Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 4
68 auðveldara að taka þátt í lagning hans en stofnun háskóla, fyrir utan það, hvað »ávinningurinn yrði margfalt meiri« af þræðinum, »þar sem frétta- þráðurinn mundi færa landinu miklu hagfeldari verzlan og teingja landið með andlegum böndum við mentaða heiminn«. Oss dettur ekki í hug að neita því, að það sé gott að fá fréttaþráð, ef hann getur komizt á með góðu móti, en Island mætti rýja sig mörgum sinnum inn að skyrtunni eða jafnvel færa sig úr henni áður en það gæti lagt nokkuð til lagningar hans, sem einu sinni yrði vart við. Um lagning fréttaþráðar af íslands hálfu er því það eitt að segja, að það verður líklega ómögulegt um allar aldir. Sú von er því einungis bundin við aðrar þ>jóðir. Oss þykir líklegt, að verzlunin hefði nokkurn hag af fréttaþræði. Heyrt höfum vér þó einmitt þá mennina, sem mest mundu nota hann, kaupmennina, gera svo sem ekkert úr þvf; það mundi verða svo sem einu sinni eða tvisvar á ári, sem þeir kynnu að þurfa að nota hann, en það mundi þá verða svo dýrt, að það borgaði sig ekki. Menn segja að fréttaþráðurinn mundi hafa mikla þýðingu fyrir hina svo nefndu »veðurfræði.« En vér höfum heyrt aðra segja, eins og satt er, að aðrar þjóðir léti sig ekkert varða um, hvernig veðrið er á íslandi og annarstaðar, nema það hafi einhver bráð og bein áhrif á veðrið hjá þeim, svo að farmenn þeirra geti haft gagn af þvi að þekkja það. Og vér höfum einmitt heyrt gamla farmenn í norðurhöfum segja að veður á ls- landi hafi að 'óllum jafnaði eingin bráð áhrif á veðrið jafnvel svo norðarlega sem milli Islands og Færeyja. það geti verið mörg stormviðrin á íslandi, sem aldrei komi fram suður frá og það sé venjulegt. þ>etta segjum vér ekki af því að vér viljum ekki að fréttaþráðarsamband komist á milli Islands og annara landa, heldur til þess að sýna að hér eru skiptar skoðanirnar eins og svo víða annarstaðar, svo að ekki er vert fyrir neinn að taka ofmikið upp í sig eða hafa þetta að mótfalli við háskóla- stofnunina. það er á þann hátt satt, að frétta- þráður »teingi landið með andlegum böndum við mentaða heiminn,« eins og höfundurinn kemst að orði, að hann getur fært þeim, sem hafa efni á að nota hann, iðulega stuttar fregnir af því allra helzta, sem gerist i meginlöndunum, en fremur litla nasasjón munu Islendingar fá gegnum hann af bókmentum eða snildarverkum stærri þjóðanna, og þá mun hann ekki kenna þeim heldur neitt að mun i íslenzkum lögum, íslenzkri sögu, náttúru- fræði né bókmentum eða öðru fleira, sem skylt er að kunna og vita, svo að háskólastofnun væri eins nauðsynleg fyrir þvi, þótt fréttaþráðarsamband kæmist á. I landinu sjálfu er ómögulegt að taka próf í íslenzkum lögum og enda hvergi; þar er ómögulegt að taka fullnaðarpróf (embættispróf) i máli landsmanna sjálfra, sögu þeirra, bókmentum þeirra og náttúrufræðum. Til þess að koma á það einhverju nafni verða menn að fara i annað land, þar sem þetta er ekki kent að neinu liði, til að taka slík próf og gera það á öðru máli. Ef þetta er rétt hvað er þá öfugt ? Ef þetta er til gagns fyrir þekkingu á því, sem nema þarf, hvað er þá til tjóns? Ætli Danir álitu það gróða fyrir sig að fara til þjóðverjalands til þess að taka embættispróf í dönsku? Háskólaferðir Islendinga til Hafnar eru, þegar alls er gætt, landinu til stórtjóns. Á meðan fræðsla Islendinga er svo á tvistringi, sem nú er, verður og islenzkt vísinda- líf í molum. það getur einungis þrifist með sameiningu kraptanna og sameiginlegri alsherjar vísindastofnun innlendri. þótt slík stofnun jafnaðist ekki á allan hátt við fullkomnustu háskóla gerir ekkert til. það sem mest varðar um er það, að sú stofnun tekur og á að taka öllum öðrum háskólum einmitt fram í því, sem Islendingar eru skyldastir að læra og vita, en geta nú hvergi lært og geta það aldrei. Höf. segir að slik stofnun mundi »einangra íslendingra meir og meir frá öðrum þjóðum.« það hefir víst eingum dottið i hug fyrri, að háskólastofnunin ætti að vera vörzlugarður móti utan að komandi mentun. En hitt mundu menn heldur hafa ætlað, að námsmenn mundu frá innlendum háskóla verða nokkuru betur þroskaðir og hæfir til einmnitt að taka á móti mentun annara þjóða en menn, sem eru nýskriðnir úr látínuskólanum. það er mjög einkennilegt að sjá, þegar höf. fer að minnast á hvernig Norðmenn hafi skotið saman til sins skóla Hann getr að eins um þá, sem mest gáfu, en yfir hinu þegir hann, að með samskotaáskoranirnar var geingið hús úr húsi og bæ frá bæ nær alstaðar í Noregi, og jafnvel gefið í skildingatali og bændur gáfu ýmsir i korni, enda væri ekkert á móti því á Islandi að gefa til Há- skólasjdðsins í góðum landaurum; það væri, ef til vill, mörgum hentara. Að iyktum fer greinarhöfundur þessi að ráð- leggja þinginu að hætta við háskóla, en hverfa aptur að lagaskóla eða jafnvel »lögfræðiskenslu þeirri, sem þeir sýslumennirnir Guðlaugur, Klemens og Skúli héldu fram.« Vér skulum nú ekki kenna þinginu neitt í þessu efni að svo komnu, en einungis geta þess, að Guðlaugur og Skúli hurfu sjálfir frá lagaskóla, og var þó Skúli flutningsmaður lagaskólafrumvarpsins á alþingi i sumar, og sneru sér eindregið að háskóla, og háskólamálið er nú komið á þá braut, að þar verður ekki aptur snúið héðan af, sem betur fer, og því að eins getur þingið tekið lagaskóla sérstaklega í mál hér eptir, að svikk sé á stjórninni með að veita hann, en það þaut alls ekki svo í henni i sumar og gerir það líklega ekki fyrst um sinn. Er þvi ekkert annað að gera en að lialda fram háskóla. Annars hefðum vér kunnað betur við, að ritstjóri Fjallk., hefði ekki tekið þessa grein alveg athugasemdarlaust i blaðið, úr því hann hefir áður ekki verið móthverfur háskólastofnuninni, eins og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.