Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Side 7
7 > LÖGBERG-HEItyfSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1964 Dr. J. P. Pálsson: Mesta hættan xv Svo aðframkominn var ég, er ég náði í áfangastað, að um leið og ég opnaði dyrnar féll pappírsrúllan á gólfið og valt að fótum Abs, þar sem hann sat við borðið sorter- andi og fælandi handrits bleðla sína. Hafði hann fund- ið sér mjóan fjalarstúf og rek- ið í gegn um hann endilang- an fimmtommu finisíngnagla í beinni röð og með jöfnu millibili. Fjölin lá á borðinu og snéru oddamir upp. Þrýsti hann bleðli á nagla svo gat gerðist og átti hver bleðils- tegund sinn nagla. Og varð fjölin þannig að fæl. Stóð heima. Ab var að fæla síðasta handritsbleðilinn þegar rúll- an ýtti við stóru tá hans á hægri fæti. Hann lítur niður á gestinn, tvíhendir hann og lyftir honum, réttara sagt henni uppá borðið fyrir fram- an sig. Ab veltir vöngum og brosir í báða, yfir fengnum. Vel hefur þér farist í dag fóstri, segir hann himinglaður. — Ég hafði fleygt mér niður á flet hans, en rís nú upp við dogg, og sé að honum var al- vara. Við það leið þreytan mér úr legg og lið og ég sezt framaná. Já, ég hélt það mætti klippa pappírinn í hæfilega stóra handritsbleðla eftir því sem á- stæður og andagift krefjast, segi ég í hæfilegu lítillæti, eins og ég hefði valið umbúða pappírinn af vizku minni og dómgreind. Klippa pappírinn! segir Ab hastur. Nei, ég held nú ekki. Var nú sem oftar, að ég varð- ist andsvari, mót sérvizku vinar míns. En hann rís af kubbnum, tekur fælina og reisir hana upp við vegg út í horni. Þar stendur gamall epla kassi fullur af járna- rusli, skóggörmum og öðru anzans ekkisins ónýti. Enn á veggnum hangir útslitinn jakkagarmur. Tekur Ab boxið og flíkina og fer út með það. Reyndist forvitni mín, þreyt- unni þolnari. Enda lítil hvíld í að líta spóluna í hávegum á borðinu. Og ég drattast út á eftir Ab. Hafði hann hvolft úr kassanum í hlaðvarpann og lemur hann óaflátanlega utan með jakkatuskunni. Þykist ég vita að hann sé að dusta ryk- ið úr hvoru tveggja í senn, og kemur mér ekki ókunnuglega fyrir. Minnist ég enn æsku- daga á Reykjum, og Völu vinnukonu við sokkaþvott. Vala tók sokkana út að læk, settist á stein. Hún hélt í fit- ina á sokknum, öllu hinu dýfði hún í lækinn og lét strauminn vaska prjónlesið. Sýndist mér þetta leikur en ekki vinna, jafnvel þegar Vala tók að flengja annan stein með sokknum, á sama hátt og Ab dustar úr boxi og boðung; hér í Ameríku. Að lokinni hreinsun, tekur Ab jakkaræfilinn, og brýtur saman svo hann fittar í botn- inn á boxinu. Er sem hann sé hér að búa um kattarbleyðu komna að falli. En svo er ekki. Ab fer inn með kassann og leggur umbúðapappírspóluna í hann og setur hann á gólfið, undir borð, framan við setu- kubb sinn. Þá losar hann end- ann á pappírsræmunni og tekur í hann. Við það veltur spólan í boxinu og vindur of- an af sér, þar til pappírinn nær uppá borðið og nokkru betur. Nú tekur Ab, lítinn steinhnullung upp úr vasa sínum og leggur hann á enda ræmunnar, sem annars vildi endur vefjast af vana. Þá sækir Ab stóra brauðkeflið sitt. Um það vefur hann og límir eina umferð ræmuend- ans. Og treysti ég sálarsjón lesara míns, til að gruna hið rétta um undirbúning Abs til væntanlegra og ósjálfráðra ritstarfa. Til skýringar á handritafa- brikku Abs, hef ég lagt á- herzlu á filmu prinsíp henn- ar. Það gerði ég þér til skiln- ingsauka, lesari góður. Sjálfur hef ég annað til hliðsjónar, sumsé vefstólinn hans afa míns á Reykjum. Man ég lengst, hvernig vefurinn var vafinn upp á rifinn. Og þó þú hafir aldrei séð vefstólinn hans afa, mun þig reka minni til, að hafa lesið um ritverk þar sem höfundur ræðir um uppistöðu og ívaf, og er þá komið nærri vefstólnum. Sjálfur man ég að hafa lesið um þetta í ritgerð um bók, sem rituð var um aðra bók, um bók o. s. frv., eins langt og ég man. En látum nú Ab einan um fabrikkuna. Fyrir mér liggur útvinnuleit, svo ég megi standa í skilum, og ná á ný minni mannlegu tign, sem ég þykist 'hafa tapað í bissnes- inu, þá mér var neitað um lán til matarkaupa. Frá Sigmundi droH’inskarli Sigmundur drottinskarl, sem Matthías Jochumsson segir frá í „Söguköflum“ sín- um, hefur sennilega verið tví- giftur, þó að Matthías geti þess ekki, því kvæntur var hann Lovísu, en Ingibjörg er kölluð heitkona hans í sögu þessari. Einhverju sinni kom Sigmundur til séra Runólfs á Brjánslæk og bað hann að gifta sig þegar í stað, þar sem búið væri að „sjóða spaðið og elda grautinn“. Prestur kvaðst ekki við því búinn svona und- irbúningslaust og þyrfti hann áður að glugga í bækur, eftir vottorðum, ártölum og fleiru þess háttar. Þá segir drott- inskarl: „O, ég held það sé svo sem fullgott fyrir okkur Ingibjörgu mína, eins og þér talið það út úr munninum.“ Öðru sinni var Sigmundur að rista torf fyrir séra Run- ólf, en prestur var ekki heima. Þegar hann hafði lokið torf- ristunni gekk hann fyrir mad- dömuna og kvaddi hana með virktum, en hún þakkaði hon- um fyrir vinnuna. „Þér skuluð nú ekki þakka það, fyrr en þér smakkið það“. segir þá karl. ☆ Eitt sinn rak hval á Barða- strönd og þóttu mikil tíðindi sem ávallt. Þá sat í Haga prestur, að nafni Ásgeir. Einhvers staðar þar úm slóðir var og karl, Guðmund- ur að nafni, auknefndur „glossi“. Þriðji maðurinn er og til sögu nefndur, sem Jónas hét. Skömmu eftir hvalrekann hafði Jónas þessi ekki enn komið því við að fara á hval- fjöruna, en var þá staddur hjá Guðmundi „glossa“ að leita sér frétta af hvalskurð- inum. Hinn sama dag og Jón- as er þar staddur, reið Ásgeir prestur hjá garði. Kallar þá „glossi“ til hans heiman af hlaði: „Komstu úr hval?“ Prestur svarar í glettni: „Nei, ég kom ekki úr hval, en Jónas kom úr hval“, og átti þá við Jónas spámann. En karl skildi ekki hvað prestur meinti, og svarar því af mikilli reiði: „Svona láta þessir lærðu andskotar, þeir leika sér að því að ljúga að manni“. (Sögn Þórarins á Látrum. Skráð í des. 1934, af J. Hj.) Sunnudagsblað Alþýðubls. Bæn Herdísar Hundrað ára gömul kona í Grímsey, Herdís að nafni, las þessa bæn af innilegri guð- rækni, er presturinn séra Páll Tómasson, kom í húsvitjun: „Geng ég til kirkju með nýja skó og skafna þvengi. Fjórir standa fyrir mér, fjórir standa bak við guðs englar góðir. Krossa ég mig á brjóst, krossa ég mig á enni, krossa ég mig á hvirfil há. Sankti María, guðs móðir, stendur við kirkjudyr. Amen. í Jesú nafni, amen“. Belra að vera böðull Steingrímur biskup Jónsson var á yfirreið. Prófastur nokk- ur bar sig mjög upp undan því, hve störf sín væru illa launuð, og fór um það orðum á ýmsa vegu. Biskupinn tók lítt undir þetta, en við það espaðist prófasturinn, og kom þar að lokum, að hann kvað prófastsstörfin sízt betur launuð en böðulsstörf. „Það liggur þá næst, pró- fastur minn, að segja frá sér þessu og sækja um hitt“, sagði biskup með hægð. ARIÐANDI AÐ MUNA Spítalagjald yðar fellur í gjalddaga 30. nóvember FYRIR TÍMABILIÐ NÚMER 13 1. JANÚAR TIL 30. JÚNÍ 1965 Iðgjaldatilkynningar hafa verið sendar til allra íbúa Manitoba, sem ekki greiða gjöldin með launafrádrætti. Allir íbúar borga á skrifstofum borga, bæja, þorpa, eða stjórnarskrifstofunni þar sem þeir eiga heima. Winnipegbúar geta einnig greitt á hvaða banka sem er í borginni. • Ef þér hafið ekki fengið tilkynningu yðar, eða hafið týnt henni, eða ef þér hafið nýlega flutt til Manitoba, leitið til nálægustu stjómarskrifstofu, þar munu nauð- synlegar ráðstafanir gerðar til að taka á móti gjaldi yðar. Framvísið iðgjaldatilkynningunni til nauðsynlegra upp- lýsinga. HVAR A AÐ BORGA BORGAÐ ÚT í HÖND BORGUN SEND Sendið iðgjaldatilkynninguna ásamt banka- eða póst- í PÓSTI ávísun yðar. BORGIÐ NÚ ÞEGAR OG VERIÐ TRYGGÐIR Hættið ekki á að greiða of seint. Ef iðgjöldin eru ekki greidd að fullu fyrir 30. nóvember 1964, eiga hvorki áskrifandi né áhangendur hans rétt á spítalatryggingu númer 13 fyrr en að mánuði liðnum, eftir að gjaldið er greitt. Nýlega giftur? — Nýlega fluttur? — Aðrar breytingar? — Tilkynnið allar breytingar varðandi skráningu yðar til: MANITOBA HOSPITAL C0MMISSI0N P.O. BOX 925, WINNIPEG, MANITOBA J

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.