Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 7
Veldur uppskeru- bresturinn í Kína msam ■ •***ss»wb&i SÁ ATBURÐUR gerðist í Kína nú um áramótin, að blað kommúnistaflokksins, Alþýðudagblaðið, birti fréttir af því, að hungursneyð væri yfirvofandi í ýmsum hlutum landsins — og notaði orðið ,,hungursneyð,“ sem þykir benda til þess, að ástandið muni vera verra en það hef- ur nofckurn tíma orðið áður þar í landi, síðan kommún- istar náðu þar völdum. — Þurrkar hafa gengið þar í sum ar yfir svæði. stm er um 200 þúsund ferkílómetrar að stærð. — Ofan á þenn- an geigvænlega þurrk hef- ur svo til öll Suður-Man- churia orðið fyrir ægilegum flóðum af völdum hvirfil- vinda, sem einnig náðu til nokkurra annarra strandhér- aða, svo sem Kwangtung. Allt landið, sem hefur orðið fyrir uppskerubresti vegna þurrks og flóða, er þannig um 370 þúsund ferkílómetrar, meira en helmingur alls ræktaðs lands í Kína ðg næstum því jafnstói-t svæði og allt Frakk land, Holland og Belgía. Þó að mikið hafi verið gert í Kína á sl. tíu árum til að draga úr flóðahættu og miðla vatni, hafa þessi ár verið ein- hver hin erfiðustu sem um get ur í sögu kínversks landbún- aðar. Eitt verulega gott ár hefur komið, en það var árið 1958, þegar kínverska stjórn- in kvað uppskeruna hafa náð 250 milljónum tonna (hafði lækkað töluna úr 375 millj- ónum í fyrstu). Erfiðleikar voru allmiklir á árinu 1959, sv0 að uppskeruaukningin varð langt fyrir neðan það, sem áætlað hafði verið. Ekki rigndi eða snjóaði neitt á Norður-Kína í allan fyrravetur, svo að bráðlega urðu árnar of vatnslitlar til að áveita kæmi til: greina. Svo í maí kom fyrsti hvirfilvind- urinn með flóðum í Suður- Kína og allar tilraunir til að þurrka upp. flóðin urðu að engu, pr annar hvirfilvindur gekk yfir sömu héruð í júní. Og í iúlí fór að bera á áhyggj um ( b’öðum í Peking vegna ástands:ns. Þurrkurinn í N- Kína h11 svo áfram mest allt sumarið. Versta áfallið virðist þó hafa orðið í Suður-Manchur- íu vegna flóðanna þar. Ofan á uppskerubrestinn annars staðar í landinu bættust flóð á frjósamasta landbúnaðar- svæðinu og kolasvæðinu. I Fushun, þar sem er stærsta opna kolanáman í heiminum, féllu átta þumlungar af regni á sex tímum í ágúst, og tveim dögum síðar brotnuðu stíflur í tveim ám í Penshi vegna vatnsmagnsins. Flóð varð í öllum ám og verksmiðjum og járnbrautarsporum var rutt burtu af flóðinu. Alþýðudagblaðið skýrði frá því 29. desember sl., að þau svséði, sem harðast héfðu orðið úti vegna uppskeru- brestsins, væru Hopei, Hon- an, Shantung og Shansi, þar sem rúmlega 60% ræktanlegs lands, hefði orðið fyrir hinum langa þurrki, auk engi- sprettna og annarra skordýra- plágu, flóða, hagls og frosta, sem einnig hefðu náð til hé- raðanna Kiangsu, Anhwej, Shensi og Liaoning. Óþarfi er. að taka það fram, að Alþýðudagblaðið telur, að undir forsjá kommúnista- flokksins muni landsfólkið halda uppi harðri baráttu gegn versta uppskerubresti, sem komið hafi í næstum heila öld. „Með tilliti til þess árangurs, sem náðst hefur,“ segir blað- ið, „er öll þjóðin full trausts á því að sigrast á öllum erf- iðleikunum, sem hlotist hafa af náttúruhamförunum, og er nú að vinna að vetrarræktun og skipuleggja líf sitt til að ná tiltölulega góðri uppskeru á næsta ári“, Þurrkdagarnir á sl. ári voru vafalaust fleiri, en þeir, sem á undan voru gengnir hungursneyðinni í Honan 1943, þegar talið er, að um 2 milljónir manna hafi látizt af hungri. Samt er ýmislegt, sem gefur leyfi til að álíta, að kín- verskum kommúnistum kunni að takast að afstýra slíkum voða nú. Eftir hina miklu upp skeru, sem kinverska stjóm- in lýsti yfir, að hefði verið árið 1958, og uppskeruna 1959, þó að aukningin þá hafi ekki verið eins mikil og á- ætlað var, ætti að vera fyrir- liggjandi verulegur forði af korni, þó að hann sé vafalaust ekki nægilegur til að bæta uppskerubrestinn að fullu. Þá bætist það við nú, að sam- göngur eru vafalaust miklu betri nú, en þær voru 1943, Framhald á 11. síðu. Parisarbréí Hólmfríður Kolbrún Villiers-Adam. Aðfangadag, 1960. Klukkan er að verða sex, — og húsbóndinn er að höggva sprek í eldinn úti í garði. — Einhvers staðar galar hani, og út um glugg- ann sé ég til manns, sem plægir akur sinn. Við erum öll sömul kom- in upp í sveit eins og ann- að fínt fólk, 35 kílómetra norður af París í ofurlítið þorp, sem heitir VILLIERS ADAM. Hér býr aðeins um 500 mahns. — Ég hefi alltaf haldið, að þorp af þessu tagi væru aðeins til í göml- um ævintýrum, — en r.vo er sem sé ekki. Sumarhús hjónanna er staðsett hér ;— sömuleiðis sumarathvarf ömmunnar og yfirleitt helztu meðlima fjölskyld- unnar. — Mér varö það fyrst fyllilega ljóst í dag, hvrlík persóna afinn í hús. inu hefur verið á sínum tíma, því að hér er ein gat- an nefnd eftir honum. — Amman, — É ekkja hins mikla manns, — er heldur ekkert lamb að leika sér við. Hún var flutt hingað í morgun ásamt mér. — Við ókum út úr París í frostköldu sólskini og á hvítum, nýjum lúxusbíl, sem er í eigu húsateiknar- ans, — en fegurð náttúr- unnar og þægindi farártæk isins höfðu lítil áhrif á þá gömlu. Hún lét sér fátt um finnast og hnussaði út í loft ið .. .. Hún hafði brugðið á sig svörtum sparihatt.i með silkislaufu og tröðið sér í stígvélaskó,--sem engan veginn virtust kunna við sig á fótum henna”. Nú höktir hún um þorpið við staf sinn og otar honum að þeim, sem hún ætlar að tala við. Þetta væri nú ekkert, ef hún legði það ekki i vana sinn aþ borða í þvotcahús- inu heima hiá sér, — - og það þótt hún hafi mörg her bergi til umráða. — Börn- in í húsinu læva einnig lex. íurnar sínar í þvottahúsinu — og yfirleitt virðist þvotta húsið helzti samkomu- og skemmtistaður heimiiisins. En það var ekki fyrr en í gær,sem ég skildi í hverju töfrar þvottahússins eru fólgnir. — í þvottahúsinu er nefnilega miðstöðin sjálf, — upphitunartæki hússins, — og þar er því hlýtt og notalegt, þótt hann frysti úti og dálítill garri sé í sparistofum hússins — þar sem lítið er um upphit- un ... JÓLANÓTT — 1960. Jólin hófust hér, —- að því að sagt var, kl. tólf á miðnætti. Þá höfðu börnin sett skóna sína fyrir frarn- an arininn og talað dálítið um „föður jólanna“, sem mundi koma niður um skorsteininn í nótt og setja hitt og þetta í skóna. — Síð an flýttu þau sér að sofna. „Eldra fólkið“, — þ. e. a. s. frúin, húsateiknarinn og ég, beið eftir miðnættlnu — og þótti mér það dálítið skrýtin bið, — því að ekki einasta fannst mér, að jól- in ættu löngu að vera kom- in,! — heldur bjóst ég við, — að fólk biði jólanna með ærslum hér eins og heima á íslandi, —þ. e. með ann- ríki og flýti En það var af og frá. Jólaundirbúningur var hér nánast enginn, — og þótt ég byggist öðru hverju við því, að frúin drægi af sér svörtu k æðis. síðbuxurnar og færi í pi!s, — áður en gengið væri til kirkju á jólanótt, — reynd- ist sú bið árangurslaus. Skömmu eftir miðnætti var lagt af stað í þorpskirkj una, sem er ævagömul og stendur hér uppi á hæö- inni. Fáir þorpsbúa höfðu lagt leið sína í kirkju þetta kvöld og engir spariklædd- ir. Fjórir stráklingar á þröngum gallabuxum og stórum peysum þuldu upp úr biblíunni og léku ýmsar kúnstir, — sem manni fannst, að betur hefði rnátt æfa, — áður en fram væru bornar 1 guðshúsi. Lengi vel bólaði ekkert á prenti, — en undir lok- in kom hann þó í skinn- jakka utan yfir hempunni, hneigði sig fyrir Mavíu mey og altarinu og gekk síð an inn í skrúðhúsið til að tensa sig til. Stráklingarnir héldu á- fram að lesa upp úr biblí- unni og syngja svolítið, — á meðan beðið var eítir prestinum. Söng þar sanr.- arlega hver með sínu nefi, — og margir fóru villir veg ar af réttum nótum, — eitt hvað upp og niður eða út á s-kjön. Loksins kom prestur fram með ofursmáa jötu og Jesúbarn í lófa sér, gekk með þetta fram á kirkju- gólf og stillti því niður í hálmbing frammi við dyr, — én stráklingarnir fóru sönglandi á eftir. Við inngöngu hafði fólki verið boðið að fá sér kerti. Nú var kveikt á þessum kertum og sungið dálítið meira. Fór þá fólk upp og niður tónstigann með ýms- um rykkjum, — en segj- andi lítið nema a-a-a- og öðru hvoru var látin í !josi von um, að guð væri með anda prestsi ns. Lög eins og Ileims um ból og í dag er glatt í tiöprum hjörtum, virtust ekki mundu eiga upp á pallborðið hjá þessu fólki, — enda var ekki brugðið fyrir sig nótu úr þeim. — Qg orgelkornið, sem stóð bak við eina súl- una, var látið óhreyft. Svo var þessi draumur- inn á enda, kertaljósin slökkt, — og presturinn fór að minna fólk á að hafa hugíast það, sem páfinn hafði sagt í fyrradag. Eitt- hvað talaði hann líka um jólin, — en jólaguðspjallið forðaðist hann eins og heit- an eldinn. Ég var að verða úrkula vonar umað heyra það, þegar einn strákling- anna, sá, sem bar stærstu peysuna og virtist hafa ver. íð alinn á tyggigúmmíi frá blautu barnsbeini, greip biblíuna og las um boð Ágústusar keisara um að skrásetja skyldi alla heims- byggðina, nm Jósep og heit konu hans, Maríu, sem fæddi son sinn einget- inn, „vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu“. Þá fannst mér snöggvast að það væru jól, — en brátt var messu lokið, — og við gengum út í nóttina. Neðan úr þorpinu hevrðist fjörug dansmússík . . . Allir þorps- búar, — nema þessa- fáu hræður þarna 1 kirkjunnf — voru á balli. —- Líklega eru ekki jól.... Nú er búið að borða næt- urmájMíð og gera dálítið grín að hnöttóttum pipar- sveini úr næsta þorpi, sem hafði farið í rautt flauelis. vesti og svartan flauelis- jakka með silkibrydding- um. — Á morgun er ióla- dagur, — þá verður borðað mikið í hádegismat, — síð- an verður beðið eftir kvöld- inu, — og jólum er lokið hjá fólki hér. Úti í horni stcfunnar stendur jólatré, — en á því Framhald á 12. síðu. Alþýðublaðið — 11. jan. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.