Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 5 Breiðablik látum vér þá tákna landið fyrir framan oss, hug'sjón- anna land,—landið,sem vér eigum enn ónumið, — land íslenzkrar framtíðarmenningfar í sannasta og fylsta skilningi. Þang'að er ferð- inni heitið. Þangað ættum vér allir að eiga samleið. Loforð eru fánýt og viljinn í veiku gildi. En tilraun munum vér gjöra eftir mætti að leggja eitt- hvert gott orð í belg, hve nær sem vér fáum því við komið,—leggja góðum mönnum og málefnum það liðsyrði, er vér framast megum. Við alla vildum vér gott eiga, eins og Gunnar á Hlíðarenda, en segja þó afdráttarlaust það, er oss býr í brjósti. Sannfæringu vorri munum vér leitast við að halda fram með lempni eins mikilli og oss er unt. Og af alefli vildum vér að því styðja, að samúðarþel milli blaðamanna og flokka næði að eflast, en æsingar og flokks- hatur að bælast og hverfa. Ágreiningsmálin munum vér því leitast við að ræða með hug- látssemi eins mikilli og nærgætni og vér höfum lag á. Winnipeg 15. maí 1906 Frisrik J. Bergmann. Samband við andaheiminn. 1. KKI mun mönnum nú jafn-tíðrætt um neitt og andatrúna í Reykjavík. Hvar sem menn koma saman, er um hana talað af kappi miklu, með og móti, eins og gengfur—mest þó á móti. Það er enginn skortur á þungum áfellisdómum. Menn álíta þetta vitfirring, eða því sem næst,og sumir tala líkast því sem allir séu nú að verða brjálaðir á fósturjörðu vorri. Andátrúarhreyfingunni er þeim mun meiri eftirtekt veitt, sem þar eiga hlut að máli nokkurir hinna mikilhæfustu manna þjóðar vorrar. Menn, sem álitnir eru leiðtogar lýðsins í fyrstu röð. Forkólfarn- ir í frelsisbaráttu þjóðarinnar og öllum andlegum áhugamálum. Listfengustu rithöfundarnir, sem nú eru uppi með þjóð vorri. Þegar þeir biðja sér hljóðs í hvaða máli sem er, geta þeir verið vissir um áheyrn fólksins. Vér eigum fyrst og fremst við þá rit- stjórana, Einar Hjörleifsson og Björn Jónsson. Þeir hafa báðir talað svo um hreyfing þessa í blöðum sínum, sem um leið eru lang-helztu blöð landsins, að það er eðlilegt, að nöfn þeirra séu um fram annarra tengd við málið. Einar Hjörleifsson, sem flestum Vest- ur-Islendingum er að góðu kunnur fyrir veru sína hér og blaðamensku, er þó eiginlega sá, sem hrundið hefir hreyfing þessari af stað. Svo er að sjá sem hann hafi byrjað með nokkurar tilraunir í þessa átt á Akureyri meðan hann var þar ritstjóri, en að þær tilraunir hafi að mestu mishepnast og verið látnar niður falla í bili. En eftir komu sína til Reykjavíkur virðist hann hefja rannsóknir þessar á ný. Þar hefir félag myndast, er Tilraunafélag nefnist, sem hefir þetta mál með höndum. Og inn í félag þetta hafa smám saman dregist ýmsir helztu menn og gætnustu þar í höfuðstaðnum, þar á meðal Björn Jónson, ritstjóri ísafoldar. Tilraunir þessar til að setja sig í samband við anda- heiminn með því að tala við framliðna menn, hafa aldrei verið sóttar með kappi jafn-miklu og fjöri og síðastliðinn vetur.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.