Alþýðublaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 4
Kubitschek og Niemeyer horfa á líkan af dómlvirkju Brazilíu. Séð yfir íbúðahverfið í hægri væng Braziiíu, BRAZILÍUMENW eru með- -al mestu bjartsýnismanna heims, svo að oft stappar nærri fullkomnu kæruleysi. -Hin nýja höfuðborg þeirra, sem enn er ekki nema að þriðj ungi fullbyggð en hefur þeg- ar verið tekin í notkun sem að- setustaður stjórnarinnar, er ljóst dæmi um þessar lyndis- einkunnir og er jafnframt dæmi um ástanaið i þróun landsins. Hafizt var handa um bygg- ingu borgarinnar á þeim tíma, er óteljandi og ág'ætar ástæð- ur virtust mæla með því að gera slíkt ekki og þegar nota hefði mátt fjármunina til ým- issa nauðsynlegri hluta. En hugmyndin um 'borgina Brasil íu greip fljótlega um sig í hug um manna, þ. e. a. s. allra nerna Cariocanna (íbúa Rio de Janeiro), sem að sjálfsögðu völdu, að Rio væri miklu bet- ur fallin til að vera höfuðborg átram. En jafnvel Cariocarn- ir viðurkenna, að Brasilía sé bvggð samkvæmt draumahug myndum landsmanna og bvggð á þeirri trú, að Brasilía, sem fjórða stærsta ríki heims og eitt hið auðugasta. sé um það bil að taka sér þá stöðu, sem henni ber, í samfélagi þjóðanna. Stofnun .höfuðborgar inni í landinu hefur oft verið rædd í Brazilíu, t. d. var gefinn út bæklingur, sem mælíi með slíku, árið 1882, árið sem Braz ilía varð sjálfstæð. Fyrir mörg um vakti með þessu sú hug- mynd, að draga athyglina að hinum óskaplega víðáftumiklu og næstum óbyggðu, svæðum inni í landinu, þar sem er að finna auðæfi, sem enn hafa ekki verið nýtt. TVÆR ÁR Ekki var endanleg ákvörð- unfekin um staðsetningu borg arinnar fyrr en eftir síðasta strið. Staðurin var valinn, þar eð hann var á mótum tveggja fljóta, sem ekki munu aðeins sjá fyrir nægu vatni, heldur öllu rafmagni, sem þörf er fyrir, þar eð staðurinn er í nálega 1000 metra hæð og þar er því temprað loftslag, og þar eð byggingarefni er þar þægi- lega nálægt. Lokaákvörðun- ina um byggingu borgarinnar tók Kuhitschek forseti, er bann tók við völdum 1955. 1— Borgin er ætluð fyrir 500.000 íbúa, sem vafalaust er of lág áætlun, og mun þegar hafa kostað um 20 milljarða króna, langt frá því að vera fullgerð. — Hún varð aðsetursstaður stjórnarinnar í apríl á s. 1. ári. Vegna þeirrar ákvörðunar Quadros forseta að hafa Bras- ilí sem höfuðborg áfram má segja að borgin hafi sloppið fram hjá þeirri hættu að vera látin eiga sig sem asnastrik fyrri ríkisstjórnar, Borgin er enn draugaborg, og meðfram hinum vel lýstu og breiðu mal biksgötum eru enn fáar bygg- ingar, en hinar stórfenglegu marmara, gler og steinsteypu- byggingar sem Dr. Oscar Nie- meyer hefur teiknað gefa fag- urt fyrirheit um það, sem koma skal í stað kjarrsins með mauraþúfunum og kyrkislöng unum. Einu byggingarnar í borginni, sem ekki munu fara eftir hinni nákvæmu túlkun Niemeyers á því hvernig draumahorg Brazilíumanna skuli líta út, verða erlendu sendiráðin, er standa munu á 48 lóðum, sem þegar hefur verið úthlutað við strönd til- búins stöðuvatns, og verða teiknuð samkvæmt vali hvers lands um sig. tjaldbúðalíf. íbúðarhús hafa orðið und- arlega mikið útundan í áætlun unum um fyrsta vöxt horgar- innar. Flestir. þeir, sem starfa að byggingu borgarinnar og bvers kyns þjónustu þar, búa í ljótum braggahverfum, sem þegar eru orðin fastari í sessi, en nokkurn þeirra kann að fýsa. Þeim, sem tekizt hefur að fá leigt í einhverju hinna nýju sambýlishúsa, flytja inn strax er þakið hef-ur verið sett á húsið og búa þar við lé- legt vatn og rafmagn. Jafnvel á stjórnarskrifstof- unum má enn sjá ótengda víra hanga út úr veggjum og loft- um. Hótelin tvö í borginni geta ekki annað eftirspurn- inni eftir húsnæði, og margir ferðamenn og jafnvel opinber- ir starfsmenn hafa orðið að lifa eins konar tjaldbúðalífi í bifreiðum sínum eða í íbúð- um hinna heppnari starfsfé- laga sinna, En nú gerist þess ekki lengur þörf að flytja mat væli, benzín eða aðrar nauð- synjar loftleiðis. Nýir vegir hafa verið opnaðir suður í landið, og vegurinn til Belem, norður í landinu, sem á að vera opinn í öllum veðrum, verður fljótlega tilbúinn. Nú þegar er fegurð heildar skipulags Lucio Costa prófess- ors á horginni tekin að koma í ljós. Hún er í lögun sem kross, eða öllu heldur, eftir því sem hún hyggist meir, sem fugl á flugi eða spennt- ur bogi og ör, og nú eru stræt- in í miðhluta borgarinnar að taka á sig sína lögun. Á öllum gatnamótum eru götumar á tveim hæðum með auka-ak- reinum til að komast á milli þeirra, svo að engin þörf er fyrir götuvita og líklegt er, að Brasilía verði eina borgin í heiminum, þar sem ánægju- legt verður að aka bíl, Það er sjálfur miðbluti borg arinnar, sem lofar mestu um bað, som verða skal. Þar er hið risastóra torg ,,Aflanna þri‘ggja“, en við það stendur þinghúsið, 'bvggingar dóms- mála og ríkisstjórnar og „kúplarnir" tveir, sem eru eins og appelsínu-helmingar, annar þeirra öfugur, og verða heimkynni hinna tveggja deilda þingsins. í stjórnarbygg ingunni, sem er upp á þrjár hæðir, verða engir stigar, held ur gengið milli hæða eftir hallandi hrautum. Avenida Monumental, sem er fimm míl ur á lengd og myndar örina í boganum, liggur gegnum stjórnarbygginga-hverfið. —• Meðfi’am þeirri breiðgötu standa ráðuneytin, en 11 þeirra eru þegar fullgerð, og meistarastykki Niemeyers, dómkirkjan. í 'beygju bogans, eða vængj- um fuglsins standa íbúða- hveríin, sem nú eru að fá á sig lögun, og fylgja þau nokk- urn veginn hinu V-laga formi tilbúna stöðuvatnsins, sem gert var á s. 1. ári með opnun nýju stíflunnar í Paranoa- fljóti. Þessi hverfi, sem kallast supercuadras, verða sjálfstæð- ar heildir, með sínum eigin skólum, sjúkrahúsum, verzlun um, skemmtigörðum og sræð- um fyrir fótgangandi og er Framhald á 12. síðu. Stjórnarráðið og þinghúsið við Þrenningarvaldstorgið. 4 16. márz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.