Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 3
V ngin gild ástæða verðfallsins New York, 29. maí ((NTB—Reuter) KENNEDY forseti hyggst gera all- ar ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að reynast, til þess að koma í veg fyrir nýtt krepputímabil eft- ir verðfallið í Wall Street á mánu- dag, þegar skráningin sýndi u.þ.b. þriggja eininga hrun nettó á svo að segja öllum verðbréfum. í Washington er verðhrunið tal- ið allalvarlegt, en enginn virðistl raunverulega ætla, að hörmuleg þróun sé í vændum, og enn sem komið' er hefur ríkisstjórnin ekki fyrirhugað neinar róttækar' ráð- stafanir um næstu framtíð. Það er almenn skoðun víxlara í Wall Street, að árinu 1962 svipi á margan hátt til kreppuársins 1929, en í svipinn réttlæti ekkert í efna- Iiagsástandinu hrun á við það, sem varð í kauphöllinni á mánudaginn. Þegar skráð verðbréf höfðu fall- ið um 20 milljarði dollara í verði á mánudag skýrði Kennedy for- seti ráðunaut sínum í efnahags- málum, Walter Heller, frá ugg sin um. Ráðunautar forsetans munu nú gera nýja rannsókn á efnahags ástandinu, en þó er ekkl talið sennilegt að rannsókn þessi muni leiða til neinna markverðra breyt- inga á framtíðaráætlunum, er þeg- ar hafa verið gerðar. Eitt mikilvægasta vandamálið i sambandi við verðfallið eru á- ÞEIR UNNU ÞETTA eru sigurvegararnir í kosningagetrauninni okkar. Ilaukur Jónsson, starfsmað- ur í Mjólkurstöðinni (til hægri) sem hlaut verðlaun, hann hafði sent alls átta úr- lausnir, og Valtýr Guðmunds son, strætisvagnsstjóri, sem fékk önnur verðlaun, hann hafði sent tvo úrlausnaí- seðla. Fyrir skömmu fékk Hauk ur Sindrastól, sem happ- drættisvinning á A-lista skemmtun í Lidó. í dag sagð ist hann bara eiga eftir að fá fólksvagninn í HAB, þá væri þetta fullkomnað. 0 Thant skorar enn á Indónesa og Hollendinga NEW YORK 29. maí (NTB-Reut er) H Thant, aðalframkvæmdastjóri skoraði enn í dag eindregið á Hollendinga og Indónesa að binda enda á átökin í Vestur Nýjn-Guin- eu til þess að unnt væri að héf ja að samningaviðræður. Indónesar hafa í grundvallarat- riðum fallizt á „Bunker-áætlunina" vsem grundvöll nýýrra viðræðna. Samkvæmt henni fá Indónesar stjórnina á Vestur Nýju-Guineu í hendur á tveggja ára tímabili. Áð ur en sá tími er liðinn skuli Papú- arnir fá sjálfsákvörðunarrétt um framtíð sína með þjóðaratkvæði undir umsjón Sameinuðu þjóðanna Sukarno mun enn bíða eftir VIORÆÐUR MILLI FLN OG OAS? Rocher Noir, 29. mai (NTB—Reuter) FORINGJAR Alsír-serkja höfnuðu í dag þeim fréttum, að FLN-stjórnin hefði samið við OAS-samtök hryðjuverkamanna með það fyrir augum að binda endi á öngþveitið í Alsír. Forseti bráðabirgðastjórnarinnar í Al- sír, Abderrahmane Fares, tjáði blaðamönnum, að orðrómurínn væri sálfræðilegt bragð al’ hálfu OAS. Fulltrúi FLN í bráðabirgða- stjórninni, Chawki Mostefai, hélt þyí fram, að enginn fótur væri fyr ir þessum orðrómi. Hann sagði, að slíkar málaleitanir yrðu einskis nýtar. Frönsk blöð hafa haldið þvi fram, að Mostefai hafi tekið þátt í viðræðum við OAS. Fréttamenn í París segja, að flugmiðar, sem OAS hefur dreift í Algeirsborg og annars staðar, miði beinlínis að því að undirbúa jarðveginn fyrir beinar samningaviðræður milli OOAS og FLN, á bak við frönsku stjórnina. Ileimildir, sem standa frönsku stjórninni nærri, segja þó, að ekki sé kunnugt um neitt slikt skref af hálfu OAS. í dag var dreift flugmiðum í París þar sem segir, að hryðjuverk OAS í Frakklandi sjálfu muni auk ast á næstunni. Það var „Nefndin til varnar lýðveldinu”, samtök, sem eru ándvíg OAS, er dreifðu flug- miðunum. í Algeirsborg tóku serkneskir lögreglumenn sér í fyrsta skipti stöðu í hverfi manna af evrópsk- um uppruna í miðbiki borgarinnar. Til þess hafa þeir haldið sig í út- jaðri gamla, serkneska hverfisins, Casbah, og Serkjahverfunum Hus- sein Dey og Belcourt. Færri biðu bana í hryðjuverk- um í Alsír í dag en vitað er um lengi, sex höfðu fallið og fimm særzt síðdegis. í Bone var evr- ópskum urtglingi rænt, þrír Serkir rændu lögreglumanninum Georges Brustier í útjaðri Algeirsborgar. OAS-menn hafa að undanfömu kveikt í fjölda skóla í Algeirsborg og nágrenni. U THANT svari frá Hollendingum um, að hve miklu leyti þeir fallist á Bunker- áætlunina sem samningsgrundvöll Nasution hershöfðingi hefur skorað á indóriesíska leiðtoga að hætta að lifa í munaði þar sem allir kraftar þjóðarinnar beinist að frelsun Vest ur Nýju-Guineu. Frá Hollandia berast þær fregn |r, að indónesískir fallhlífaher- ínen hafi sennilega stokkið til jarðar í fallhlíf við Fak Fak, en svæðið er nú umkringt og er talið að þeir gefizt bráðlega upp. Holl enzk yfirvöld segja, að indónesísku hermennirnir, sem eru í felum í frumskóginum, séu matar lausir. hrifin, sem sala á gangverði verð- bréfa mun hafa á greiðslujöfnuð Bandaríkjanna við útlönd og stöðu dollarans á alþjóðamarkaði. í stjórnmálaheiminum hafa re- públíkanar þegar fært sér verð- fallið í nyt með tilliti til kosning- anna í haust. Eisenhower fyrrum forseti gaf í skyn á blaðamannafundi fyrir nokkru, að kuldaleg afstaða stjórn arinnar til viðskipta heimsins ylli vantrausti manna í Wall Street. Hodges verzlunarráðherra sagði í dag, að margir nýir skattar yrðu nauðsynlegir til þess að endur- vekja traust þjóðarinnar á verff- bréfum. Áður hefur verið rætt um skattalækkanir, en þarna kvað við annan dúr. Verðfallið í Wall Street sagði til sín í kauphöllum víða um heim, t. d. í London, Tokyo, Ziiricli og Stokkhólmi, þar sem næstum öll verðbréf féllu í verði á þriðjudag. Veltan þar er þó óbreytt og ekkert bendir til þess, að víxlarar séu órólegir. Pathet Lao nálgast Thai- land VIENTIANE, 29. maí (NTB-Reut er) Hersveitir Pathet Lao voru í út jaðri bæjarins Houey Sai í dag, en bærinn er aðeins 6 km. frá landa- mærum Thailands. Varnir stjórnar- hersveita virðast vera í molum. Ekkert virðist geta komið 4 veg fyrir það, að hersveitir Pathet Lao taki bæinn á sitt vald. Flestir hermenn stjórnarinnar eru flúnir frá Houey Sai, en þar eru nokkrir bandarískir ráðunaut- ar, sem segja, að enn sé hægt að nota flugvöll bæjarins, enda þótt hann sé 6 km frá honum og stöðugt sé skotið á hann. Savang Vtthana konungur mun eiga að hafa fund með Souvanna Phouma í Luang Prabang 4. júní. Síðar mun Souvanna ræða við Boun Oum og Souphnouvong um myndun samsteypustjómar. Ástralskar flugsveitir eru komn ar til Bangkok og verða sendar til landamæra Laos, þar sem banda- rískir landgönguliðar hafa búið um sig. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 30. piaí 1962 3 STmuwja - sðef

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.