Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 3
67 A enda kistan ofan hrökk og úr henni höfðagaflinn, en nárinn þrútni nakinn sökk niður í moldarskaflinn. Heljar frost og hulin sól hríms var grárri tnóðu; alla næddi og alla kól, er yfir hans moldum stóðu. Aflaga saungur illa gekk, einginn hafði lagið; klerkur sökum kulda’ ei fékk kastað mold á hræið. Deildu menn ei dauða viðl dómsins allir bíða, og hver sem grafar glepur frið geldur þessa síðar. Gr. J>. Háskólinn og Fjallkonan. Hreppakerlingarhugsunarháttur er það óneitan- lega, að sumum finst, sem lýsir sér i grein þeirri um háskólamálið, er staðið hefir i þrem fyrstu blöðum Fjallkonunnar þetta ár, auk þess sem greinin ber vott um töluverðan þekkingarskort og er ekki alveg laus við getsakir til þeirra manna, er studdu málið á síðasta þingi, sem vér þó skulum alveg leiða hjá oss. Verðum vér heldur um annað að koma dálítið við þessa grein, svo að hún verði síður til þess að villa menn af réttri leið i þessu máli, sem allir góðir menn munu kalla mikilsvert. Höfundurinn er auðsjáanlega að reyna að gera kostnaðinn við háskólastofanina að grýlu í augum almennings, reynir út i bláinn að gera alt sem gífurlegast og fer með ýmsar hrakspár, sem hafa það til síns ágætis, að þær eru ekki verri en hver önnur kerlingabók, sem eingin rök eru fyrir. það er ofboð hægt að reikna það út hvað háskóli sá kostaði árlega, sem nú er beðið um, en það er rúm- lega einum 5000 kr. meira en nú kosta prestaskólinn og læknaskólinn, og hvað mikið kostnaður sá ykist framvegis, eptir að skólinn væri komin á, kæmi undir því, hvað menn sæju sér fært að magna hann og leggja fram. Höfundurinn spáir þvi að undirtektir við málinu verði daufar bæði innanlands og utan. það mæla börn sem vilja og er lítið að henda reiður á þvi. En vér getum nú sagt höf. það, þvi að vér vitum það fullkomlega, að íslendingar geta átt von á hluttekning margra góðra manna erlendis, ekki sízt þegar fram líða stundir og málið skýrist betur fyrir þeim. þeir lærðir menn brezkir, er vér höfum átt orðastað við um málið, eru þvi mjög hlyntir og vísir til að gera því einhvern bata. Norræna lærða menn höfum vér og átt tal við um málið, og þeir virt það eins, og meira að segja, sem höfundi Fjallkonugreinarinnar má þykja merkilegt, vér höfum hitt ýmsa góða menn bæði lærða og leika meðal Dana sjálfra, sem ekki einungis telja kröfur Islendinga um háskóla eðlilegar, heldur eru öldungis hissa á því, að neitað skuli vera um slíkt. Danir sjálfir vilja og stofna annan háskóla til hjá sér, og er það í Árósum, og ef Jótar þurfa háskóla, sem ekki eiga nema nokkurra tíma ferð til Khafnar, þá mundi Islendingum ekki veita af slíku, sem eiga 300 mílur þangað. Hvað aðrar þjóðir kunni að gefa til Háskólasjóðsins eru allir jafnsnjallir að spá um, en fleira er styrkur en peningar einir. Höfundur þessarar Fjallkonu greinar ætlast til að landssjóður leggi svo mikið upp, að hann eigi einhvern tíma að verða þess megnugur að leggja fram fé til stofnanar þessarar. það er gott ef svo verður, en lítil eru likindi til þess að svo stöddu, að hann geti það, ef hana skal hefja i svo stórum stýl, sem höfundurinn vill, nema lagðir væri á nýir skattar, og hvað er það betra eða frjálslegra að skylda menn til þess að leggja fram fé heldur en að láta hvern vera sjálf- ráðan um, hvort hann gerir það eða ekki? Auk þess verða menn varla svo meinsamir við landssjóð að lofa honum ekki að taka þótt í kostnaðinum, þegar þar að kemur. það hefir einga þýðingu í þessu máli að vera að gylla Kaupmannahafnarháskóla, eins og höf. gerir, eða þylja hvað mikið gott Island hafiafhonum hlotið. Sá skóli hefir sína kosti auðvitað, en hann hefir lika sina miklu annmarka fyrir Islendinga, eins og bæði vér og aðrir höfum áður tekið fram og aldrei verður hrakið. það lýsir furðumikilli vanþekkingu á erlendum háskólum, þar sem höfundurinn segir, að »nú á tímum muni eingin þjóð stofna háskóla, þar sem að eins sé kend guðfræði, lögfræði og læknisfræði.« það þarf nú ekki að fara leingra en til Gauta- borgarháskóla í Svíþjóð, sem stofnaður var 1891, til að reka þetta til baka. þar er aðeins ein deild, heimspekisdeildin, og mætti nefna mörg svipuð dæmi. Höfundurinn játar það, af því að nógu leingi er búið að brýna það fyrir mönnum, að nauðsyn sé á lagaskóla og það játum vér líka í fylsta máta, en vera má og eðlilegast er, að lögfræðingum sé sú þörf auðsæust, eins og höfundurinn, gefur i ^kyn. Islenzk löggjöf er merkileg, en mislit er hún, fyrst alinnlend, síðan innlend og útlend, þær næst alútlend og síðast innlend aptur. En eru menn svo blindir að sjá ekki að íslendingar eiga mart fleira merkilegt en löggjöfina eina, og að það er hvergi og getur hvergi verið kent að neinu gagni fyrir landsmenu, nema í landinu sjálfu? Bókmentir Islendinga og saga þeirra eru eingu ómerkilegri en löggjöf þeirra, og hvar ætti að verða kend nátturusaga landsins í öllum greinum, ef ekki í landinu sjálfu? Höfundurinn er að bera saman fréttaþráð til Islands og háskóla, og segir að íslendingum mundi L

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.