Alþýðublaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 2
£caseoEföírtG> Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ^tjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Gegn nýlendustefnu \ SAMEINUÐ ÞJÓÐIRNAR, sem koma saman á allsherjarþing í New York í dag við hinar erfið , ustu aðstæður eftir lát Hammarskjölds, eru nú 99 talsins. Voru þær upprunalega aðeins yfir 40, sig urvegarar síðustu heimsstyrjaldar. Síðan hafa bætzt við hálft hundrað þjóða, þar á meðal fjöldi , nýrra ríkja, sem áður voru nýlendur- Hefur bar átta þeirra fyrir frelsi sínu verið eitt þeirra mála, ; rsem sett hafa svip á árin eftir styrjöldina, og hafa !hin voldugu lýðræðisríki veitt hverju landinu á ,• fsetur öðru sjálfstæði. \ íslendingar hafa að sjálfsögðu stutt hinar ný- , drjálsu þjóðir eftir beztu getu. Annað er óhugsandi , 'yrir okkur sökum okkar eigin forsögu. Sjálfir er j um við í rauninni ein hinna nýfrjálsu þjóða, feng um fullveldi okkar skömmu á undan Indverjum. j Stundum hefur komið fyrir, að vilji þessara ríkja i Jiefur rekizt á skoðanir hinnar hörfandi nýlendu i íitefnu, og hafa íslendingar þá fylgt hinum fyrr .lefndu, þótt það hafi verið þvert um geð stórveld j um, sem sumir telja okkur háða. Hitt er athyglisvert, að jafnframt því sem hin ; gamla nýlendustefna er á hraðri leið að hverfa með öllu, hefur vaxið önnur og stórum geigvænlegri hreyfing til undirokunar sm'áþjóðum. Það er : commúnisminn, sem hefur þurrkdð út sjálfstæð : 'íki eins ög Eistland, Lettland, Litihaugaland, Tí- bet og fleiri á síðustu árum, og gert önnur að hálf undírokuðum leppríkjum. Þessi rauða heimsveld '.sstefna er að því leyti stórum verri en hin gamla, að hún fer hamandi, og hinar undirokuðu þjóðir íjjá litia von framundan um frelsi sitt. íslendingar hljóta, enn í samræmi við sögu sína og menningu, að berjast ekki síður gegn þessari i '■ iýju nýlendustefnu en leifum hiíyinar fyrri. Mikilsverður árangur ■y || VIÐREISNARSTEFNA ríkisstjórnarinnar hef 'ur lokið höfuðkafla sínum, og hefur mestur hluti i hennar tekizt, þótt nokkur atriði hafi mistekizt. Af þeim markmiðum stefnunnar, sem hafa náð til- gangi sínum, ber eitt hærra en önnur. Það er sú staðreynd, að hvað sem líður deilum um lífskjör þjóðarinnar og tekjuskiptingu, hafa íslendingar ;ekki lifað um efni fram, síðan viðreisnin hófst. Við höfum þurrkað út lausaskuldir erlendis og ekki safnað, komi, peningamálum okkar í íast horf, svo að bankakerfið magnar ekki verð foólgu og hallarekstur, og komið innflutnings- og gjaldeyrismálum í gott og fast horf- Þessum mikla : árangri megum við aldrei gleya, en hann hefði ger eyðilagzt á fáum mánuðum, ef stjórnin hefði ekki gripið til síðari gengislækkunarinnar. ;2 20. sepl. 1961 — Alþýðublaðið BÍLABÚÐIN Höfðatúni 2. — Sími 24485. Allt í undirvagninn Fóðringar í Chevrolet 1958—1960 Fóðringar í Ford ‘54—‘60 Gormar í Ford og Ohevrolet Höggdeyfarar í Ford, Chevrolet, Taunus og Fiat Hjóladælur í flesta ameríska bíla Slitboltar í flesta ameríska bíla- Spindilboltar í flesta ameríska bíla Spindilkúlur í Ford og Chevrolet Stýrisendar í flesta ameríska bíla Stýrisupphengjur í flesta ameríska bíla Vatnsdælur í Chevrolet ‘58—,60 Vatnsdælusett í Chevrolet ’58—‘60 fHANNES Á HORNINU ■fe Hvernig er aðbúðin að gamla fólkinu í Elli- heimilinu? Árásir birtast í blaði. ýý Bréf til andsvars- NÝLEGA HEFUR VERIÐ ráðizt á Elliheimilið Gr.und í blaði og gefið í skyn, að þar væri slæmur aðbúnaður að vistfólk- inu, ill hjúkrun og umhirða og lélegt mataræði. Það mun vera rétt, að erfitt sé ;að stjórna elli- heimili svo vel að öllum líki, og stundum kvartar fók að ástæðu Iausu, enda er slíka sögu að segja fr,á öllum slíkum stofnun- um. Af tilefni þessara árása hef ég fengið bréf og fer það hér á eftir. GESTUR skrifar: ,,í Þjóðvilj- anum 13. septembbeer er í dálk- um er nefnast ,,Bæjarpóstur“ greinarkorn um Elli- og hjúkrun arheimilið Grund, og einhver, sem kallar sig „Frænku,, talar fyrir því. í sama blaði og í sama bæjarpósti er annað greinar- korn þann 16. undirritað T. A. Af svo líku innræti eru þessi greinarkorn skrifuð, að maður kemst ekki hjá því að ætla að frænkan og T. A. séu sama persónan, því bæði þessi grein- arkorn ilma af sömu árásarþörf og geðvonzku, og borin uppi af kennd þeirri í fari manna, er kallast minnimáttarkennd. HÁTTVÍSIN VIRTIST hafa yfirgefið „Prænkuna'" þegar hún lýsir viðskiptum sínum við yfirhjúkrunarkonu Elliheimilis- ins. Þar er frænkan náttúrlega ein til frásagnar og því sú ádeila hennar alveg út i bláinn, enda tekur frænkan það fram, að sú háttvísa kona hafi reiðst og látið nokkur orð fjúka. Ef dæma má af innræti þessa greinarkorns hennar, hafa þau orð verið ófög ur. STAÐHÆFING FRÆNKUNN AR um að flestar starfsstúlkur Elliheimilisins séu þýzkar, ber vott um að „Frænkan“ ber tak- markaða virðingu fyrir sannleik anum. Sannleikurinn mun vera sá, að af 80 kvenna hóp eru 4—5 þýzkar, sem mun sízt vera hærri prósenta en með út- lendinga, sem vinna hér á landi við hliðstæðar stofnanir, vildi ég ráðleggja þessari pennaglöðu Frænku að ef hún vill heiðra lát inn vin, sem hún kallar, að hafa sannleikann í heiðri í skrifum sínum, en ekki illrætna árásar* kennd og mislukkað háð. T. A. SEM TELUR SIG FULIi TRÚA almenningsálitsins í bæa um ræðst á stjórn Elliheimilis- ins og telur að vistfólk fái ónóga hjúkrun og umönnun. Er auð- sætt af greinarkorninu, að það er forstjóri stofnunarinnar, senH fer í taugarnar á T. A. Mér finnst mjög ólíklegt a& forstjóri Elliheimilisins hafi mik ið með ráðningu og uppsagnin starfsstúlkna að gera, enda störfum hlaðinn. Hitt kann vel að vera að endrum og eins taki hann í taumana. Um ráðríki stjórnenda má lengi deila og eitt er víst að tvær hliðar eru á hverju máli. ASAKANIRNAR UM VAN- LÍÐAN OG VANHIRÐU gamlai fólksins er fvrst og fremst árág á hæfni og vinnubrögð lækna HANNES—» Elliheimilisins. Mér er það kunnugt, að Elliheimilið hefur ágætu læknaliði á að skipa og munu þeir efalaust svara fyrin sig ef þeir telja þessi skrif T. A, svaravérð, því auðvitað bera læknar stofnunarinnar ábyrgð á að vistfólk þar fái góða hjúkr un og boðlegt mataræði. AÐ LOKUM vil ég segja það, að það er gott að vita, að ein. stofnun, sem starfar á félagsleg um grundvelli, skuli rekin halla laust. En auðvitað hlýtur það líka að vekja öfund og úlfúð þeirra, sem ekki tekst það sama“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.