Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Blaðsíða 6
6-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Hátíðir og merkisdagar Úr ÍSLENSKIR ÞJÓÐHÆTTIR eftir Svo þurfti nú að búast við jólunum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr túmunum líka, og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi og er til enn í dag, að guð láti koma þíðvindi og þurrk rétt fyrir jólin, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk er vant að kalla fátækraþerri. Þá var og siður víða, og er því fremur nú, að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fengu sér þá á jólakútinn, sem kallað var, til þess að hressa sig um hátíðirnar. (En til hafa verið þeir drykkjumenn, sem ekki hafa smakkað vín á jólanóttina eða jóladaginn.) Var stundum lagt út í meira en tvísýnt til þess að ná jólahressingunni, og gerðust þá oft í meira lagi kröggur í vetrarferð, ekki sízt ef langt var að fara og ekki fékkst á kútinn fyrr en í annari sýslu, en tíð var slæm. Gömul venja mun það hafa verið á landi hér, að slátra kind rétt fyrir jólin, til þess að hafa nýtt ket á hátíðinni; kind þessi var kölluð jólaœrin, hvaða kind sem það var. Norðanlands er nú jólaærin löngu horfin úr tízku og minni manna; á Vestfjörðum var hún að minnsta kosti algeng á 18. öld. Á Rangárvöllum og í efri hluta Árnessýslu var hún enn algeng eftir 1880, þegar ég var prestur í Landþingum 1883-85. Þá var komið að jólunum. Þau voru helgust og mest allra hátíðanna, enda voru þau elzt, og svo gömul, að þau má rekja fram til hinnar elztu og römmustu heiðni hér á Norðurlöndum og meðal ger- manskra þjóða. Um það leyti erú allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera það illt af sér, sem þær geta. Tröll og óvættir gengu þá um, og var það einkum Grýla gamla, sem margir kannast við að fornu fari. Hún er þá á ferð til þess að taka 9 f? 9 19 Í9 19 Í9 9 19 9 S ' 9 9 19 (9 9 9 9 ' 9 9 '9 9 9 9 9 EATON PLACE 234 DONALD STREET WINNIPEO, MANITOBA R3C 1M8 TELEPHONE: 942-3353 INNILEGAR JÓLA OG NÝÁRS KVEÐJUR Þökkum viðskiptin á gamla árinu Séra Jónas Jónasson börn, sem eru óþekk og æpa og hrína; hirðir hún þau og hefir til bíslags á jólunum handa sér og karli sínum. Henni kippti þar í kynið við önnur tröll að þykja mikið til koma að hafa nýtt mannaket á jólunum. Eru margar sagnir um það og sumar framan úr forneskju. Nægir þar að minna á söguna um Gretti og kerl- inguna í fossinum, sem þurfti að fá sér mann í soðið um hver jól. Hafa svipaðar sagnir haldizt við alla þá tíð, sem tröllatrúin var viðurloða á landi hér. Var því vissara í þá daga að vera ekki útivið eftir dagsetur eða þegar rökkva tók á jólanóttina. Jólin hafa verið og eru enn einhver dýrlegasta hátíðin á árinu, og er því ekki að undra, þó að margt sé þá á hreyfingu. Einna merkilegastir eru jólasveinarnir. Flestir segja þeir séu 13; byrji þeir að koma 13 dögum fyrir jól, og bætist svo einn við, þangað til 13 eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo fara þeir að tínast burt, þangað til þeir eru horfnir, 1 á dag og sá síðasti á þrettánda. þeir eru krakkar Grýlu og Leppalúða og koma af fjöllum ofan, bæði til að stela keipóttum börnum og skælóttum, og svo til þess að ná sér í eitthvað af jólagæðunum, þó að ærið virðist þeir smálátir eftir nöfnunum að dæma. Þeir heita: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur eða Pönnusieikir, Þvörusleikir, Pottasleikir eða Potta- skefill, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Glugga- gægir, Gáttaþefur, ketkrókur og Kertasníkir eða Kertasleikir. Á Austurlandi var önnur sögn um jólasveinana; er þeim þar svo lýst, að þeir séu að vísu í mannsmynd, nema þeir séu klofnir upp í háls, en því miður man ég ekki um uppruna þeirra og ekki heldur um hvað þeir eiga að gera. En allar líkur eru til, að Framh. á bls. 7 Christmas Greetings NORTHWAY AVIATIO AVIATION V1 ^ liiviited • Remote Wilderness • Fly in Fishing • 5 Camps PASSENGER and FREIGHT CHARTER SERVICE • BUSINESSMEN - CONTRACTORS - - SPORTSMEN • FLOATS and SKIS ■ Sea Plane Base (operating May-Oct.) 378-2722 RIVERTON Charter ofc 642-5631 GIMLI HEAD OFFICE: BOX 70 ARNES, MAN. Christmas Greetings — Large Trailer Park and Camp Ground — Beach Area for Swimming — Boating Facilities — Fishing — Golf Course - — Museum — Spacious Park Area — Home of the Icelandic Festival On behalf of the Mayor and Council of the Town of Gimli "Heavenly Abode — Place of Peace" w ! ! £3eztu óékk um, Qleðíletya jjálahátuf, SjOÍt eg heiliaúkt % komandi ái, meá bökk fyiii þaá liifna. ROYAL BANK ...fbr a lot of reasons. -• • i i i » ! ! ! ! ) I !

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.