Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Blaðsíða 18

Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Blaðsíða 18
18-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Ajm Dánarfregn Friðrik A. Friðriksson Nýlega hefir sú fregn borist hingað vestur að séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prófastur á Húsavík í Þingeyjarsýslu hafi látist þar í bænum, 16. nóvember s.l., 86 ára að aldri. Séra Friðrik var fædd- ur, uppalinn og menntaður í Reykja- vík. Að loknu guðfræðiprófi við Háskóla Islands gerðist hann prestur hjá Sambandssöfnuði íslendinga í Wynyard, Saskatch- ewan, og síðar í Blaine, Washington. Eftir stutta þjónustu í Blaine, tók hann sig upp og gerðist prestur á Húsavík, og þjónaði þar við góðan og vaxandi orðstír allan sinn embættisaldur, eða uns hann, sjötugur, varð að láta af embætti samkvæmt lögum. En hann var fjörmaður mikill alla ævi, og heilsu- hraustur, og kunni því illa að láta ýta sér út í horn til að deyja þar með hendur í vösum. Tók hann þá að sér að þjóna Háls prestakalli sem enginn hafði sótt um, og starfaði þar í átta ár, eða fram til 1. nóv. 1972. Séra Friðrik var fjölgáfaður, ávallt glaðlegur og virðulegur í framkomu bæði utan kirkju og innan. Mun hann jafnan talinn á meðal fremstu presta landsins á þessari öld. Vestur íslendingar minnast ’séra Friðriks með hlýhug og virðingu, og ekki síður Gertrude, hinnar glæsilegu dönsku konu hans. Séra Friðrik var einn í hópi íslenskra guðfræðinga og presta sem komu vestur um haf, um og eftir miðbik aldarinnar. Yfirleitt voru þeir aufúsugestir hér og þeir unnu þjóðræknis-og menningarmálum landa sinna margvíslegt gagn. En engir þeirra kembdu hærurnar hér vestra, en hurfu heim aftur til ætt- jarðarinnar, reynslunni ríkari. Sú reynsla hefir borið margvíslegan ávöxt í lífi og starfi þjóðkirkjunnar, að dómi leiðtoga hennar, enda hafa nær allir þessir ungu prestar sem hér hafa dvalið hlotið áhrifamiklar stöður eða góð prestaköll á íslandi. Séra Friðrik, og ég sem þessar línur rita, vorum samtímis prestar vestur í Blaine, Washington. Við vorum ekki kallaðir þangað til að vera samverkamenn í víngarði Drottins, heldur sem keppinautar. En það var heldur fátt um keppi- keflin vestur þar, Islendingar voru þar fámennir, og efnin smá. Samt hafði þeim tekist, með hörkudugnaði, að koma þarna upp tveimur kirkjum, og voru að reyna að starfrækja tvo söfnuði í sveit sem var ekki nógu fjölmenn fyrir einn Christmas Greetings To Friends & Clients Divinsky Camcron Cook & Duhord Chart«r*d Accountanto 608 Somerset Place 294 Portage Ave., Winnipeg Manitoba R3C0B9 Telephone (204) 943.0526 Ég samfagna þessum gamla "keppinaut" mínum og góðkunn- ingja, í tilefni af því að hann hefir sigrað á taflborði lífsins, og hverfur héðan með virðingu og þökk samferðamannanna. Ég vona að hann finni margt sem er fögrum skeljum dýrmætara, á strönd eiiífðarinnar. Ég samgleðst honum að hann skuli nú til þess kvaddur að syngja Drottni heilaga messu hinum megin við friðarbogann. V.J.E. Season’s Greetings from VIKING TRAVEL LTD. Gimli 642-5114 jp 3 Séra Friðrik A. Friðriksson sæmilegan söfnuð. Var annar söfnuðurinn talinn fastheldinn, en hinn frjalslyndur í guðfræði. En á þessum árum vorum við séra Friðrik báðir ungir, og nógu vel viti bornir til að sjá að hreppapólitík íslendinga í kirkjumálum þjónaði ekki eingöngu háleitum hugsjónum, heldur var hún oft notuð sem einskonar útrás fyrir metnað vilja- sterkra manna. Er við höfðum lokið messugjörðum, hver á sinni kirkju, gengum við stundum ofan I fjöru í leit að fallegum skeljum, eða við settumst á bekk í skjóli Friðar- bogans mikla, á landamærum Bandaríkjanna og Canada, og þreyttum tafl. Það var sú tíð að sumir hér vestra voru ekki öruggir um "rétttrúnað," séra Friðriks. Sjálfur virðist hann taka af skarið í því efni I "Ákalli," sem hann orti og lét birta í Kirkju- ritinu fyrir nokkrum árum, en þar segir svo, í síðasta versi: í sonarfrelsi, í bæn um nýja náð í nafni Krists, vér beygjum hjartans kné Styð, hæstur Guð um aldir allt vort ráð, geym óðul vor og land og vé, í þinni hlíf, þú ert vort Ijós, vort líf. Dánarfregn Victor Ágúst Jacobson lést í Van- couver, B.C. 8. september síðast- liðinn. Hann var fæddur 28. febrúar, 1930 og var því aðeins 51 árs þegar hann dó. Victor var sonur hjónanna Unsteins og Helgu Jacob- son. Hann kvæntist Barböru Lavers og áttu þau þrjú börn, tvo drengi og eina dóttur. Hugheilar jóla- og nýárskveðjur SELKIRK LUMBER COMPANY • Sash • Doors • Wallboard • Cement • Shingles and Concrete Blocks, made at Selkirk Selkirk For Prices Call Winnipeg Beach, Phone 389-2024 Selkirk Phone 482-3141 Manitoba Compliments of . . . WESTERN DRUG MART SOUTH VIEW 4 Ron Corrigal, — Licensed Pharmacist SELKIRK, MAN. PHONE 482-5600 w 1N THE BARDAL FAMILY TRADITION Every Neil Bardal funeral service is performed with honesty, dignity and respect — a long-standing tradition from two previous generations. Now with a modem interpretation to suit today’s family needs. 984 Portage at Aubrey Street Winnipeg, Manitoba R3G 0R6 24-Hour Telephone Service 786-4716 SINC FAMIL-YIFUNERAL COUNSELLORS Winriipeg’s onlg Bardal family-oivned Funeral Seruice. Open 9 to 5 Monday thru Saturday. Ask for a free brochure. SIG ELIASSON Phone 256-4233 Merry Christmas and a Happy New Year Typecasting Machine Service and Repairs PHIL ELIASSON 12 St. Thomas Road

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.