Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1964, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1964 5 // AlitGAHAL IWCNNA Frú Sigriður Thorlacius: Þótt þú langförull legðir" Fréttir fró íslandi „Faðir minn segir oft við okkur mömmu, að hann öfundi okkur af því að vera af ís- lenzkum ættum. Við séum svo miklu ríkari vegna þess frændgarðs, sem við vitum standa að baki okkar, heldur en hann, sem bara sé ættað- ur frá Englandi." Unga stúlkan, sem sagði þetta, heitir þó alensku nafni, Madelyn Rawlinson, en móð- ir hennar heitir Ethel Rósa Stephansson, dóttir Guð- mundar, sonar Stephans G. Stephanssonar skálds. Hún hefur víða ferðast, en gistir nú ísland í fyrsta sinn. „Ég er að nota mér tæki- færi, sem ef til vill gefst aldrei framar á ævinni. Ég ætla að skipta um starf og er því um sinn með öllu óbundin, tek mér tíma til að hugsa mitt ráð og skoða meira af heiminum áður en ég tek aftur til við nám og starf, eins og ég hef gert undanfarin ár. Og ís- land hef ég alltaf ætlað mér að sjá.“ „Ert þú kanadísk eða banda- rísk, Madelyn?“ „Ég er bandarísk, fædd og uppalin í Idaho. Foreldrar mínir kynntust í háskólanum í Edmonton í Kanada, þar nam móðir mín hjúkrun, en faðir minn læknisfræði. En læknisstörfin hóf hann í Idaho og þar búa þau enn. Mömmu hefur alltaf langað til að koma til íslands og kannski lætur hún það eftir sér þegar hún fer að minnka við sig hjúkr- unarstörfin.“ „Hvernig er það umhverfi, sem þú ólst upp í?“ „Það er þrjú þúsund manna smábær í dal þar sem stund- uð er grænmetis- og ávaxta- rækt, auk annars landbúnað- ar. Þar er heitt og þurrviðra- samt á sumrum, en á veturna er hægt að fara á skíðum í fjöllunum uppaf dalnum. Þegar ég var sautján ára varð ég að fara að heiman til frekara náms og fór fyrst í kvennaskóla í Missouri, sem heitir Stephens College. Þar kunni ég ekki vel við mig, ég saknaði vesturríkjanna, svo ég fór næst í Kaliforníuhá- skólann í Los Angeles. Þar lauk ég „Bachelor of Science“ prófi í kennslu afbrigðilegra barna, sem þjást af málgöllum eða heyrnardeyfu. En mér fannst alltof margt fólk í Kaliforníu, svo að ég fór það- an til Seattle og þar kann ég vel við mig. Þar eru um þús- und manns af íslenzkum ætt- um og þar eru vötn, sjór og fjöll, sem hægt er að ferðast um frjáls og í næði“. „Hvaða atvinnu hefurðu stundað þar?“ „Kennslu. Fyrstu tvö árin kenndi ég heilbrigðum börn- um og stundaði jafnframt nám í háskólanum á kvöldin og bjó mig undir að kenna heilalömuðum börnum. Síð- ustu tvö árin hef ég kennt börnum, sem fötluð eru á þann hátt.“ „Eru þau í sérskóla?“ „Nei, þau eru í sérdeild við venjulegan skóla og geta num- ið í sömu stofnun til átján ára aldurs. Ef þau geta þá taka þau þátt í námi með heil- brigðum börnum og fá aðeins sérkennslu í því, sem þörf krefur.“ „Njóta kennarar, sem kenna afbrigðilegum börnum, betri launa eða annarra hlunninda í Seattle?“ „Einu hlunnindin, sem þeir njóta eru þau, að færri nem- endur eru í bekkjum hjá þeim. Launin eru þau sömu, enda finnst mér, að ekki væri æski- legt að egna fyrir fólk með hærri launum til að snúa sér að slíkri kennslu. Engin get- ur leyst hana vel af hendi nema sá, sem hefur sérstakan áhuga fyrir starfinu, því það er alltaf mikið þolinmæðis- verk að kenna börnum, sem fötluð eru viðlíka og þau, sem fengið hafa heilalömun“. „En nú ætlar þú að skipta um starfssvið?“ „Já, ég ætla að kenna heil- brigðum börnum um tíma á meðan ég er að læra kennslu heyrnardaufra barna. Það tekur allan tíma manns að kenna og nema í senn.“ „Þú nefndir áðan, að auk þess sem þú hefðir ferðast um Evrópu með foreldrum þínum, þá hefðir þú farið til Japan og starfað þar í alþjóðlegum vinnubúðum. Hvernig féll þér það?“ „Það var á margan hátt merkileg reynsla. Við unnum saman í sjö vikur í Japan, fólk frá ellefu löndum á veg- um alþjóðlegs félags friðar- vina. Segja mátti, að starfað væri á tveim ólíkum sviðum. Við unnum líkamlega vinnu og kynntumst því, hve góður félagsskapur getur breytt leið- indaverkum í ánægjulegt starf, en auk þess voru um- ræðufundir haldnir um gildi mannsins í hinu vélvædda þjóðfélagi. Það var ekki sízt forvitnilegt að kynnast hug- myndum Asíumanna, sem sprottnar eru úr menningu og atvinnuháttum ólíkum okkar. Þegar dvölinni í Japan lauk, ferðaðist ég um suð-austur Asíu, fór til Taiwan, Hong Kong, Filippseyja, Thailands og víðar.“ „Nú ber sambúðarvanda- mál svartra manna og hvítra í Bandaríkjunum víða á góma. Verður þú nokkuð vör við það í Seattle?" „Seattle er fremur frjáls- lynd borg, enda eru ekki nema tíu hundraðshlutar íbú- anna þar blökkumenn. Þar er því ekki við svipuð vandamál að eiga og í Suðurríkjunum. Margir vitrir menn vilja sporna við því eftir megna, að í Seattle geti skapazt fátækra- hverfi blökkumanna og nú hafa menn um allt land verið vaktir til vitundar um, að sambúðarvandamálið verður að leysa, svo að vonandi fá þeir vitru að ráða. En því mið- ur eigum við enn langa leið ófarna til að skapa blökku- mönnum jafnréttisaðstöðu í landi okkar. í mínum augum er það siðlaust að neita blökkumönnum um jafnrétti, enda er ein bezta vinkona mín af þeim kynstofni." „En víkjum að öðru. Hefur þú hitt nokkur skyldmenni þín hér á landi?“ „Ég hef hitt eina frænku mína, og veit ekki hvort ég á hér fleiri ættingja. Ég hafði lítið samband við íslenzkt fólk fyrr en ég kom til Seattle, en þar er ég heimagangur hjá frú Jakobínu Johnson, sem er óþreytandi að fræða mig um Island og það, sem íslenzkt er“. „Hefur þú lesið kvæði Stephans langafa þíns?“ „Aðeins þau sem Jakobína hefur þýtt. Ég talaði við ung- an pilt hér á landi, sem sagði mér, að jafnvel ungt fólk hér læsi kvæði hans með aðdáun. Það er dásamlegt að vera þess megnugur að eftirláta kom- andi kynslóðum slíka andans auðlegð“. Það er ánægjulegt að tala við þennan unga afkomanda Stephans G. Stephanssonar, Þó að hún kunni ekki stefin í „Erfðaskránni“ eftir langafa sinn virðist hún hafa tileinkað sér hugsun þeirra: Að fljóta ei sem straumhrakin dreif gegnum drif öll dægur með sofandi geði, að snúa ei angri í ómegins lyf, né eitra sér lífsstundar gleði. Að rýna ei svo fast á allt svipljótt og svart, að sökkvi hvert ljósbrot í móðu, en una við sólskin og sumarloft bjart og sálirnar háfleygu og góðu. Tíminn 3. okt. Gjöf iil Bessastaðakirkju Á aldarafmæli Erlends óð- alsbónda Björnssonar á Breiðabólstað á Álftanesi, hinn 3. nóv. 1964, afhenti dr. ing. Jón E. Vestdal og kona hans Bessastaðakirkju Guð- brandarbiblíu að gjöf. Þetta eintak er kjörgripur, í góðu standi, fögru bandi og með silfurspennum. Tóku forseti íslands og pró- fasturinn á móti gjöfinni með þakklæti og virðingarorðum um Erlend óðalsbónda. Auk gefenda voru önnur börn Erlends viðstödd kirkju- athöfnina, og að henni lokinni var gengið til stofu á Bessa- stöðum. (Skrifstofa Forseta íslands). ☆ Forsætisráðherra í ísrael Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og kona hans fóru í dag til Israel í boði ríkisstjórnarinnar til þess að endurgjalda heimsókn David Ben-Gurion, þáverandi for- sætisráðherra, og frúar hans hingað til lands árið 1962. Forsætis ráðherrahjónin munu koma aftur 10. nóvem- ber. Forsætisráðuneytið, 30. okt- óber 1964. ☆ Fundur skógræktarfélaganna Laugardaginn 31. október hélt stjórn Skógræktarfélags íslands fund á Hvolsvelli á Rangárvöllum, með stjórnum skógræktarfélaganna á Suður- landi. Fundinn sátu nær allir stjórnarnefndarmenn þessara félaga, alls 30 manns. Hákon Guðmundsson for- maður Skógræktarfélags ís- lands setti fundinn og stjórn- aði honum. Á fundinum voru ýmiss mál rædd, einkum þau er vörðuðu stefnur í skógrækt á Suður- landi og reifaði Hákon Bjarna- son þau mál í framsöguerindi í byrjun fundar. Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður ræddi um ræktun skjólbelta og skýrði frá tilraunum, og Snorri Sigurðsson skógfræð- ingur hafði framsögu um fé- lagsmál. Tíminn 7. nóv. ☆ Bókagjöf frá Johnson Hinn 16. sept. 1963 kom þá- verandi varáforseti Banda- ríkjanna, Lyndon B. Johnson í opinbera heimsókn í Há- skóla íslands. Varaforsetinn skýrði frá því, að hann myndi gefa Raunvísindastofnun Há- skólans nokkur rit í raunvís- indum, sem gætu orðið fyrsti vísir að bókasafni stofnunar- innar, en um val bóka færi eftir ósk forráðamanna henn- ar. Bókagjöf forsetans hefir nú verið afhent að mestu, og er þar um að ræða milli 60 og 70 rit í eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og stærðfræði, öll gefin út í Bandaríkjunum. Eru þetta höfurit hvert á sínu sviði, og er þessi bóka- gjöf mikilvæg fyrir Raunvís- indastofnunina. Metur Há- skóli íslands mikils þessa á- gætu bókagjöf. ☆ Fjarlægur íslendingur Ýmsir af lesendum ferða- bókar minnar „Umhverfis jörðina“ minnast þar frásagn- ar á bls. 155—158, um ís- lending, er ég sagði dálítið frá, sem ég fann vestur á Hawaii, þegar ég dvaldi þar fyrir nokkrum árum. Síðan þá veit ég um 3 ísl. sem verið hafa á ferð í Honolulu, er fundið hafa þennan íslending þar, eftir minni fyrirsögn, seinast einn nú í haust. — Kristján Gísli Snæbjörnsson er nú kominn á efri aldur og er einsamall einstæðingur þar úti á hinum fögru rómantísku eyjum. Frá ýmsum ættingjum hans og gömlum kunningjum, hér heima á íslandi, hef ég fengið óskir um, að þá langaði til að fá adr. hans vestra. En svör mín þar um munu hafa fallið í gleymsku og dá. Væri K.G.S. áreiðanlega fengur að fá jólakveðju um næstu jól frá ættjörðinni. Vegna þessa bið ég Tímann fyrir adr. hans, á eftir nafni hans. Hún er: Lanikai P. O. 1214 via Honolulu Hawaii. Kristján Gísli er ísl. ríkis- borgari ennþá. Sagði hann mér, að hann hefði aldrei haft geð í sér í þau 60 ár, sem hann hefur dvalið í ýmsum lönd- um erlendis, að taka þar rík- isborgararétt. Móðurmálinu ísl. héldi hann mest við með því að flytja á því stutta ræðu, vanalega á hverju kvöldi áð- ur en hann sofnaði. V.G. Tíminn 12. nóv. ☆ Ónæmari fyrir krabbameini Niðurstöður rannsókna erfðafræðinga í Kaupmanna- höfn hafa komið mörgum á óvart. Hinir dönsku sérfræð- ingar þykjast hafa komizt á snoðir um, að fólk með maga- sár og stöðugt lungnakvef (bronkitis) er af einhverjum óþekktum ástæðum yfirleitt ónæmara fyrir krabbameini en aðrir. Áður hafði ekki verið bent á slíkt í læknaritum. En ein- mitt um líkt leyti og dönsku vísindamennirnir komust að þessari niðurstöðu kom út nýtt tölublað af tímaritinu Nordisk Medicin, en þar var grein eftir Norðmanninn dr. Holstad þar sem fjallað var um sama efni. Hann hafði tekið eftir því, að krabbameinstilfellum fjölg- aði talsvert meðal þeirra magasjúklinga, sem maginn hafði verið tekinn úr. Framhald k bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.