Alþýðublaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 4
ÞETTA er Ariadne Co- lombo, 22 ára gömul, er var nýlega í sumarleyfi í Summercourt Corn- wall. Hún liefur alveg sérstakan áhuga á þess- um fálka frá Möltu, því að hún er líka þaðan. Eftir að fálkinn hafði fundizt með sundurskot- inn væng, var flogið með hann til Englands í skyndi, þar sem Ariadne scm var áður hjúkrunar- kona í Oxford, annaðist liann af mestu prýði, unz hann hafði náð sér að fullu. Guðni Guðmundsson: ERLEND TIÐINDl hvítra oq BORGIRNAR Little Rock og New Orleans í Bandaríkj- unum urðu á sínum tíma ill- ræmdar fyrir átökin, sem þar urðu vegna skólavistar negra barna. Rétt er því að geta stuttlega tveggja borga í suð- urríkjum Bandaríkjanna, sem athygli hefur beinzt að vegna skólagöngu svertingja- barr.a. Borgir þessar eru Al- lanta í Georgíu og Dallas í *Texas, en á báðum þessum stöðum hefur samskólun barna af hvítum og svörtum kynstofni orðið að veruleika með mestu ró, þrátt fyrir það ■að staðið hafði verið gegn slíkri þróun í sex ár. Um síðustu mánaðamót hófu níu negrabörn nám í 4 -skólum í Atlanta. sem til þess tíma höfðu verið sóttir ein- göngu af hvítum börnum. Á miðvikudag í sl- viku hófu 3 skólar í Dallas nýtt skólaár og voru í þeim alls átján negrabörn. Á hvorugum -staðnum kom til r.okkurra á- ■taka og var það miklu frem- ur svo, að mönnum virlist standa á sama. Það, sem helzt er talið hafa valdið þeirri ró, sem znenn tóku samskóluninni aneð, er sú staðreyr.d, að fram ú menn í báðum þessum borgum hafa um tveggja ára skeið verið ;að undirbúa 'þennan atburð og hafa í þeim tilgangi haft náið samstarf við forustumenn svertingja ■og smám saman afnumið að- skilnað kynþáttanna, t. d. á ; “almenningsbókasöfnum, veit- ingastöðum og víðar. Ekki virðist ástæða til aö ætla, að hvítum mönnum í Atlarta eða Dallas finnist samskólun í raun og veru nokkuð betri en mönnum í Little Rock eða New Orleans, •en það, sem gerir gæfumun- ir.n er, að helztu menn í •’bæjarmálum hinna fyrr— nefndu borga hafa haft aug- un opin fyrir því. að lögun- um yrðu þeir að hlýða og því væri réttast fyrir þá að und- irbúa, að breytingin gæti gengið friðsamlega fyrir sig. Þeir notuðu til þess mjög ein falt ráð. Þeir skírskotuðu til ■bæjarstoltsins og fengu menn inn á þá skoðun, að atburð- ir, eins og þeL, sem gerðust á sínum tíma í Little Rock, væru óæskilegir. Sá lærdómur, sem draga má af þessu, er, að andstaða við samskólun verður fyrir áhrifum ofan frá. Þar, sem átök hafa orðið af þessu til— efni, hefur það alltaf verið einhver leiðtogi eða stjórn- málamaður á staðnum, sem blásið hefur að logunum. — Þar sem leiðtogarnir hafa gert sér far um að ala fólkið upp og fá það til að sætta sig við hið óumflýjanlega, hefur allt gengið rólega. Þess má einnig geta, að efnahagsmál kunna að hafa haft nokkur áhrif, því að í ljós hefur komið, að fyrirtæki eru ekki sérlega áfjáð í að setja á stofn verksmiðjur eða slíkt á stöð- um, þar sem vænta má kyn- þáttaóeirða. Þetta hefur vafa laust einnig haft sín áhrif á fólk, þegar því var skýrt frá því. Anr.að atriði, sem haft hef ur sín áhrif, *er sú staðreynd, að smám saman hefur verið troðið upp í þau göt, sem skólayfirvöld og önnur yfir- völd höfðu, til að fara kring um úrskurð hæstaréttar Bandarikjanr.a frá 1954. Yfir völd ríkjanna hafa blátt á- fram séð fram á, að ekki yrði lengur staðið gegn ríkis- sljórninni, sem h-efur verið mjög ákveðin í þessu máli, undir forustu Kennedys for- seta sjálfs og bróður hans, sem er dómsmálaráðherra. Það skal tekið fram, að þróunin í þessum málum er hæg. í Suður-Karólína, Alab ama og Mississippi hefur eng- in samskólur. farið fram. Af 2.813 skólahverfum hafa 783 byrjað samskólun. Af 706.- 163 negrabörnum, sem búa í skólahverfum, þar sem sam- skólun er byrjuð, eru aðeins 213.532 í skóla með hvítum börnum. Sömuleiðis vill það brenna við á stöðum, þar sem samskólur. hefur verið fram- kvæmd, að hún sé aðeins til málamynda. í Little Rock, þar sem allt er rólegt nú. fara skólayfirvöldin t. d. algjör- lega eftir bökstaf laganna og hleypa inn eirs fáum negr- um og mögulegt er. Hið sama gerist víða annars staðar. Enginn efi virðist á því, að suðurríkin séu smám saman að sætta sig við hið óhjá- kvæmilega, eins og róin yfir samskóluninni f Átlanta og New Orleans sýnir. Hins vegar ber ekki ,að neita því, ■að ekki má mikið út af bera til að átök brjótist út áð nýju. í þessu máli virðist meira komið ur.dir viðhorfum leið- toganna en í mörgum öðrum. Ef Faubus, ríkisstjóri í Ark- ansas, ákveður t. d. að reyna að ná öldungadeildarforsæti Fulbrights á næsta ári, er á- kaflega hætt við'því, ,að hann noti einmitt þelta mál sér til fi'amdráttar og æsi til óeirða aftur. eins og hann gerði áð- ur Ef repúblikananum Bary Goldwater, erki-íhaldsmanni, tekst að vinna Suður—ríkja- demókratana til fylgis við sig, sem forsetaefni repúblik- ■ana, er ómögulegt að vita hvað gerist í þessum málum. En allt um það, virðist óhætt að fullyrða, að þróunin, sem orðin er. verði ekki stöðvuð og hið mikla áróðursvopn sem aðskilnaðurinn er í höndum kommúnista, verði úr hönd- um þeim slegið. MENN í FRÉTTUM Tancredo Neves TANCREDO NEVES 51 gamall kaupsýslumaður úr jafnaðarmannaflokki Kubitsc heks, fyrirrennara JanioQ ua- dros í forsetastóli, er forsætis ráðherrann í hinni nýju stjórn BraziLíu, sem mun fylgja hiófsamri siefnu í innanrík’s- málum og fylgja vest rænu ríkjunum í ut- anríkismláium. Neves verður valda mesti maðru'inn í Brazilíu samkvæmt hinni nýju stjórnarskrár- breyi ingu. — Forsætisnáð- herraembættið er nýjung í stjórnmálum Brazilíu. Stjórn- arskrárbreytinigin var sam þykkt með það0fyrir augum, að takmarka til muna völd forsetans, og meginverkefni Neves verður að halda saman samsteypustjórninni nýju. Tveir stærstu flokkar Brazi- líu standa að stjórninni. Jafn aðarmannaflokkurinn, sem hef ur 109 fulltrúa á þingi, og Þjóð legi lýðræðisflokkurinn (UDN) sem hefur 73 þingmenn. Þessir flokkar hafa meirihluta í báð um deildum þingsins, fulltrúa deildinni og öldun/gadeildinni. Því er haldið fram, að það hafi verið Neves, sem fengið hafi Goulart til þess að fallast á þessa breytingu. Hinn nýi forsætisráðherra er talinn vera slunginn stjórn málamaður. Þótt hann biði lægri hlut í fylkisstjórakosn- ingunum í heimafylki sínu Minasqerais hafnaði hann til boði Quadrosar forseta um stöðu bankastjóra í Þjóðbanka Brasíulíu eða sendiherrastöðu í Bólivíu. Hann hélt áfram tryggð við Goulart varafoseta, lærirvein einræðis- íherrans Vargas. Nú hefur Neves fengið sín laun og enn meiri völd en sjálfur Goulart. Þegar Goul- art flaug til Uruguay á heimleiðinni til Bra zilíu að krefjast for- setaembættisins, hélt Neves til fundar við hann í Montevideö og stuðlaði að friðsamlegri heimkomu varaforsetans, sem yrði eftirmaður Quadrosar. Neves er ekki í flokki Goul arts, en með þeim hefur verið góð samvinna. Laust eftir 1950 voru þeir báðir í miklum met um hjá einræðisherranum Getulio Vargas, sem gerði Ne ves að dómsmálaráðherra. Þegar Vargas fyrirfór sér 1945 tók Goulart við flokksfor ystunni, en hin nána satnvinna hans við Neves hélt áfram. Nú hefur Neves mest völd í landinu. Utanríkisráðherm hans, Francisco Santiago Dan- tos mun að öllum líkindum gefa „hlutleysisstefnu“ Quairos ar á bátinn. Athugasemd Framhald af 7. síðu. ar launabætur þar boðnar fram. Af framansögðu má sjá, að kennaraskorturinn stafar að allega af lélegum lunakjör- um, sem siéttin á við að ibúa. i Virðingarfyllst, F. h. Fræðsluráðs ísafjarðar. Björgvin Sigiivatsso/x formaður. dj 20. sept. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.