Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 6
70 Sjóarvísur tvær. I. Eptir Látra-Björgu (enn á lífi 1788). Brimið stranga óra er, ymja drangar stórir hér, á timbulvanga glóiir gler, glymja ranga jórarner. 11. Eptir Hreg.við stóra Eiríksson á Kaldrana (d. um 1830). Löðrið dikar landið á. lýra kvikar stofan, aldan þykir heklur hó, hiin rís mikið skerjum á. Elztu skaldsögur sem snerta Island a útleudum málum. (Framhald.) Næsta morgun var komið ákaflegt óveður, en samt fór Gissur að kanna landið; leið ekki á laungu áður en hann fann bæði nóg vatn og ávaxtatré; bjó hann sér þar til hreysi og settist þar að. það mátti heldur ekki seinna vera að hann reyndi til að sjá sér fyrir skýli, því óveðrið hélt áfram og rigndi samfleytt í 3 vikur, Tima þennan lifði Gissur mest á tvíbökum og svolítið á ávöxtum, en fór annars sem allra minst á kreik. Altaf rigndi, en aldrei var þó kalt. Gissuri þótti dauf- legt þennan rigningatima og hugsaði opt ángurvær og harmþrúnginn til Karitasar sinnar, en að fjórum vikum liðnum batnaði veðrið og gerði sólskin og sunnanvind; fór Gissur nú að kanna landið, enn að nýju, og fann nóg af ávaxtatrjám, en aptur komst hann fljótt að raun um, að landið var litil eyja og sást hvergi land frá henni; þótti honum þetta mjög sorglegt fyrst, en harkaði af sér og fór nú að safna ávöxtum, ef aptur skyldu koma sam- fleyttar rigníngar. Hann fann líka vilt korn og malaði það milli steina. Svo sló hann eld með hníf sínum og fúnu tré, gróf gröf niður i jörðina, fylti hana með greinum og kveikti i; bakaði hann brauð í gröfinni úr mélinu og þótti honum það mjög gómsætt. Ekki sá hann aðrar lifandi skepnur en ýmsar fuglategundir og nokkrar geitur. Nú kom rigníngatíminn aptur og varð Gissur að halda kyrru fyrir meðan stóð á honum, en þegar veðrið batnaði, reisti hann sér forðabúr til að geyma í ávexti, og safnaði mjög miklu af ýmsum aldinum. þetta sumar tamdi hann líka geit og kið og varð honum það til hinnar mestu skemtunar og auk þess mjólkaði hann gömlu geitina sér til matar. Sex ár liðu svo að Gissur varð ekki var við skip né menn, og fann hann sér ymislegt til dægra- styttíngar og jafnframt til að bæta hag sinn. Hann brendi diska og skálir úr limkendum leir, sem hann fann, og límdi saman með honum kókos- hnetur, sem hann hafði opnað og fylt með pen- íngum, svo ekki sást annað en þær væru óbrotnar; net bjó hann sér til úr jurtatægjum og veiddi fisk í það, en hann var orðinn fremur illa fataður, eins og við er að búast. Loksins fann Gissur rekinn stóran stránga af bómullardúk og bjó hann sér til úr honum föt Hann hafði oddmjótt fisk- bein í staðinn fyrir nál, en þráðinn fékk hann með því að tvinna saman bómullarþræði. Nokkru seinna rak bát, en áður hafði rekið árar, og fór nú að vænkast hagur Gissurar, þótt hann sæi reyndar ekki land. Hann hjó sér siglutré, bjó til segl úr bómullarvoðinni og fór opt smáskemtiferðir ábátnum, svo sem til sandeyjarinnar, sem hann hafði verið á og sótti hann þángað peninga þá og gull, sem þar var eptir. Gissur fór nú að venjast einverunni og var hann næstum þvi hætt að lánga burt frá eynni, en þá sjaldan hann fékk óyndi varpaði hann allri áhyggju sinni upp á guð og var það honum hin mesta hugsvölun. Einu sinni þegar Gissur var i vondu skapi heyrði hann mjög ámátlegt fuglsgarg og sá hvar ránfugl elti páfagauk. Páfagaukurinn var lafhræddur og fleygði sér niður fyrir fætur Gissuri og hreifði sig ekki þaðan lángaleingi, en ránfuglinn flaug burtu; tamdi Gissur páfagaukinn og hafði af honum hina mestu skemtun, en aldrei gat hann feingið hann til að hafa neitt eptir sér, þótt hann stagaðist á sömu orðunum viku eptir viku og mánuð eptir mánuð. Einu sinni þegar Gissur svaf hvarf páfagaukurinn frá honum og liðu svo tveir mánuðir að hann sá hann ekki; þótti Gissuri það mjög leitt, því hann var orðinn elskur að páfagauknum, en mikil fyrir höfn að temja nýjan. Einu sinni hafði Gissur tekið sér miðdegislúr, eins og hann átti vanda til, og vaknar hann við það að hann heyrir að sagt er: »Ó Karitas, yndislega Karitas! Hve miklar kvalir verð ég ekki að þola vegna þín« ? En þetta voru einmitt orð, sem Gissur var vanur að stagast á þegar illa lá á honum, Hann varð alveg eins og steini lostinn og fór að gæta að hver valdur gæti verið að þessum kynjum; var þá kominn páfagaukur hans og sat upp á hreysi hans með öðrum páfagauk og kallaði hann þaðan: »Gissur, gefðu páfsa eitthvað að eta; páfsi er svángur«; hafði Gissur haft þetta fyrir honum opt og tíðum. Tami páfuglinn flaug nú inn i hreysi Gissurar en hinn var laðaður á eptir og varð fljótt tamur lika; áttu þeir egg og únga hjá Gissuri og var nú ekki hætta við að þeir strykju. |>egar Gissur hafði verið 10 ár á eyju sinni sá hann morgun einn, þegar hann vaknaði, að skip lá fyrir atkerum við eyna. Hann ætlaði að taka bát sinn og róa til skipsins, en sá fljótt að margir af skipverjum voru komnir í land, og sá hann af fataburði þeirra að þeir voru Hollendingar. Hann hafði nú tal af þeim og kom þeim vel saman; kvaðst Gissur mundu biðja skipstjóra um far frá eynni og sögðu þeir að nógur timi væri til að tala við hann, því skip þeirra væri lekt og yrðu þeir því að liggja þar nokkuð leingi. Gissur hitti nú skipstjóra og lofaði hann honum

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.