjög myndarlegu konu á bezta aldri. Hún þráði mjög að fá heilsu, þótt hún væri líka vel búin undir dauð- ann, og hafði mikinn áhuga á því, þegar heilsubót fengist, að leggja drjugvirka hönd á hin félagslegu velferðarmál vor. Sjúkdómurinn, sem hún gekk með, hamlaði henni frá. allrj þátttöku í því starfi, enda var það ríkt í eðli hennar, að vilja ekki koma neinstaðar fram og leggja hvergi hönd á verk nema sér til sóma. Hún var jörðuð í lúterska graf- reitnum í Seattle, sunnudaginn 10. okt., en áður var mjög fjöl- menn útfarar athöfn 1 kirkju Hall- grímssafnaðar, fyrsta þessháttar athöfn síðan íslenzki söfnuðurinn tók við henni. Mr. Gunnar Matth- íasson söng einsöng, og norskur söngflokkur, Norden, sem ekkju- maðurinn tilheyrir, kom þar fram og söng. Prestur safnaðarins, séra Rúnólfur Marteinsson, flutti ræðu og jarðsöng. . Ekkjumaðurinn er eftir “með blóðuga und”, þegar þau sem hér elskuðust heitt og sterkt, geta ekki lengur verið samferða. Aðr- ir sakna og samhryggjast. “Titrandi kallar til vor andláts- lag, til þess að vera sorgarbörn í dag. Drottinn er einn og almættið er hans, á hann að treysta, það er huggun manns. Dauðans við strönd, þó dynji harmasjór, Drottinn til bjargar einn er nógu stór. Hvíl í friði, í Drottins friði, í Drottins djúpafriði.” R. M. Þakkarávarp. Eriksdale, 12. nóv. 1926. Ýmsra ástæðna vegna hefir það dregist, að birta eftirfylgjandi línur; á þessu bið eg vini mína afsökunar. Þó í Lögbergi hafi fyr verið minst á brunann á Vogum (Dog Creek), sem vildi til 22. janúar síðastliðinn vetur, þá langar mig, sem í hlut átti, að minnast þess ♦♦♦►♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* Y v v n• <♦ Diojið um RIEDLE’S t f x Y f f f x f f v * JBJOR * f f x f f ♦♦♦ f f x f f ♦> LAGER Og STOUT J f f x f f f f f The Riedle Brewery ♦| Stadacona & Talbot, - Winnipeg Phone 57241 % Y V með nokkrum orðum, þó nú sé fremur langt frá liðið. Þeir sem hafa staðið í eldsvoða og mátt horfa upp á íveruhús sín standa í björtu báli og brenna til kaldra kola á örstundu, geta gert sér í hugarlund hvað mér og börn- um mínum bjó í brjósti á nöprum vetrardegi, 'að verða fyrir því stóra tapi að missa hús okkar og alla innanhúss muni þannig. Það er nógu tilfinnanlegt, að sjá hrörlegustu kofa hverfa á augnabliki fyrir hinum magnað- asta eyðileggingar óvin — eldin- um, hvað þá ágætis timburhús á steingrunni og vel innréttað, virt af eldsábyrgðarfélagi á $4,000 (fjögur þúsund dali), þar að auki innanhússmuni virta á $1,400 (fjórtán hundruð dali), og margt fleira, sem ekki var tekið til greina, en sem manni var kært, en aldrei kemur til baka. Undir svona kringumstæðum er gott að eiga þá vini að, sem í hjarta býr bæði góðvild og mann- kærleikur. Þessa mannkosti sýndu vinir mínir í hæsta máta, þegar í nauðirnar rak. Eg stóð nú uppi með tvær hend- ur tómar, og mitt ágæta heimili farið, en allir nágrannar mínir reyndu að bæta úr þessu með pen- ingumi og öðrum gjöfum í rífleg- um mæli. Af heilum hug þakka eg inni- lega öllum þeim, sem hjálpuðu mérog gerðu tilraun til að gleðja mig og mína á einn og annan hátt á þessu tímabjli. Hér kom í ljós í fuilúm mæli snarræði, hjálpsemi, drenglyndi og dygð, sem einkennir okkar ís- lenzku þjóð, og afkomendur hinna víðfrægu hetja—víkinganna. Einkum vil eg tilgreina tvo menn, sem skutu skjóli yfir mig og fjölskyldu mína eftir brunann, þá Sigurbjörn Eggertsson og J. K. Jónasson. Sá fyrnefndi hefir verið frá því fyrsta minn einlægur vinur, og hin Árla Morguns OjRJBfRAl B\ LIMITCD ^ L)EGAR dögg er á jörðu og gras * er blautt af regni á sumrin og á vetrum þegar snjór er og krap, —þá vöknar maður auðveldlega í fætur og líður illa allan daginn. Því ekki að vera viss um að vera þur og notalegur með því að fá sér Northem rubber skó eða stígvél? Vér höfum allar tegundir af þeirri vöru, svo sem Rubbers, Yfirskó og Vinnustíg- vél, alt vænt og endingar gott„ og oss er ánægja að sýna yður þessar vörur nær sem vera skal. Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmónnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n T. J. Gíslason, Brown. Jonas Anderson, Cypress River Lakeside Trading Co., Gimli. T. J. Clemens, Ashern. S. M. Sigurdson, Arborg S. Einarson, Lundar F. E. Snidal, Steep Rock S. D. B. Stephenson ,Eriksdale. Illlllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllll síðastliðnu þrjú ár hefir hann og kona hans verið í nágrenni við mig. Á þessari stóru stundu sýndi hann drenglyndi, höfðing- skap og góðvild. Sömuleiðis fórst Mr. og Mrs. Jónasson snildarlega við mig á þessu tímabili. Með húsinu hvarf öll okkar á- nægja að vera á Vogum; leiðindi og angist fyltu hugi okkar að horfa upp á rústimar, sem geymdu margar gamlar og góðar endur- minningar frá fyrri tíð; en erfið- ir tímar gerðu mér það ómögulegt, að byggja upp á ný nógu fullkom- ið hús til að nægja þeirri umferð, sem þar er, því Vogar eru í þjóð- braut með fram Manitobavatni að austan, og milli þess og járn- brautar; þess vegna réðumst við í að flytja til Eriksdale þann 10. október, þar sem við nú höfum greiðasölu í “Eriksdale Hotel.” Áður en við fluttum, var okkur haldið gildasta samsæti af ná- grönnum og vinum úr Vogar, Siglunes, Narrows og Oak View bygðum. Þann 7. október sýndu um hundrað manns okkur þann heiður, að koma saman og gleðja okkur enn á ný með verðmætum gjöfum. Fyrir alt gott fyr og síðar mér og mínum auðsýnt, þakka eg vin- um mínum innilega og bið guð að launa þeim og óska þeim alls'góðs í framtíðinni. Stephan Stephansson. Hin Eina Hydro Steam H e at ed BIFREIDA HREINSUNARSToD í WINNIPEG Þar sem þér getiÖ fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinstðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið. Alt verk leyst af hendi af þaulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King og Rupert Street. Praipie City Oil Co. Ltd. Laundry Phone N 8666 Head Office Phone A 6341 iMiaiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiíimiiiiiiiiiiiiiM 1111111111111111111111! 11111111111 i 1111111111111J11111111II11111111111| 111111111111111111111111111111111111111111111111M111111111111111111111111111 i 11 lExcursion Farbriefj E li i mti iii mi iii ii iii i ii i ii i in iii mj iii ,i iii ii m n ii i ti Mi m m i ii i ii m ii i ii i ii mi ii- iii i n ii 11, ii m iii ii iii ii in n i ii tn ii ih ii i ii m i ii ii = 1 fyrir Skemtilegar Vetrarferdir AUSTUR CANAPA Farbréf til sðlu daglega 1. Des. 1926 til 5. Jan. 1927 Gildandi í # Þrjá Mánuði VESTUR AD HAFI VANCOUVER-VICTORIA NEW WESTMINSTER Farbr. til sölu vissa daga Des. - Jan. - Feb. Gilda til 15. Apríl, ’27 GAMLA LANDSINS Excursion Farbr. til Austurhafna SAINT JOHN - HALIFAX PORTLAND 1. dec. ’26 til 5. jan. ’27 SJERSTAKAR JÁRNBRAUTA LESTIR—SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐ Fyrir skip, sem sigla frá W. Saint John í Desember Ná sambandi við E.S. Melita E.S. Montroyal 1 E.S. Metagama 1 E.S. Montcalm 1. Des. 7. Des. 11. Des. 1 E.S. Minnedosa | 15. Des. E • Allir voiir umboðsmenn veita frekari upplýsingar - IC4NADIAN PACIFICj 111111111111111111III11 i 1111 i 1111 m i II! 11111111111111111111111111111111 ni 1111 m 11 m 11111111:: m 1111:1111! I! 11111111 r 1111111111111111111 m 11111111 ir

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.