Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1964 ——————1———■ Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Colorado: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Autt>öriz«d os second class moil by the Post Office Deportment, Ottowa, and for payment of Postaoe in cosh. Kjördóttir íslands Á föstudaginn 13. nóvember var kvödd hinstu kveðju í Firstu lútersku kirkju í Winnipeg frú Lalah Johannson, kona Grettis Leós, ræðismanns íslands í sléttufylkjum Canada. Kirkjan var þéttsetinn af fólki af mörgum þjóð- ernum og af fólki úr flestum stéttum mannfélagsins — fylkisstjóranum, þingmönnum, ræðismönnum, embættis- mönnum, daglaunamönnum og vinum eldri og yngri. Óvenju- mikið af blómum hafði borist frá vinum nær og fjær — þar á meðal frá ríkisstjórn íslands, vottur um virðingu fyrir minningu hinnar látnu og samúðar með eiginmanni hennar. Kirkjukórinn söng útfararsálmanna og Mrs. Pearl John- son, einsöng, „Beautiful Dreamer“, lag sem frú Lalah hafði mætur á. — Kistuna báru til grafar, Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. T. A. Pincock, séra Philip M. Pétursson, Norman S. Bergman, Ed Johnson og Ragnar Swanson. Auk eiginmanns hennar syrgja hana dóttir hennar, Mrs. Haroldine Casselman og dótturbörn, William og Lalah Diane. Foreldra sína og öll fimm systkini sín hafði hún misst. Dr. Valdimar J. Eylands lét blaðinu í té hina fögru út- fararræðu sína að tilmælum ritstjórans og erum við honum þakklát fyrir það; ekkert er þar ofmælt að dómi þeirra sem til þekkja, en margt vel og maklega sagt. Þegar séra Valdimar vék að því að frú Lalah hefði verið nefnd kjördóttir Islands minntist ég sumarins 1946, þegar ritstjórar íslenzku blaðanna og ræðismaðurinn heimsóttu ísland ásamt konum sínum í boði ríkisstjórnarinnar og Þjóð- ræknisfélags íslands. Mér er í minni hve frú Lalah var skemmtilegur ferðafélagi, ávalt broshýr, með snjöll gaman- yrði á vörum þegar við átti; hve hún varð hrifin af hinni einkennilegu og dulrænu fegurð landsins — af hraunmynd- unum, fossum og fjöllum og litfegurðinni til lands og sjávar. Hún fann með sjálfri sér hvernig þjóðsögur um álfa og tröll gátu skapast í slíku umhverfi og áhugi almennings fyrir dulrænum efnum. Hennar eigin ímyndun fékk byr undir vængi. Hún var og gædd skarpri athyglisgáfu og hafði nautn af því að skoða forna minjagripi og kynnast sögu þeirra. Hún hafði og sérstaklega mikla ánægju af því að skoða kirkjur landsins ekki einungis vegna sögu þeirra eða þeirra forngripa er þær höfðu að geyma, heldur einnig vegna þess að þetta voru guðshús; hún var í eðli sínu trúhneigð kona og fann í kirkjunum það andrúmsloft sem átti vel við hana. Hún fékk slíka ást á landinu og þjóðinni að ekki hefði sú ást orðið meiri þótt hún hefði verið þaðan upprunnin. Þetta leyndi sér ekki í mörgum tækifærisræðum hennar í þessari ferð og eins þegar vestur kom. Hún var ágætlega máli farin og þeir sem á hana hlýddu fundu að hún mælti af heilum hug. Það var ekki að ástæðulausu að í kaffiboði á Bessastöð- um gaf forseti Islands, hr. Sveinn Björnsson henni heitið, „kjördóttir Islands." Já, Lalah var mikill íslendingur og var manni sínum samhennt í öllu hans ræðismannsstarfi og vildi ávalt, eins og hann, veg íslands sem mestan og virðulegastann. Undur- samlegt fannst okkur stundum, hve þolinmóð hún var, þegar hún sat í samkvæmum Islendinga og hlýddi tímunum sam- an á íslenzkar ræður og lét ekki á neinu bera þótt hún skyldi ekki allt sem fram fór — var ávalt jafn brosmild og ljúf í viðmóti. Fegurðar tilfinning hennar var næm; hún átti fallega íslenzka þjóðbúninga og þótti henni mikill sómi að því að bera þá, einkanlega þegar góða gesti frá fslandi bar að garði og vildi hún þannig sína virðingu sína fyrir þeim og Islandi. Frú Lalah kunni ekki ein- ungis að meta það sem fag- urt var, hún skapaði fegurð í sínu umhverfi. Þau hjónin teiknuðu í sameiningu upp- dráttinn að hinu fallega heimili sínu að 76 Middlegate og prýddu það svo smekkvís- lega að af bar. Lalah hafði mikla nautn af að rækta blóm og hlúa að þeim. Hún fékk að lifa eitt fegursta haust, sem Manitobabúar muna eftir; hún hafði rétt lokið við að taka inn sum blómin sín og að hlúa að öðrum undir veturinn þegar kallið kom og samtímis syrti í veðri og haustaði að í hug- um vina hennar. Frú Lalah hafði lengi verið heilsuveil; hún varð hættu- lega veik fyrir átta árum og gekk aldrei heil til skógar síð- an, en hún bar þann kross með slíkri hetjulund og með slíkri rósemi hugans, að hún vilti oft fyrir vinum sínum í þessum efnum og jafnvel sín- um nánustu og þessvegna kom þeim andlát hennar svo óvænt. Hún stóð við hlið eigin- manns síns í blíðu og stríðu fram til hins síðasta, trygg- lynd og sterk. Hún skapaði með honum heimili sem ís- lendingum verður ógleyman- legt vegna fegurðar þess, al- úðar og höfðingsskapar. Með frú Lalah Johannson er til grafar gengin mikilhæf og göfug kona. Björn Jónasson óH-ræður Sunnudaginn 18. október var gestkvæmt að heimili Björns Jónasson við Silver Bay, Manitoba. Þann dag höfðu börn og tengdabörn Björns „At Home“ í tilefni af áttræðis afmæli hans, 20. okt- óber. Eftir miðdegi streymdi fólk að úr öllum áttum — yfir 100 vinir skrifuðu nöfn sín í gestabók og treystu gömul vinabönd. Silver Bay er vík við aust- urströnd Manitoba vatns, 12 mílur vestur frá Ashern. Á fyrri árum var þar pósthús, er nefnt var Silver Bay; nú sækja allir póst til Ashern. Björn var fyrsti landnemi á þessu svæði — hér nam hann land og reisti bú á vatnsbakk- anum. Hann býr enn í fyrsta húsinu sem hann byggði og bætti við þrem árum síðar. Gamla húsið, nýmálað í sum- ar, sómir sér vel meðal nýrri húsa. Á sumrum er mjög fag- urt við Silver Bay — vatnið, bjart og hreint — upp frá vatninu er breið fjara með mjúkum og hreinum sandi — upp frá sandinum er bakkinn hár og skógi vaxinn. Hingað streymir fólk á sumrum til að njóta fegurðarinnar. Á fyrri árum var það föst venja, að allir sem komu að vatninu, komu heim til Björns og Kristjönu (Bjössa og Stjönu) og drukku kaffi. Seinni árin hefur fólksstraumurinn aukist mjög — nú hafa margir Ashern búar reist sumar- heimili við vatnið í landar- eign Bjöms. Aldrei hefur Björn heimtað neitt endur- gjald frá þeim sem hafa kom- ið að vatninu, eða þeim sem hann hefur leyft að reisa sumarbústað við vatnið, og mun slíkt sjaldgæft. Björn er fæddur í Mývatns- sveit á íslandi. Foreldrar hans, hjónin Þorlákur Jónas- son frá Grænavatni og Krist- rún Pétursdóttir frá Reykja- hlíð; fluttust þau með fjöl- skyldu sína til Argyle 1893. Þar ólst Björn upp í foreldra- húsum til fullorðinsára. Árið 1908 giftist Björn Kristjönu, dóttur Sigurgeirs Péturssonar frá Reykjahlíð. Þau hjón reistu bú við Silver Bay og þar býr Björn enn. Krisfjana dó árið 1958, skömmu eftir að þau hjón héldu gullbrúðkaup sitt. Tvö börn Björns og Krist- jönu eru á lífi — Kristján bóndi við Silver Bay hefur reist hús við hlið á húsi föður síns — María — Mrs. Jón Sigurdson, býr í þriggja mílna fjarlægð. Björn hefur tekið mjög virk- an þátt í öllum félagsmálum — safnaðar-, lestrarfélags-, og skólamálum. Hann átti sæti í stjórn Siglunessveitar í 43 ár — síðustu 12 árin sem odd- viti. Þegar hann lét af því starfi, 1962, hélt sveitastjórn Siglunes honum veglegt sam- sæti og þakkaði honum vel- unnið starf. Björn á marga vini og komu þeir sem gátu, til að sam- gleðjast honum á þessum tímamótum. Fyrir mörgum rifjaði það upp gamlar end- urminningar þegar allir sem komu að Silver Bay komu inn í hús til Bjössa og Stjönu og drukku þar kaffi — en nú stóð Stjana ekki lengur við eldastóna að skenkja kaffi. En þar stóðu ungar konur og skenktu af mikilli rausn að vanda. Mörg heillaskeyti bárust Birni frá fjarverandi vinum. Frá vinum og frændum á ís- landi komu þrjú símskeyti og hljómplata. Allir vinir Björns fjær og nær óska honum til heilla á þessum tímamótum. Jónas Th. Jónasson. Þarf góða heilsu Sigurður gamli var orðinn háaldraður, en hélt þó áfram að stunda sjóinn. — Nágrann- ar undruðust úthald karlsins og spurðu hann hverju þetta sætti. — Það er rétt, ég er orðinn talsvert lasburða, en það þarf líka góða heilsu til að hætta! Autumn The lane rose before me. How beautiful to see The autumn leaves falling From the old maple tree. Colors so brilliant, And then, some so bright Combined to amuse me On this late summer night. I looked up . . . and then, There in the tree, Was a little brown wren Looking down at me. He cocked his head As if trying to say, Are you a friend? Or should I fly away? He decided on the latter Much to my concern For the night was growing lonely And for company did I yearn. The lane, once so pretty When the sun’s rays shone, Now became eerie With shadows here and there. And I was all alone. The sun had gone down, And I was all alone . . . OMA Formaður meirihóttar nefndar í Bandaríkjunum Dr. Richard Beck, prófessor í Norburlandamálum og bók- menntum við Ríkisháskólann í Norður-Dakota (Univ. of North Dakota), hefir verið valinn formaður nefndar þeirrar í Bandaríkjunum („National Screening Com- mittee“), sem velur úr hópi umsækjenda um Fulbright- styrk, þá, er veittur verður slíkur styrkur til framhalds- náms á Norðurlöndum, að Is- landi meðtöldu, fyrir árið 1965—66. Dr. Beck tókst á hendur formennsku í umræddri nefnd fyrir sérstök tilmæli dr. Kenneth Holland, forseta „The Institute of International Edu- cation“ í New York, en sú víðkunna menntastofnun hef- ir umsjón með árlegum um- sóknum um styrki úr Ful- bright-sjóði, og vali styrk- þega, fyrir hönd Utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna. Ásamt með dr. Beck eiga sæti í nefndinni aðrir sér- fræðingar í Norðurlandamál- um og bókmenntum, og sér- fróðir menn á öðrum sviðum varðandi Norðurlönd. Að lokn- um bréflegum undirbúningi, heldur nefndin fund með full- trúum „The Institute of In- ternational Education“ í Chicago þ. 13. jan. 1965, þar sem Fulbright-styrkþegar til Norðurlanda fyrir ofannefnt ár verða valdir.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.