Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 7
71 fúslega að flytja hann til Kap; kannaðizt skipstjóri vel við skipið, sem hafði brotnað undir þeim Gissuri og sagði honum, að einginn. hefði komizt lifs af því nema hann. Gissur hlakkaði mjög til að fara af stað og taldi stundirnar þángað til skipið var orðið haffært aptur, en hafði þó mesta yndi af að spjalla við Hollendíngana, drekka hjá þeim te, reykja hjá þeim o. s. frv., en á hinn bóginn hálf sá hann eptir að hverfa frá eyju sinni og fanst honum, að hann mundi geta unað sér þar til eilífðar, ef Karitas væri hjá honum. (meira). Vísa Þormóðar Eiríkssonar í Gvendareyjum. þegar Loptur Gunnarsson fóstursonur hans druknaði 1719 (Galdra-Loptur): A hugann stríðir ærið opt óróleiki nægur síðan eg misti liann litla Lopt. er laung mér stytti dægur. Embættispróf í lögum tók Magnús Torfason 13. Febrúar með 1. einkunn, Magnús Jónsson (frá Lauga- bóli) 15. Febr. og Haldór Bjarnason 17. Febr., báðir með 2. einkunn. Emboettispróf í læknisfræði tóku Guðmundur Hannesson og Guðmundur Björnsson 24. Janúar, báðir með 1. einkunn. Embættispróf í guðfræði tók Geir Sæmundarson frá Hraungerði 31. Janúar með 2. einkunn. Aðalfundur í Stúdentafélaginu var haldinn 3. Febrúar og kosin ný stjórn: þorlákur Jónsson (forseti), Sigurður Pétursson frá Ananaustum (skrifari), Magnús Sœbjörnsson (gjaldkeri). I varastjórn: Sæmundur Bjarnhéðinsson (forseti), Sigfús Blöndal (skrifari) og Jón Hermannsson (gjaldkeri). Ný útgáfa af Sunnanfara. Nr. 1—6 af I. ári Sunnanfara eru fyrir laungu uppseld og hafa ýmsir beðið um blaðið frá upphafi, en þó ekki svo margir, að það svari kostnaði að prenta upp það, sem uppselt er. Vér viljum því nú biðja þá, sem kunna að vilja fá blaðið í heild sinni að gefa sig fram sem fyrst, og ef þeir verða svo margir, að vér sjáum fært að prenta upp sex fyrstu númerin munum vér gera það. Niels Finsen læknir hér í borginni, sonur Hannesar Finsens amtmanns á Færeyjum og síðar stiptamtmanns í Rípum, sá er gekk í Reykjavíkurskóla, hefir gert merkilegar rannsóknir um áhrif birtunnar á húð manna, og þar á meðal komizt að þeirri niðurstöðu, að geislar sólarljóssins sé mjög hættulegir í bólusótt, nema þeir rauðu, og er nú þetta orðið sannreynt. Eiga menn því að breiða eitthvað rautt fyrir glugga og helzt að láta bóluveika menn ekki hafa annað en rautt í kringum sig. Verður þá veikin væg, og lítt skæð og hold og hörund umhverfist þá ekki, eins og svo opt má sjá á fólki, sem feingið hefir bóluna. Niels er ungur maður, ekki nema 34 ára. JÓn Sveinsson, fyrrverandi skólakennari, andaðist hér í borginni 1. Febrúar. Hann var fæddur 1. Mai 1830 og sonur séra Sveins Níelssonar og fyrri konu hans Guð- nýjar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1853 með 1. einkunn; var um tíma ' latínuskólakennari hér í Danmörku og einn vetur var hann skipaður kennari við latínuskólann í Reykjavík. Jón var ókvæntur alla æfi og barnlaus. Hann var maður spaklyndur og þýður í viðkynningu og einn hinn mesti gáfumaður og þó nokkuð á einkennilegan hátt. Hann var og lærður maður, einkum í málfræði og svo vel að sér í frakknesku, að talinn var fár eða einginn honum framar um Norðurlönd í því máli. En því miður sér gáfum hans og fróðleik lítinn stað eptir hann látinn, því að eingin ritstörf liggja eptir þann. Ditlev Thomsen kom 1. Febrúar aptur úr verzl- unarför sinni, er hann hóf í Oktober í haust samkvæmt fjárstyrk þeim, er hann fékk af þinginu í sumar til þess að kanna markað fyrir íslenzkan varning. Ferðaðist i hann um England, Skotland og Irland, Spán, suður- j hluta Frakklands, Ítalíu og komst enda til Litlu-Asíu, og hvarf aptur heim yfir Svissaraland og þjóðverjaland. Þilskipaútvegnr. Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson, sem | hefir mestan þilskipaútveg, er nokkur einn maður befir haft við Island frá aldaöðli, hefir látið oss í té ágæta skýrslu um hann síðastliðið ár, og væri fróðlegt, ef aðrir þilskipa- eigendur gæfu út samskonar skýrslur. Vér getum því miður ekki tekið skýrsluna hér upp í heild sinni, heldur einungis aðalatriðin. Skipin voru 16 og alls 174 menn á þeim öllum. Fiskitíminn fyrir hvert skip var upp og niður frá 48 til 157 daga. Allur aflinn af stórum fiski og smám. ýsum og laungum varð 500,600 tals. Af þessum fiski fóru upp og ofan 126—276 i skippundið. I allan aflann geingu 2918 tunnur af salti. Eptir fiskverði á íslandi var allur aflinn á 86,498 kr. 55 aura. Um Vesturheim fyrir daga Kolumbusar er nýlega J (1894) lcomin út í París bók á spönsku entir Baltasar Vélez. Getur hann vitanlega Leifs heppna og íslendinga, en alt á þriðju og fjórðu hönd, en ekki eptir frumritunum sjálfum, og ekki sést. að hann þekki rit Storms. A öðrum staðnum segir hann, að Flateyjarbók sé útgefin (editado) 1587 (!), en á hinum, að hún sé skrifuð i Flateyjarklaustri 1396 (!), og er ekki miklar reiður að henda á bókinni að því. er sagnarit vor snertir. Sunnanfara geta menn borgað í gömlum íslenzkum frímerkjum. Ef þið hafið gaman af að sjá framan í náungann er vissast aft haupa Sunnanýara. „Sameininginu, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verð í Vesturh. i dollar árg., á íslandi nærri því helm- ingi Jægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. 8. árg. byrjaði í Maits 1893. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar í Reykjavík og fijá ýmsum mönnum víðs vegar út um alt land.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.