Lögberg


Lögberg - 02.12.1926, Qupperneq 6

Lögberg - 02.12.1926, Qupperneq 6
BIs. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 2. DESEMBER 1926. Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfwnd. Til hvers er að tala um æsku mína, hvin var fáta*k af viðburðum. Faðir minn, sem var læknir í bænum Warwidk, hafði fremur lítið að gera og dó, þegar eg var 16 ára. Þannig misti eg.minn eðlilega verndara mjög snemma. Hús- ið, sem við bjuggUm í, átti móðir mín, sem auk þess fékk dálítinn lífeyrþ en hann dugði að eins til að. lialda lífinu í okkur, og þar eð faðir minn hafði skilið lítið eftir urðu systur mínar neydd- ar til að veita tilsögn, til þess að auka tekjur ok’kar. Þetta er nú mjög algengt, og þó vUr það einmitt þetta fyrirkomulag, sem varð or- sök hinna merkilegustu viðburða í lífi mínu. Þar eð nú var gott pláss í húsinu, ásetti mamma sér að taka fjórar ungar stúlkur í fæði, og var það mér hin mesta skemtun. Eg var ung ðg hugsunarlaus persóna, sem að eins leit á hina björtu hlið lífsins, en gaf hinum alvarlegu skyldum, sem það heimtar af oss engan gaum. Eg leit á samveru ungu stúlknanna, sem upp- sprettu til ánægju og skemtunar. Við vorum hepnai*, ungu stúlkurnar fengu tilsögn hjá mömmu, og borguðu vel fyrir sig, og eg kunni mjög vel við þær. Hin elzta þeirra, Júlía Nor- ton, var sú sem mér féll bezt við, og hún, þessi góða, ástríka stúlka áleit. að hvergi á jörðinni fyndist nokkur persóna, sem jafnast gæti við Elenóru Dale. Faðir hennar var ríkur verk- smiðjueigandi í Birmingham, og Júlía var einkadóttir hans. alt sem hún bað um, var lienni veitt, og þannig skeði það, að eg var hvött til að fvlgja henni í hvert skifti, sem hún fór heim. Þar var alt svo óviðjafnanlega skemtriegt — þar liðu dagarnir eins og skemtilegur draumur. Norton hélt stórar og skemtilegar samkom- ur, svo við komumst í kynni við helztu fjöl- skyldur í nágrenninu. Júlía var kát óg gefin fyrir spaug eins og eg, og þar eð við áttum l>áÖ- ar kröfu til að kallast fallegar, vantaði okkur auðvitað ekki aðdáendur. En eg var ekki mjög hneigð til ásta, og ))annig liðu tvö ár, sem eg að eins hugsaði um að sikemta mér, og skopast að þeim með liægð, sem sóttu eftir að ná ást minni. Eg er hrædd um að eg um þetta leyti hafi verðskuldað að vera kölluð lítið dekurkvendi. Veizla, sem var haldin undir beru lofti hinn 19. afmælis.dag Júlíu, vakti mig loks af mínu hugsunarlausa draumalífi. Frændi Júlíu, Bert- ram að nafni, sem fengið hafði frí frá herþjón- ustu um lengri tíma, var kyntur mér. Með hon- um var hinn ibezti vinur hans, Fritz Stanton, ungur og fallegur maður hér um bil 27 ára gam- all. Enda þótt hann va*ri okkur öllum ókunnur. varð hann brátt tekinn fram yfir alla aðra sök- um fegurðar sinnar, hinnar göfugu framkomu og höfðinglega svips. Mörg björt augu ’orostu við honum, og allar ungu stúlkumar vildu fá hann fyrir dansmanp, og frá því augnabliki að hann var kvntur mér, hélt hann sér aðallega að mér og varð brátt einn af mínum áköfustu biðlum. Það var því engin furða, þó hégómagirai mín aðhyltist smjaðrið, en brátt varð eg þess vör, að alvarlegri tilfinningar blönduðust saman við, og of fljótt komst eg að því, að hann var töfra- prinsinn, sem með hægu móti vakti hina mók- andi ástírðu í huga mínum,, og breytti henni í ljósan loga. Sem gestir á sama heimilinu, gafst okkur oft tækifæri til að finnast, og brátt var öllum það kunnugt, að hann elskaði mig. -Að hálfum mán- ^ uði liðnum álitu allir að við værum heitbundn- ar persónur, og þegar hann var búinn að fá sam- þykki móður minnar, voru hin' nauðsynlegu skref til hjónabandsins stigin. Ilann leigði sér snoturt liús, skamt frá Warwck, keypti sér fall- egan vagn og gróðursetti indæla blómareiti í garðinum. Hinar árlegu tekjur hans voru fim- tán þúsund krónur; af þeirri upphæð gótum við lifað róleg og kvíðalaust, enda nutum við hjóna- bandsgæfunnar í fullum mæli. En hv*að mér fanst heimurinn fagur um það leyti. Eg var hreykin yfir mínum fagra manni, og elskaði hann af öllu hjarta. Hann kallaði mig drotningu hjarta síns og dróg mynd af mér, raunar nokkuð ímvndaða, sem eg á enn þá. Hvernig leit eg þá út? Myndin sýnir mér and- lit geislandi af hroka, grá augu, með gætinn og blíðan svip, og ljósjarpt hár. Maðurinn minn vrar hreykinn yfir aðdáan- inni, sem allir ókunnir sýndu mér, en eg skeytti að eins um viðurkenninguna, sem bóndi minn veitti mér. — En hvað ástin getur breytt okkur.' Hvað henni veitist auðvelt, að hrekja burt alt óþarft úr huga voram en vekja alt sem er gott, hreint og eðallynt. Fyrsta hjóna'oandsárið okkar var óslitin gæfubraut, svo lét náttúran sitt stóra, heilaga innsigli á samband ökkar—lítill, inndæll dreng- urf sonur okkar, opnaði augu sín ti að sjá dags- ljósið. Ó, baraið mitt, þú hefir í sannleika ver- ið leiðtogi minn á lífsbrautinni, þú hefir varð- veitt mig frá að líða siðferðislegt skipbrot. Þegar gæfu'oikar lífs míns var fyltur, við komu sonar míns í þenna heim, fór eg að taka eftir breytingu á framkomu manns míns. Hann var oft fjarverandi, fyrst að eins um stuttan tíma, en seinna mjög lengi. Hann sagði. að viðskifti sín krefðust þessara ferða, og eg trúði honum. En, svo varð hann kaldur í yiðmóti við mlg — það kom eitthvað ókunnugt á milli okkar, sem eg reyndi að fjarlægja árangurslaust. Eg kvartaði ekki, eg leitaði huggunar hjá barni mínu, og með því að telja mér trú um, að þetta gæti ekki haldið áfram að vera þannig, alt hlyti að komast í samt 'lag og áður. Von mín átti þó ekki að rætast. Hann varð æ þögulli og þögulli. hann bar alt af minkandi umhyggju fyrir þörf- um mínum og barns okkar, og hann reyndi að v gleyma einhverju óþægilegu efni við vínflösk- una. Eg vissi ekki, af hvaða tegund viðskifti hans voru; hefði eg áður spurt að því, þá hefði hann svarað með spaugi — nú fékk eg að eins reiði orð og engar upplýsingar til svars. Fyrir móður minni vildi eg ekki kvarta. Strax eftir að eg giftist, fékk hún seinvirka veiki, sem lagði hana í rúmið, þaðan sem hún sté aldrei á fætur og dó eftir tvö ár. Eg hefi oft þakkað forsjóninni fyrir, að hún fékk ekki að /vera vitni að sorg og þjáningum barns míns. Stuttu eftir dauða móður minnar, kom Fritz, eftir óvanalega langa burtuveru, eitt kvöld heim til mín. Hann var fölur og hálfringlaður að sjá, klæðnaður hans fór honum illa, og augu hans voru ógeðsleg og starandL “Láttu vinnufólkið fará að hátta, komdu svo ofan og hlustaðu á það, sem eg hefi að segja,.” sagði hann. Þetta var einkennileg heilsun, en eg hlýddi strax og flýtti mér, eftir að hafa kyst enni sof- andi drengsins míns, ofan í stofuna til hans. Eg ætla að segja söguna um það, sem eg fékk að heyra, með-eins fáum orðum og alt ann- að„ sent eg segi frá um þenna kafla æfi minnar; seinna, þegar viðburðirair koma gleggra í ljós, skal eg fiánar greina frá. Jæja, maðurinn minn var gjaldþrota, spilaskuldir, sem hann gat ekki borgað, neyddu hann til að fara úr landi. Hann endaði ræðu sína þannig: “Við verðum að yíirgefa viðfeldna heimilið þitt, Nelly; við verðum að selja alt, sem við get- um án verið, s'krautmunina þína líka. Eg hefi séð um, að það verði gert strax; að tveim stund- um liðnum vérð eg að fara af stað. Barnið verður í þinni vernd; þú getur líklega um tíma verið í Warwick hjá systur þinni, þangað til eg verð fær um að veita þér og drengnum móttöku. Já, þú hefir líklega skilið mig?” Hann hafði fulla ástæðu til að spyrja þann- ig, því eg sat eins og steingervingur, án þess • að geta gert mér grein fyrir því regindjúpi, sem opnaðist við fætur mína. Grimmu orðin hans vöktu mig brátt af því tilfinningaleysi, sem eg var sokkin ofan í. Eg fleygði mér fyrir faáur hans og bað hann með tár í augum, að leyfa mér að 'flýja með sér. Hvað skeytti eg um að hann var fátækur? Hvaða gaum gaf eg því, að hann hafði breytt heimskulega, ef hann að eins leyfði mér, konu sinni, að vera í því plássi,, sem mér bar, við hlið hans. |Æktur og reiður reif hann sig lausan frá mér, ásakaði mig fyrir að vilja hindra frelsun sína; hann hótaði að skjóta sig, ef eg vildi ekki hjálpa honum til að flýja. Þessi voðalega hót- un hafði þau áhrif, að eg varð sem í yfirliði og gerði mig ómögulega til að mótmála því, sem nú skeði. Ilann hafði samið við meðalgöngu- mann húsa, sem tók hús okkar eins og það var, með öllum húsmuum; eg varð innan fárra daga að fara burt með barnið, og fá hinum ókunna manni ált í hendur. Fritz gaf mér einu sinni ckki áritan sína—af forsjálni, sagði hann, hann lofaði að eins að skrifa, undir eins og það væri óhætt vegna persónulegs óhultleika. Hann lét föt sín og fleira í handtösku, sagði mér svo að fara að hátta þar eð hann þyrfti að skrifa nokk- ur brér, og ganga frá skjölum sínum. Morguninn eftir sagði askan í ofninum, að hann hefði gengið frá skjölum sínum, annars sáust engin merki þess, að maðurinn, hvers nafn eg bar, hefði dvalið í þessu húsi. Já, hann var farinn, án þess að hafa skilið eftir eitt skrifað kveðjuorð; án þess að hafa þrýst hendi mína í kveðjuskyni. Hvers vegna hætti ekki blóð mitt umferðinni um æðarnar? Hvers vegna hætt ekki hjarta mitt að slá? eftir svo ó- vænta sorg og kvöl, sem eg varð fyrir? Ast mín, líf mitt var eyðilagt, framfærandi minn var farinn, en eg hélt sjálf áfrám að lifa, örviln- uð og einmana með baraið mitt. * * * Morgun annars dagsins eftir þenna atburð. stóð eg við gluggann í búningsklefa mínum, og horfði á umhverfið, sem mér var svo kært, en sem eg átti nú brátt að kveðja. Koffortið, með þeim fáu munum, sem eg gat tekið með mér, stóð ferðbúið; að þrem. stundum liðnum varð eg að taka pílagrímsprikið og rölta út á liinn ó- kyrra heim, byrja nýtt líf meðal ókunnugra, til þess að vinna fyrir- mér og barni mínu. Því engum,,. sem þekti mig rétt, myndi til hugar koma, að eg vildi betla um hjálp hjá ættingjum og vinum. Eg ætlaði að fara til London, þar sem enginn þekti mig, til að leita mér að at- vinnu, svo eg gæti séð um drenginn minn og mig, án tillits til þéss, þó vinnan væri erfið. Eg ætlaði að fara að ganga inn í barnaher- bergið, þegar eg sá póstinn koma. Bréfið, sem hann rétti mér, var með rithönd, sem eg ekki þekti og flutti mér undraverðar fregnir. Hin ógifta systir föður míns var dáin, og hafði arf- leitt mig að sínum litlu eignum. Eins og nú stóð á fyrir mér, var þetta næstum því auður, og eg ásetti mér að fara strax til lögrnannsins, sem hafði sent mér bréfið, og þar eð eg var ferðbú- in, gat eg fundið hann þetta kvöld. Til systur minnar hafði eg skrifað stutt kveðjubréf og sagt henni, að eg færi með manni mínum til út- landa; vinnufólkið okkar, sem eg hafði borg- að hálfs mánaðar laun, hélt einnig að eg færi með honum. Eg ferðaðist alein með litla drenginn minn, en miklu hugrakkari en eg hafði búist við þenna morgun. Það var sýnilegt,, að forsjónin hafði meðaumkun með mér, og þakklætistár féllu úr augum mínum, niður á sofandi barnið í faðmi mínum. Þegar eg kom til London, fór eg strax til lögmannsins, sem tók vel á móti mér. Þegar við höfðum talað um viðskiftin, og hann vissi að eg var einmana með barnið, bauðst hann til að vísa mér á fæðissöluhús,, sem var rólegt og niður við sjóinn, og þáði eg það með ánægju. Eg kunni strax allvel við mig þar, og þegar tíminn leið, fór eg að jafna mig ögn, eftir þessa sið- ferðislegu árás, sem eg varð fyrir. Eg fór nú að hugsa alvarlega um það, hvernig eg ætti að inna mér fyrir varanlegu framfæri, og eftir nákvæma íltugun,, ásetti eg mér að verða leik- kona, þar eð mér hafði ávalt gengið vel við við- vaningsleikina á heimili Júlíu Nortons. Eg ætla að ganga fram hjá næstu fimm ára erfiðu baráttunni og vonbrigðunum, ósigri og sigri. Hinn síðari átti sér sjaldnar stað, og honum fylgdi ávalt öfund og óánægja annara. Eg var 26 ára gömul, þegar eg varð atvinnu- laus, og leit á framtíðina kvíðándi. Arfur minn var því sem næst búinn, sem eg ætlaði nú að gera liina síðustu vonlausu tilraun með. Eg var þreytt á hinu órólega leiksviðslífi, þó það væri stundum skemtilegt. en hvar og hvernig átti eg að fá atvinnu? Augýsingamar í “Times” las eg daglega, og það voru þær, sem komu mér til að reyna að fá stöðu sem lagsmær. Til þess að gera það, varð eg fyrst og fremst að skifta um nafn — og það sem var erfiðaslÆ að skilja við drenginn minn. Hann var nú orð- inn fallegur og skynutpirdrengTir, 7 ára gamall, eftirmynd föður síns. Hann var viðkvæmur og smáger, hin stöðuga vera hans í bænum, jók ekki þroska hans, en hann var aðgætinn og ið- inn, og kostaði kapps um að Jæra í því skyni að geta hjálpað mömmu sinni meira, og liann l>ráði að stálpast, til þess að geta fundið pabba og fengið hann til að sættast við mömmu. Og við þetta fallega og góða barn varð eg nú að skilja. Eg varð að fela óviðkomandi mönnum á hendur, að þroska og menta sálu hans og lík- ama. Þetta var sá dropi í þjáningabikar mín- um,, sem fylti hann svo að út úr rann, og for- sjónin verður að fyrirgefa mér, að eg í raun og veru hataði þann mann, sem var orsök þess, að eg varð líka þessa raun að þola. Eg hét því f gremju minni, að hefna mín á honupi, ef eg fyndi hann aftur, eg sór að fyrirlíta ást hans, eins og hann hafði gert við.mína, ef eg fengi nokkurn tíma tækifæri til þess. Hafði óvinur mannkynsins heyrt eið minn? Og var þdð hann, sem lagði fyrir mig allar þær freistingar, sem eg bráðlega^varð að reyna? Undirbúningur minn undir framtíð litla Rich- ards míns tók ekki langan tíma. 1 afskektu sveitaþoipi, sem Barston héf, átti heima góður og mentaður maður, sem hafði verið vinur míns framliðna föður; honum hafði verið falið á hendur uppí'ldi nokkurra dréíigja, og þeim öll- um var hann tryggur vinur, veradari og kenn- ari, /og honum trúði eg fyrir drengum mínum. Hinn góði, gamli maður, hve álúðlega og hugg- andi hann talaði við mig, og hve mörg góð ráð hann gaf mér, viðvíkjandi hinni nýju stöðu minni. Hann fann, að eg var vel hæf fyrir það starf, sem eg ætlaði að taka að mér, og gaf mér meðmæli til frú Johnson í Oxford Street, sem tekið hafði að sér að útvega betri tegund vinnu- hjúa atvinnu. Við ráðguðumst um, hvaða nafn eg ætti helzt að velja mér, og komum okkur sam- an um að Sedwick væri bezt, og að eg létist vera ógift. Sem leikkonu höfðu svo margir séð mig, og því var mér áríðandi að ytra útlit mitt og nafn væri svo ólíkt sem mögulegt var að gera það. Eg dvaldi að eins fáar stundir í Barston; eg þorði ekki að gera skilnaðinn of erfiðan, hvorki fyrir baraið né mig. Síðan gangan ýfir blóma- ríkt sva*ði í sólskininu, síðasta bænin til guðs, sem eg ihafði kent baminu mínu að treysta, síð- asta bænin til Richards um að gleyma ekki mömmu — svo kysti eg tárvotu augun hans, einu sinni, tvisvar og mörgum sinnum, og svo reif eg mig lausa frá drengnum míntun. * * * Alein! Eg var alein í London, alein í miðj- um hávaða stórborgarinnar, alein innan um annríkar manneskjur og þær, sem að skemtun- um leituðu, alein, hnuggin og kvíðandi, um leið og eg leit á lþð margbreytta líf, sem bar fyrir augu mín. Þokan, sem lá yfir borginni, var ógagnsæ, og hávaðinn,.sem ekki virtist minka með kvöld- inn, kvaldi mig meira en eg get með orðum lýst. Alstaðar var fólkið starfandi — en fyrir mig fanst engin vinna, og heldur ekkert næði. Það voru liðnir fjórir mánuðir síðan eg byrj aði á síðasta áforminu, og enn voru tilraunir mínar árangurslausar. Þreytt á sál og líkama leitaði eg vinnunnar, en gat enga fundið. Þorði eg sjálf að veita mér þá ró„ sem forlögin neit- uðu mér um? Að stökkva ofan í rólega vatnið, sem engin •kensli bar á mannlegar ástríður né freistingar, það endaði sorg mína endaði leit mína, og það var svo auðvelt — en hugsunin um' drenginn minn frelsaði mig. Síðasta bréfið hans, sem eg aldrei skildi við mig, sagði «vo greinilega hvert traust hann bar til mömmu, að eg gat ekki feng- ið mig til að bregðast trausti hans. Það var einn ömurlegan dag, þegar eg kom heim eftir morgungöngu mína„ að eg ásetti mér að fara og finna frú Johnson í síðasta sinni. Ef eg fengi nú ekkert að gera, lá ekki annað fyrir mér en að deyja, eg var með síðasta skildinginn minn í vasanum — það var blátt áfram brjálsemi, að heyja þenna bardaga lengur. Þokunni létti og sólargeislar sáust — eg á- leit það fyrirboða góðs; eg fór í bezta ljósgráa kjólinn minn, lét á mig stráhattinn og fór svo til frú Johnson. Eg þurfti ekki að bíða lengi, því enginn annar hafði komið að finna hana þenna dag. Hún var alein og heilsaði mér með vingjam- legu brosi. , sem ekki vakti hjú mér von. “Það gleður mig að sjá yður, ungfrú Sed- wick,” sagði ihún,. “eg held eg hafi fundið við- eigandi stöðu fyrir yður. Frú Rivers skrifar mér, að hún vilji fá rólega, gáfaða og áreiðan- lega stúlku fyrir lagsmær, og þar eð hún virðist vilja fá hana strax, og þér eruð sú fyrsta, sem hingað kemur í dag, þá vil eg gefa yður fyrsta tækifæri til að reyna að ná í þe-ssa stöðu. Þér lítið mjög vel út, góða mín, og eg held þér verð- ið færar um að gegna þessari stöðu.” Með tár í augum sagði eg henni, hve glöð og þakklát eg væri, og skildi svo við hana. Áritan- n, sem hún gaf mér, var: “Liðsforingi Rivers, Harley Street.” Klukkan var eitt, þegar eg fór frá Mrs. Jolmson; þessi síðasta stund hafði kveikt lijá mér bjartar vonir, eins og sólin gerði, ' þegar eg gekk að heiman, sem sendí geisla sína í geg-n um þokuslæðuna; eg hefi litið rétt á, þeg- ar eg áleit það fyrirboða góðs. Fjörleg, ung rödd, sem bauð: “Fjólur, ilm- andi fjólur”, vakti eftirtekt mína. “Blóm mín færa yður gæfu,” sagði litla stúlkan, og þegar hún rétti bláan, ilmandi blóm- . vönd að mér, keypti eg hann fyrir síðasta skild- inginn minn. Þegar eg kom til liins úkveðna staðar, var mér 'fylgt inn í snoturt herbergi með eikarþilj- um, af þjóninum, sem til dyranna kom. Þungu flauelsblæjurnar, verðmiklu útskox*nu húsmun- irnir og alt skfautið, liafði sefandi áhrif á taug- ar mínar, og eg fékk hvíld frá mínum eigin hugsunum við það, að líta á alt skrautið þarna inni og myndirnar á veggjunum. Ein þeirra vakti eftirtekt mína, það var mynd af hermanni í einkennisbúningi í fullri stærð. Voru þetta brellur hinna æstu hugsjóna minna, eða voru það hin margberyttu ljóss- endurskin, sem blektu mig — bar ekki mynd þessi andlitsdrætti mannsins míns? Eg var að því komin aði þjóta að glugganum, til að ýta blæjunni til hliðar, þegar dyraar voru opnaðar og inn kom hávaxin og djarfleg kona. Hún bað mig að setjast og fór strax að tala við mig. Það kom í ljós að staðan, sem eg sótti um, var hjá dóttur hennar söm var gift og átti heima í eyj- unni Wight. “Jlón er mjög viðkvæm,” sagði liðsforingja konan, “og er sökum heilbrigði sinnar neydd til að lifa einmanalegu lífi,, svo liún þarfnast fjörugrar, mentaðrar lagsmeyjar, sem er fús til að taka þátt í einveru hennar. Hún elskar hljóðfærasöng, og gerir ekki miklar aðrar kröf- ur, en til hljóðfærasöngs og upplesturs. Þar eð eg af bréfi frú Johnson sé, að þér bæði syng- íð og leikið vel á hljóðfæri, mun yður ekki verða erfitt að stytta dóttur minni stundir. Iíún hefir herbergisþernu, ráðskonu og heila fylking af vinnufólki, svo að skyldurnar, sem á yður hvíla, verða ekki erfiðar. Laun yðar verða 50 pund á ári, og komu yðar þangað er óskað strax. Hvað segið þér um þetta? Er þessi staður of langt frá London fyrir yður? Eg vona hann sé það ekki. Mér geðjast vel að yð- ur, og er viss um að ytra xítlit yðar og fram- koma geðjast dóttur minni eins vel. ” Óg eg, sem hafði efast um forsjónina, var í fyrstu mállaus af gleði og þak'klæti. “Liðsforingjafrú,” sagði eg loksins, “eng- in bönd binda mig fremur við einn stað en ann- an; eg tek tilboði yðar með þakklæti, og vona, að álit dóttur vðar um mig verði eins hagstætt og yðar; eg get fullvissað yður um, að eg skal gera últ sem í mínu valdi stendur, til að gera hana ánægða.” “Þá geturn við skoðað þetta efni til lykta leitt, kæra ungfrú Sedwick. Getið þér farið á finitudaginn?” Eg býst við, að hún hafi séð vandræðasvip á andliti mínu, því hún sagði strax: Auðvitað borgum við ferðakostnaðinn og ársfjórðungslaun fyrir fram. ” Með þessurn orðum var síðusu vandræðun- um hrint úr vegi; eg fékk hinar síðustu nauð- synlegu leiðbeiningar, og yfirgaf hiísið, án þess að líta á myndina, er vakið hafði eftirtekf mína þegar eg kom. * * * Fimtudagurinn var fagur og bjartur, einn þeirra októberdaga, sem kemur manni t il að gleyma, að veturinn er að nálgast. Eg átti fyr- irfram 'oorgun liðsforingjakonunnar það að þakka, að koffortið mitt var fult, og að eg hafði hlýja yfirhöfn til að klæða mig í. Eg gat au'k þess glatt son minn með ýmsum gagnlegum gjöfum, á.samt fáeinum leikföngum, sem eflaust hafa verið vel þegin. Eg fékk raunar ekki að sjá'gleðigeislandi andlitið hans, en góðu bréfin hans lýstu ánægjunni og sýndu mér, að liann elskaði kennara sinn, og að eg hafði verið hepp- in í valinu með uppeldi hans. Það huggaði mig nokknð, að f jarlægðin milli verustaðar hans og míns varð lengri. Ilraðlestin var ekki lengi að flytja mig til Portsmouth, og bráðlega komst eg út í gufu- s'kipið. Þar var fremur órólegt, en að eins stutta stund, því veðrið leit út fyrir að verða óhagstætt/ og flestir af farþegunum yfirgáfu þilfarið, en þar eð þetta var í fyrsta sinni, sem eg var á sjónum, hindraði forvitni mín og gleði yfir öllu, sem eg sá, mig frá því að fara að dæmi þeirra. Klædd hlýju kápunni minni, dáðist eg að hinni breytilegu útsýn; mitt eigið “eg” virtist hverfa inn í hinar skrautlegu myndasýningar, sem umkringdu mig; mér fanst eg vera lítil- mótlegri en þangið, sem bylgjumar sveifluðu fram og aftur; eg skildi stærð allrar náttúr- unnar, og grunur um það hvernig eilífðin myndi vera, kviknaði hjá mér. Litlu áðar en ferðinni var lokið, kyrði vind- inn, en eg sat í einhverju töfra ástandi, ein- kennilega hrifin, og sem í draumi lét eg alt hið umliða ganga fram hjá mér í réttri röð. Þá fanst mér alt í einu eg heyra hödd manns míns, og að eg fyndi handþrýsting hans og koss. Eg var í svo góðu skapi, að mér fanst eg yrði að fyrirgefa honum alt, ef hann á þessu augna- bliki hefði verið hjá mér.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.